Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 Amnesty International: Akall um hjálp Mannréttindasamökin Amnesty International vilja vekja athygli þína á þeim mannréttindabrotum sem sagt er frá hér að neðan og vonar að þú sjáir þér fært að skrifa bréf til hjálpar fórnarlömbum þeirra. Þú getur lagt fram þinn skerf til þess að samviskufangi verði látinn laus eða að pyndingum verði hætt. Boðskapur þinn getur fært fórn- arlömbum „mannshvarfa" frelsi. Þú getur komið í veg fyrir aftöku. Fórn- arlömbin eru mörg og mann- réttindabrotin margvísleg, en hvert bréf skiptir máli. íslandsdeild Amnesty gefur einn- ig út póstkort til stuðnings því fólki sem hér er sagt frá, og krefst ein- ungis undirskriftar þinnar. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja eða koma • á skrifstofu samtakanna að Hafnar- stræti 15, virka daga frá 16-18 í síma 16940 eða senda okkur línu í pósthólf 618, 121 Reykjavík. Júgóslavía Mikel Marku og Ali Haxhiu, inn- fæddir Albanir, létust eftir meintar misþyrmingar í varðhaldi, íKosovo- Metohija héraði í suðurhluta Serbíu. Mikel Marku, 62 ára gamall lög- fræðingur frá Pec var að aka bíl vinar síns hinn 31. október 1991 þegar hann var stöðvaður af lög- reglu. Hann, ásamt þremur farþeg- unl, var handtekinn á þeim forsend- um að bíllinn væri ekki skráður á nafn ökumannsins. Fjórmenning- amir voru barðir með gúmmíkylfum og síðan fluttir á lögreglustöðina í Pec, þar sem þeir sættu áframhald- andi barsmíðum og voru hafðir í haldi fram á næsta dag. Um nóttina fékk Mikel Marku heilablæðingar og missti meðvitund, að öllum lík- indum vegna höfuðhöggs sem hann varð fyrir. Honum var neitað um læknisaðstoð þar til næsta morgun. Þá var gerður á honum upskurður, en tíu dögum síðar, hinn 11. nóvem- ber 1991, lést hann. í janúar lagði fjölskylda hans fram ákæru um morð á hendur þremur lögreglu- mönnum, eftir að yfirvöld höfðu brugðist skyldu sinni að gera nokk- uð í málinu. Ali Haxhiu, 45 ára gamall alb- anskur flóttamður í þorpinu Sazli var dæmdur til 30 daga fangelsis- vistar fyrir að hafa myndað „V“ sigurmerki með fingrunum í viður- vist tveggja lögreglumanna á kaffi- húsi. Hann fékk leyfi til að fresta afplánun dómsins til þess að geta verið viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar. Hann var handtekinn 25. nóvember 1991 og hafður í haldi eina nótt í fangaklefa lögi'eglustöðv- ar í Urosevae. Daginn eftir var hann fluttur í Pristina fangelsið til að afplána dóminn, en fannst látinn tveimur klukkustundum síðar í fangaklefa. Líkið var afhent fjöl- skyldu hans daginn eftir, þakið marblettum. Þrátt fyrir beiðni hafði fjölskyldan enn ekki fengið afrit af krufningarskýrslunni í lok desember 1991. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að nákvæm og hlutlaus rannsókn verði gerð á kringumstæðunum við dauða Mikel Marku og Ali Haxchiu. Skrifíð til: Slobodan Milosevic President of the Republic of Serbia Marsala Tita 14 Belgrade Yugoslavia Suður-Kórea Chong Son-hee, 33 ára gömul listakona, var dæmd í tveggja ára fangelsi samkvæmt neyðarlögum í júlí 1991, fyrir athafnir sem álitnar voru hliðhollar Norður-Kóreu. Cong Son-heevar félagi í Somiryon, sam- tökum í Seoul sem hafa að mark- miði raunsæi í listum og berjast fyrir frelsi til listrænnar tjáningar. Verk meðlima samtakanna draga upp myndir af vinnandi fólki og inni- halda oft pólitísk skilaboð sérstak- lega til stuðnings sameiningu Kóre- uríkjanna tveggja. Chong Son-hee var handtekin 18. mars 1991. Sem félagi í Somiryon var hún ákærð fyrir ýmsar at- hafnir s.s. að hafa stýrt aðalfundum samtakanna frá apríl 1990, að skipuleggja fyrir- lestra um alþýðlegar listakenningar og norður-kóresku Juche hug- myndafræðina, skipuleggja fundi þar sem sýndar voru skyggnur með listaverkum frá Norður-Kóreu og fyrir að mála borða til stuðnings sameiningu Kóreu og veggmynd af Im Su-kyong, háskólanema sem situr í fangelsi fyrir að hafa farið ólöglega til Norður-Kóreu árið 1989. Tíu aðrir félagar í Somiryon voru handteknir um leið og Chong Son- hee. Tveir þeirra eru enn í haldi og afplána 18 mánaða fangelsisdóm. Amnesty International telur Chong Son-hee vera samvisku- fanga sem er haldið fyrir að nýta sér, á friðsaman hátt, rétt sinn til fijálsrar tjáningar og samneyti við annað fólk. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Chong Son- hee verði látin laus nú þegar og án nokkurra skilyrða. Skrifið til: Mr Kim Ki-choon Minister of Justice Ministry of Justice 1 Chungang-dong Kwachon-myon Shihung-gun Kyonggi Province Republic of Korea Túnis Moncef Triki, sem er ljögurra barna faðir, var haldið í framlengdu einangrunaivarðhaldi, pyndaður og síðan dæmdur til 15 mánaða fang- elsisvistar eftir óréttlát réttarhöld, 1. ágúst 1991. Moncef Triki er forseti Túnis- deildar Samtaka um verndun mann- réttinda og borgarlegs frjálsræðis, og vann með fjölskyldum íslamskra fanga við að rannsaka ástæðurnar fyrir handtöku þeirra og fangelsun. Hann var handtekinn 11. maí 1991, en hafði áður verið tekinn höndum tvisvar en þá sleppt án ákæru. Honum var haldið í einangr- un í næstum tvo mánuði í Bouchouc- ha fangageymslimni, en það er um 40 dögum lengur en hinn 10 daga hámarkstími sem leyfilegur er sam- kvæmt túnískum lögum. Á þessum tíma reyndu fjölskylda hans og lög- fræðingur að afla sér upplýsinga um hvar hann væri niðurkominn, en engin svör fengust frá yfirvöld- um. í júlí 1991 var hann fluttur í „9 avril“ fangelsið í höfuðborginni Túnis. Moncef Triki var dæmdur hinn 1. ágúst 1991 fyrir aðild að al- Nahda (Endurreisn), sem eru ólög- leg íslömsk samtök og fyrir að halda fund án tilskilins leyfis, þrátt fyrir að engin sönnunargögn um að fund- urinn hafi verið haldinn, hafi komið fram við réttarhöldin. Hann neitaði öllum sakargiftum og sagðist hafa verið pyndaður. Dómstóllinn tók ekki til greina stað- hæfingar um pyndingar og lengdi einangrunarvarðhaldið. Amnesty International lítur á Moncef Triki sem samviskufanga. Sem stendur er honum haldið í „9 arvil" fangelsinu þar sem hann hef- ur, að sögn, mátt dúsa því sem næst nakinn, í allt að fjóra daga í senn, í svokölluðum cachots (litlir, rakir fangaklefar). Honum er leyft að taka á móti gestum einu sinni í viku í tíu mínútur í senn. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið þess á leit að Moncef Triki verði látinn laus, nú þegar og án nokkurra skilyrða. Skrifið til: President Zine E1 Abidine Ben Ali Président de la République Palais Présidentiel Tunis Carthage Tunisia NKWW i r* ftS Kjöt er öðru W Jbetra!! “ NAUTAKJOTS úrvals ungneyti (UNl) TILBOÐ: File I,,;nra,!:iTi Sniízel 998 1 3Q5-0* -Roas,Beet- X • J J J Pr kS ,00 pr.kg. 1.098« Gúiias 998« Saltkjöt, framhryggir 485 S. Saltkjöt, síður 199-?£. Lambakótilettur K Q .00 %J § pr-K?- MA TVÖRUVERSLUNIN Lambasvið 279;??, mmmm Verið vandlát - það erum irið! HÁALEITISBRAUT 68 Opið föstud. frá kl. 9-19 — laugard. frá kl. 10-16 APRILTILBOÐ!!! Amerísku hágæðatölvurnarfrá: Silicon Valley Computers Jtjarni hf. Smiðjuvegi 42D, Kópavogi. Sími 91-79444, fax 91-79159. Ó.T. Tölvuþjónusta, Gránufélagsgötu 4, Sími 96-11766, Akureyri. Hraðvirkasta 386SX-25 MHz tölva á íslandi (Landmark 1,14=36 MHz). Frá kr. 118.900,-með 80 Mb hörðum diski, mús, Windowsog 14“ ótvinnuðum (non-interlaced) SVGA litaskjá! Þú færð hvergi hraðvirkari hágæðatölvur fyrir lægra verð! Ef þú finnur lægra auglýst verð á jafn hraðvirkum hágæðatölvum þá munum við jafna það - eða slá því við. Komdu og skoðaðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.