Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.03.1992, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1992 56 Apple-skákmótið: Islendingar heillum horfnir í 1. umferð __________Skák Bragi Kristjánsson APPLE-skákmótið, XV. Reykjavíkurskákmótið, hófst í skákheimili Taflfélags Reykja- víkur í Faxafeni 12. Þátttak- endur eru tólf, þar á meðal stórmeistararnir Alexei Sírov (Lettlandi), Vasilos Kotronias (Grikklandi), Stuart Conquest og James Plaskett (báðir Eng- landi), Olivier Renet (Frakk- Iandi) og okkar menn, Jóhann Hjartarson, Margeir Péturs- son, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason. Alþjóðlegir meistar- ar á stórmeistaratitilsveiðum eru Hannes Hlífar Stefánsson, Karl Þorsteins og Þröstur Þór- hallsson. Keppnin á mótinu ætti að geta orðið mjög skemmtileg, því flestir erlendu gestirnir eru þekktir fyrir að tefla stíft til vinnings í hverri skák. Fyrsta umferðin á sunnudag var fjörug, en því miður höfðu heilladísirnar annað að gera en að sinna ís- lensku keppendunum. 1. umferð: Þröstur — Helgi, 'h-'h 20 leikir, Kortonias — Jón L., 'h—'h 38 leikir, Conquest — Hannes Hlíf- ar, 1-0 42 leikir, Plaskett — Jó- hann, 1-0 34 leikir, Renet — Karl, 1-0 33 leikir, Sírov — Mar- geir, frestað til miðvikudags. Jóhann kom aldrei góðu skipu- lagi á stöðu sína gegn Plaskett og mátti þola tap án mikillar baráttu. Karl fékk góða stöðu í byijun gegn Renet og Frakkinn ákvað að fórna skiptamun til að ná spili. Karli fataðist vörnin í miklu tímahraki í stöðu, sem óþarft var að tapa, þótt ekki hefði hann vinningsmöguleika. Hannes Hlífar hélt ró sinni, þótt Conquest réðist á hann með mikl- um látum. Fimm leikjum fyrir tímamörkin lék Hannes illa af sér í vinningsstöðu ogtapaði. Þröstur og Helgi tefldu flókna byijun, en sömdu jafntefli, áður en til mik- illa átaka kom. Kotronias og Jón L. tefldu mikla fómarskák, sem lengi fylgdi frægri skák Guðmundar Siguijónssonar og Helga Ólafs- sonar á alþjóðlega skákmótinu í Neskaupstað 1984. Við skulum nú sjá þessa skemmtilegu skák. Hvítt: V. Kotronias Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvöm 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Be3 - e6, 7.g4!? - (Grikkinn leggur hiklaust til at- lögu, en rólegri skákmenn hefðu t.d. íeikið hér 7. f4.) 7. - e5!? (Ekki stendur á hörðum viðbrögðum hjá Jóni. Einnig kom til greina að leika 7. - h6, t.d. 8. Hgl - b5, 9. a3 - Bb7, 10. Bd3 - Rbd7, 11. h4 - e5, 12. Rb3 - g6 o.s.frv.) 8. Rf5 - g6, 9. g5 - gxf5, 10. exf5! (Eftir 10. gxf6 - f4, 11. Bd2 - Be6 ásamt 7. - Rd7 stend- ur svartur vel.) 10. - d5 (Svartur getur varla leikið nokkru af viti eftir 10. - Rg8, 11. Df3, þótt hann eigi manni meira.) 11. gxf6 - (Önnur leið er hér 11. Df3 - d4, 12. 0-0-0 - Rbd7, 13. Bd2 - Dc7, 14. Bd3 - Rc5, 15. Bc4 - dxc3,16. Bxc3 - Rfe4, 17. Hhel - Rxc3, 18. Dxc3 - Bg7, 19. f6 - 0-0, 20. Hxe5 - Be6, 21. Bxe6 - Rxe6, 22. Dxc7 - Rxc7, 23. Hd7 - Hfe8, 24. Hee7 - Hxe7, 25. fxe7 - Re6, 26. f4 - f5 með vinningsstöðu fyrir svartan (Wdberg Novikov, Kaupmannahöfn 1991).) 11. - d4, 12. Bc4 - Dc7 (Stað- an er geysiflókin, en ekki lítur vel út fyrir svartan að leika 12. - Dxf6, 13. Rd5 - Dc6, 14. Bxd4I? - Dxc4, 15. Rf6+ - Ke7, 16. Bxe5 með ýmsum hótunum, m.a. 17. Dd6 mát. Svartur má auðvitað ekki leika 12. - dcx3, 13. Bxf7+ - Kxf7, 14. Dcd8 o.s.frv. Helgi Ólafsson stakk á sínum tíma upp á 12. - Bxf5!?, 13. Df3 - Dc8 o.s.frv.) 13. Dd3 - dxc3 (Eftir 13. - Rd7, 14. Rd5 - Dc6, 15. Bxd4 - exd4, 16. De2+ - Kd8 17. 0-0-0 er aðstaða svarts ekki öf- undsverð.) 14. 0-0-0 - Rc6, 15. Hhel - cxb2+, 16. Kbl - Bb4, 17. Hgl Hér bregður Grikkinn út af upp- skrift Guðmundar Siguijónsson- ar, en fegurðarverðlaunaskákin við Helga Ólafsson á Neskaup- stað 1984 tefldist þannig: 17. c3 - Ba3I, 18. Bf4 - Dd7I, 19. Bd5 - Dxd5I, 20. Dxd5 - Bxf5+, 21. Hd3 - 0-0!, 22. Bh6 - Hfd8, 23. Ilgl+ - Kh8, 24. Bg7+ - Kg8, 25. Bh6-i— Kh8, jafntefli.) 17. - Hf8, 18. f4 - exf4 (Hvað annað?) 19. Bxf4?! (Ekki verður séð, að svartur geti varist lengi eftir 19. Bb6!? - Dxb6, 20. Hgel+ - Re7, 21. fxe7 - Bxe7, 22. De4 - Df6, 23. Hd5 með hótununum 24. He5 eða 24. Hedl o.s.frv.) 19. - Dxf4, 20. Hgel+ - Bxel, 21. Hxel+ - Be6, 22. fxe6 - Dd4 (Þar með sleppur svarti kóngurinn yfir í jafnteflishöfn á d-línunni.) 23. exf7++ - Kd8, 24. Dxd4+ - Rxd4, 25. Hdl - Kc7, 26. Hxd4 - Had8, 27. Hg4 - Kd6!, 28. Hg5 - Hc8, 29. Bb3 - Hc5!, 30. Hg8 - Hcc8, 31. Hg7 - h6, 32. Kxb2 - Ke5, 33. Hg6 - Kf5, 34. Hxh6 - Hh8, 35. Hxh8 - Hxh8, 36. Kc3 - Kxf6, 37. Kb4 - b6, 38. Bc4 og keppendur sömdu um jafntefli. Þriðja umferð verður tefld í kvöld kl. 17 í skákheimilinu í Faxafeni 12 og þá tefla Conqu- est — Kotonias, Þröstur — Jón L., Sírov — Helgi, Plaskett — Hannes Hlífar, Renet — Margeir, Karl — Jóhann. Sjálfsþjón- usta Rétting- ar og spraut- unar hf. NÝLEGA var opnað fyrirtækið Réttingar og sprautun hf., Stór- höfða 20, Reykjavík, sem býður bílaeigendum nýja gerð af þjón- ustu. Eigendum og umráða- mönnum bíla gefst kostur á að- stöðu til viðgerða á tjónabílum og hverskonar málningarvinnu. Boðið er upp á aðstöðu í full- komnum réttingabekk með tilheyr- andi búnaði, aðgang að handverk- færum og mælibúnaði og einnig sprautuklefa með öllum búnaði. Starfsménn fyrirtækisins veita ráðgjöf og aðstoð ef óskað er og hjá fyrirtækinu starfar bifreiða- smíðameistari sem tekur að sér að mæla út og votta bíla vegna nýskráningar. Réttingar og sprautun hf. er opið alla daga vikunnar frá kl. 8-22. (Frcttatilkynning) Pia Cramling stal senumii á skákmótinu í Bern Skák Margeir Pétursson ÞRJÁTÍU stórmeistarar og fimmtíu alþjóðlegir meistarar í hópi 270 keppenda var mun meira en mótshaldarana í Bern í Sviss óraði fyrir er þeir skipu- lögðu mótið. 60% fjölgun kepp- enda frá árinu áður olli því að þröngt var setið í skáksalnum. Straumur keppenda frá Austur- Evrópu var skýringin á hinum mikla fjölda keppenda og titil- hafa. Baráttan um efsta sætið var afar jöfn og spennandi. Sig- urvegari varð Rússinn Andrei Sokolov, sem tefldi til úrslita við Karpov árið 1987 um áskor- unarréttinn á heimsmeistarann. Eins og oft á mótum í Sviss var það banki sem stóð fyrir mótinu. Schweizerische Kreditanstalt (SKA) er nú að verða einn stærsti styrkjandi skákmóta í heimi, á hlut að fjölda móta á hveiju ári bæði í Sviss og Þýskalandi. SKA kom þó hvergi nálægt mótinu í Bern, heldur var það Schweizer- ische Volksbank sem hækkaði verðlaunin frá árinu áður með þessum frábæra árangin. Líklegt má telja að mótið verði ennþá sterkara að ári. Rétt eins og hér á íslandi 1984 náði sænska stúlkan Pia Cramling að stela senunni. Þá misst hún flugið, en nú var hún í toppbarátt- unni allt mótið og náði að deila öðru sætinu og hlaut sinn síðasta áfanga að stórmeistaratitli karla. Hún er fyrsta vestræna konan sem nær því marki. Andrei Sokolov mátti þola nokkur mögur ár í kjölfar stórtaps fyrir Karpov í einvígi 1987. Hann var þó sá eini sem vann bæði Kasparov og Karpov í síðustu heimsbikarkeppni. Nú náði hann sér á strik á stóru opnu móti í Bern. Ég fór fullrólega af stað á mót- inu, eftir tvo sigra í upphafi gerði ég þijú jafntefli í röð. Með góðum endaspretti náði ég að deila öðru sætinu. í lokin fékk ég þijá og hálfan vinning úr fjórum skákum gegn þremur Rússum og einum Letta. Úrslit: 1. Andrei Sokolov, Rússlandi Vh v. af 9 mögulegum 2-12. Pia Cramling, Svíþjóð, Glenn Flear, Englandi, Anatólí Vaiser, Rússlandi, Boris Gulko, Banda- ríkjunum, Paul Motwani, Skot- landi, Edwin Kengis, Lettlandi, Andrei Kharlov, Rússlandi, Mar- geir Pétursson, Vlastimil Hort, Þýskalandi, Daniel King, Englandi og Ketevan Arakhamia, Georgíu 7 v. 13-25. Rosentalis og Kveinys, Lit- háen, Gheorghiu, Rúmeníu, Barlov og Vukanovic, Júgóslavíu, Ragos- ín og íbragimov, Rússlandi, Csom, Ungveijalandi, Wojtkiewicz, Pól- landi, Shabalov, Lettlandi, Hebd- en, Englandi, Barle, Slóveníu og Hoffmann, Argentínu G'h v. Á meðal þeirra sem hlutu 6 vinninga voru hinir kunnu stór- meistarar Tukmakov og Gavrikov. Þar sem sjö vinninga þurfti í verð- launasæti fór mikill fjöldi öflugra skákmanna tómhentur frá Bern. Árangur skákmanna frá fyrrum Sovétríkjunum hefur oft verið betri á slíkum mótum. Virðist það láta súmum þeirra betur að tefla undir rauða fánanum. Stigahæsti keppandinn á mót- inu, Eduard Rosentalis frá Litháen (2.585), hefur verið sigursæll á opnum mótum síðustu tvö árin. I fimmtu umferð vann Sokolov mik- ilvægan sigur á honum með svörtu. 1 þeirri skák beitti Sokolov Aljekíns- vörn, sem var afar vin- sæl á mótinu í Bern, ekki síst hjá Rússunum. Hvort um nýja tísku- sveiflu verður að ræða er of snemmt að spá um, en á undan- förnum árum hefur byijunin ekki þótt fýsilegur kostur. Hvítt: Ros- entalis, Lettlandi. Svart: Sokolov, Rússlandi. Aljekín-vörn 1. e4 - Rf6 2. e5 - Rd5 3. d4 — d6 4. Rf3 — dxe5 5. Rxe5 — Rd7!? Kastar rauðri dulu framan í hvít, sem verður að fórna manni til að halda frumkvæðinu. Það var Bent Larsen sem fyrstur lék þess- um leik gegn sjálfum Mikhail Tal, í fimmtu skák þeirra í áskorenda- einvígi árið 1965. Aldrei þessu vant lagði Tal ekki í að fórna, svaraði með hinum linkulega leik 6. Bc4, eftir 45 mínútna umhugs- un, og tapaði skákinni. Síðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og fórnin verið rannsökuð gaumgæfi- lega. 6. Rxf7 - Kxf7 7. Dh5+ - Ke6 8. c4 Hér gæti hvítur leikið 8. Dg4+ eða 8. Dh3+ og þráskákað. 8. - R5f6 9. d5+ - Kd6 10. Df7 - Re5 11. Bf4 - c5 12. Rc3 - a6 13. 0-0-0? Þekkt mistök sem hvíti urðu einnig á í skákinni deFirmian-Roh- de, Bandaríska meistaramótinu 1989. Hættulegasta framhald hvíts í stöðunni hefur lengi verið talið 13. b4! sem svartur svarar líklega best með 13. — Db6 14. bxc5+ — Dxc5 15. Hdl — g5! í stað hins gamla 15. — Bf5 16. Hd3! - Bxd3 17. De6+ - Kc7 18. Be5+ — Kd8 19. Bxd3 sem finna má í fræðibókum. 13. - g6! Sýnir strax fram á gallann við langhrókunina. Svartur hótar óþyrmilega 14. — Bh6. 14. Bxe5+ - Kxe5 15. d6 - Bh6+ 16. Kc2 - De8 17. Hd5 - Rxd5 18. Dxd5+ - Kf6 19. Bd3 Nú fyrst breytir Rosentalis út af fyrrgreindri skák Bandaríkja- mannanna, en það er um seinan. Eftir 19. Re4+ — Kg7 stóð deFirmian einnig uppi með tapað tafl. 19. - exd6 20. Dxd6 - Kf7 21. Re4 - Dc6 22. De5 - Hd8 og hvítur gafst upp. Eftir þennan ótrúlega auðvelda sigur var Sokolov heppinn með andstæðing í sjöttu umferð, sigr- aði hinn stigalága króatíska stór- meistara Ivan Nemet örugglega. Hann gat síðan leyft sér að gera þijú stutt jafntefli í síðustu um- ferðunum. Keppinautarnir lögðu ekki í að reyna að ná honum, því tap hefði þýtt fall úr verðlauna- sæti. Olympíuskákmót í júní Oiympíuskákmótið fer fram í Manila á Filippseyjum frá 7-25. júní í sumar. Aætlaður kostnaður Skáksambands íslands af því að senda sex manna lið á mótið ásamt fararstjórum er 1,8 millj. króna. Vegna allra breytinganna í Austur-Evrópu eru yfirgnæfandi líkur á því að mun lleiri sterkar sveitir en áður verði með. Á síðasta móti í Novi Sad í Júgóslavíu 1990 var íslenska liðinu raðað í áttunda sæti í styrkleikaröðinni, en nú er ljóst að a.m.k. fimm sveitir frá Sovétríkjunum fyrrverandi verða metnar hærri. Það eru Úkraína, Hvíta-Rússland, Eistland, Lettland og Litháen. Þjóðverjar verða einnig metnir hærri, því stjórn skáksambands þeirra hefur ákveðið að taka Rússann Alexander Khalifman inn i liðið, en hann hefur í tvö ár verið búsettur í Frankfurt. Var þetta gert þrátt fyrir andstöðu tækninefndar þýska sambandsins og kurr í röðum þarlendra meistara. íslendingar verða því í hæsta lagi metnir með 14. sterkasta liðið og það er ljóst að aldrei hefur verið við jafn ramman reip að draga. Æfingar eru hafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.