Morgunblaðið - 11.04.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 11.04.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1992 9 Ég þakka innilega auðsýnda vináttu, gjafir og kveðjur á sjötugsafmœli minuþann 2. aprílsl. Tryggvi Steingrímsson. VANDAÐAR FERMINGARGJAFIR Teg. Torino Teg. Megara Teg. Parma Kr. 11.780,- stgr. Kr. 6.980,- stgr. Kr. 11.300,- stgr. 10 tegundir af úrvals skrifborðsstólum Nýjar gerðir af Dico jórnrúmum VISA - EURO RAÐGREIDSLUR Opið laugardaga til kl. 16. HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVEGI 66 HAFMARFIRPI 5I>\I 54100 Markaðssköpun erlendis íslensk list er orðin útflutningsvara. Til- nefning kvikmyndarinnar Barna náttúr- unnar til Óskarsverðlauna er til merkis um það. Þann sköpunarkraft, áræði og kunnáttu, sem býr í íslenskum listamönn- um er einnig að finna í íslenskum athafna- mönnum. Þetta eiga íslendingar að not- færa sér í markaðssköpun erlendis, að því er segir í forystugrein Alþýðublaðsins í gær. „Tímamót í útflutningi“ Forystugreinin fer hér á eftir: „Tilnefning kvik- myndar Friðriks Þórs Friðrikssonar til Oskars- verðlauna er tímamóta- viðburður í sögu ís- lenskra kvikmynda. Eng- in íslensk kvikmynd hef- ur fengið jafngóða kynn- ingu og markaðsauglýs- ingu og Börn náttúrunn- ar. Sjálfur sagði leik- stjórinn í sjónvarpsþætti í fyrradag, að Oskarstil- nefningin væri tákn þess' að íslenskar kvikmyndir hefðu slitið barnsskónum og það hefði nánast verið tilviljun að hans kvik- mynd varð fyrir vaiinu. Þetta er hógvært svar og lýsir góðu listamanns- eðli Friðriks Þórs. En fullyrðing hans er rétt: Islensk kvikmyndagerð hefur slitið barnsskón- um. Sigrar lista- manna Þær fréttir sem berast æ tiðar af íslenskum kvikmyndum og kvik- myndaleikstjóruin af. er- lendum vettvangi hefðu verið nær óhugsandi fyr- ir aðeins nokkrum árum. Það er öllum ljóst, að þrátt fyrir lítil fjárráð og takmarkaða markaðs- möguleika hefur íslensk kvikmyndagerð náð að skjóta rótum og marka sér sess erlendis. Island er orðið kvikmyndaþjóð. Reyndai’ má yfirfæra sigra íslenskra kvik- myndagerðarmanna yfir á fleiri iistgreinar. Ki-ist- ján Jóhannsson söngvari er annað dæmi um is- lenskan listamann sem hefur náð stórum sigrum i listgrein sinni á alþjóð- legum vettvangi. Islensk- ir listmálarar hasla sér æ meiri völl erlendis og bækur íslenskra rithöf- unda eru þýddar á erlend tungumál i vaxandi mæli. Dýrmæt land- kynning Óskarstilnefning Barna náttúrunnar er einnig tímamótaviðburð- ur í íslenskri markaðs- sögu. íslensk list er orðin að útflutningsvöru. En list er miklu meira en venjuleg útflutningsvara. Hún er um leið dýrmæt landkynning og upplýs- ing um menningu okkai-, sögu og þjóðhætti. Is- lensk list og islenskir listamenn eru einnig tákn um getu, hæfileika og vilja. Þess vegna er islensk list mikilvægur útflutningur í fleiru en efnahagslegu tilliti ein- vörðungu. Höft Hin mikla framrás ís- lenskrar listar sem út- flutningsgreinar leiðir hugann að íslensku at- vimiulifi og útflutnings- greinum almennt. Island hefur verið lokað mark- aðsland hingað til. Hér hafa ríkt innflutnings- liöft og útflutningshöft. íslendingar hafa gi-ætt á íslendingum, ef ekki með beinum viðskiptalegum hætti, þá í gegnum sam- eiginlega sjóði lands- manna. Undii-stöðuat- vimiugi-einai- eins og landbúnaður hafa verið reknar á kostnað skatt- greiðenda. Þjónustu- greinamar hafa að mestu verið miðaðar við Reykjavíkursvæðið með- an útflutningsgreinamar hafa fyrst og fremst ver- ið í útgerð og fiskvinnslu á landsbyggðinni. Spilaborgin dæmd Einhæft atvinnulif samfara einokun, höftum og hugmyndadeyfð hef- ur einkennt útflutnings- gi-einamar. Ríkisforsjá- in, og þar með hin pólit- íska stjórnun, hefur ráðið alltof miklu i íslensku atvinnulífi. Og við höfum þurft að greiða dýrt fyrir þetta kerfi. Til að fela hið eiginlega ástand hafa fslendingai- tekið erlend lán. En fyrr eða síðar er sú spilaborg dæmd til að falla. Ótal tækifæri Vaxandi útflutningur á íslenskum listgreinum Ieiðir hugann að nýjum hugmyndum í útílutn- ingi. Leynast ekki ótal tækifæri í iðnaði, þjón- ustu, hugviti? Getuni við ekki aukið íslenskan út- flutning og breytt hlut- föllunum í útflutnings- greinum? Er fiskur virki- lega það eina sem íslend- ingar geta selt útlending- um? Nú er tímimi. Fordæmið Nýr sameiginlegur Evrópumai-kaður opnar ^kkur ný tækifæri. Lega íslands og tengsl við Bandaríkin em einnig hagstæð fyrir viðskipti við vesturálfu. Förum að fordæmi íslenskra Iista- manna. Þann sköpunar- kraft, áræði og kunnáttu, sem felst í íslenskum listamönnum sem gera garðiim frægan erlendis, er einnig að finna í ís- lenskum athafnamönn- um. Það er mikilvægt að sleppa markaðssköpun- inni lausrí á erlendum vettvangi." - • . dvr-þ r\¥0‘?- •. i' 1 .C'f ‘ ‘ *»* Njóttu eigin ávaxta Ráðgjöfí lífeyrismálum íKringlunni í dag á milli kl.10 og 16. ;• i s'p- & r.á Sigrún Bjarnadóttir viðskiptafræðingur verður í Kringlunni í dag kl. 10-16. Hún gefur upplýsingar um helstu atriði sem snerta lífeyrismál og hvernig hægt er að tryggja sér góðan lífeyri þegar að starfslokum kemur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er stærsti lífeyrissjóðurinn á íslandi. Hann var stofnaður árið 1978. Félagar í sjóðnum eru nú 2.250 talsins og er stærð hans 1.200 milljónir. Ávöxtun umfram verðbólgu var 7.1% á síðasta ári. VERÐBREFAMARKAÐU R FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.