Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 29 Léttur bátur slitnaði upp frá legufæri sínu í höfninni við Holtabakka í rokinu í fyrrakvöld og hafnaði í fjörugrjótinu. Báturinn mun hafa skemmst mikið auk þess sem utanborðsvél fór af. Dráttarbáturinn Orion II var fenginn til aðstoðar og dró hann bátinn út. Hópferðamiðstöðin hf. 15 ára: Sýning á hópferðabíl- um í tilefni afmælisins Hópferðamiðstöðin hf. á fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður sýning á hópferðabílum að Bíldshöfða 2 frá kl. 13 til 16 í dag, sunnudag. Síðasta sumar voru tæplega niutíu bílar skráðir til aksturs á vegum fyrirtækisins. Eigendur hópferðabíla tóku sig saman fyrir fimmtán árum og stofn- uðu hlutafélag um rekstur Hópferða- miðstöðvarinnar hf. Að sögn Rúnars Pálssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, var eft- irspurn eftir slíkri þjónustu þá ört vaxandi og töldu eigendur bílanna að henni yrði best þjónað með stofn- un fyrirtækisins. „Þeim var ljóst að með auknum ferðamannastraumi yrði að vera til sterk afgreiðslustöð fyrir hópferða- bíla, sem ferðaskrifstofur og aðrir sem að innflutningi ferðamanna stóðu, gætu treyst á. Sú varð líka raunin," segir Rúnar. Hann segir að umsvif fyrirtækis- ins hafi aukist jafnt og þétt í gegn- um árin. Markmiðið hjá starfsmönn- um Hópferðamiðstöðvarinnar hafi alla tíð verið að halda uppi háum gæðastaðli og þess vegna hafí verið takmarkanir á skráningu bíla hjá fyrirtækinu. „Það er ákveðin gjald- skrá í gildi og viðskiptavinir eiga ekki að greiða sama gjald fyrir góð- an, velútbúinn hópferðabíl eins og lélegan hópferðabíl sem er lítið betur búinn en gamall strætisvagn," segir Rúnar. „Einkunnarorð Hópferðamið- stöðvarinnar eru „Öryggi og þjón- usta alla leið“ og markmið okkar er að allir viðskiptavinir okkar séu ánægðir,“ segir Rúnar að lokum. Erum að reyna að finna bestu leið- ina til að nýta sjávarfang betur segir Sigurjón Arason deildarstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins SIGURJÓN Arason, deildar- stjóri hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, segir að þeir útreikningar Rannsóknarstofn- unarinnar á mögulegum hagn- aði af fullnýtingu sjávarfangs Breyttur af- greiðslutími í Kringlunni í TENGSLUM við sumarkomuna hefur verið ávkeðið að breyta afgreiðslutíma í Kringlunni. Verslanir verða nú opnar mánu- daga til fimmtudaga til kl. 18,30, en fram til þessa hafa þær verið opnar til kl 19. Afgreiðslutíminn verður því, að á mánudögum til fímmtudaga er opið frá kl. 10 til 18,30, föstudaga frá kl. 10 til 19 og laugardaga frá kl. 10 til 16. Flestir veitingastaðir Kringlunnar eru opnir sunnudaga sem aðra daga fram á kvöld. Breyt- ing þessi gildir frá 27. apríl. um borð í frystitogurum sé hlut- laust mat stofnunarinnar á þeim gögnum sem þeir hafa unnið með. Hann segir að þessi út- reikningar séu ekki áróður gegn útgerðarinönnum frysti- togara, en eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á fimmtu- dag segir Gísli Jón Hermanns- son, framkvæmdastjóri Ögur- víkur hf. að Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hafi reiknað mögulegt verð á meltu mun hærra en fiskimjölsverksmiðjur vilji greiða fyrir hana. „Það er gott fyrir alla aðila að þessi mál séu skoðuð. í skýrslu okkar er verið að tala um þrenns konar verð, 3,50 krónur, 4,2 krón- ur og 5 krónur. Aðeins var lagt mat á hvernig arðsemin liti út í þessum þremur valkostum,“ segir Sigurjón. Hann segir að í skýrslunni hafi m.a. verið lagt mat á meltu og að hún hefði komið best út, en hins vegar séu fiskimjöl og fryst- ing einnig inni í myndinni. „Við erum aðeins að reyna að finna bestu leiðina til að nýta sjávarfang betur en nú er gert. Nú eru um 100 þúsund tonnum af fískmeti hent á ári og auðvitað væri það fysilegt að fá þetta í land ef það væri hægt. Við erum enn ekki INGUNN Eydal opnar málverka- sýningu í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar laugardaginn 25. apríl kl. 14.00. Ingunn lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1976. Hún hefur haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í um 120 samsýn- ingum hér heima og erlendis. Ing- unn var kjörin borgarlistamaður árið 1983, fékk listamannalaun 1984 og starfslaun listamanna 1987. Hún vann ásamt tveimur öðrum grafíksamkeppni íþrótta- sambands íslands 1989. Sama ár hlaut hún viðurkenningu fyrir verk sín á sýningunni Impreza í Ivano Frankivsk, Ukraínu í Sovétríkjun- um. búnir að vinna að þessum málum og það er enn nokkur tími til stefnu og því of snemmt að segja til um hvernig málin eigi eftir að þróast," segir Siguijón. Sýningin verður opin daglega, nema þriðjudaga, frá kl. 12-18 fram til 11. maí. —...--♦■■■♦ <-- Michael Bach í Listasafni Sigurjóns ÞÝSKI sellóleikarinn Michael Bach mun leika verk eftir Bemd Alois Zimmermann og John Cage í Listasafni Siguijóns laugardag- inn 25. apríl kl. 17.00 á vegum Musica Nova og Göthe Institute. Ingunn Eydal opnar mál- verkasýningu í Hafnarborg Saga bíó sýnir kvikmynd- ina „Svellkalda klíkan“ SAGA-BÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni „Svellkalda klíkan“. Myndin er framleidd af Yoram Ben Ami. Leikstjóri er Craig B. Baxley. Í aðalhlutverkum eru Brian Bosworth og Lance Henriksen. Myndin heitir á frummálinu mótorhjólagengi hefur framið. „Stone Cold“ og fjallar um lög- Hann bregður sér í dulargervi og reglumann, sem fenginn er til þess margt dularfullt og spennandi ger- að rannsaka fjölda morða,, sem ist. Verk eftir Ingunni eru í eigu safna hér heima, á Norðurlöndun- um, í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum. A sýningunni í Hafnarborg sýnir Ingunn olíumálverk, grafík- verk og teikningar. Verk Cage er sérstaklega samið fyrir Michael Bach og var frumflutt nýlega. Bach nam sellóleik hjá Jan- os Starzek og Fournier og hefur komið fram víða og frumflutt og hljóðritað mörg samtíðaverk. Ábendingar frá LÖQREQLUNNI: Skotveiðar bannaðar innan 2 km frá æðarvarpi Kvartanir hafa borist til lögreglu um skotveiðar frá bátum á Viðeyjarsundi. í reglum um fuglaveiðar og fuglafriðum segir m.a. að virða beri fjarlægðarmörk landeigenda á sjó út og að frá 15. apríl til 14. júlí ár hvert séu öll skot bönnuð nær frið- lýstu æðarvarpi en 2 km. í flestum eyjum á sundinu eru frið- lýst æðarvörp. Samkvæmt samþykkt eru allar skotveiðar innan merkts umráðasvæðis Reykjavíkurhafnar bannaðar. Þessar merkingar koma fram á sjókortum. Hefur sú viðmiðun verið viðhöfð að innan linu, sem dregin er á milli Gróttutáar og Kjalarnestanga er óheimilt að nota skotvopn til veiða á sjó jafnt sem á landi nema til þess hafi verið fengið sérstakt leyfí lögrelgustjóra. Verði fólk var við brot á reglum þessum er það eindregið hvatt til þess að tilkynnt það til lögreglunnar. Hún mun á næstunni fylgjast sérstaklega með því að reglur um fuglaveiðar séu virtar á Viðeyjarsundi. tneð vei: tlu í fu ra ngn rsrýni inn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.