Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 SPECTRal recORDING 16 500 □□l DOLHYSTErEÖIHSI í A- OG B- SAX BUGSY STÓRMYNO BARRYS LEVTNSON. WARREN BEATTY, ANNETTE BENING, HARVEY KEITEL, BEN KINGSLEY, ELLIOTT GOULD OG JOE MAN- TEGNA. MYNDIN, SEM VAR TIL- NEEND TIL 10 ÓSKARS- VERÐLAUNA. MYNDIN, SEM AF MÖRG- UM VAR TALIN BESTA MYND ÁRSINS. MYNDIN UM GOÐSÖGN- INA BUGSY SIEGEL. MYNDIN, SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. ★ ★ ★DV. ★ ★ ★ ★ AI. MBL. ★ ★ ★BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5,9 og 11.30. Bönnuð börnum i. 16 ára. ÓÐURTIL HAFSINS Sýnd kl. 7.05 og 9.15. Bönnuð i. 14ára. STRÁKARNIR í HVERFINU Sýnd kl. 4.45. Sýnd kl. 11.35. Bönnuð i. 16ára. BORNNATTURUNNAR Sýnd kl. 7.30 í A-sal. 11. sýningarmánuðurinn. Woodard fer með hlutverk vinkonu hennar sem Kline kemur í kynni við Glover. Há-amerísk mynd um háameríska tilvistarkreppu í borg þar sem Paradís virðist vera á aðra hönd en Helvíti á hina. Kasdan- hjónin draga upp fjölmarg- ar skyssur af þessum and- stæðum sem endurspeglast svo í lífi íbúanna. Einkum er það fátæktin og ríki- dæmið sem skarast og eitt langbesta atriði Grand Canyon er einmitt sú stutta stund sem skynsemin ræð- ur hjá stórframleiðandan- um og auðkýfingnum Martin. Hann slapp vel, með kúlu í lærinu, frá ræn- ingja sem hirti af honum Rolex-úrið. Eftir að hafa kynnst gráum raunveru- leikanum um stund hyggst hann snúa baki við ógna- rofbeldinu og gera mann- eskjulegar myndir í fram- tíðinni. En áður en haninn galar tvisvar álítur hann það geggjun. En það ríkir þó jafnan nokur bjartsýni og vonar- neisti í Grand Canyon, lengi má böl bæta. Og end- alokin gefa fögur fyrirheit þó þau nálgist ekki þá kynngimögnun sem leik- stjórinn ætlar sér. Grand Canyon er eins og fyrr seg- ir margþætt mynd og mis- jöfn. Hún rís oft hátt, ein- stakir kaflar hennar eru einkar vel skrifaðir og vel leiknir af minnisstæðum leikhópi þar sem engin slær feilnótu. Þetta þekkjum við hvortveggja frá fyrri verk- um Kasdans. Hér saknar maður þess herslumunar sem svo sannarlega var til staðar í bestu myndum hans, Body Heat og The Big Chill. En þeim hjónum liggur mikið á hjarta, meira en maður á að venjast í afþreyingarmyndum og svo sannarlega eru þau með eftirtektarverðari kvikmyndargerðarmönn- um í Hollywod og Lawr- ence Kasdan hefur ekki til þessa átt slæman dag. Miklagil Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: „Grand Canyon“ Leik- stjóri Lawrence Kasdan. Handrit Lawrence og Meg Kasdan. Kvikmynd- atökustjóri Owen Roiz- man. Tónlist James New- ton Howard. Aðalleik- endur Danny Glover, Kevin Kline, Steve Mart- in, Mary McDonnell, Mary-Louise Parker, Alfre Woodard, Jeremy Sisto, Tina Lifford, Patrick Malone. Banda- rísk. 20th Century Fox 1991. Ekki veit ég hvort um er að kenna skopskyni þýð- anda Grand Canyon að hann hefur skírt myndina Miklagil - sem vissulega er öllu lágkúru- og am- bögulegra en Miklagljúfur, en hann hefur, engu að síð- ur, hitt naglann á höfuðið að vissu leyti. Óforvarendis að öllum líkindum. Því kvikmyndin Grand Canyon minnir frekar á gil en gljúf- ur ef maður notar land- fræðilega samlíkingu. Vissulega ágæt mynd á köflum en nær sjaldan miklum hæðum og skortir nokkuð á að teljast stór- brotin eða mikilfengleg. Sögusviðið er Los Angel- es og hér segir öðru fremur af óöryggi og tilfinninga- kreppu borgaranna. Sviðs- ljósinu beint að nokkrum, ólíkum persónum. Þau Kline og McDonnell leika hjón í góðum efnum. Hann er lögfræðingur og í vin- fengi við kvikmyndafram- leiðandann Steve Martin, sem einkum lætur frá sér fara ofbeldisfullar og blóði- drifnar hasarmyndir. Hinn þeldökki Glover kemur Kline til hjálpar á örlaga- stundu og með þeim tekst góður vinskapur. Glover er af allt öðru sauðarhúsi en aðrar persónur myndarinn- ar. Vinnur á dráttarbíl, býr við lítil efni sem hann deil- ir með systir sinni og ijöl- skyldu hennar, fráskilinn og sér mállausrí dóttur sinn farborða. Mary-Louise Parker leikur einkaritara Klines, full beiskju eftir eina nótt með vinnuveit- anda sínum. Vill meira en stendur ekki til boða. Alfe Tvö úr hópi útvaldra leikara í Grand Canyon, þau Mary McDonneli og Kevin Kline. I-------------------- I STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM I ALLIR SALIR ERU FYRSTA | FLOKKS ____________ HASKOLABIÓ SÍMI22140 STJORNUSTRIÐ VI The battle forpeace has begun BARATTAN FYRIR FRIÐI ER HAFIN. STJÖRNUSTRÍÐ VI ER NÝJASTA ÆVINTÝRAMYNDIN í ÞESSUM VINSÆLA MYNDAFLOKKI. NÚ ER AÐ DUGA EÐA DREPAST FYRIR ÁHÖFNINA Á ENTERPRISE í BARÁTTUNNI VIÐ KLINGANA. STÓRGÓÐ MYND FULL AF TÆKNIBRELLUM Aðalhlutverk: William Shatner, Leonard Nimoy, DeForest Kelley, Kim Cattrall og Christopher Plummer. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9, og 11.10. m A SEKÚNDUBROTI Háspennumynd frá upphafi til enda með RUTGER HAUER (HITCHER) í aðalhlutverki. Hrottaleg morð eru framin rétt við nefið á lögreglumanninum STONE (Rutger Hauer), sem virðist alltaf vera sekúndubroti á eftir morðingjanum. Á SEKÚNDUBROTI - MYND SEM HELDUR ÞÉR í TAUGASPENNU! Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. BROÐIR MU\ll\] LJÓNSHJARTA sýnd kl. 3. Miðaverð kr. 200 Stúlkunum fjölgar á Ástjöm VEGNA mikillar aðsókn- ar stúlkna að sumarbúð- unum Ástjörn í Keldu- hverfi hefur nú verið bætt við öðrum stúlknaflokki dagana 25. júií til 7. ágúst. I fréttatilkynningu frá Ástjöm segir, að Sumarbúð- imar að Ástjöm hafí nú ver- ið starfræktar í 46 ár. Fram- anaf var einungis boðið upp á dvöl fyrir drengi. Vegna mikillar eftirspumar var ákveðið að bjóða stúlkum að dvelja að Ástjöm. í fyrsta skipti sumarið 1990. Síðan þá hefur verið boðið upp á 2 vikna blandaðan flokk drengja og stúlkna og nú dugar hann engan veginn til að anna eftirspurn. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á annan slíkan flokk í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.