Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Tekjutenging bamabóta gæti orðið þung í vöfum FULL tekjutenging barnabóta verður varla tekin upp fyrr en í fyrsta lagi í tengslum við fjárlög næsta árs og að mati fjármálaráðuneytisins gæti slíkt orðið þungt í vöfum og kostnaðarsamt. I yfírlýsingu í tengslum við kjara- samninga segist ríkisstjórnin vera reiðubúin að kanna breytingar á ákvörðun bamabóta með það fyrir augum að þær verði að fullu tekju- tengdar, falli niður við tiltekið tekju- mark og hækki á lágum tekjum. Við afgreiðslu núgildandi fjárlaga í lok síðasta árs voru barnabætur lækkaðar en á móti hækkaði bama- bótaauki sem miðast við tekjur for- eldra. Hins vegar vora bamabætum- KVEIKT var í ruslatunnum við Templarahöllina við Eiriksgötu um kl. 1 í fyrrinótt. Eldurinn læsti sig í trégrindverk, sem skemmdist mikið og nokkur reykur komst í kjallara hússins. Maður, sem var á ferð við húsið, sá að eldur var í ruslatunnum við ar sjálfar ekki tekjutengdar, og að sögn Indriða H. Þorlákssonar skrif- stofustjóra fjármálaráðuneytis þótti sýnt að það kynni að raska veralega afgreiðslu þeirra. Nú væra bama- bætur greiddar út eftir fjölda barna og aldri þeirra, en tekjutenging krefðist þess að þær yrðu ákveðnar eftir á miðað við skattframtöl/ „Þetta er hlutur sem væntanlega yrði fyrst skoðaður með tilliti til næsta árs, þar sem aðeins era tveir vesturgafl hússins. Hann lét lög- reglu vita og þegar hún kom á stað- inn logaði glatt í trégrindverki við fjórar tunnur, sem kveikt hafði verið í. Sjónarvottur sá fimm ölvaða pilta, 14-15 ára, hraða sér á brott um svipað leyti og eldsins varð vart. mánuðir í skattaálagningu. Ef bama- bætur yrðu alfarið tekjutengdar lægi upphæð þeirra ekki fyrir fyrr en við álagningu,“ sagði Indriði. Hann sagði engar tillögur ligga fyrir um hvernig þessu yrði best háttað. Bamabótaauki er nú að hluta greiddur fyrirfram miðað við tekjur fyrra árs en gerður upp við álagn- ingu opinberra gjalda í júlí og geta foreldrar því þurft að endurgreiða ríkinu fyrirframgreiðsluna hafi þeir hækkað í tekjum og því misst barna- bótaaukann. Era bamabætjir þá venjulega notaðar til greiðslujöfnun- ar. Indriði sagði að erfitt gæti reynst að hafa sama kerfi við tekjutengingu bamabóta, þar sem það yrði óþjált í framkvæmd og kostnaðarsamt. Samkvæmt því yrðu stórar fjárhæðir greiddar út fyrirfram án þess að endanleg ákvörðun lægi fyrir um úthlutun og eftir álagningu gæti þurft að innheimta sérstaklega _of- greiddar barnabætur. Alls nema bamabætur um 4 milljörðum króna að sögn Indriða. Kveikt í við Templarahöllina VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 30. APRÍL YFIRLIT: Um 400 km suðvestur af landinu er allvíðáttumikíl 990 mb lægð sem þokast norður og síðan austnorðaustur en 1.016 mb hæð yfir Grænlandi. SPÁ: Norðaustlæg átt á landinu, víða stinningskaldi en allhvasst norð- vestanlands. Norðanlands verður víða rigning eða slydda, rigning á Austurlandi, skúrir suðaustanlands en að mestu leyti þurrt á Suðvest- ur- oq Vesturlandi. Smám saman mun kólna í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðvestanátt og éi norðaustanlands í fyrstu en annars hæg vestlæg eða breytileg átt, smáskúrir eða slydduél við vesturströndina en annars þurrt og bjart veður. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast suöaustanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt og fer síðar að rigna vestanlands en austanlands verður lengst af hægur vindur og bjartviðri. Hiýnandi. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. v J yiíí&mtí/ Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r r Rigning * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma v é v Skúrir Slydduél Él 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 ígær> Greiðfært er í nágrenni Reykjavíkur, um Suðurnes, Mosfellsheiði og austur um Suðurland tíl Austfjarða og er þar sæmileg færð nema Breið- dalsheiði er ófær. Góð færð er fyrir Hvalfjörð um Borgarfjörð og vestur um Snæfellsnes í Dali og þaðan í Gufudalssveit. Fært er úr Gufudals- sveit til Brjánslækjar en þar er aurbleyta og aðeins tveggja tonna öxul- þungi ieyfður. Þá er góð færð frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Ágæt færð er norður yfir Holtavörðuheiðí til Hólmavíkur og Drangsness. Fært er frá Hólmavík um Steingrímsfjarðarheiði til Isa- fjarðar og Bolungarvíkur. Frá ísafirði er fært til Súgandafjarðar og Þing- eyrar. Fært er um Noröurland til Húsavíkur og þaðan með ströndinni til Vopnafjarðar. Lágheiði er ófær. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru fær og einnig Vopnafjarðarheiði. Vegagerftin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að í$l. tíma hitl veSur Akureyrl 4 skýjað, Reykjavík 5 alskýjað Bergen 6 skúr Helsinki 10 skýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq +4 alskýjað Nuuk +4 snjókoma Ósló 11 skýjað Stokkhólmur B rigning Þórshöfn vantar Algarve 21 skýjað Amsterdam 11 skýjað Barcelona vantar Berlfn 12 skúr Chicago 9 alskýjað Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 12 hálfskýjað Glasgow 9 Skúr Hamborg 9 skúr London 12 skýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 11 skýjað Madríd 17 léttskýjað Malaga 20 mistur Mallorca 17 skýjað Montreal 7 léttskýjað New York vantar Orlando vantar París 11 skúr Madeira 19 skýjað Róm 18 rigning Vfn 11 rigning Washington vantar Winnipeg 6 skýjað Morgunblaðið/KGA Aðalstræti lokað Aðalstræti frá Túngötu að Bröttugötu hefur verið lokað fyrir umferð og verður svo fram til 25. júní á meðan endurbætur fara fram í göt- unni. Gatan verður steinlögð og sett í hana snjóbræðslulagnir. Er vegfarendum bent á að tvístefna verður leyfð um Bröttugötu, Mjó- stræti og Gijótagötu á meðan umferð er ekki leyfð um Aðalstræti. Lyfjadreifing: Aukið frelsi er síst 1 fallið til sparnaðar 1 - segir Jón Björnsson, formaður Apótekarafélags fslands JÓN Björnsson, formaður Apótekarafélags íslands, segir að tillögur um aukið frelsi til að stofna apótek, sem koma fram í áliti nefndar sem fjallaði um aukið frjálsræði í lyfjadreifingu, séu síst til þess falln- ar að Ieiða til lækkunar lyfjaverðs. Hann segir að fjárfestingar lyfja- verslana í landinu nemi u.þ.b. l‘/i milljarði kr. í áliti nefndarinnar er gerð grein fyrir þremur Ieiðum varðandi breyt- ingar á lyfjadreifingu með það að markmiði að færa hana í fijálsræðis- átt, þar á meðal að stjórnvöld ákveði hámarksverð lyfja en frelsi til að stofna apótek verði aukið. Jón sagði að Apótekarafélagið hefði sett fram tillögur um hvernig lækka megi lyfja- verð í núverandi kerfi. „Við teljum að núverandi kerfi sé ódýrasta kerfíð sem völ er á. Aðrir kostir hafa kostn- aðarauka í för með sér. Verði apótek- um íjölgað um helming eykst fjár- festingin í lyfjadreifingunni um 1-2 milljarða kr. Aðrir ókostir eru þeir að samkeppnin færi fyrst og fremst fram á Reykjavíkursvæðinu og landsbyggðin yrði útundan. Það yrði mismunandi verð í Reykjavík og úti á landi og viðbúið að minnstu apótek- in úti á landi lognuðust út af,“ sagði Jón. Nefndin telur að til þess að koma á samkeppni á smásölu- og heildsölu- stigi verði að taka upp hlutfalls- greiðslukerfi þar sem sjúklingar greiða ákveðinn hluta af verði lyfja í stað þess að greiða fast verð eins og nú er gert. „í sjálfu sér höfum við ekkert á móti því. Þetta er stjóm- valdsaðgerð sem ákveður hvernig greiðsluskiptingin er milli ríkis og sjúklinga," sagði Jón. Sjá nánar á bls. 11. Atriði úr myndinni þar sem skipbrotsmanni af Pourqoi-pas? er bjarg- að í iand. Ný íslensk kvikmynd frumsýnd á Cannes NÝJASTA kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, verður frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni þann 11. maí n.k. Mynd- in hefur verið valin í opinbert úrval (Séléction offcielle) hátíðarinnar sem stendur dagana 7.-18. maí. Þar verður myndin sýnd í þeirri deild sem nefnd er FOCUS en í ár er sjónum beint að norrænum myndum í þeirri deild. Aformað er að myndin verði frumsýnd hér 30. júlí n.k. Þær myndir sem komast inn í Tökur myndarinnar Svo á jörðu Focus-hluta hátíðarinnar hljóta sér- sem á himni fóru fram á tímabilinu staka kynningu og athygli en taka hinsvegar ekki þátt í sjálfri keppn- inni um Gulipálmann. Kristín Jó- hannesdóttir segir að með þátttöku í þessum hluta Cannes-hátíðarinnar fái myndin víðtæka kynningu sem væntanlega auki möguleika á dreif- ingu myndarinnar erlendis. „Mynd okkar er sýnd í heiðursflokk og þótt myndin taki ekki þátt í keppninni sjálfri er okkur sýnd mikil virðing með því að myndin skuli hafi verið valin í þennan flokk,“ segir Kristín. júlí til október á síðasta ári. Útiatrið- in voru að mestu tekin á eyðibýlinu Horni í Homafirði en einnig m.a. við Breiðamerkurlón, á Vatnajökli, í Reykjavík og við Krýsuvíkurberg. Þá var seglskipið Kaskelot leigt frá Bretlandi í tökurnar. Með helstu hlutverk í myndinni fara Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdimar Örn Flyering, Sigríður Hagalín og Helgi Skúlason auk þriggja franskra leikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.