Morgunblaðið - 15.12.1991, Page 11

Morgunblaðið - 15.12.1991, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 11 vorum við í aðra röndina fegnir að vera lausir við þennan sköllótta drykkjubolta sem æpti og gargaði og dró að okkur óþarfa athygli. Við héldum til skips um kvöldið eftir að hafa innbyrt ósköpin öll af bjór sem þótti mikil munaðarvara og íslendingar sem komust í bjór erlendis töldu það skyldu sína að þamba hann í lítravís eins og til að birgja sig upp fyrir bjórleysið heima, rétt eins og úlfaldar drekka vatn í stríðum straumum áður en þeir leggja upp í eyðimerkurgöngu. Þegar við komum um borð var Reynir náttúrlega ókominn svo að við fengum dálítið samviskubit af því að hafa ekki gætt hans betur. En það reyndist vera óþarfi. Næsta morgun skilaði Reynir sér og var ofurlítið rykaður og ruglaður og sveif strax á Stebba og þakkaði honum innilega fyrir að hafa bjarg- að sér. Stebbi skildi hvorki upp né niður í því sem Reynir var að tala um og ekki við hinir heldur, því að við vissum vel að Stebbi hafði ekki hugmynd um það frekar en við hvar Reynir hefði alið manninn um nóttina. Þá sagði Reynir okkur sögu sem líður mér aldrei úr minni, hvorki sagan né frásagnarmátinn, en sag- an var eitthvað á þessa leið: „Ég er bara staddur í bænum að labba og skoða mig um þegar ég sé að það stoppar bíll nálægt mér og út stíga ellefu leður- jakkagæjar og einn þeirra með hníf já lofti — þennan líka rosalega hníf! Þeir taka stefnuna á mig — með hnífinn á lofti — og ég hörfa undan og fer að hlaupa og hleyp og hleyp og þeir á eftir — með hnífinn! Ég stekk yfir grindverk og inn í garð og þeir á eftir — með hnífmn! Og ég hleyp áfram og inn í húsa- sund og þeir á eftir — með hnífinn! Þá dett ég og þegar ég lít upp stend- ur einn þeirra yfir mér — með hníf- inn — og ég veit ekki hvað ég á að gera þegar hann segir: „Átt þú ekki þennan hníf, Reynir minn?! Og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og þá komst þú, Stebbi minn og kýldir þá — þakka þér ofsalega vel fyrir.” Það var ekki mikil glóra í þess- ari sögu, en Reynir margsagði okk- ur hana og þreyttist aldrei á því að þakka Stebba fyrir að hafa bjargað sér. Ég hef aldrei getað gleymt Reyni, þessum seinheppna ketilsmið, sem hafði svo sérstakan talanda og frá- sagnarmáta og hann hefur verið með mér alla tíð síðan og komið fram á skemmtunum undir nafninu Leifur óheppni. - Leifur óheppni, það er Reynir, og Leifur hefur þá sérstöðu meðal allra karakteranna minna að hann er sá eini sem á sér eina alveg ákveðna fyrirmynd — að Bjarna Fel. náttúrlega undanskildum. Við stoppuðum ekki lengi í Cux- haven og síðan var stímt heim þar sem við fórum af skipinu. Valgarður bróðir minn hafði sjó- ast mjög í þessari ferð, hafði staðið við stýrið á Gylfa gegnum Pen- tilinn, þar sem himinhárar öldur risu og togarinn kastaðist til svo að maður varð að ríghalda sér í kojunni. Ég gleymi aldrei þessum bless- uðu togarajöxlum. Þetta voru fínir karlar upp til hópa, hjálpsamir og vinsamlegir, en létu mann afskipta- lausan þar fyrir utan. Þetta voru alls konar menn. Þarna var til dæm- is einn sem hafði verið efnaður maður í viðskiptaheiminum. Þá komst hann að því að konan hans hélt fram hjá honum. „Þá fór ég að heiman,” sagði hann. „Sagði henni að hirða fyrir- tækið og allt draslið. Fór í Ríkið og keypti mér flösku og hef ekki verið ófullur á þurru landi síðan.” Ég sá þennan mann ekki alls fyrir löngu og hann er fullur enn. Én alltaf jafnsnyrtilegur í klæða- burði, hreinn og strokinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast lífinu á togara á þessum árum. Núna er þetta gerbreytt eins og fleira. Þótt ég sé ekki fæddur fyrr en árið 1947 hef ég náð því að lifa miklar breytingatíma. Ég hef staðið berfættur á moldargólfi í kjallara í Miðey og ég hef séð dráttarklárana taka á rás þegar fyrsti traktorinn á bænum var settur í gang í fyrsta sinn. Mér finnst ég hafa náð því að standa á mörkum tveggja tíma. Togarasaga mín varð ekki miklu lengri, að vísu réðum við okkur á togarann Jón forseta sem var að fara sinn síðasta túr. Aldrei botnaði ég í því hvemig hann hélst á floti. Við fórum á veiðar og fengum ekki kvikindi úr sjó. Við vorum við Vestmannaeyjar þegar Surtseyjar- gosið hófst, haustið ’63. Það var stórkostleg sjón. En veiðin var eng- in. Þá var brugðið á það ráð að sigla inn í Vestmannaeyjum og kaupa þar farm í skipið til að sigla með. Þá vorum við strákarnir reknir í land og reyndar öll áhöfnin nema þeir sem þurfti til að standa stím- vakt. Og síðan hef ég ekki lagt stund á togarasjómennsku. Við réðum okkur í fiskvinnu í Eyjum í stað þess að fara beint heim, kannski í þeirri von að döm- urnar í Eyjum vildu líta við okkur. Þær vildu það auðvitað ekki. Og þá Iá leiðin heim aftur. Til Hafnarfjarðar enn um sinn. S- SÓLARLJÓÐ Umsjón: Njöröur P.Njarðvík Sólarljóö eru kaþólskt helgikvæöi eftir ókunnan höfund á 13. öld, og eru eitt stórkostlegasta trúar- Ijóð, ort á íslensku. Það birtir í senn ka- þólska heimsmynd og leiðsögn um þann heim. Njörður P. Njarðvík skýrir kvæð- ið og túlkar með ýtarlegri hætti en áður hefur verið gert. Sólarljóð eru gefin út í samvinnu við Bók- menntafræðistofnun Háskólans og eru 10. bindi í ritröðinni ís- lensk rit. lón Ormur Halldórsson ISLAM Saga pólitískra trúarbragða ISLAM. SAGA PÓLITÍSKRA TRÚARBRAGÐA Jón Ormur Halldórsson Rit um Islam, rætur og sögu Múhameðs- trúar og þeirra sam- félaga múslima, sem þessi trúarbrögð hafa mótað. Grundvallarrit til skilnings á fjöl- mörgum deiluefnum í heimi nútímans, s.s. Pe.rsaflóastríði, átök- um um Palestínu, stríðinu í Líbanon, átökum á Indlands- skaga, byltingunni í íran, olíustjórnmálum í Miðausturlöndum o.fl. Bókaúfgáfa /MENNING4RSJÓÐSI SKALHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK SÍMI 6218 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.