Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 skipti ólögleg. Verði stjóm íslensks fyrirtækis áskynja um slíka íjárfest- ingu í fyrirtækinu á hún tveggja kosta völ; annað hvort að leita leiða til að stöðva þá fjárfestingu sjálf eða með atbeina stjórnvalda eða sætta sig við hina erlendu fjárfestingu og losa sig í því tilfelli við eignarhald sitt í útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækinu. Aðhafist fyrirtækið ekkert vegna þessa ástands sem upp er komið felur áframhaldandi eignar- hald í útgerðar- eða fískvinnslufyrir- tæki í sér brot á 4. gr. laganna og eftir atvikum viðkomandi sérlögum. Kann það að varða viðurlögum sam- kvæmt 12. gr. laganna." Ríkislögmaður tekur til skoðunar hvort sú túlkun fái staðist að við- skipti sem stofni til óbeinnar erlendr- ar eignaraðildar teljist ekki brot gegn 4. gr. en leiði aðeins til að fyrirtæki í útgerð eða fískvinnslu missi heim- ild sína til að stunda viðkomandi atvinnurekstur. Ríkislögmaður segir að slík túlkun myndi leiða til þeirrar óeðlilegu niðurstöðu að með því væri unnt að ryðja fyrirtækinu úr atvinnu- rekstri sínum jafnvel með smávægi- legri erlendri fjárfestingu. „Við telj- um það vera langsótta túlkun á lög- unum að lögbrot annars aðila leiði til þess að útgerðar- eða fískvinnslu- fyrirtæki ... verði svipt heimild sinni til starfsemi á umræddum sviðum en hin ólögmætu viðskipti eigi að standa óröskuð,“ segir ríkislögmað- ur. „Viðkomandi útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki hefur ekki úrræði að lögum til að koma í veg fyrir að slíkt ólögmætt ástand skapist. Laga- leg úrræði og viðbrögð í því efni liggja hjá öðrum ...“ Valdið iyá viðskiptaráðherra Hvað varðar úrræði stjórnvalda kemst ríkislögmaður að þeirri niður- stöðu að valdið sé hjá viðskiptaráð- herra þar sem samkvæmt 10. gr. laganna sé honum heimilt að stöðva erlenda fjárfestingu ógni hún öryggi landsins, skerði samkeppni eða hafí óæskileg áhrif á atvinnulíf. „Sam- kvæmt þessu getur viðskiptaráð- herra stöðvað fjárfestingu aðila í fyrirtækjum ... sem leiðir til óbeinnar erlendrar eignaraðildar í útgerðar- eða fískvinnslufyrirtæki," segir ríkis- lögmaður. „Hlíti viðkomandi aðilar ekki fyrirmælum hans um að grípa til aðgerða sem aflétti því ólögmæta ástandi getur viðskiptaráðherra knú- ið á um slíkt með því að beina mál- inu í rannsókn að hætti opinberra mála og eftir atvikum með beiðni til ríkissaksóknara um að mál til brott- náms ólögmæts ástands verði höfð- að.“ Niðurstaðan er fráleit Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda hf. segir að hann telji þessa niðurstöðu ríkislögmanns fráleita og mjög hæpið að hún fái staðist. „Ég skil ekki hvernig mjög stór hlutafé- lög geta stjórnað því hverjir gerist hluthafar í þeim,“ segir Brynjólfur. „Og hvað með mörg vafaatriði sem skjóta strax upp kollinum. Nefna má eitt einfalt dæmi að ef íslending- ur sem á hlut í útgerðarfélagi flytur af landi brott og gerist erlendur ríkis- borgari. Leiðir slíkt til þess að út- gerðarfélagið missir heimild sína til fískveiða ef þessi maður vill ekki selja hlut sinn?“ Brynólfur segir að hann hafí ekki kynnt sér þetta mál til hlítar en það hljóti að vera álit sitt að með þess- ari niðurstöðu ríkislögmanns standi hlutafélög í útgerð- og fískvinnslu mjög berskjölduð gagnvart þessum lögum. Björn Friðfínnson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins segir að ráðu- neytið muni gera þá kröfu að þau fyrirtæki sem að hluta til eru í eigu erlendra aðila losi sig við hlutafé sitt í útgerðar- og fískvinnslufyrirtækj- um. Verið sé að vinna að þessu máli í ráðuneytinu nú og ákveða hve mik- ill frestur verði gefínn þessum fyrir- tækjum. Aðspurður um hvort ráðu- neytið muni fylgja þessu eftir með aðgerðum fari svo að einhverjir neiti að selja hluti sína segir Björn að ekki sé tímabært að vera með hótan- ir á þessu stigi málsins. Bjöm segir að vissulega muni þetta mál verða erfitt í framkvæmd og því sé verið að athuga með frest til handa þessum fyrirtækjum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að álit ríkislögmanns komi sér vart á óvart. „Við ákváðum að leita álits hans í framhaldi af ábendingu viðskiptaráðuneytisins," segir Þorsteinn. „Nú liggur þetta álit fyrir og ég vænti þess að við- skiptaráðuneytið fylgi því eftir. Nið- urstaða ríkislögmanns er skýr að því leyti að óbein eignaraðild er ólög- mæt.“ rfélögum ólöglega; erlenda 'ésitt ytisins nsku fyrirtæki, sem aftur á hlut í , eru þau viðskipti ólögleg. ríkisborgara megi einir stunda út: gerð og fiskvinnslu hér á landi. í áliti ríkislögmanns segir svo: „Við teljum að túlka beri 4. gr. svo að fyrirmæli hennar nái einnig til ís- lenskra fyrirtækja með erlendri eign- araðild. Takmarkanir og bann 4. gr. við fjárfestingu eða eign í félögum eða atvinnurekstri á sviðum sem sérstaklega eru tilgreind þar nái því til þessara félaga. Fjárfestingar þeirra eða eignarhald í andstöðu við þau ákvæði feli því í sér brot á lögun- um ... í framangreindu felst að eignist erlendur aðili hlut í íslensku fyrir- tæki, sem aftur á hlut í útgerðar-eða •fískvinnslufyrirtæki, eru þau við- Morgunblaðið/Steinunn ósk Kolbeinsdóttir Sumarhátíð á leikskólanum Hvolsveili. ÞRÁTT fyrir kalsasamt veður undanfarið sáu krakkarnir og fóstrumar í leikskólanum fulla ástæðu til að halda sumarhátíð áður en sumarleyfið hefst. Það var mikið um dýrðir á hátíðinni. Garðurinn skreyttur með blöðrum og fánum og sjálfsmyndir í fullri stærð af krökkunum prýddu veggi leikskólans. Börnin skreyttu sig með höttum og perlufestum sem þau höfðu búið til fyrir hátíðina. Farið var í leiki, sungið, dansað og grillaðar pylsur. Allir skemmtu sér hið besta og ekki annað að sjá en hægt sé að særa fram örlítinn sumaranda með þessum hætti. - SÓK 21 Davíð Oddsson forsætisráðherra: Alit nefndarinnar ræð- ur miklu um mat á EES DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja að álit sérfræðinganefnd- ar utanríkisráðherra um EES-samninginn og stjórnarskrána hljóti að ráða miklu um mat á því hvort samningurinn standist stjórnarskrá. Davíð segist sammála lögfræðingunum fjórum, sem töldu EES-samn- inginn samræmast stjórnarskránni, og að hann telji að málið þurfi ekki frekari skoðunar við. „Það er ekki hægt að fá neinn endanlegan úrskurð ef menn kjósa að deila um atriði af þessu tagi,“ sagði Davíð í samtali við Morgun- blaðið. „Menn verða að leggja mat á þær upplýsingar, sem fyrir liggja. Við höfum fengið beztu sérfræðinga, sem völ er á í landinu, til að fara yfír þessi mál og ég held að niður- staða þeirra hljóti að vera mjög leið- beinandi og leiðandi um mat manna á því hvort samningamir gangi að einhveiju leyti á svig við stjómar- skrá.“ Davíð sagðist telja að þau rök, sem fram hefðu komið fyrir því að EES- samningurinn bryti í bága við stjóm,- arskrána, væru afar ósannfærandf. „Þetta álit er mjög í samræmi við þá tilfinningu, sem ég hafði í mál- inu,“ sagði forsætisráðherra. Þýskalandsfor- seti kemur 16. júlí DR. Richard von WeizsScker, for- seti Þýskalands, kemur ásamt eig- inkonu sinni Marianne von Weizsficker í opinbera heimsókn til íslands fimmtudaginn 16. júlí nk. Forsetaþjónin verða í einka- heimsókn á Norður- og Austur- iandi 18.-19. júlí í boði forseta íslands. í fylgd með forsetanum er dr. Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra, ásamt eiginkonu og ýmsir embættismenn. Flugvél Þýskalandsforseta lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 11.00 að morgni 16. júlí. Móttökuathöfn verður á flugvellinum en þaðan verður ekið að Hótel Sögu þar sem forseti og fylgdarlið býr. Forseti Þýskalands og frú Weizsácker snæða hádegisverð á Bessastöðum í boði forseta íslands, en áður munu forsetar landanna eiga stuttar viðræður. Eftir hádegi mun Þýskalandsforseti eiga viðræður við forsætisráðherra. Utanríkisráðherrarnir snæða há- degisverð á Hótel Sögu ásamt fleiri gestum og eiga viðræður síðar um daginn. Forseti Þýskalands heimsæk- ir stofnun Árna Magnússonar og Goethe stofnunina síðar um daginn. Þá ræðir forsetinn við leiðtoga stjórn- arandstöðunnar. Um kvöldið býður forseti íslands til hátíðarkvöldverðar ! Súlnasal Hótel Sögu. Að morgni föstudags heldur forseti Þýskalands fund með fjölmiðlum í Skála á Hótel Sögu. Því næst verður Dr. Richard von Weizsficker. ekið til Þingvalla og gengið Forsætisráðherrahjón bjóða til há- degisverðar í Perlunni. Síðdegis heim- sækir forseti Þýskalands Hallgríms- kirkju og á eftir bjóða borgarstjórinn í Reykjavík og eiginkona hans til móttöku í ráðhúsinu. Loks býður for- seti Þýskalands og frú til móttöku í Borgarleikhúsinu. Forsetahjónin og fylgdarlið haldá af landi brott frá Keflavíkurflugvelii mánudaginn 20. júlí. Hvenær á að fara að lögtun? eftirJón Steinar Gunnlaugsson Ég þarf að bera fram spum- ingu til ritstjóra Morgunblaðsins: Þriðjudaginn 30. júní sl. var i leiðara blaðsins fjallað um niður- stöður Kjaradóms frá 26. júní sl. undir fyrirsögninni „Kjaradómur í kreppu“. í leiðaranum er látin í Ijós mikil vanþóknun á niður- stöðu dómsins. Ér talið, að niður- staðan sé óskiljanleg þegar hún sé skoðuð í samhengi við þjóðfé- lagsþróunina undanfarin misseri. Talað er um ógöngur, sem meiri- hluti Kjaradóms hafí komið þjóð- inni í og spurt, hvað valdi því, að „að mætir og hæfir menn, sem sitja í dómnum, komast að niður- stöður sem þessari?". Ekki er á því nokkur vafi að höfundur leið- arans taldi að efni dómsins hefði með réttu átt að verða allt annað en raun ber vitni. í leiðara blaðsins 7. júlí sl. var aftur að þessu vikið. Nú var m.a. sagt, að málið snúist ekki um réttmæti þess að hækka laun embættis- og stjórnmálamanna. Málið snúist einfaldlega um að útilokað sé að aðrar launabreyt- ingar verði í landinu en þær sem , um var samið í kjarasamningun- um í maí sl. Fyrir liggur óumdeilt, að Kjaradómur gerði ekki annað en að fara eftir þeim lagafyrirmæl- um sem honum er gert að starfa eftir. Af skrifum Morgunblaðsins verður ráðið, að ritstjórar þess telji þjóðfélagsþróun undanfarin misseri hafa átt að valda því, að dómendurnir dæmdu ekki eftir lögunum heldur einhveiju öðru. Og þá kemur spurningin til ritstjóranna: Við hvaða skilyrði eiga lögskipaðir stjórnsýsluaðilar, í eins og Kjaradómur, að hafna því að fara að lögum við starfa sinn og eftir hverju eiga þeir þá að fara? Höfundur er hæstaréttarlög- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.