Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 11 Kennslustund í stjörnufræði Myndlist Eiríkur Þorláksson Sem tjáningarmiðill mannlegi’- ar fróðleiksfýsnar á myndlistin fáa sína líka; allt, sem snertir til- veru mannsins á hinn minnsta hátt, getur orðið henni að yrkis- efni. Myndlistin hefur notað sér landslagið sem maðurinn skapar umhverfi sitt úr, þann manngerða og mengandi heim sem hann hef- ur sett þar niður, stríð hans við bræður sína og ekki síður innri baráttu mannsins við sjálfan sig; þá ör-veröld efna og lífvera, sem tilvera hans byggir á (og hann er að reyna í vanmætti sínum að ná stjórn á), og loks hinn yfir- þyrmandi óendaleik himingeims- ins, sem lætur manninn endanlega finna til smæðar sinnar. Listakonan Anna Líndal héfur tekið hluta af þessari alheimsvíð- áttu sem viðfangsefni sitt í sýn- ingu sem hún nefnir „Kennslu- stund í stjörnufræði", og stendur nú yfir í Galleríi Sævars Karls. Anna útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1986, en stundaði síðan nám í London og Berlín; hún hélt sína fyrstu einka- sýningu í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum. Anna fylgir sýningunni úr hlaði með tilvitnun í orð stjörnufræð- ingsins Giordano Bruno, sem var brenndur á báli 17. febrúar árið 1600 fyrir þá fáheyrðu dirfsku að véfengja gildi sköpunarsögu Biblíunnar, en tala þess í stað um „eina ómælanlega alheimsvíð- áttu“. í myndum sínum fjallar listakonan síðan um örlítinn hluta þessarar víðáttu, einkum jörðina okkar og samband hennar við kunnuglega nágranna, sól og tungl. Myndirnar eru afar fínlegar og skemmtilega unnar í einfaldleik sínum. Margar þeirra mundu eflaust sóma sér vel sem skýring- armyndir í kennslubókum á þeim fyrirbærum sem þær fjalla um; en þær hafa einnig til að bera sjálfstætt eðli myndverksins, jafn- vel sem vandlega gerðar geómet- rískar tilraunir. Einkum má benda á „Tungl-jörð“ (nr. 1) og „Hreyf- iafl“ (nr. 3) í þessu samhengi. „Ljós-myrkur“ (nr. 5) er hins veg- ar bæði sérstæð og einföld skýring á sambandi jarðar og tunglsins. En alheimurinn er síkvikur líkt og tilvera mannsins, og það sem virðist fast og óumbreytanlegt kemur oft á óvart næst þegar því er gefinn gaumur; breytingarnar kunna að vera í smáu, en þær eru þörf ábending um „fallvaltleik festingarinnar eins og sjö afstöðu- myndir af stjörnumerkinu Karls- vagninum (nr. 6) sýna. Þetta er hógvær og nákvæm sýning frá hendi listakonunnar, sem gestir sjá þó fljótt að ein- skorðast ekki við stjörnufræði. Öll myndlist hefur yfirfærslugildi, og það sem í fyrstu virðist fjalla um afmarkaðan þátt tilverunnar, getur auðveldlega haft merkingu fyrir fleiri þætti í mannlegri til- veru — það er afstaða manna til umhverfisins sem skiptir máli Sýning Önnu Líndal í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti 9 stendur til 13. mars. 5 millj. til fyrrum sovétlýðvelda RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að verða við beiðni Rauða krossins á Islandi að veita fimm milljónir króna til aðstoðar við fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna. Að sögn Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra hafði Rauði kross íslands þegar ákveðið að veita fímm milljónir króna til aðstoðar fyrram sovétlýðveldum, og óskaði Rauði krossinn eftir því að ríkis- stjórnin legði fram jafnhátt fram- lag. „Við ákváðum að verða við þessari ósk Rauða krossins á ríkis- stjórnarfundi,“ sagði forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. Minkapelsar Tilboðsverð fró Siður feniabiorpels i oo OOO - Tilboðsverö Pelsfóðursjakkar og kópur Verð fró kr. 48.900,- A Pelshufur og treflar í miklu úrvali. Kirkjuhvoli ■ sími 20160 SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Pórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyðarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi I. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C </> o| OxO* 3 <Q §=8 3 Ox 3S: oS Q Q' 5 7? 3 7? Q.S =5=0 Q^ 3 a \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.