Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.04.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992 'sJéeja.', er þetta. biátt eÁu gnátt ---- -=*- m dZ—’ '- Því ferðu í þessari gömlu druslu. Þú átt þær í tauga- tali uppi á lofti... Ást er... .. . að hlýja henni á nebbanum. TM Reg U S Pal Off — all righls reserved ® 1992 Los Angeies Times Syndícale Við viljum ráða mann sem þorir að taka sjálfstæðar ákvarðanir og því er ég undrandi að sjá þig hér . . . HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TÍL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Starf Hjálp- artækja bankans er brautryðj- endastarf Frá Jóhönnu Ingólfsdóttur: GREIN þessi er rituð af því tilefni að laugardaginn 11. apríl nk. mun Hjálpartækjabanki RKÍ og Sjálfs- bjargar standa fyrir opnu húsi í húsakynnum Hjálpartækjabankans í Hátúni 12. Verður húsið opið kl. 13-17 og gefst þá fólki kostur á að kynna sér starfsemi bankans. Þykir því ekki úr vegi að kynna hér iítillega fyrir almenningi starfsemi Hjálpartækjabankans og þá þjón- ustu, sem hann veitir viðskiptavinum sínum. Aðdraganda að stofnun Hjálpar- tækjabankans má rekja allt til ársins 1967 þegar Rauði kross íslands stóð fyrir könnun á því hvort hin ýmsu félög öryrkja gætu sameinast um stofnun hjálpartækjastöðvar, en þá var engin slík stöð ti! í landinu og oft erfitt að nálgast hjálpartæki. Athugun RKÍ leiddi í ljós að Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, hafði áhuga á slíkri stofnun. Sjálfsbjörg og RKÍ gerðu með sér samning um stofnun Hjálpartækjabankans í lok ársins 1975 og hóf hann starfsemi sína í ársbyijun 1976. I upphafi var einn launaður starfs- maður í Hjálpartækjabankanum og naut hann um skeið aðstoðar sjálf- boðaliða frá Kvennadeild RKÍ. Vöru- úrvalið einskorðaðist einkum við þarfir hreyfihamlaðra. Árið 1980 hófst nýr þáttur í starfseminni. Þá hófst sala á ýmsum einnota vörum, þ.á m. svonefndum stomavörum, og var ráðinn til starfa hjúkrunarfræð- ingur með s'érþekkingu á því sviði. Þessi þjónusta og ráðgjöf hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavinúm bankans. Reynt hefur verið að hafa þjónustuna persónulega, þannig að hún henti hverjum einstaídingi sem best. Á síðasta áratug hefur mikil þró- un verið á sviði hjálpartækja, og möguleiki fatlaðra og aldraðra á aðstoð á þeim vettvangi stóraukist. í samræmi við það markmið Hjálpar- tækjabankans að veita sem víðtæk- asta þjónustú á faglegum grunni var árið 1982 ráðinn til starfa hjá fyrir- tækinu aðili með faglega þekkingu á hjálpartækjum og menntun á sviði læknisfræði, þ.e. iðjuþjálfi. Iðjuþjálf- inn veitir ráðgjöf og leiðbeiningar um val á hjálpartækjum, en fer að auki í heimahús og leiðbeinir þar um notkun tækjanna. í áranna rás hefur þjónusta hjúkr- unarfræðings og iðjuþjálfa verið vel nýtt. Fólki hefur líkað vel sá mögu- leiki að leita aðstoðar fagfólks, sem veitir því persónulega þjónustu. Hef- ur Hjálpartækjabankinn verið frum- kvöðull á þessu sviði. 1 dag er starfsemi bankans víð- tæk. Hann hefur kappkostað að bjóða sem mest úrval af hjálpartækj- um, þar sem þörfin er mismunandi. Reynt hefur verið að þjóna öllu land- inu og því hafa verið farnar kynning- arferðir út á landsbyggðina. Auk þess að selja hjálpartæki og veita ráðgjöf hefur bankinn efnt til nám- skeiða fyrir faglært fólk og hafa þau verið vel sótt. Þá hefur Hjálpar- tækjabankinn lánað sjúkrarúm til sjúklinga í heimahúsum og hefur það m.a. verið gert í samvinnu við heima- hjúkrun á Reykjavíkursvæðinu. Rúmin eru lánuð út tímabundið og án endurgjalds. Þessa þjónustu hefur Heimahlynning Krabbameinsfélags- ins nýtt sér töluvert. Þetta eykur möguleika sjúklinga á að búa á heimili í návist ættingja í stað þess að dvelja á stofnun. Enn er verið að auka við þjónustu bankans. Tekið hefur verið í notkun grænt símanúmer, 996233, og gefst landsbyggðarfólki þar með kostur á að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu okkar án þess að greiða fyrir langlínusamtal. Stofnun Hjálpartækjabankans ber vott um að framsýnir menn voru þar að verki. Meðal þeirra sem lögðu hönd á plóginn voru Ólöf Ríkharðs- dóttir, forstöðumaður félagsmála- deildar Sjálfsbjargar, Teodór Jóns- son, fyrrum forstöðumaður lands- sambands Sjálfsbjargarfélaga, Egg- ert Ásgeirsson, fyrrum framkvæmd- astjóri RKÍ, Björn Tryggvason aðst.seðlabankastjóri, og Björn Önundarson tryggingayfirlæknir. Hjálpartækjabankinn hefur frá upphafi haft nána og góða samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins. Hann hefur verið leiðandi stofnun á sviði hjálpartækja á íslandi og unnið þarft brautryðjendastarf. Við vonumst eftir að sjá sem flesta á opnu húsi laugardaginn 11. apríl nk. JÓHANNA INGÓLFSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Hjálpar- tækjabankans. Víkveiji skrifar að er kannski að æra óstöðug- an að fara að kvarta enn einu sinni undan kartöflunum sem eru hér á boðstólum. En Víkveiji þessa stundina getur samt ekki látið það vera að velta því fyrir sér hvernig standi á því að minnsta kosti önnur hver kartafla sem hann veiðir upp úr pottinum heima hjá sér og ætlar að leggja sér til munns, skuli vera með skemmd í miðju. Svo vill til að Víkveiji var á ferð í Mið-Evrópu ekki alls fyrir löngu og komst þá að raun um að allar kartöflur sem hann veiddi upp úr pottinum á þeim slóðum voni öldungis lausar við þessa meinsemd. Samt segir sagan að hún hafi borist hingað til lands með innfluttu útsæði frá Evrópu. Þess vegna hljóta menn að spyija sig hvaða aðferðum evrópskir kart- öfluframleiðendur ráða yfir til að skila á markað vöru sem stenst all- ar gæðakröfur en virðast ekki hafa verið innleiddar hér á landi. Þótt íslenskum kartöfluframleiðendum og pökkunarstöðvum virðist hafa orðið vel ágengt að vinsa burt kart- öflur með yfirborðskemmdir er tíðni þessara duldu skemmda inn í kart- öfiunum orðinn slík að það hlýtur að vera framleiðendum verulegt áhyggjuefni og varla einleikið þegar borið er saman við erlendar kartöfl- ur. xxx Pétur Blöndal hefur um skeið haldið úti þáttum á Rás 2 með hugleiðingum og ráðleggingum til fólks um sparnað og peninga- mál, enda maðurinn margfróður á þessu sviði. Ekki er að efa að marg- ir leggja við eyrun, þegar Pétur leiðir hlutsendur um völundarhús allra þessara fjárfestingakosta og sparnaðarleiða sem nú eru í boði, enda er hann óspar á heilræðin. Víkveiji þykist hafa orðið var við að ekki síst eldra fólki þyki talsverð- ur fengur af ráðleggingum af þessu tagi. Pétur verður þess vegna að gæta þess að ígrunda heilræðin og varast alhæfingar. Þess vegna var nokkuð sérkennilegt að heyra hann halda því fram í einum þættinum ekki alls fyrir löngu að fólk sem væri vel við aldur, ætti að varast að taka langtímalán. Er þetta ekki full mikið sagt? Þetta hlýtur að fara eftir eðli lánsins? Fjöldi eldri borgara fjármagnar nú þjónustu- íbúðir sínar með langtímalánum að hluta, svo sem eins og húsbréfum, og verður ekki séð að nein áhætta sé því fylgjandi. Langtímalán af þessu tagi eru yfirleitt með veði í eigninni og verða þar áfram, þótt lántakandinn falli frá. Það er því fremur verið að hugsa um hag erf- ingjanna en fullorðna fólksins með viðvörunum af þessu tagi. xxx Heldur þykir Víkveija það hæp- in ákvörðun hjá aðstandend- um Barna náttúrunnar að ætla að fara að taka þátt í klögumálum út í ítölsku óskarsverðlaunamyndina, sem forsvarsmenn sænsku myndar- innar Uxinn hafa hafið og sagði frá í fréttum hér í blaðinu í í vikunni. Best er að láta Svíana eina um þennan eftirmála og taka niður- stöðu bandarísku kvikmyndaaka- demíunar af karlmennsku. Börn náttúrunnar mega vel við una með útnefninguna eina sér og viðtökurn- ar' sem myndin fær þessa dagana á kvikmyndahátíð ungra leikstjóra í New York. Þar fer t.d. einn virt- asti kvikmyndagagnrýnandi Bandaríkjanna, Vincent Canbý hjá New York Times afar lofsamlegum orðum um mynd Friðriks Þórs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.