Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Borgarspítali: Starfsmenn fá 16.945 krónur í launauppbót Sparnaður spítalans var 450 milljónir Hagræðingarátak Borgarspítalans hefur skilað um 450 milljóna króna sparnaði, og af þvi tilefni ákvað stjórn Sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar að greiða starfsfólki spítalans alls 20 milljónir króna í launauppbót. Að sögn Magnúsar Skúlasonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Borgarspitalans, nemur uppbótin 16.945 krónum á mann mið- að við fulla stöðu. Sparnaðurinn á rætur að rekja til uppstokkunar í bráðavakt og almennra sparnaðarráðstafana innan spítalans. Magnús kvað launauppbótina reiknaða út frá vinnuframlagi á tímabilinu frá janúar til maí, og fengju allir starfsmenn sem voru á launaskrá 31. maí greidda uppbót er miðaðist út frá stöðugildi og vinnuframlagi á áðurnefndu tíma- bili. „Af upphæðinni verða dregin ýmis launatengd gjöld, en þau eru mismunandi eftir stéttarfélögum," sagði Magnús. Hann kvað sumar-' starfsfólk undanskilið frá uppbót- inni, sem yrði greidd út í tveimur hlutum, samfara yfírvinnu- og vaktaálagsgreiðslum, 16. júlí og 16. ágúst. „Það er fyrst og fremst upp- stokkun í sambandi við bráðavaktir sem hefur skilað spamaði, en Borg- arspítalinn tók við bráðavöktum Landakotsspítala," sagði Magnús. Hann sagði að með því móti hefðu sparast um 250 milljónir miðað við kostnaðaráætlun Landakots. Auk þess hafí allsheijar spamaður og hagræðing innan Borgarspítala sparað um 200 milljónir króna. Magnús kvað starfsfólk vel að uppbótinni komið. „Þetta er í sjálfu sér merkilegt fordæmi, og það verð- ur gaman að sjá hvort það hefur einhver áhrif á rekstur annarra stofnana," sagði hann. Morgunblaðið/Sverrir Bragðað á furðufiskum Furðufiskavika hófst á 20 veitingastöðum um land allt í gær. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, var meðai þeirra sem í gær kynntu sér hvemig vannýttar físktegundir bragðast, þegar kokkar hafa farið um þær höndum. Kynntar eru þijár físktegundir, langhali, stinglax og háfur, að fmmkvæði Aflakaupabank- ans, undir heitinu „Furðufískavika". í gær brögðuðu þeir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, Halldór Pétur Þorsteinsson, bankastjóri Aflakaupabankans, Halldór Árnason, aðstoðarmaður ráðherra, Guðjón A. Kristinsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins og Þorsteinn Gíslason, fískimálastjóri, á furðu- fískunum í Perlunni og létu vel af. VEÐUR v v /'DAG kl. 12.00 Heimild: Veðurslofa í$tenö$ <Byggt ó veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 20. JUNI YFIRLIT: Um 1.000 km suður af landinu er 1.035 mb hæð en 988 mb læqð viðJan Mayen. SPA: Minnkandi vestanátt á landinu. Víða verður kaldi þegar líður á daginn.Skýjað og smá skúrir um norðanvert landið og á stöku stað vest- antil. En þurrt og sums staðar léttskýjað á Suðaustur- og Suöurlandi. Hiti verður 7-14 stig.hlýjast á Suðausturlandi og Austfjörðum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi norðaustanlands en hægari í öðrum iandshlutum. Skýjað verður og skúrir á noröan- og vestanverðu landinu en skýjað með köflum og þurrt suðaustanlands. Hiti verður 5-8 stig um norðanvert landið en 7-14 stig syðra og hlyjast á Suðausturlandi. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r r r r / r r r Rigning <4k Léttskýjað * / * * / / * / Siydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Skýjað V Ý Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka ilig-i FÆRÐ A VEGUM: iki. 17.301 gær> Töluvert sandfok er nú á Mýrdalssandi og búast má við að það standi fram yfir miðnætti. Vegfarendur eru varaðir við að leggja ekki á sandinn meðan á þessu stendur. Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, utan einstaka vegakafla á Vestfjörðum sem lokaðir eru vegna aurbleytu og sumstaðar eru sérstakar öxulþungatakmarkanir af þessum sökum. Á Norðausturlandi hafa hálendisvegir f öskju, Kverkfjöll og Snæfell ver- ið opnaðir. Á Suðurlandi hefur verið opnaö f Jökulheima og Veiðivötn. Þessar leiðir eru aðeins færar jeppum og stórum bilum. Þorskafjarðar- heiði á Vestfjörðum hefur nú verið opnuð fyrir alla umferð. Klæðninga- flokkar eru nú að störfum víða um landið og að gefnu tilefni eru öku- menn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forða tjóni af völdum steinkasts. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEII kl. 12.00 ígær að ísl. tírru hiti veður Akureyrl 12 skýjaö Reykjsvík 7 súld Bergen 19 léttskýjað Helsinki 20 léttskýjaö Kaupmannahöfn 21 skýjað Narssarssuaq 4 alskýjað Nuuk 0 rigning Ósló 21 hálfskýjað Stokkhólmur 22 hálfskýjað Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 21 þokumóða Amsterdam 16 skúr Barcelona 22 mistur Berlín vantar Chicago vantar Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt vantar Glasgow 21 léttskýjað Hamborg vantar London 15 skýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 12 skýjað Madríd 25 heiðskírt Malaga 32 lóttskýjað Mallorca 23 skýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 16 skýjað Madeira 20 skýjað Róm 23 skýjað Vín 23 skýjað Washington vantar Winnipeg vantar Lokun Austurstrætis: Verslun leggst niður verði gatan lokuð fyrir bílaumferð segir Haukur Jacobsen forstjóri FULLTRÚAR hagsmunaaðila í miðborginni hafa afhent Markúsi Erni Antonssyni borgarsljóra, undirskriftarlista 140 verslunar- eigenda og starfsmanna fyrir- tækja í miðborginni, þar sem lok- un Austurstrætis fyrir bílaumferð er harðlega mótmælt. Að sögn Hauks Jacobsen forstjóra Egils Jacobsen, mun verslun leggjast niður í miðborginni verði gatan lokuð. Verslun Egils Jakobsen var stofnuð árið 1906 og hefur frá árinu 1921 verið í Austurstræti. Haukur sagði, að mikill munur væri á yfirbraði Austurstrætis eftir að gatan var opnuð á ný fyrir bíla- umferð. Mun meira líf væri í mið- borginni og fleira fólk á ferli. „Ef það verður ofaná að misvitrir pólitík- usar loka götunni þá sjáum við ekki fram á annað en að þetta sé búið spil og ekkert vit í öðru en að loka versluninni," sagði hann. „Gamli miðbærinn mun líða undir lok og verða að safni en ekki miðstöð versl- unar eins og áður.“ Haukur sagði að þar til fyrir 18 árum hafi verið mikið líf fram eftir kvöldi í miðbænum en síðan hafí stöðugt dregið úr umferð um mið- borgina. „Þessi lokun voru mistök sem miðborgin hefur liðið fyrir,“ sagði Haukur. „Þessu eru flestir sammála sem hér starfa enda skrif- aði hver einasti maður undir sem haft var samband við þann eina og hálfa tíma sem söfnunin fór fram.“ Fram hefur komið hugmynd um að halda Austurstræti opnu fyrir umferð að Vallarstræti og áfram til hægri meðfram Ingólfstorgi og yfír í Hafnarstræti. Sagði Haukur að honum litist ágætlega á þá hugmynd. ------» -»—♦--- Landsbankinn: Tveimur úti- búum lokað LANDSBANKI íslands er að end- urskipuleggja starfsemi sína, þ.á m. skipulag útibúa. Eftir helg- ina hættir Bíldshöfðaútibú starf- semi sinni og stefnt að því Vega- mótaútibúið á Laugavegi hætti fyrir áramót. Síðasti opnunardagur í Bíldshöfð- aútbúi Landsbankans er í dag. Að sögn Brynjólfs Helgasonar aðstoðar- bankastjóra Landsbankans, flyst öll starfsemi útbúsins í útibú Lands- bankans á Höfðabakka 9. Ráðgert er að leggja niður Vega- mótaútibú Landsbankans á Lauga- vegi 7 fyrir næstu áramót vegna nálægðar við önnur útibú bankans. Hvassviðríð olli ekki teljandi skemmdum HVASSVIÐRI það sem geysaði á mestöllu landinu í gær og fyrra- dag olli ekki teljandi skaða, samkvæmt upplýsingum frá Almanna- vörnum. Veðurstofan gerir ráð fyrir að veðrið verði gengið niður í dag, en mikið moldrok hefur verið í þurrkunum fyrir norðan og austan. Næstu sólarhringa er gert ráð fyrir norðlægari átt og sval- ara veðri, en bjartara fyrir sunnan. Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðing- ur á Veðurstofu íslands, sagði að veðurhæð hefði mælst um 9 vindstig að vestan og vestsuðvestan, en farið upp í 11 stig í rokum á einstaka stað. „Þetta er ekkert einsdæmi og gerist oft á sumrin," sagði hún. Hún kvað ísland hafa legið í lægðabraut und- anfarna daga, og hvassviðrinu ylli venjuleg lægð á leið yfír landið. Að sögn Þórönnu var hvassast í fyrradag allt frá Breiðafírði og vest- fjörðum, norður með landinu og allt austur á fírði. Var þá moldrok á öllu norðausturlandi frá Húsavík til aust- fjarða. í gær var enn vindasamt á austurlandi auk þess sem tilkynnt var um rykmistur í Húnavatnssýslu. Hafþór Jónsson, aðalfulltrúi hjá Almannavömum ríkisins, sagði að sér hefðu ekki borist tilkynningar um skaða eða vandræði af völdum veðursins, nema um tafír í flugsam- göngum og að bátar hefðu þurft að leita í var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.