Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Rúnar Þór Fylgst með Andrésarleikunum Lísa Njálsdóttir, Halldóra F. Sigurgeirsdóttir og Ása Katrín Gunnlaugs- dóttir eru á meðal keppenda á Andrésar andarleikunum sem staðið hafa yfir í Hiíðarfjalli síðustu daga, en leikunum lýkur í dag, Iaugar- dag. Þær stöllur fylgdust grannt með framvindu mála á leikunum og skrifuðu hjá sér tímann hjá keppendum. Héraðsskjala- safnið kynnt almenningi SUNNUDAGINN 26. apríl nk. er kynningardagur skjalasafna á íslandi. Tilgangur dagsins er að kynna almenningi starfsemi safnanna, sýna fram á tilgang þeirra og hvetja fólk til að afhenda þangað handrit sín og skjöl. Af þessu til- efni verður Héraðsskjalasafnið í Brekkugötu 17 opið þennan dag frá kl. 14. til 18. Sýning verður á ' skjölum úr safninu og tekið verður á móti ábendingum um skjöl sem vert væri að varðveita á þessu safni eða öðrum skjalasöfnum. (Fréttatilkynning) --------------- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri: Betlaraóperan frum- sýnd 1 Samkomuhúsinu LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Betlaraóperuna eftir John Gay í Samkomuhúsinu næstkomandi mánudagskvöld, 27. apríl. Leikstjóri er Jón Stefán Krist- jánsson, leikari og leiklistarkennari við skólann. Alls taka 17 leikarar og söngvarar þátt í uppfærslunni, en um 25 manna hópur hefur starf- að að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Betlaraóperan er gamalt verk, skrifað árið 1728 og fjallar um hlið- stætt efni og hin sígilda Túskild- ingsópera, en þetta verk er sett upp í samtímabúningi. Fjöldi sönglaga prýðir verkið, rú.a. tíu nútímasöng- lög, þá verða einnig í sýningunni lög eftir Atla Heimi Sveinsson, sem gerð voru fyrir flutning verksins í útvarpi auk þess sem a.m.k. tvö lög úr upprunalegum flutningi þess eru í þessari sýningu menntskælinga. Betlaraóperan verður sýnd fjór- um sinnum, mánudags-, þriðju- dags-, miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld. Hátíðarsýning á Islandsklukkunni LEIKFÉLAG Akureyrar heldur upp á 75 ára afmæli sitt í dag, laugardag, með sérstakri hátíðarsýningu á Islandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Þá verður í kvöld hátíðardagskrá í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. I tilefni afmælisins kemur út bókin Saga leik- listar á Akureyri 1860-1992. Fjöldi gesta mun heiðra félagið með komu sinni á leiksýninguna. Úr íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Leikfélag Akureyrar var stofn- að 19. apríl árið 1917 en helstu hvatamenn þess voru Júlíus Havsteen, Sigurður E. Hlíðar og Hallgrímur Valdimarsson. Harald- ur Bjömsson var einn helsti mátt- arstólpi félagsins fyrsta áratuginn og síðan tóku við Ágúst Kvaran, Jón Norðfjörð og fleiri. Leikfélag Akureyrar var í áratugi eitt at- kvæðamesta áhugaleikfélag landsins, allt þar til það var gert að atvinnuleikhúsi árið 1973. Afmælis Leikfélags Akureyrar verður minnst í dag, laugardag. Sérstök hátíðarsýning verður á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness kl. 15, en auk þess að vera afmælisverk leikfélagsins varð íslandsklukkan fyrir valinu til heiðurs höfundi hennar sem nú ^itendur á níræðu. Þó Leikfélag Akureyrar sé 75 ára gamalt, er leiklistarstarfsemi á Akureyri mun eldri og í tilefni afmælisins gefur LA nú út hið mikla ritverk Haraldar Sigurðs- sonar, Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 þar sem saga allra leiktilburða á Akureyri er rakin í þau 132 ár sem vitað er um leik- sýningar þar. Bókin er rúmar 400 blaðsíður og um 600 ljósmyndir prýða söguna. Fyrstu eintök bókarinnar verða opnuð á hátíð- inni í dag. I kvöld verður haldin af- mælishátíð í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit með borðhaldi, hljóðfæraleik, skemmtiatriðum, ræðuhöldum og dansi. Pjöldi gesta mun heiðra leikfé- lagið með komu sinni á leiksýning- una og afmælishátíðina, þ.ám. forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, frú Auður Laxness og ótalmargir aðrir GRÁMANN, smásaga Valgc-irs Skagfjörðs, Akureyri, hlaut fyrstu verðlaun I smásagnasam- keppni Menningarsamtaka Norðurlands og Dags. Úrslit voru kunngjörð við hátíð- lega athöfn í Gamla Lundi við Eiðsvöll á dögunum. Alls bárust sem stutt hafa Leikfélag Akur- eyrar fyrr og nú. íslandsklukkan er 229. verk- efni Leikfélags Akureyrar og er hún síðasta verkefni þessa leikárs, en sýningin hefur feng- 52 sögu í keppnina frá fólki úr öllum landsfjórðungum og voru höfundar frá 12 ára aldri og upp í tírætt. Saga Valgeirs þótti að mati dómnefndar best þeirra, en auk þess hlaut Rósa Jóhannsdóttir, Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit sérstaka viðurkenningu dóm- ið mikið lof og góðar móttökur. Aðalstjórn Leikfélags Akur- eyrar skipa nú Sunna Borg, for- maður, Þráinn Karlsson og Guð- laug Hermannsdóttir, en leik- hússtjóri er Signý Pálsdóttir. nefndar fyrir sögu sína Orðin í rykinu. í dómnefnd sátu Sigurður Jóns- son, íslenskukennari við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Stefán Sæmundsson, blaðamaður og Þórdís Jónsdóttir íslenskukennari við Verkmennta- skólann á Akureyri. Smásagnasamkeppni Menor og Dags: Saga Valgeirs Skagfjörðs verðlaunuð Sýningu Guðmund- ar Armanns að ljúka SÝNINGU Guðmundar Ár- raanns Sigurjónssonar lýkur nú um helgina. Opið verður í dag, laugardag, og á morgun, sunnu- dag, frá kl. 14 til 19. Á sýningunni, sem haldin er í vinnustofu Guðmundar Ármanns í Kaupvangsstræti 14, bak við Myndlistarskólann á Akureyri, eru 32 grafíkverk, dúkristur og ein- þrykk, en öll verkin eru unnin á þessu og síðasta ári. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur og fjölmargir hafa nú þegar séð hana, en sem fyrr segir lýkur henni nú um þessa helgi. Leikfélag Akureyrar 75 ára; V ortónleikar Passínkórs- ins í Akureyrarkirkju PASSÍUKÓRINN ásamt einsöngv- urum og hljóðfæraleikurum efnir til tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 26. apríl, kl. 17. Stjórnandi er Roar Kvam, en einsöngvarar með kórnum eru að þessu sinni Elísabet F. Eiríks- dóttir, sópran, Guðlaugur Vikt- orsson, tenór, og Michael J. Clarke, bariton. Á efnisskránni eru verkin „Oh, sing unto the Lord“ eftir G.F. Hand- el og „Miss Criolla" eftir argentíska tónskáldið Ariel Ramirez. Þar að auki munu Michael J. Clarke, bari- ton, og Richard Simm, píanóleikari, flytja tvo þætti úr „Mass“ eftir Leon- ard Bemstein. Fyrstu tvö verkin eru trúarleg, en textinn við verk Handels er 96. Davíðssálmur. „Miss Criolla" var samið árið 1963 og náði strax vin- sældum og hefur verið flutt víða um heim, hér á landi hefur Kór Lang- holtskirkju tvisvar flutt þetta verk. Síðasta verkið sem flutt verður á tónleikunum samdi hinn kunni hljómsveitarstjóri og tónskáld Leon- ard Bemstein að beiðni ekkju John F. Kennedy í tilefni af opnun Kennedy Center í Washington D.C. ------» » ♦---- Hestur sló mann í andlitið MAÐUR hlaut áverka í andliti eft- ir að hestur sló til hans. Maðurinn var ásamt hópi hesta- manna við rétt skammt frá Hrafna- gili um hádegisbil á sumardaginn fyrsta. Svo virðist sem hesturinn hafi af fælst, en við það datt maður- inn af baki og vildi þá svo illa til að hesturinn rak hófinn í andlit hans. Hlaut maðurinn töluverðan áverka og blæddi honum mikið. Ættarmót í Grímsey DAGANA 12. til 14. júní næst- komandi er fyrirhugað að halda ættarmót afkomenda hjónanna Ingu Jóhannesdóttur og Guð- laugs Óla Hjálmarssonar sem bjuggn í Garði í Grímsey. Vænst er góðrar þátttöku afkom- enda þeirra, sem vinsamlega eru beðnir að tilkynna sig fyrir 15. maí næstkomandi til Huldu Reykjalín eða Vilborgar Sigurðardóttur í Grímsey. (Fréttatilkynning) ----» ♦------- Maður slas- aðist nokk- uð í bílveltu MAÐUR slasaðist nokkuð er jeppi sem hann ók valt og fór út af Grenivíkurvegi við Ystuvík- urhóla um hádegi í gær. Maðurinn ók jeppa og dró hann háa kerru þar sem í voru tveir kálf- ar. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri virðist sem misvinda hafi verið á þessum slóðum og tek- ið hafí í kerruna af þeim sökum, með þeim afleiðingum að hún valt og síðan bíllinn. Okumaður kvartaði um meiðsl í baki og var hann fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Bif- reiðin er mikið skemmd, en kálfarn- ir sluppu ómeiddir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.