Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Þröstur Leó Gunnarsson og Hanna María Karlsdóttir í hlutverkum sínum í Þrúgur reiðinnar. Borgarleikhúsið: Sætaröðum fjölgað á Þrúgur reiðinnar VEGNA mikillar eftirspurnar á sýningar Leikfélags Reykjavíkur á Þrúgum reiðinnar í Borgarleikhúsinu hefur verið ákveðið að bæta aftur við tveimur sætaröðum í Stóra sal leikhússins. Tvær fremstu sætaraðirnar voru teknar þegar á æfingum leikritsins stóð. í frétt frá Leikfélagi Reykjavíkur segir að ekkert lát sé á eftir- spum eftir miðum á sýninguna og að nú sé uppselt á 20 sýningar fram í tímann. Þegar'hafa sjö sýningar verið á sviðsetningu Operusmiðjunnar í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur á La Boheme eftir Puccini. Ólafur Bjarnason tenór, sem starfað hefur í Þýskalandi, syngur hlutverk Ro- dolfo á íjórum sýningum óperunnar þann 3., 6., 10., og 13. "maí næst- komandi. Miðasala á þær sýningar er þegar hafin. Sýningar á Sigrúnu Ástrósu eftir Willy Russel, sem Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur leikið á þriðja ár í Litla sal Borgarleikhússins. í fréttinni segir að Fullt hafi verið á þijár sýningar um síðustu helgi og einnig verða sýningar 1. og 2. maí næstkomandi. Nú eru að hefjast æfingar á haustverkefnum Leikfélags Reykja- víkur m.a. á leikritinu Plantonof eftir Antony Tjekov. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og leikgerð vann Pétur Einarsson. Frumsýning á leikritinu er fyrirhuguð næstkom- andi október og leikendur eru Þröst- ur Leó Gunnarsson, Guðrún S. Gísladóttir, Guðmundur Ólafsson, Pétur Einarsson, Ari Matthíasson, Theódór Júlíusson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helga Braga Jóns- dóttir og Erla Rut Harðardóttir. Leikmynd gerir Axel Hallkell Jó- hannesson og búninga gerir Stefan- ía Adolfsdóttir. Tónlist í leikritinu er í umsjón Egils Ólafssonar. Póstur og sími: I athugun að auka þjón- ustu á póststöðvunum Sala hlutabréfa og gjaldeyrisviðskipti meðal þess sem kemur til álita PÓSTUR OG SÍMI hefur í athugun að auka þjónustu á póststöðvum alveg til greina að athuga slíka um allt land. Meðal þess sem kemur til álita er sala almennra hluta- bréfa, aðgöngumiða í leikhús og viðskipti með gjaldeyri. Að sögn Rafns Júlíussonar, framkvæmdasljóri póstmálasviðs, er markmið Pósts og síma að auka starfsemina á póststöðvum, einkum úti á lands- byggðinni, þar sem annars þyrfti hugsanlega að grípa til einhvers konar niðurskurðar vegna lítilla umsvifa, Að sögn Rafns hefur dregið úr póstsendingum hér á landi. Þessi þróun ætti sér stað hvarvetna í heiminum og henni ylli einna helst ný tækni í samskiptum, t.a.m. tele- fax og tölvusamskipti. Nauðsynlegt geti reynst fyrir Póst og síma að leita eftir fleiri verkefnum fyrir póststöðvar en hefðbundinni póst- þjónustu. „Þarna gæti verið um að ræða alls kyns upplýsingamiðlun og sölu. Á pósthúsum í dag fer fram skrán- ing á bifreiðum og þar er verið að selja spariskírteini og skuldabréf,“ sagði Rafn. Hann sagði að vel kæmi til greina að hefja sölu á almennum hlutabréfum í póststöðvunum. „Fyrr á árum var orlofskerfið og skylduspamaðurinn fyrirferðarmik- ill þáttur í starfsemi póststöðvanna. Pósthúsin eru öll tengd póstgíró- stofunni sem skapar ennþá meiri möguleika fyrir ýmsa fyrirgreiðslu- starfsemi. Þjónusta við erlenda ferðamenn er töluverð, t.d. útborg- un á peningum í gegnum póstgíró- kerfið og greiðslukortakerfið,“ sagði Rafn. Hann sagði að vel kæmi til greina að hefja gjaldeyrisvið- skipti á póststöðvunum. „Sums staðar erlendis era að- göngumiðar í leikhús seldir á póst- stöðvum. Það kæmi að mínu viti greina að þjónustu á póststöðvum hérlendis. Við teljum að póststöðvarnar geti tekið ýmislegt að sér sem er ekki hefðbundin póstþjónusta. Það gæti stuðlað að því að fullri starfsemi yrði haldið gangandi í öllum byggð- um þar sem annars þyrfti að e.t.v. að fara að huga að því að skera niður afgreiðslutíma og segja upp fólki. Það era mörg pósthús úti á landi þar sem umsvifin eru ekki mikil,“ sagði Rafn. ♦ ♦ ♦------- Nefnd um endurskoðun útvarpslaga Fiugleiðir undirbúa ferðabónuskerfi FLUGLEIÐIR undirbúa nú svokallað ferðabónuskerfi fyrir farþega svipað því sem boðið er upp á hjá mörgum erlendum flugfélögum. Kerfið verður tekið í notkun í sumar og eiga farþegar þá kost á því að safna stigum fyrir hveija flugferð, sem þeir fara með félaginu og vinna sér þannig inn fyrir bónusferðum. Þeir, sem sækja um aðild að bónu- skerfinu verða skráðir sérstaklega í bókunartölvu Flugleiða í hvert sinn sem þeir fljúga. Stigafjöldi fyrir hveijá ferð fer eftir flugleið og far- gjaldi og þegar ákveðnum stiga- fjölda er náð á farþeginn rétt á að taka út þjónustu eða bónusferðir með félaginu. Kerfið verður opið öll- um farþegum hvort sem þeir ferðast á fullu fargjaldi eða á afsláttargjöld- um, segir í frétt frá Flugleiðum. Þá er gert ráð fyrir að bónuskerfi Flugleiða tengist í framtíðinni svip- uðum kerfum hjá erlendum flugfé- lögum og geta þá farþegar Flugleiða nýtt sér bónusferðir með öðrum flug- félögum og farþegar þeirra geta sömuleiðis nýtt sínar bónusferðir með Flugleiðum. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, verður ferðabónusinn kynntur í byijun júní- mánaðar og nú er verið að fullmóta kerfið. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða útvarpslög. Nefndin er svo skipuð: Tómas Ingi Olrich alþingismaður, formaður, Baldvin Jónsson, útvarpsstjóri Aðal- stöðvarinnar, Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, Hjálmar Jónsson, prófastur Skag- firðinga, Jóhann Óli Guðmundsson, forstjóri Securitas, Rannveig Guð- mundsdóttir, alþingismaður, og Sól- veig Pétursdóttir, alþingismaður. Nefndinni er ætlað að skila drög- um að framvarpi til ráðherra ekki síðar en 1. september næstkomandi. í fréttatilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu segir: Meðal viðfangsefna nefndarinnar er að skilgeina hlutdeild ríkisins í útvarpsrekstri og athuga hvernig tryggja megi sem jafnasta aðstöðu ljósvakamiðla. Nefndinni er einnig sérstaklega ætlað að leita leiða til að efla innlenda dagskrárgerð. Áskorendaeinvígin í Linares: Short og Timman tefla um áskorandaréttinn ___________Skák_______________ Karl Þorsteins NIGEL Short vann Anatolíj Karpov í 10. einvígisskák þeirra, eftir fjörutíu og einn leik. Með vinningnum tryggði Short sér sigur í einvíginu og teflir við hollenska stórmeistarann Jan Timman á Spáni í janúar á næsta ári um réttinn til þess að mæta Garrí Kasparov í einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák. Sjálft heimsmeistaraeinvígið verður haldið í Los Angeles og hefst í ágúst 1993. Verðlaunafé verður það mesta í allri skáksög- unni, alls um fjórar milljónir dollara, eða sem nemur 240 milljónum íslenskra króna. Ljóst er að kaflaskipti verða í skáksögunni eftir einvígin nú. Þátttöku Anatolíjs Karpovs er lok- ið í heimsmeistarakeppninni án þess að hann komist í sjálft heims- meistaraeinvigið og nú loks munu Vesturlönd eiga aftur fulltrúa í sjálfu heimsmeistaraeinvíginu. Fulltrúar fyrrum Sovétríkjanna hafa í tvo áratugi setið báðum megin við taflborðið í heimsmeist- araeinvígum síðan Fischer og Spasskíj tefldu hér í Reykjavík árið 1972. Nigel Short mætti mjög vel undirbúinn til leiks og sigur hans í einvíginu var bæði sanngjarn og öruggur. Þrátt fyrir að Karpov kæmist yfir í einvíginu strax í fyrstu skákinni átti hann undir högg að sækja lengst af. Byrjun- arfræðilega stóð Short betur að vígi og Karpov virtist skorta sjálfs- traust þegar líða tók á einvígið. Slæmar yfírsjónir eins og t.d. í sjöttu einvígisskákinni, þegar Karpov lék hreinlega af sér heilum hrók, er erfítt að útskýra, jafnvel þótt skákmaðurinn væri óbreyttur meðaljón. Það verður ekki af Karpov skafíð að hann barðist til síðasta blóðdropa og játaði sig ein- ungis sigraðan þegar engin von var eftir. Eftir að níundu einvígis- skákinni lauk með jafntefli var ljóst að raunhæfir möguleikar Karpovs til þess að jafna metin vora ekki miklir. Ástæðan er eink- um sú að hann hefur mjög þröngt byijunarsvið, og leggur megin- áherslu á að vina sigra með hvítu mönnunum. Því var nauðsynlegt fyrir Karpov, ef hann gerði sér vonir um að jafna metin í tíundu einvígisskákinni, að koma and- stæðingi sínum á óvart strax í byijuninni. Karpov kaus að veijast með Sikileyjarvörn og taflið þróað- ist í Richter-Rauzer afbrigðið. Það kom vel í ljós í skákinni að Karpov hafði lítinn skilning á taflmennsk- unni í afbrigðinu og fékk erfiða stöðu sem versnaði þegar á leið taflið. Þegar tímahrak bættist við hjá fyrram heimsmeistara var fátt um varnir og Short vann sannfær- andi sigur í fjörutíu og einum leik. Minna hefur verið fjallað um Short einvígi Jans Timmans og Arthurs Jusupovs. Hér era á ferðinni mjög reyndir einvígismenn og einvígið var í heild mjög skemmtilegt þar sem keppendur skiptust á að hafa undirtökin. Annars er það merki- legt þegar einvígin í Linares eru skoðuð í heild sinni, að þau þróast alveg eins. Einnig að af 20 einvíg- isskákum vannst sigur í tólf skák- um, alltaf með hvítu. í síðustu skákinni þurfti Jusupov, líkt og Karpov, nauðsynlega á vinningi að halda með svörtu mönnunum. Sú sjóferð endaði með ósköpum og Timman vann öruggan sigur í 28 leikjum. Hvítt: N. Short. Svart: A. Karpov. 10. einvígisskákin. Sikileyjar- vörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - d6, 6. Bg5 - e6, 7. Dd2 Timman - Be7, 8. 0-0-0 - 0-0, 9. Rb3 - a6, 10. Bxf6 - gxf6, 11. h4 - Kh8, 12. g4 - b5, 13. g5 - b4? (Ónákvæmni, því riddarinn stend- ur vel á a4, án þess að við honum verði stjakað. „Reynslumeiri“ menn hefðu líklega kosið að leika 13. - Bb7) 14. Ra4! - Hg8, 15. f4 - Hb8, 16. Kbl - Bf8, 17. Be2 — e5, 18. f5 — fxg5, 19. hxg5 — Hxg5, 20. De3 (Peðið á g5 hefur Karpov ekki þegið með glöðu geði. Þrátt fyrir að hvítur hafí engar beinar hótanir í stöð- unni er svarta kóngsstaðan ótrygg, tvípeðin nýtast illa, auk þess sem d5 er kjörinn reitur fyrir hvítu ridd- arana í áframhaldinu.) 20. — Df6, 21. Rb6 - Re7, 22. Rxc8 - Hxc8, 1 2 3 4 5 A. Karpov 1 N. Short 0 A. Jusupov 1 J. Timman 0 'h 'h 0 >/2 'h 'h 1 'h 'h 'h 0 1 'h 'h 1 0 23. Bxa6 - Hd8, 24. Db6 - Rg8, 25. Ra5 - d5, 26. Rc6 - Hd6, 27. exd5 - Re7, 28. Dxb4! (Nú yrði 28. — Rxc6 svarað með 29. Dh4 með máthótun á h7 og næst 30. dxc6.) 28. — Rxdö, 29. Hxd5 — Dg7 (Karpov hefur látið mann af hendi en hótar nú 30. — Hgl+ og jafnframt að drepa hrókinn á d5 í næsta leik. Short finnur öflugt mótsvar.) 30. Hxd6! — Hgl+, 31. Hdl - Hxdl+, 32. Hxdl - Bxb4, 33. Rxb4 - Dg4, 34. Hd8+ - Kg7, 35. a3 - Dxf5, '36. Hdl (Eftir miklar flækjur hefur staðan skýrst í síðustu leikjum. Short hef- ur hrók og tvo létta menn fyrir drottningu Karpovs og til viðbótar öflug frípeð á drottningarvæng. Karpov á því við ofurefli að etja á taflborðinu og til viðbótar átti hann aðeins mínútu á skákklukkunni til þess að ná tilskildum leikjafjölda við fertugasta leik.) 36. — h5, 37. Hel - De6, 38. Bb7 - f5, 39. Bd5 - Df6, 40. c4 - e4, 41. c5. Karpov gafst upp. 6 7 8 9 10 Samt. vinn. 0 1 0 'h 0 4 1 0 1 ‘/z 1 6 0 'h 0 'h 0 4 1 'h 1 'h 1 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.