Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 EFNI Morgunblaðið/Björn Blöndal Slökkviliðsmenn úr Sandgerði og Brunavörnum Suðurnesja við slökkvistörf í Sandgerði í gærmorgun. Eldsvoði í Sandgerði: Eldur blossaði upp í Keflavík. HEIMILISFÓLKIÐ við Suðurgötu 27 í Sandgerði vaknaði við hvell iaust fyrir klukkan sjö í gærmorgun og um leið blossaði upp eldur við sjónvarpið. í húsinu var húsmóðirin ásamt sem er kjallari og hæð úr timbri flórum börnum sínum og komust klætt bárujámi, fuðraði nánast þau klakklaust út, en heimilisfað- upp. Það brann allt að innan og irinn var farinn til vinnu. Húsið, tókst litlu sem engu að bjarga af Borgarráð: Reykjavíkurborg fær lán til 165 félagslegra íbúða sjónvarpi innbúi. Slökkviliðin í Sandgerði og Keflavík komu þó fljótlega á vett- vang og tókst að slökkva eldinn eftir liðlega klukkustundar bar- áttu. Talið er fullvíst að kviknað hafí í út frá sjónvarpinu. -BB Olympíuskákmót- ið í Manila: Islendingar töpuðu fyr- ir Rússum með 1 V2 v. gegn 2'/2 ÍSLENSKA skáksveitin á Ólymp- íuskákmótinu í Manila á Filipps- eyjum tapaði fyrir rússnesku skáksveitinni með IV2 vinningi gegn 2Vi. Jóhann Hjartarson tap- aði skák sinni á 1. borði við heimsmeistarann Garrí Ka- sparov, en öðrum skákum lauk með jafntefli. Islendingar eru ennþá í hópi efstu þjóða á mótinu með 27Vi vinning eftir ellefu umferðir en rússneska skáksveit- in er langefst á mótinu með 32 vinninga. Jóhann náði ekki að rétta úr kútnum eftir að hafa orðið á óná- kvæmni í 14. leik í byijun miðtafis- ins og varð að gefast upp í 34. leik. Khalifman beitti kóngsindverskri vöm gegn Margeiri Péturssyni á 2. borði og fékk lakara tafl. Eftir ónákvæmni Margeirs í 19. leik náði hann að jafna taflið og bauð jafn- tefli skömmu síðar þegar Margeir stóð síst betur. Helgi tefldi drottn- ingarindverska vöm gegn Kramnik, sem hefur fram að þessu unnið all- ar skákir sínar á mótinu. Helgi tefldi af öryggi og bauð Rússinn jafniefli í 39. leik þegar ljóst var að varhir Helga héldu. Skák Vyzm- anavin og Jóns L. Ámasonar var í jafnvægi allan tímann og sömdu þeir jafntéfli eftir 23 leiki. Tólfta umferð á mótinu verður tefld í dag, sunnudag, 13. umferð á mánudag og 14. umferð á mið- vikudaginn kemur. í tillögu að söluskilmálum er gert ráð fyrir að lóðin verði seid í einu lagi og að kaupendur geti verið ein- staklingar, fyrirtæki og/eða stofnanir, einn eða fleiri saman. Fyrirvari er um stærð lóðarinnar og verður gerð endanleg grein fyrir henni á mæliblaði. Verði ióðin á bii- inu 1.450 fermetrar til 1.550 fer- metrar breytist kaupverð ekki en Húsnæðismálastjóm hefur samþykkt að veita borgarstjórn Reykjavíkur framkvæmdalán úr Byggingasjóði verkamanna til byggingar eða kaupa á 165 fé- lagslegum íbúðum í Reykjavík. Til Búseta er veitt lán vegna 25 reynist endanleg stærð stærri en 1.550 fermetrar eða minni en 1.450 fermetrar skal við útgáfu skulda- bréfs leiðrétta kaupverðið. Bjóðendur skulu tilgreina kaup- verð fyrir lóðina, en óheimilt er að víkja frá greiðsluskilmálum. Áskilinn er réttur til að hafna ölum tilboðum, ef þau eru ekki viðunandi að mati borgarráðs. íbúða í Reykjavík og Háfnar- firði, til Öryrkjabandalagsins er veitt lán til 17 félagslegra leigu- íbúða í Reykjavík og til Félags- stofnunar stúdenta vegna 31 fé- lagslegrar leiguíbúðar. I bréfi húsnæðisstofnunar til borgarráðs kemur fram, að borgar- stjóm Reykjavíkur er veitt lán til 35 félagslegra kaupleiguíbúða, 100 félagslegra eignaríbúða, 10 félags- legra leiguíbúða, 10 almennra kaupleiguíbúða við Lindargötu og til 10 félagslegra kaupleiguíbúða við Lindargötu, eða samtals 165 íbúða í Reykjavík. Til Húsnæðissamvinnuféiagsins Búseta á höfuðborgarsvæðinu er veitt lán vegna 4 búsetufélaga þar. Ennfremur til 17 almennra kaup- leiguíbúða og 8 félagslegra kaup- leiguíbúða, eða samtals 25 íbúða í Reykjavík og Hafnarfirði. Til Landssamtakanna Þroska- hjálpar er veitt lán til félagslegrar leiguíbúðar í Reykjavík og til Ör- yrkjabandalags íslands er veitt lán til 17 félagslegra leiguíbúða í Reykjavík. Félagsstofnun stúdenta fær lán til 31 félagslegrar leigu- íbúðar við Eggertsgötu og FIN, félagsíbúðir iðnnema í Reykjavík, er veitt lán til 6 félagslegra leigu- íbúða í Reykjavík. Loks var Bygg- ingarfélagi námsmanna í Reykjavík veitt lán til 6 félagslegra leiguíbúða í Reykjavík. -----♦ » ♦-- Fimm tekn- ir fyrir ölv- unarakstur LÖGREGLAN í Reykjavík tók fimm menn, grunaða um ölvun við akstur, aðfaranótt laugar- dags. Að sögn lögreglu voru menn ýmist á ferð í bænum eða á leið milli húsa er þeir voru teknir. Þrír þeirra voru á ferðinni undir morgun. Að sögn lögreglu er þetta ekki meira en búast má við á slíkri nótt, en að öðru leyti var allt rólegt í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Byggingarlóð auglýst til sölu við Skúlagötu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að auglýsa til sölu byggingarlóð norð- an Skúlagötu til móts við Klapparstíg 3. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi tvö 240 fermetra verslunar- og þjónustuhús auk tengibyggingar. Breski landfræðingurinn John Wright: Snýr aftur eftír 60 ár til jöklamælinga BRESKI landfræðingurinn John Wright sem kom hingað til Iands árið 1934 til að rannsaka Langjökul og Hagavatn, hyggur nú á íslandsför að nýju. Wright, sem er 78 ára, mun koma til landsins í júlí ásamt konu sinni og félögum í breska vísindafélaginu Young Explorers Trust, sem voru hér í námsferð fyrir aldarfjórðungi og skoðuðu þá svæðið. Wright mun framkvæma mælingar á jöklinum til að kanna áhrif loftslagsbreytinga á stærð hans. Einnig mun hann rannsaka gtfúfur það, er jökuláin úr Hagavatni rann eitt sinn í. í viðtali í breska blaðinu The Leynifoss. Independent sagðist Wright huga á mælingar á Langjökli, til saman- burðar við mælingar þær er hann gerði 1934 er hann kom hingað sem ungur landafræðinemi. Auk þess mun hann kvikmynda gljúfur það er áin úr vatninu rann eitt sinn eftir og myndaði þar um 60 metra háan foss er iékk nafnið Axel Bjömsson, framkvæmda- stjóri Vísindaráðs, sem meðal ann- ars sér um leyfisveitingar til slíkra rannsóknaferða, sagði að Haga- vatn hefði myndast um þetta leyti við það að jökullinn hopaði og lét eftir sig skál sem vatn safnaðist svo í. Vatnið hafi að lokum ruðst fram og myndað gljúfur það er Leynifoss var í, en nú rynni vatnið í öðrum farvegi, sem nefndur sé Farið. Þaðan rynni áin í Sandvatn, og blandaðist að lokum Hvítá. í viðtalinu segir Wright að hann telji mögulegt að mælingar á breytingum á stærð jökulsins þessi 60 ár gefí mynd af gróðurhúsa- áhrifum sem valdi hlýnandi lofts- lagi á jörðinni. Að sögn Axels bendir þó ekkert til þess að gróðurhúsaáhrifín svo- nefndu hafi nokkur áhrif á stærð jöklanna. Til dæmis sé vitað að um landnám hafi jöklar verið mun minni en þeir eru nú, en um mitt árþúsundið hafí farið sífellt kóln- andi og jöklarnir stækkað. Hins John Wright. vegar hafí veðurfar hlýnað nokkuð á þessari öld, og þar með minnk- uðu jöklamir aftur. Axel kvað Breta gera út um tíu leiðangra á ári hingað til lands. Algengt sé, að farið væri með menntaskóla- og háskólanema í vettvangsferðir sem hluta af vís- indanáminu. Afturhvarf tíl fortíðar ► Ef tillögur Hafrannsóknastofn- unar um samdrátt í þorskveiðum ná fram að ganga, þurfum við að horfa hálfa öld aftur í tímann til þess að fínna sambærilegan þor- skafla. Slík skerðing hlýtur að koma niður á öllu efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Hvaða áhrif hefur skerðing þorskveiði- heimilda á byggðir landsins?/10 Gaf grunnskóla til Af r- íku ►Nýr grunnskóli var vígður í Pó- kothéraði í Kenýu í maf síðastliðn- um. Skólinn er kenndur við ís- lenska konu, Margréti Hjálmtýs- dóttur fegrunarsérfræðing, sem kostaði'byggingu skólans./14 Tjörnin, sagan og lífrí- kið ►Tjömin er merkilegt náttúrufyr- irbæri, eins og fram kemur hjá fræðimönnum, sem á undanförn- um fjórum árum hafa unnið skipu- lega að úttekt á Tjörninni og vatnasviði hennar. Afraksturinn er að koma út í fróðlegri og fal- legri bók./16 Á flótta undan Meciar ►Leonard Cimo stal skjölum ör- yggislögreglunnar fyrir Vladimir Meciar og óttast nú m líf sitt af því að hann sagði frá því./ 18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-32 Eignaumsýsla Lands- bankans ►Viðtal við Áma Ármann Áma- son, lögfræðing./16 Víðáttur hálendisins ►Samanborið við víðáttur hálend- isins virðist Laugavegurinn ósköp ómerkilegur. Það kom berlega í ljós þegar nokkrir íslenskeir og breskir kvikmyndagerðarmenn slógust í för með fjallagörpum í ævintýraferð um hálendi Islands./ 1 og 4-5 Lögreglukonur hafa aðrar áherslur ►Rætt við Dóm Hlín Ingólfsdótt- ur, rannsóknalögreglukonu, sem hefur verið í lögreglunni í nítján ár./2 Mér f innst aldrei neitt óyfirstíganlegt ►Segir Sigurðr Magnússon, fram- kvæmdastjóri íþróttasambands ís- lands og afreksmaður utan vallar. /8 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►Mannkynssagan er frá upphafi full af morðum eða morðtilraunum á stjómmálamönnum og valds- mönnum. Fyrir rúmri öld var reynt að drepa danskan forsætisráð- herra. Kúlan reif sig inn úr frakka og jakka en stansaði á gildum vestishnappi./16 FASTIRÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 22 Helgispjall 22 Reykjavíkurbréf 22 Minningar 26 Iþróttir 38 Útvarp/sjónvarp 40 Gárur 43 Mannlifsstr. 6c Kvikmyndir 12c Dægurtónlist 13c Fólkífréttum 18c Myndasögur 20c Brids 20c Stjömuspá 20c Skák 20c Bíó/dans 22c Bréftilblaðsins 24c Vclvakandi 24c Samsafnið 36c INNLENDAR FRÉTTIR; 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.