Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 9 Ég þakka innilega auðsýnda vináttu, gjafir og kveðjur á sjötugsafmœli minuþann 2. aprílsl. Tryggvi Steingrímsson. VANDAÐAR FERMINGARGJAFIR Teg. Torino Teg. Megara Teg. Parma Kr. 11.780,- stgr. Kr. 6.980,- stgr. Kr. 11.300,- stgr. 10 tegundir af úrvals skrifborðsstólum Nýjar gerðir af Dico jórnrúmum VISA - EURO RAÐGREIDSLUR Opið laugardaga til kl. 16. HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVEGI 66 HAFMARFIRPI 5I>\I 54100 Markaðssköpun erlendis íslensk list er orðin útflutningsvara. Til- nefning kvikmyndarinnar Barna náttúr- unnar til Óskarsverðlauna er til merkis um það. Þann sköpunarkraft, áræði og kunnáttu, sem býr í íslenskum listamönn- um er einnig að finna í íslenskum athafna- mönnum. Þetta eiga íslendingar að not- færa sér í markaðssköpun erlendis, að því er segir í forystugrein Alþýðublaðsins í gær. „Tímamót í útflutningi“ Forystugreinin fer hér á eftir: „Tilnefning kvik- myndar Friðriks Þórs Friðrikssonar til Oskars- verðlauna er tímamóta- viðburður í sögu ís- lenskra kvikmynda. Eng- in íslensk kvikmynd hef- ur fengið jafngóða kynn- ingu og markaðsauglýs- ingu og Börn náttúrunn- ar. Sjálfur sagði leik- stjórinn í sjónvarpsþætti í fyrradag, að Oskarstil- nefningin væri tákn þess' að íslenskar kvikmyndir hefðu slitið barnsskónum og það hefði nánast verið tilviljun að hans kvik- mynd varð fyrir vaiinu. Þetta er hógvært svar og lýsir góðu listamanns- eðli Friðriks Þórs. En fullyrðing hans er rétt: Islensk kvikmyndagerð hefur slitið barnsskón- um. Sigrar lista- manna Þær fréttir sem berast æ tiðar af íslenskum kvikmyndum og kvik- myndaleikstjóruin af. er- lendum vettvangi hefðu verið nær óhugsandi fyr- ir aðeins nokkrum árum. Það er öllum ljóst, að þrátt fyrir lítil fjárráð og takmarkaða markaðs- möguleika hefur íslensk kvikmyndagerð náð að skjóta rótum og marka sér sess erlendis. Island er orðið kvikmyndaþjóð. Reyndai’ má yfirfæra sigra íslenskra kvik- myndagerðarmanna yfir á fleiri iistgreinar. Ki-ist- ján Jóhannsson söngvari er annað dæmi um is- lenskan listamann sem hefur náð stórum sigrum i listgrein sinni á alþjóð- legum vettvangi. Islensk- ir listmálarar hasla sér æ meiri völl erlendis og bækur íslenskra rithöf- unda eru þýddar á erlend tungumál i vaxandi mæli. Dýrmæt land- kynning Óskarstilnefning Barna náttúrunnar er einnig tímamótaviðburð- ur í íslenskri markaðs- sögu. íslensk list er orðin að útflutningsvöru. En list er miklu meira en venjuleg útflutningsvara. Hún er um leið dýrmæt landkynning og upplýs- ing um menningu okkai-, sögu og þjóðhætti. Is- lensk list og islenskir listamenn eru einnig tákn um getu, hæfileika og vilja. Þess vegna er islensk list mikilvægur útflutningur í fleiru en efnahagslegu tilliti ein- vörðungu. Höft Hin mikla framrás ís- lenskrar listar sem út- flutningsgreinar leiðir hugann að íslensku at- vimiulifi og útflutnings- greinum almennt. Island hefur verið lokað mark- aðsland hingað til. Hér hafa ríkt innflutnings- liöft og útflutningshöft. íslendingar hafa gi-ætt á íslendingum, ef ekki með beinum viðskiptalegum hætti, þá í gegnum sam- eiginlega sjóði lands- manna. Undii-stöðuat- vimiugi-einai- eins og landbúnaður hafa verið reknar á kostnað skatt- greiðenda. Þjónustu- greinamar hafa að mestu verið miðaðar við Reykjavíkursvæðið með- an útflutningsgreinamar hafa fyrst og fremst ver- ið í útgerð og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Spilaborgin dæmd Einhæft atvinnulif samfara einokun, höftum og hugmyndadeyfð hef- ur einkennt útflutnings- gi-einamar. Ríkisforsjá- in, og þar með hin pólit- íska stjórnun, hefur ráðið alltof miklu i íslensku atvinnulífi. Og við höfum þurft að greiða dýrt fyrir þetta kerfi. Til að fela hið eiginlega ástand hafa fslendingai- tekið erlend lán. En fyrr eða síðar er sú spilaborg dæmd til að falla. Ótal tækifæri Vaxandi útflutningur á íslenskum listgreinum Ieiðir hugann að nýjum hugmyndum í útílutn- ingi. Leynast ekki ótal tækifæri í iðnaði, þjón- ustu, hugviti? Getuni við ekki aukið íslenskan út- flutning og breytt hlut- föllunum í útflutnings- greinum? Er fiskur virki- lega það eina sem íslend- ingar geta selt útlending- um? Nú er tímimi. Fordæmið Nýr sameiginlegur Evrópumai-kaður opnar ^kkur ný tækifæri. Lega íslands og tengsl við Bandaríkin em einnig hagstæð fyrir viðskipti við vesturálfu. Förum að fordæmi íslenskra Iista- manna. Þann sköpunar- kraft, áræði og kunnáttu, sem felst í íslenskum listamönnum sem gera garðiim frægan erlendis, er einnig að finna í ís- lenskum athafnamönn- um. Það er mikilvægt að sleppa markaðssköpun- inni lausrí á erlendum vettvangi." - • . dvr-þ r\¥0‘?- •. i' 1 .C'f ‘ ‘ *»* Njóttu eigin ávaxta Ráðgjöfí lífeyrismálum íKringlunni í dag á milli kl.10 og 16. ;• i s'p- & r.á Sigrún Bjarnadóttir viðskiptafræðingur verður í Kringlunni í dag kl. 10-16. Hún gefur upplýsingar um helstu atriði sem snerta lífeyrismál og hvernig hægt er að tryggja sér góðan lífeyri þegar að starfslokum kemur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er stærsti lífeyrissjóðurinn á íslandi. Hann var stofnaður árið 1978. Félagar í sjóðnum eru nú 2.250 talsins og er stærð hans 1.200 milljónir. Ávöxtun umfram verðbólgu var 7.1% á síðasta ári. VERÐBREFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.