Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Tónlistarskólinn í Keflavík: Hlj óms veitatónleikar STRENGJA- OG lúðrasveitir Tónlistarskólans í Keflavík halda sína árlegn vortónleika í Keflavíkurkirkju í kvöld, fimmtudags- kvöld, og hefjast þeir kl. 20.00. Þar leika hljómsveitirnar lög og verk eftir ýmsa höfunda og er efnisskráin mjög fjölbreytt. Einnig koma fram minni samspilshópar, skipaðir strengjaleikurum og blásurum. Um næstu helgi verður haldið lúðrasveitamót á Suðurnesjum og fer það fram á Keflavíkurflug- velli. Lúðrasveit TK mun taka þátt í því móti og eru þessir tón- leikar liður í undirbúningi sveitar- innar fyrir mótið. Helgina 22.-24. maí verður haldið strengjamót á Akranesi. Strengjasveit TK verður þátttak- andi í því og er nú að leggja loka- hönd á undirbúning vegna þess. Stjórnandi strengjasveitarinnar er Kjartan Már Kjartansson en Karen Sturlaugsdóttir stjórnar lúðra- sveitinni. Aðgangur að tónleikunum í kvöld er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Bændaskólanum á Hól- um verður slitið í dag BÆNDASKÓLANUM á Hólum vorður slitið fimmtudaginn 30. apríl með hátíðlegri athöfn í Hóladómkirkju. Athöfnin hefst kl. 15.30 og eru allir velunnarar skólans velkomnir. 53 nemendur hafa stundað nám við Bændaskólann í vetur, 23 í efri deild og 29 í neðri deild, auk ensks verknema í hrossarækt. 23 búfræðingar verða útskrifaðir á fimmtudaginn, 3 af sporðbraut (fiskeldisbraut) en 20 af almennri búfræðibraut, þar af 17 af hrossa- Jazztónleikar í Armúlanum um helgina Fimmtudagskvöldið 30. apríl verður efnt til jazztónleika á veitingastaðnum Jazz við Ár- múla 7. Þá mun nýstofnað jazztríó Jón- ínu Jörgensdóttur, Birgis Braga- sonar og Hilmars Jenssonar flytja frumsamið efni í bland við gömul og þekkt jazzlög. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00 og standa yfir til kL 2.00 eftir miðnætti. Föstu- dag og laugardag mun síðan víbra- fónleikarinn góðkunni Reynir Sigurðsson halda uppi jazzsveiflu. Honum til aðstoðar verður Þórður Högnason. Þeir munu leika frá kl. 23.00 til 3.00 eftir miðnætti. Jazz er opið fyrir matargesti frá kl. 12.00 til 15.00 í hádeginu og frá kl. 18.00 til 23.30 á kvöldin. (Fréttatilkynning) ræktarlínu. Útlit er fyrir góða aðsókn að Bændaskólanum næsta vetur en umsóknarfrestur um skólavist rennur út í byijun júní. (Fréttatilkynning) Opið hús Heilsugæslustöðin á Sel- tjamarnesi heldur upp á 10 ára afmæli sitt 1. maí nk. Þá verðúr jafnframt afhentur lokabyggingaráfangi stöðvar- innar. Af þessu tilefni verður opið hús í stöðinni 1. maí. Formleg dagskrá er kl. 14-16, en húsið verður opið til kl. 18. Allir þeir sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi Heilsu- gæslustöðvarinnar eru vel- komnir, sérstaklega þeir sem búa á starfssvæðinu. Starfs- svæði stöðvarinnar er Seltjam- arnes, vesturbær sunnan Hringbrautar að flugvelli og Skerjafjörður. 1. maí — útifundur og ganga Samtaka kvenna EINS OG undanfarin ár standa Samtök kvenna á vinnumarkaði fyrir útifundi 1. maí. Gengið verður frá Búnaðarbankanum við Hlemm og að Hallærisplani þar sem útifundur hefst strax að lok- inni göngu, segir í frétt frá Samtökunum. „Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa áður mótmælt niðurskurði stjórnvalda á félagslegum réttind- um. Samtök kvenna á vinnumark- aði hafna miðlunartillögu sátta- semjara, sem staðfestir árásir stjórnvalda á almennt launafólk." Samtök kvenna á vinnumarkaði hvetja alla þá sem eru sama sinnis til að taka þátt í göngu og útifund- um á Hallærisplaninu. Ávörp flytja: Birna Þórðardóttir, blaðamaður, Lilja Eyþórsdóttir, fóstra og Sigrún Ágústsdóttir, kennari. Fundarstjóri: Elín G. Ól- afsdóttir, borgarfulltrúi. Margrét Pálmadóttir sér um söngatriði milli ávárpa. AÐALFUNDUR Aðalfundur Foldu hf. verður haldinn fimmtudaginn 14. maí nk. í matsal félagsins (í Hekluhúsi) á Gleráreyrum, Akureyri, og hefst fundurinn kl. 16.00. Dagskrá skv. samþykktum félagsins. Stjórn Foldu hf. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Húsbyggjendur Það er eitt af merkjum þess að sumarið er í nánd þegar börnin taka sér hamar í hönd og fara að viða að sér efni til kofabygginga. Þrátt fyrir nokkurn kalsa í veðri undanfarna daga er þetta unga fólk þegar farið að eyða öllum kvöldum í húsbyggingu sína og var að vonum hið ánægðasta með árangurinn þegar ljósmyndari átt leið hjá. Elín Kjart- ansdóttir með sýningu á vefnaði ELÍN Kjartansdóttir verður með sölusýningu á vefnaði í félags- heimilinu Ydölum dagana 1. og 3. maí, en sýningin er haldin í tengslum við kvennakóramót sem þar verður haldið. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 15 til 20. Að lokinni sýningu í Ýdölum mun Elín sýna verk sín í blómaskálanum Vín við Hrafnagil, en sú sýning verður opnuð þriðjudaginn 5. maí og stendur til 17. maí næstkom- andi. Þar er opið daglega frá kl. 12 til 22. Á sýningunni eru aðallega mott- ur og eru þær ýmist úr leðri, mokka- skinnum, ull eða hör. Elín er fædd árið 1956, hún lærði vefnað á námskeiðum hjá Ólöfu Þórhallsdóttur á Akureyri og Guð- rúnu Vigfúsdóttur á ísafirði, en síð- an hefur hún þreifað sig áfram með aðstoð bóka og annarra vefara. Vefstóll hennar hefur verið notaður í fjölskyldunni í rúm 50 ár með hléum. Elín hefur tekið þátt í tveimur samsýningum á Akureyri, með fé- laginu Nytjalist og árið 1989 tók hún þátt í sýningu sem haldin var í Svíþjóð á vegum norrænna sam- vinnustarfsmanna. (Fréttatilkynning) Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps: Hagnaður nam 13,3 milljómim á liðnu ári SPARISJÓÐUR Akureyrar og Arnarneshrepps var reklnn með 13,3 milljóna króna hagnaði á liðnu ári, sem er nokkru meira en var á árinu á undan þegar sparisjóðurinn skilaði 8,5 milljónum króna í hagnað. Aðalfundur Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps var haldinn á mánudagskvöld. Þar kom fram að eigið fé sjóðsins nam í árslok 84,6 milljónum króna, sem er 28,4% aukning frá fyrra ári. Eigið fjár- hlutfall samkvæmt lögum um spari- sjóði var 42,1%, en skal vera að lágmarki 5% samkvæmt lögunum. Innlán jukust um 28,8% á milli ára, en heildarinnlán síðasta árs námu samtals 242 milljónum króna. Heildarútlán voru 265 milljónir króna á liðnu ári og jukust um 35,2% frá fyrra ári. Á aðalfundinum var samþykkt að gefa sjávarútvegsdeild Háskól- ans á Akureyri 250 þúsund krónur og Fiskeldi Eyjafjarðar sömu upp- hæð. Stjórn sjóðsins var endurkjörin á fundinum, en hana skipa Oddur C. Thorarensen, formaður, Júlíus Jónsson, Ingimar Brynjólfsson, Júl- íus Snorrason og Páll Jónsson, en tveir þeir síðasttöldu eru kosnir af bæjarstjórn Akureyrar. Starfsmenn sjóðsins eru fjórir og sparisjóðs- stjóri er Helga Steindórsdóttir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Aðalstjórn Þórs færði handknatt- leiksdeild 1,5 milljónir íþróttafélagið Þór á Akureyri sigraði í 2. deild karla í handknattleik, sem nýlega er lokið. Liðið tapaði aðeins einu stigi í vetur, gerði jafntefli við ÍR á heimavelli, en sigraði í öllum öðrum leikjum. í tilefni árangursins ákvað aðalstjóm félagsins að veita handknattleiksdeildinni eina og hálfa milljón króna í styrk. Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs, t.v., afhendir Kristni Sigurharðarsyni, formanni handknattleiksdeildar ávísun. ♦ ♦ ♦ Björgvin tíaJlífórsson í Sjallanum SANNKÖLLUÐ diskóstemmning verður í Sjallanum I kvöld, fimmtudagskvöldið 30. apríl, þeg- ar þeir Gunnlaugur Helgason og Jón Axel Ólafsson ætla að rifja upp hina einu sönnu diskóstemmn- ingu og verða með sprell. Um helgina leikur hljómsveitin Suðusveitin ásamt Björgvini Hall- dórssyni fyrir dansi. Björgvin leikur á kassagítar og syngur, Magnús Kjartansson leikur á hljómborð, Finnbogi Kjartansson á bassa, Vil- hjálmur Guðjónsson á gítar og Ás- geir Óskarsson á trommur, en þeir síðasttöldu hafa í vetur leikið í þætti Hemma Gunn, Á tali. Suðusveitin leikur bæði á föstudags- og laugar- dagskvöld, en þeir félagar Jón Áxel og Gunnlaugur verða að auki í diskó- tekinu á föstudagskvöld. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.