Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 9 TANNLÆKNASTOFA Hef opnað tannlæknastofu mína í Hamra- borg 7, Kópavogi (áður í eigu Hermanns Jóns Ásgeirssonar). i ísíma 42515. Ragnar Kr. Árnason, tannlæknir. Kynnum nýjar gerðir baðinnréttinga Óteljandi möguleikar. Jafnt fyrir litla sem stóra baðherbergið. Sérsmíðað og staðlað. Eldhús-, bað- og klæðaskápar. H.K. innréttingar, Dugguvogi 23. Opið í dag kl. 10-16. DONSKU TREKLOSSARNIR FLEX-O-LET TREKLOSSARNIR FÁST NÚ HJÁ OKKUR. Hvítir í stærö 35-41 kr. 4.695.- Svartir í stærð 41-47 kr. 4.995.- Geysir seldi þessa klossa um árabil. Sendum um allt land. Grandagarði 2, Rvík, sími 28855, grænt númer 99-6288. • > „Islendingar eyða langt um efni fram“ Kristján Þorvaldsson segir m.a. í fréttaskýr- ingu í Alþýðublaðinu um endurskoðaða þjóð- hagsspá: „Þjóðhagsstofnun ítrekar þann boðskap sinn að brýnasta verkefni hagstjórnar verði að við- halda efnahagslegum stöðugleika og vinna áfram að umbótum á skipulagi hagkerfisins. „I því skyni er afar mikil- vægt að þau markmið náist sem sett hafa verið um afkomu ríkissjóðs og að stjórn peningamála samrýmist stefnunni í nkisfjármálum og geng- ismálum." Eitt af stóru hættu- merkjunum sem Þjóð- hagsstofnun bendir á er hallinn í viðskiptum við útlönd. Þrátt fyrir sam- drátt eyða íslendingar enn um efni fram. Arið 1991 var hallinn tvöfalt meiri en árið áður. Þjóð- hagsstofnun fullyrðir að þetta stafi einkum af „slaka í hagstjórn í að- draganda kosninganna til alþingis í aprfl í fyrra“. Aðspurður um þetta mat segir Þórður Friðjónsson að þessi slaki á hagstjóm hafi m.a. birzt í miklum yfirdrætti ríkissjóðs hjá Seðlabanka og miklum innflutningi. Þetta tvennt varð til þess að þensla' setti svip sinn á þjóðarbú- skapinn framan af ári. Reiknað er með að við- skiptahallinn minnki á þessu ári, fari úr tæpum 19 milljörðum í um 15 milljarða, sem samsvarar því að hallinn verði um 3,9% af landsframleiðslu borið saman við 4,9% í fyrra. „Þetta verður að teljast vemlegur halli og eitt af atriðunum sem stjómvöld verða að gefa alvarlegan gaum,“ segir Þórður. í forsendum fyr- ðhagsstoTnun: Þjóðartekjur dragasl Isaman um 3,8% 1992 ■ Efnahagaþróun i þ*-u iri »"ý»» »njÖK til hins verr. ef mið«ð er |viíSfifir umkvrmt nýrri iæUun Þjóðh«gx»tofnun»r um þjó^r- Ibúskap 1991 og horfur 1992. Þannig jók»t ^r^le^Uu- M% iri os bióðartekjur um 2.8% en gert er rið fynr 2,8% ■ m^«iUndff^ð.lu O* 3.8% Mundnetti þjóðMtekn. iþj« rLViðtkiptakjör l.Und. bötnuðu veruleg. i »iða»U in en »pið er ð þau versni tal.vert i þe»»u. Jn„i nð mikil u™kip.i M I “Æ ” ■ifkomu atvinnuvega í irunum ino aour, sem -----. —- -.uisMáMÉir un verðbólgunnar undanfarin ir t eitt það markverðasta við þróu efnahagsmila hér i tandi. Búist ei við að verðbólga verði ifram lítil eða 2-3% fri upphafi U1 loka þessi irs en sú spá er nokkuð óviss. aðaM lega vegna óvissu um kjarasamil Þjóðhagsstofnun telur að i Ijós erfiðra skilyrða þjóðarbúsin* * brýnasta verkefm. *■—‘ A Fimmta samdráttarárið í endurskoðaðri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 2,8% samdrætti landsframleiðslu og 3,8% samdrætti þjóðartekna árið 1992, sem er fimmta samdráttarárið í röð. Spáð er áframhaldandi umtalsverð- um viðskiptahalla og vaxandi atvinnu- leysi. Staksteinar staldra við fréttaskýr- ingu Kristjáns Þorvaldssonar í Alþýðu- blaðinu um þetta efni. ir spánni til lengri tíma er raunar gert ráð fyrir að fylgt verði aðhalds- samri efnaliagsstcfnu og viðskiptahallinn lækki smám saman niður í 1,5% af landsframleiðslu." Stöndum bet- ur að vígi en Færeyingar í fréttaskýringunni segir: „Þjóðhagsstofnun er bjartsýn varðandi verð- lagsþróunina, en í því sambandi ríkir auðvitað óvissa um niðurstöðu kjarasamninga. Bent er á þann árangur sem náðst hefur í glímunni við verðbólguna, en tvö ár í röð, 1990 og 1991, hefur verðbólgan mælst í eins stafs tölu og síðast liðna sex mánuði var hún aðeins 1,5% miðað við heilt ár. Búist er við að verðbólgan verði 2-3 pró- sent frá upphafi til loka þessa árs, sem er lægra en í helztu viðskiptalönd- um okkar." Sá árangur, sem höf- undur fréttaskýringar Alþýðublaðsins vitnar hér til, getur, ef vel tekst tU, varðað veg okkar út úr efnahagskreppunni. Vandi okkar er ærinn, þótt haim sé ekki eins hrikalegur og hjá frænd- um okkar, Færeyingum. Fjármálalegur vandi þeirra er svo mikill, ef marka má fréttir þar um, að hann getur ógnað efnahagslegu fullveldi þeirra. Staða okkar er önnur og skán-i, þrátt fyrir nokkra vá, saman- ber endurskoðaða þjóð- hagsspá, sem fyrr er get- ið, um samdrátt í lands- framleiðslu og þjóðar- tekjum, áframhaldandi viðskiptahalla við um- heiminn, nánast viðvar- andi halla á ríkisbú- skapnum, fyrirséða afla- minnkun og vaxandi at- vinnuleysi. Ljóst er engu að síður að sjálfstæðisbarátta okkar á líðandi áratug verður ekki sízt á vett- vangi atvinnu- og efna- hagsmála, það er barátta fyrir efnahagslegu full- veldi okkar. Sjálfstæðis- baráttatíunda áratugarins Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar á líðandi áratug felst ekki sízt í því að tryggja efnahags- legt fullveldi ríkisins, at- vinnuvegaima og ein- staklinganna. Þess vegtia er það meginmál að end- urskipuleggja hagkerfi okkar og búa þann veg í haginn fyrir atvinnulíf- ið, að það fái viðunandi samkeppnisstöðu út á við. Það er forsenda þess að þjóðarbúskapurinn fái risið undir svipuðum lífs- kjörum hér á landi og bezt þekkjast í grannríkj- um, sem og þeim ríkisút- gjöldum sem Alþingi ákveður hveiju sinni. Efnahagslegt fullveldi otikar kann að vera und- ir því komið að okkur takist að laga hagkerfi okkar, það er þjóðarbú- skap, efnahagslíf og starfsumhverfi atvinnu- veganna, að hliðstæðum hjá þjóðum, sem lengst hafa náð í verðmæta- sköpun, hagvexti og al- mennum lífskjörum. Til þess að svo megi verða þurfum við að tryggja áfram þann stöðugleika í verðlagi, sem náðist með þjóðarsáttinni, styrkja samkeppnisstöðu atvinnuvega okkar og treysta viðskiptastöðuna út á við. Einkum stöðu útflutningsframleiðslu okkar á verðmætustu mörkuðum hennar, eins og að er stefnt með EES- samningunum. Sjálfstæðisbarátta þjóðaiTnnar á síðasta áratug aldarinnar felsí meðal annars í því að tryggja efnahagslegt fullveldi hennar til fram- búðar, en hornsteinar þess fullveldis, sem og lífskjara okkar í bráð og lengd, eru verðmæta- sköpunin í landinu og viðskiptakjör þjóðarinn- ar við umheimiim. Wmí / Avöxtun án fyrirhafnar Opið í Kringlunni í dag á milli kl. 10 og 16. Viljir þú láta fjármuni þína ávaxta sig á sem bestan hátt án nokkurrar íyrirhaínar - þá ættirðu að kynna þér fjármálareikninginn. Fjármálareikningur felur í sér umsjón fjármála þinna. Hann hentar einstaklingum, styrktarfélögum, sjóðum og ýmsum félagasamtökum sem vilja losna við eftirlit með fjárnmnum sínum og njóta jafnframt sérfræðiþekkingar okkar. Lilja Sigurðardóttir viðskiptafræðingur verður í Kringlunni í dag kl. 13-16 og veitir upplýsingar um þessa þjónustu. Verið velkomin! : 'h VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.