Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 13 rannsóknastofnunar um ástand nytjastofna er engan veginn rétt að flokka með svörtum pappírum að öllu leyti. Að undanskildum þorskinum teljast flestir nytjastofn- ar standa vel og sumir ágætlega. Þannig leggur stofnunin t.d. til aukningu í öðrum botnfiskveiðum (ýsa, ufsi, grálúða) um samtals 25 þús. tonn. Þá er uppgangur í síld og loðnu þó bíða verði haustsins eða næsta vetrar þar til ræðst um endanlegan loðnukvóta. Það er gott útlit í rækju- og humarveiðum og á þetta reyndar við um flestar tegundir aðrar sem nefndar eru í skýrslunni en verða ekki tíundaðar hér. Og síðast en ekki síst er að nefna úthafskarfann sem okkar menn eru rétt að byrja að fást við með góðum árangri. eftir Hjálmar Vilhjálmsson í umræðunni um nýja skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand nytjastofna hefur gætt nokkurs misskilnings varðandi tillögur stofnunarinnar um hámarksafla af þorski á komandi fískveiðiári, sept- ember 1992 til ágúst 1993. Kemur þar hvort tveggja til að mönnum þykir muna miklu á tillögum um hámarksafla nú og í fyrra óg eins hvað lagt er til að veitt verði lítið næstu árin. Frá því að seinasta skýrsla kom út í júlí í fýrra hefur mikið vatn runnið til sjávar og sitthvað orðið á annan veg um þorskgengd á ís- landsmiðum en þá var álitið lík- legt. Hér verður ekki farið út í smáatriði en veigamikil breyting er að fullorðinn Grænlandsþorskur, sem talið var að ganga myndi á íslandsmið 1991, lét ekki sjá sig og framhald varð á hinni lélegu nýliðun sem verið hefur frá 1985. Eftir ítarlega athugun á fyrirliggj- andi gögnum er ennfremur ljóst að lítill hrygningarstofn getur verið ein ástæða þessarar lélegu nýliðun- ar enda þótt umhverfisaðstæður ráði þar vitanlega miklu. Á undanförnum árum hefur ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar um þorskveiðar miðast við að nota stóra árganga til að byggja upp stofninn en halda í horfinu ella og svo var einnig í fyrra. Að ekki var farið að ráðum stofnunarinnar um árgangana frá 1983 og 1984 er önnur saga sem skráist líklega fyrst og fremst á reikning alþjóð- ar. Þær breyttu aðstæður sem að ofan eru raktar hafa hins vegar orðið til þess að ekki þykir lengur veijandi að ráðleggja veiðar sem halda hrygningarstofni í iágmarki. Þess vegna miðast núverandi ráð- gjöf við að hrygningarstofninn stækki verulega á næstu þremur árum. í skýrslu Hafrannsóknastofn- unnar um ástand nytjastofna og aflahorfur 1991/92 sem birtist fyr- ir einu ári segir svo: „Á und'anfömum árum hefur sókn í þorskstofninn verið alltof hörð. Þrátt fyrir ítrekaðar tillögur Hafrannsóknastofnunar um að dregið verði úr sókn (Hafrannsókn- astofnun. Fjölrit nr. 11, 14, 19 og 21), hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn þannig að fleiri árgangar verði í veiðistofni og hrygningarstofn vaxi. Um 35-40% af veiðistofni (fjögurra ára þorskur og eldri) hafa verið veidd árlega. Þetta hefur leitt til þess að veiðar hafa byggst að verulegu leyti á nýliðun og hrygningarstofn verið í lágmarki undanfarinn áratug. Nú eru fimm lélegir árgangar (að meðaltali aðeins um 130 millj- ónir nýliða þriggja ára fiska) að koma eða komnir inn í veiðistofn- inn. Hver nýliði gefur af sér um 1,7 kg miðað við núverandi sóknar- mynstur (mynd 2.1.3) og er sýni- legt að afli næstu árin getur vart orðið meiri en 200-250 þús. tonn eigi ekki að ganga verulega á stofn- inn.“ Þama er sem sé sagt beram orðum að miðað við að haldið sé í horfínu um stærð þorskstofnins geti afli næstu árin ekki orðið nema á bilinu 200-250 þús. tonn (meðal- tal 225 þús. tonn) vegna hinnar Hjálmar Vilhjálmsson Höfundur er fiskifræðingur. Endurvinnsla er mikilvœgur. þóttur til verndar lífsnauösynlegri hringrds ndttúrunnar. Hringrds -döur endurvinnsla Sindra -hefur í meira en 40 dr þróaó sérþekkingu í endurvinnslu mdlma viö íslenskar aðstœður og er enn til taks. lélegu nýliðunar. Miðað við sömu forsendur er samsvarandi niður- staða í dag um 220 þús. tonn. Á þetta er bent vegna þess að marg- ir virðast hafa látið sér koma stöðu þorskstofnsins á óvart. Á þessu kann ég enga skýringu aðra en þá að þeir sem svo er ástatt um hafi af einhveijum ástæðum ekki lesið seinustu skýrslu(r). Eins og að framan greinir miðast tillagan um 190 þús. tonn á næsta fiskveiðiári og 175 þús. tonn þar á eftir hins vegar við það að stofninn rétti tals- vert við frá því sem nú er. í lokin langar mig að benda á það að nýútkomna skýrslu Haf- „Þær breyttu aðstæður sem að ofan eru raktar hafa hins vegar orðið til þess að ekki þykir lengur verjandi að ráð- leggja veiðar sem halda hrygningarstofni í lág- marki. Þess vegna mið- ast núverandi ráðgjöf við að hrygningarstofn- inn stækki verulega á næstu þremur árum.“ Klettagaröar 9, Reykjavík, sími 814757 Meðlimur í o BIR -Alþjóðasamtök endurvinnslufyrirtœkja og NRF -Samtök norrœnna endurvinnslufyrirtœkja. SÝNUM ÁBYRGÐ HRINGRAS HF. ENDURVINNSLA GÆD AFLfe iRÁI ra H i' >s V i líLr & 44 f T Stórhöfða 17, við GulUnbrú, síini 67 48 44 Enn um þorskinn ÞAÐ EYÐIST SEM AF ER TEKIÐ — ENDURNÝTUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.