Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRIL 1992 41 , 1 --- 'S Dr. Eiríkur Jón Líndal. Doktor í klínískri sálfræði EIRÍKUR Jón Líndal varði 2. apríl sl. doktorsritgerð í sálfræði við háskólann i Lundi í Svíþjóð. Andmælandi var dr. Steven J. Linton dósent við Regionssjuk- huset í Orebro. Ritgerðin, er ber heitið „Psycho- logical Aspects of Low Back Pain“, fjallar um andlegt ástand þeirra sem átt hafa við langvarandi verki í mjóbaki að stríða. Rannsóknirnar taka til 144 einstaklinga er rann- sakaðir hafa verið með tilliti til sál- fræðilegra- og líkamlegra þátta. Dr. Eiríkur fæddist 31. desember 1955 og er sonur þeirra Amalíu Líndals rithöfundar, sem nú er lát- inn, og Baldurs Líndals efnaverk- fræðings. Eiginkona Eiríks er Hall- dóra Gísladóttir myndlistamaður. -------------» » ♦------- ■ FORRÁÐAMENN Kolaports- ins í Reykjavík buðu Hjálpar- stofnun kirkjunnar að fá lánaða aðstöðu í Kolaportinu endurjgalds- laust til að kynna starfsemi sína. Voru fulltrúar stofnunarinnar þar um síðustu helgi og verða þar einn- ig um þessa helgi, bæði laugardag og sunnudag 11. og 12. apríl. Kynn- ingin mun einnig fara fram laugar- daginn 18. apríl en þá heldur Kola- portið upp á þriggja ára afmæli starfseminnar. Hjálparstofnun hef- ur af þessu tilefni látið útbúa nýjan kynningarbækling um starfíð, sýndar eru myndir á veggspjöldum frá ýmsum þróunarverkefnum sem Hjálparstofnun hefur kostað og sýndar nýjar myndir frá fataúthlut- un meðal Kúrda. í sýningarbásum eru veittar nánari upplýsingar um starfið og þar geta menn gerst styrktarfélagar og stutt starfið með fjárframlagi. utanúr geimnum að kenna á kröft- um karls og morðvopnum. En all- ar góðar stundir taka enda og að lokum kveðjast þeir Lloyd og Hogan sem siglir á braut. Það er kosturinn við Reddarann að hún varast að taka sig nokkru sinni alvarlega en heldur síni striki sem sýning á þessum skemmti- krafti sem á að tryggja aðsókn- ina. Útkoman er sú að áhorfand- inn getur nokkurnveginn sætt sig við myndina, ákaflega rislága skemmtun að vísu en oft broslega því þeir Lloyd og Hogan hafa báðir sinn sjarma. Og atburðarás- in, samtölin og átökin eru í ósvikn- um teiknimyndastíl sem er aldrei beint leiðinlegur - þó svo það stormi ekki af honum frumleikinn né snilligáfan. Formúlumynd um fótboltakappa Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Harkan sex („Necessary Roug- hness“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Stan Dragoti. Aðal- hlutverkin: Scott Bacula, Ro- bert Loggia, Harley Jane Koz- ak, Sindbad og Hector Eliz- ondo. Hér segir af fótboltaliði í há- skóla sem byrja þarf frá grunni eftir að flestir meðlimirnir hafa verið reknir fyrir spillingu. Allir liðsmenn utan einn eru nýliðar og ömurlegir fótboltakappar en þjálfararnir, leiknir af Hector Elizondo og Robert Loggia, ráða í liðið gamla fótboltastjörnu (Scott Bacula), sem varð að hætta á hátindinum, og hann verður nokkurskonar föðurí- mynd liðsins og byggir upp bar- áttuandann. Svo er bara að vinna þá bestu í síðasta leiknum. Hann er ekki merkilegur sögu- þráðurinn í þessari fótboltamynd frekar en mörgum öðrum og það er ástæðulaust að spyija að leiks- lokum. Sjónvarpsleikarinn Bac- ula (Ferðast um tímann) er gamla stjarnan og svo niðurdreg- inn og bitur allan tímann að hann verður leiðinlegasta per- sóna myndarinnar. Það drýpur af honum lífsleiðinn svo maður freistast til að halda að hann sé helst fúll út í umboðsmanninn sinn fyrir að bjarga sér ekki um betra hlutverk. Ástamál hans og Harley Jane Kozak eru ömurleg- asti hluti óburðugrar myndar. Elizondo og sérstaklega Loggia eru þó hressilegri; Loggia er svona þjálfaraharðhaus sem maður hefur sannarlega séð sil- ljón sinnum áður en hann getur samt komið á óvart með góðri blöndu af harðneskju og kó- mískri tilfinningasemi. Aðrir leikarar fylla upp í fót- boltaliðið og er þar að finna þessi venjulegu rustamenni í bland við liðleskjurnar. Harkan sex, eins og ódýrt skrifaðar fótboltamynd- ir í sama dúr, líður fyrir of- skammt af karlhormónum, krá- arslagsmál, kvennamál, klúryrði og kýlingar er boðorð dagsins. Leikstjórinn, Stan Dragoti, fylgir formúlunni eftir til hins ýtrasta og gætir sín að víkja hvergi frá henni. Það eru ákveðin gaman- söm augnablik hér og hvar en í heildina er Harkan sex heldur ómerkileg mynd. Hún er reyndar gerð fyrir rnjög þröngt afmark- aðan hóp bíógesta og honum mun finnast hún ágætis skemmt- un, enginn vafi. Kjuklingar á kostabobi Velkomin i kjuklingakrœsingarnar okkar Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar, franskar,sósa og salat Verð 1990 kr Athugib aöeins 398 kr á mann Fjölskyldupakki fyrir 3. 6 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verb 1290 kr. Pakki fyrir 1 2 kjúklingabitar,franskar,sósa og salat Verð 490 kr Hraórettaveitingastaður í hjarta bongarimar Landsfundur Samstöðu um óháð ísland verður haldinn laugardaginn 9. maí á Hótel Lind, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 10.00 f.h. Skráning er í síma 688377 hjá Félagaþjónustunni hf. milli kl. 17.00 og 19.00 virka daga. Skráningu lýkur 30. apríl nk. Þú getur bæði tekið matinn meb þér heim eba borðab hann á stabnum SamstaÐA UM ÓHÁD ÍSLAIUD Við bjóðum þér að taka þátt í BMW hátíðarhelgi laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. apríl 1992 FRUMSÝNING: Nýr tveggja dyra BMW 318is Um helgina frumsýnum við nýjan tveggja dyra BMW þrist sem um margt minnir á hinn glæsiléga sportbíl BMW 850i. Nýi þristurinn er búinn 4 eða 6 strokka fjölventlavél með nýju jafnflæðikerfi (ICIS) og tölvustýrðu eldsneytiskerfi (DMEIII). FjölliðafjöðrunarbúnaðurinnsemþróaðurvaríBMW Z1 sportbílnum gefur mikla rásfestu óháð hleðslu og fjöðrun. Jöfn þyngdardreifing (50% á hvorn öxul) gefur síðan besta fáanlega stýriseiginleika, spyrnu og stöðugleika. Einnig verður boðið upp á tveggja dyra þristinn sem 320is og 325is. SYNUM EINNIG: BMW 3 línuna BMW316Í og BMW318Í BMW 5 línuna BMW 518i, BMW 520i og BMW 520i Touring SÖLUSÝNING: 28 glæsilegir notaðir BMW bílar til sölu og sýnis um helgina Öruggir Bílaumboðið hf. er einkaumboðsaðili notaðir fyrir BMW bila á íslandi. Hjá fyrir- bílar tækinu er ásamt söludeild nýrra bíla rekin öflug söludeild á notuðum bílum. Notaður BMW er í mörgum tilfellum hagkvæmari kostur en kaup á nýjum bíl af öðrum gerðum. Allir notaðir BMW bílar í eigu Bílaumboðsins eru yfirfarnir af sérþjálfuðum starfsmönnum á verk- stæði. Þetta tryggir að bíllinn mun reynast betur og endast lengur. Um hátíðarhelgina munum við sýna bíla eins og BMW 730iA1987 með öllu, BMW635i Coupe 1982, BMW323i 1986, BMW325i 1988 og BMW 318i blæjubíl. Auk þessa sýnum við mikið úrval af öðrum notuðum BMW bílum í öllum verðflokkum. Við bjóðum hagstæð greiðslukjör til allt að 24 mánaða og lága útborgun. KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR NYJA OG NOTAÐA BMW BÍLA SEM LESENDUR STÆRSTA BÍLATÍMARITS EVRÓPU "AUTO MOTOR UND SPORT,, HAFA ÁR EFTIR ÁR KOSIÐ BESTU BÍLA HEIMS. HATIÐARHELGIN ER OPIN: Laugardag og sunnudag kl. 13-17. Ðflaumboðið hf Krókhálsi 1-110 Reykjavík-Sími 686633 Engum Ifkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.