Morgunblaðið - 31.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1991, Blaðsíða 4
 1 3 4 C ÍI33MI383CÍ .ÍS ®í)A(TJ^ÍÍ8*l, QJfíMðí MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1991 INNLAUSNARVERÐ VAXTAME)A VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1. FL. B.1985 Hinn 10. janúar 1992 er fjórtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 14 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 524,00 " " 10.000,- kr. " = kr. 1.048,00 " " 100.000,-kr. " = kr.10.484,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1991 til 10. janúar 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3196 hinn 1. janúar 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 14 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1992. Reykjavík, 31. desember 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 GKR. 1975-1 .fl. 1975- 2.fl. 1976- 1. fl. 1976- 2.fl. 1977- 1.fl. 1978- 1.fl. 1979- 1.fl. 10.01.92-10.01.93 25.01.92-25.01.93 10.03.92-10.03.93 25.01.92-25.01.93 25.03.92-25.03.93 25.03.92-25.03.93 25.02.92-25.02.93 kr. 21.629,97 kr. 16.321,46 kr. 15.547,73 kr. 11.755,26 kr. 10.971,57 kr. 7.438,67 kr. 4.918,72 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1981-1 .fl. 1985-1.fl.A 1985- 1 .fl.B 1986- 1 .fl.A 3 ár 1986-1.fl.A4 ár 1986-1 .fl.A 6 ár 1986-1.fl.B 1986- 2.fl.A 4 ár 1987- 1 .fl.A 2 ár 1987-1.fl.A4 ár 1989-1.fl.A 2,5 ár 25.01.92-25.01.93 10.01.92-10.07.92 10.01.92-10.07.92 10.01.92-10.07.92 10.01.92-10.07.92 10.01.92-10.07.92 10.01.92-10.07.92 01.01.92-01.07.92 10.01.92-10.07.92 10.01.92-10.07.92 10.01.92-10.01.93 kr. 200.283,66 kr. 51.014,67 kr. 31.769,38**) kr. 35.163,73 kr. 38.227,07 kr. 39.296,27 kr. 23.431,09**) kr. 32.516,89 kr. 27.979,54 kr. 27.979,54 kr. 14.384,52 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 31. desember 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Stormsker á rangri hillu Bókmenntir Jón Stefánsson Sverrir Stormsker: VIZKUSTYKKI. LJóð. Fjölva útgáfa. 1991. Fátt er jafn skemmandi fyrir eyrað en að hlusta eftir orðsmíð popptón- listamanna sem rembast við á þrem- ur mínútum að ríma saman ástum unglinga og tilgangi lífsins. Texta- höfundar poppsins eru þó ekki allir jafn hugmyndasnauðir í efnisvali og úrvinnslu. Sumir geta sett saman nokkuð lipurlega texta og verið skemmtilegir. Sverrir Stormsker er einn þeirra. Ég segi ekki að ég hafi lagt mig eftir að hlusta á hann, en hef þó glott og haft gaman af því sem ég hef heyrt frá honum. Enda er maðurinn fyndinn, ákaflega háðskur og á jafnvel orðheppni til. Það hefur þó aldrei hvarflað _að mér að líta á hann sem ljóðskáld. Ég vissi reyndar af tveimur ljóðabókum eftir hann frá byrjun 9. áratugarins en tók þær sem alvörulaus bernskubrek. En nú hef ég þriðju kvæðabók Sverr- is fyrir framan mig, Vizkustykki, og þarf að velta fyrir mér hvort Sverrir Stormsker sé skáld eður ei. Mér þyk- ir í raun leitt að hann skuli endilega leggja þessa spurningu fyrir mig enda reynast textar hans flestir hálf farlama þegar þeir hafa enga tónlist til að styðjast við: Þú rankar við'ér einn morgunn, á end’er þitt æviskeið. Tíminn styttir þér aldur og lengir um leið. Sverrir notast iðulega við stuðla, höfuðstafi og rím og ferst það mis- vel úr hendi, oft renna textarnir áreynslulaust áfram en stundum ger- ir hann sig sekan um slæm mistök: Aldnir hafa’ orðið ellinni að bráð. Öllu sem þeir áttu þeir allir hafa sáð. Uppskerá sinn aldur, uppskurði og háð. Hanga inn’a hælum og hugsa sín banaráð. Ekki þarf nákvæmt brageyra til að gretta sig hér; síðasta línan heggur í vegna of margra atkvæða. Auðvelt Sverrir Stormsker hefði verið að laga þetta, til dæmis með að sleppa „sín“. Textahöfundur- inn stendur sig betur í Lífsgöngvnni; textanum sem kemst næst því að standa föstum fótum án tónlistar: Liggur niður hraun og hjam heljarvegur langur. fjarskalega leiðigjarn er lífsins niðurgangur. En flestir textarnir liggja hálf máttlausir á pappímum, eru eins og gítar án strengja. Sumir myndu telj- ast nokkuð góðir á plötu, aðrir verða slæmir í hvaða umhverfi sem er: Nútímahljóml ist er hámenning vor, hvað er nú betra en það? Þeir eru jú styrktir með almannafé allir sem setj’ana á blað. En alþýðupoppið er bévítans bull sem banna skal þegar í stað. Symfonísk hljómsveit er þarfmikið þing, þó þjóðin ei hlust’ana á. Styrkjum skal ausið í alla þá list, sem alþýðan vill ekki sjá. Öllum er hollt að þekkja sín tak- mörk. Vonandi rennur fljótlega upp fyrir Sverri Stormsker að ljóðið er ekki hans miðill og ætti hann að ein- beita kröftum sínum að dægurlaga- og textagerð. Kápa Vizkustykkis er ósmekkleg eins og því miður virðist einkenna flestar ljóðabækur Fjölva útgáfunnar þetta árið. VANN ÞÍN FJÖISKYLDA? Heildarvinningsupphæðin var: 114.386.677 kr. 52. leikvika - 28. desember 1991 Röðin : 1X1-111-XX1-XX11 13 réttir: 84 raðir á 12 réttir: 1.795 raðirá 11 réttir: 18.637 raðirá 10 réttir: 118.991 raðir á 367.670 - kr. 10.830 - kr. 1.100-kr. 360 - kr. Þetta var síðasti seöillinn á þessu ári og viljum við þakka landsmönnum fyrir viöskiptin á árinu. Samvinnan viö Svía hefur oröiö fyrirtækinu og íslenskum tippurum mikil lyftistöng. Sænskir tipparar hafa greitt 17 milljónir til íslenskra tippara til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.