Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 HANDKNATTLEIKUR STEFNAN AÐ VERDA VALINN BESTIVARNAR- MAÐUR DEILDARINNAR - segir Sigurður Valur Sveinsson sem segir það misskilning að hann sé slakur vamarmaður Morgunblaðið/Arni Sæberg Slgurður tekur vel á móti viðskipta- vinum verslunarinnar Kringlu Sport þar sem hann starfar. austur fyrir fjall og síðan hef ég eig- inlega verið með kúkinn í buxunum því Einar kann ekki að keyra. Ef hann og Gísli Felix eru í bílnum þá er ég alltaf lafhræddur að fara yfir Ölfusárbrúnna, enda þurfti að gera við hana eftir veturinn. Ég veit alla vega núna hvemig koma á tveimur fílum í Volkswagen. Valsmenn seldu mig þrisvar „Það kom aldrei til greina að fara í Val þó svo þeir teldu það sjálfsagt að ég kæmi aftur til þeirra. Þeir geta ekki annað en verið ánægðir því þeim tókst að selja mig þrisvar, fyrst fcil Dortmund, svo til Atletico og svo voru þeir með baksamning við þá, að eigin sögn, og því þurfti Selfoss að greiða Val eitthvað líka. Það er alveg ótrúlegt að selja sama farartækið þrisvar. Það var skemmtilegt að koma heima og ég vissi eiginlega ekkert um Selfossliðið en við settum stefn- una á að kohiast í átta liða keppnina og það myndaðist strax skemmtileg spútnikstemmning í liðinu og húmor- inn var í góðu lagi. Munurinn á að leika hér heima og úti er að hér fer maður beint á æfingu eftir vinnu og þetta gera menn fimm til sex sinnum í viku. Það er of mikið og það á að stefna að því að gera handboltann að meiri skemmtun. Það á að skipu- leggja mótin þannig að fólk viti hvað það á að gera aðra hverja helgi. Vera á leikjum síns liðs.“ 11 þjálfarar á fimm árum Sigurður segist hafa haft marga misjafna þjálfara í gegnum tíðina. „Það voru 11 þjálfarar hjá Lemgó þau fimm ár sem ég var þar og það verður að teljast dálítið mikið! Ég veit ekki hver er besti þjálfari sem ég hef haft en ætli maður hafí ekki lært sitt lítið af hveijum og reyni að nýta sér það þegar maður hættir ÞAÐ þarf varla að kynna Sigurð Sveinsson handknattleikskappa fyrir nokkrum manni. Sigurður, sem reyndar heitir Sigurður Val- ur, hefur verið meðal okkar fremstu handknattleiksmanna allt frá þvt hann byrjaði fyrir alvöru að stunda íþróttina. Fyrsta lands- leikinn lék hann árið 1976,17 ára gamall. Hann sat oft á vara- mannabekk íslenska landsliðsins en hefur blómstrað með liðinu síðan hann kom inn í það af fullum krafti og ekki síður með félagsliði sínu, spútnikliði Selfoss, þar sem Sigurður fór á kost- um í allri úrslitakeppninni. En Sigurður er miklu meira en venju- legur handknattleiksmaður. Hann er mikill spaugari og á einstak- lega auðvelt með að sjá hið broslega við tilveruna. FERÐASÖGUR MED LANDSLIÐINU að fylgja því mikil ferðalög að vera í landsliðinu í handknattleik og þeir sem eru búnir að vera í landsliðinu í 16 ár eins og Sigurður hafa komið víða og margt hefur gerst. „Já það er svo sem hægt að segja frá ýmsu því það hefur margt gerst en það má ekki segja opin- berlega frá hlutum sem gerast í svona ferðum. Það ætti þó að vera í lagi að segja frá einhveiju. í landsliðinu hafa verið nokkrir sem eru mjög flug- hræddir. Gaupi, Siggi Gunn [Sigurður Gunnars- son], Titturinn [Guðmundur Guðmundsson] og fleiri. Einu sinni vorum við í innanlandsflugi í Tékkó- slóvakíu á milli Prag og Bratislava í brjáluðu veðri. Við vorum f lítilli 20 sæta þotu og Siggi Gunn var vanur að grípa um sætið fyrir framan sig og jafn- aði sig eiginlega ekki fyrr en hann fékk einhvetjar róandi töflur og að fara framí til flugstjórans. Hann fékk það oftast nær og líka í þessari ferð. Hann var grænn í framan þegar hann fór frammí en svartur þegar hann kom afturí aftur. Seinna sagði hann okkur að flugstjórnarklefínn hefði vérið eins og í gömlum fólksvagen og kortamaðurinn hefði setið á kolli á milli flugstjórans og flugmanns- ins og reynt að halda sér i eitthvað. Siggi var sýnu hræddastur að fljúga í myrkri og sagði að ef vélin færist yrði svo erfítt fyrir ieitar- mennina að frnna flakið. Það voru nokkrir í liðinu sem bentu honum á að þetta væri misskilningur því mikiu auðveldara væri að finna vélina í myrkri því eldurinn sæist miklu betur. Einhverra hluta vegna róaði þetta Sigga ekkert. Einu sinni dreymdi Gaupa að ísinn á tjörninni hefði brostið og þar sem við áttum að fljúga heim daginn eftir harðneitaði hann að fara með og sagði alveg öruggt að véiin færist. Hann kom nú samt með og ekkert gerðist. Við vorum einu sinni á ieiðinni frá London til Madrid í stórri þotu þar sem klósettinn voru í miðri vélinni. Gummi litli [Guðmundur Guðmundsson] þurfti að bregða sér á snyrtinguna og þegar hann var þar inni datt vélin niður, eins og stundum ger- ist, og nokkuð hressilega að þessu sinni. Gummi rauk út, varia búinn að girða upp um sig og hróp- aði: „Hvað er að ske!“ Bóbó var mjög varfær með allt sem hann keypti og athugaði alla hluti mjög gaumgæfilega, sérstak- lega fót því þau teygði hann öll og fram og til baka áður en hann var sannfærður um að að þau væru úr nógu sterku efni, og reif ermarnar af ef því var að skipta. í einhverju mótinu sagði hann okkur um mitt mót að hann hefði keypt þessi fínu jakkaföt. í lokahófmu mætti kappinn svo í nýju fötunum. Þau voru átta númerum of stór og jakk- inn náði niður á hné, en það skipti ekki máli. Efn- ið var mjög sterkt.“ Sigurður og Sigríður Héðinsdóttir giftu sig árið 1987. Hún er íyrrverandi Víkingur, og þau hittust fyrst í Sigtúni. „Það Skúli Unnar er löngu búið að Sveinsson venja konuna af því skrifar að vera Víkingur, en hún var í boltanum með þeim í gamla daga,“ segir Sig- urður. Þau eiga tvö böm, Auði sem er 5 ára og Styrmi sem er eins árs. „Hann er eitt almesta efni sem ég hef séð í boltanum. Ég er búinn að binda hægri hönd hans fyrir aftan bak til þess að hann verði örugglega örvhentur!" Toppurinn að komast í kaupfé- lagið á Patreksfirði „Ég byijaði í handbolta þegar ég var 10 ára og auðvitað í Þrótti. Reyndar var ég í knattspymunni líka og varð meðal annars Reykjavíkur- meistari sem markvörður í 3. flokki. Fljótlega snéri ég mér meira að hand- boltanum. Ætli ástæðan hafí ekki fyrst og fremst verið sú að ég var í sveit í átta sumur í Ynnri - Miðhlíð í Vestur - Barðastrandasýslu og hafði ekki tíma til að leika knattspyrnu á sumrin. Ég byijaði sem kúasmali þegar ég var sex ára og endaði sem sláttumaður á dráttarvél. Það var gott að vera í sveit fyrir vestan og toppurinn á tilverunni var að komast •til Patreksfjarðar og fara í kaupfé- lagið þar,“ segir Sigurður þegar hann rifjar upp fyrstu árin í boltanum. Sigurður hefur leikið með liðum í Þýskalandi, Svíþjóð, hér heima og á Spáni auk landsliðsins og því farið margar ferðimar. „Fyrstu ferðina fór ég með 4. flokki Þróttar og þá sem varamarkvörður. Nei, ég var enginn rindill en Þróttarar voru með mjög sterkan hóp á þessum árum og ég fékk lítið að spila. Við lékum til úrslita gegn FH i íslandsmóti 3. flokks og gegn Vík- ingum í bikarkeppninni í 2. flokki. Ég klúðraði báðum leikjunum. Þegar stutt var til leiksloka gegn FH og staðan jöfn fengum við vítakast. Markvörður FH var með gull í fram- tönninni og sólin glampaði svo í gull- inu að ég blindaðist og skaut fram- hjá. Þeir í hraðaupphlaup og skor- uðu. Búið. í bikarnum gegn Víking- um kom sama staða upp en nú skaut ég í stöngina, þeir upp og skoruðu. Bikarmeistari og fall Ég lék með meistaraflokki þegar ég var í 3. og 2. flokki og við urðum Reykjavíkurmeistarar 1976 þegar ég var 16 ára. Þetta var rosalega skemmtilegt tímabil hjá okkur. Við urðum Reykjavíkurmeistarar, lékum til úrslita í bikarkeppninni og féllum í 2. deild! I desember sama ár var ég valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn og lék fyrsta landsleikinn gegn Dön- um í Vestmannaeyjum. Við töpuðum enda kom ég of seint inná, eða þeg- ar um hálf mínúta var eftir!“ Nærri farinn í Víking „Þegar ég kom heim frá Svíþjóð var ég kominn með penna í hönd til að skrifa undir hjá Víkingum en þá kviknaði allt í einu mikill áhugi hjá Þrótturum aftur og ég fór þangað. Óli H. [Ólafur H. Jónsson] var feng- inn að utan til að þjálfa og leika með liðinu. Við fórum upp úr 2. deild og ári síðar urðum við í 2. sæti í 1. deild og bikarmeistarar. Við kom- umst í undanúrslit Evrópukeppni bik- arhafa og töpuðum þar fyrir Dukla Prag með 2 mörkum hér heima. Úti komumst við í 8:1 og Óli Ben. [Ólaf- ur Benediktsson] var í miklu stuði í markinu. Þá varð Óli H. að fara útaf með niðurgang og við töpuðum naumlega." Þjálfarinn lék á gítar „Ég lék eitt ár með Bjama Guð- mundssyni hjá Nettelstedt í Þýska- landi. Framan af vetri vorum við með einn þreyttasta þjálfara sem ég hef þekkt. Hann var frá Júgóslavíu og alveg hræðilegur. Hann bauð okkur Bjama oft í mat og sat þá og spilaði undir á gítar. Hann var enn þreyttari gítarleikari en þjálfari þannig að matarlystin fór fyrir lítið. Hann var rekinn rétt fyrir jól og ég kvaddi hann með virktum og gaf honum gítamögl. Næst fór ég til I-emgó og var þar í fimm ár. Þar var mjög þægilegt að vera, við æfðum þrisvar í viku fyrstu tvö árin og svoleiðis á þetta að vera. Svo fórum við að æfa fjórum sinnum í viku en aldrei meira. Eftir fimm ár hjá Lemgó kom ég heim og fór í Val. Ég veit ekki hvers vegna ég fór í Val en ekki eitthvert annað, en þennan vetur held ég að Valsliðið hafí verið með sterkari félagsliðum sem verið hafa á íslandi." Erfiðar vikur á Spáni „Fyrstu þijár vikumar sem ég var hjá Atletico á Spáni voru erfíðustu vikur sem ég hef lifað. Ég fór út í ágúst, algjörlega æfmgalaus og að æfa í fjóra tíma á dag í 40 stiga hita er ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert. Lýsið lak af manni. Spánveijar æfa örðuvísi en Þjóð- veijar. Þeir æfa mjög mikið svona sjö til átta sinnum í viku eftir að tíma- bilinu lýkur og svo eru þeir í lyfting- um þrisvar í viku allt tímabilið. Lyft- ingar eru leiðinlegar og ég hafði lítið lyft áður en ég kom til Spanar, en þessir gæjar voru að taka 150 kg í hnébeygju. Ég held það hjálpi ekki í handboltanum. Handboltadeildin hjá Atletico var rekin með knattspymunni og ef lítið var um peninga sátum við á hakan- um. Þeir skuída mér ennþá en ég reikna ekki með að fá þá skuld nokkru sinni greidda. Ég var svo heppinn að skilja lítið í spænskunni þegar ég kom út því þjálfarinn lét menn heyra það óþvegið og þar sem ég skildi ekki orð brosti ég bara til hans og þá varð hann snarvitlaus. Spánveijar eru mestu blótshundar í Evrópu.“ Einar „plataAI" mig austur í fyrra kom Sigurður síðan alkom- inn heim og það gekk á ýmsu. „Já ég kom heim eftir eitt ár hjá Atletico og það gekk á ýmsu og stundum vissi ég ekki hvert ég ætlaði. Það voru nokkur járn í eldinum til að byija með en endirinn varð sá að Einar [Þorvarðarson] „plataði" mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.