Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 27 Þorvarður Arna- son - Minning 0g skín ei ljúfast ævi þeirra yfir sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson). Elsku Óli, Þóra Dóra, Bryndís og Jakob, Guð gefi ykkur styrk í ykk- ar þungu sorg. Hafi elsku Magga þökk fyrir allt og allt. Friður Guðs geymi hana. Sigrún Arna og Lulla. En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina rís tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn i frið hans og draum er fórinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Margs er að minnast, þegar kær vinkona er kvödd, eftir hartnær 30 ára kynni. Við munum brosið henn- ar Möggu, hvernig það náði svo fallega til augnanna og glaðlega hláturinn hennar, sem smitaði út frá sér á augabragði. En umfram allt munu við dugmikla, hugrakka konu, sem staðráðin var í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Orðið uppgjöf var áreiðanlega hvergi letrað í lífsbókina hennar. Kynni okkar hófust haustið 1962, þegar Magga settist ásamt okkur í 4. bekk Kvennaskólans í Reykja- vík og lauk þaðan prófí vorið eftir. Magga var glaðsinna, skarpgreind og einörð í allri framkomu, auk þess að vera gædd einstakri kímni- gáfu og geta alltaf séð spaugilegu hliðarnar við vandræðalegar uppá- komur. Þessir dýrmætu eiginleikar hennar urðu þess valdandi að ekki leið á löngu þar til okkur fannst hún hafa verið samstiga okkur í skólagöngunni frá upphafí. Hún var Magga bekkjarsystir. Að skólagöngu lokinni lá leiðin út á vinnumarkaðinn. Við tók al- vara lífsins, krydduð ánægju og ævintýrum „innan um og saman við“ eins og gengur og gerist. Allt- af héldum við bekkjarsystumar hópinn og fylgdumst með önnum og ætlunarverkum hver hjá ann- arri. Magga hitti hann Óla sinn, þau giftust og stofnuðu heimili og eign- uðust börnin sín þijú. Oftast stund- aði hún vinnu utan heimilis, bæði við skrifstofustörf og einnig lengi sem aðstoðarstúlka tannlæknis. Þegar börnin voru farin að stálpast söðlaði hún um og settist í Öldunga- deild FB og lauk þaðan stúdents- prófi. Að því loknu hóf hún nám i hjúkrun og síðar sem sjúkraliði og auðnaðist að starfa við það um tíma. Við vorum slegnar óhug er við fréttum að Magga hefði veikst af hættulegum sjúkdómi og hennar biði erfíð meðferð. Aldrei var samt neinn bilbug á henni að fínna, við heyrðum hana aldrei kvarta og þeg- ar við hittumst var hún kát og fjör- ug eins og hennar var vandi. Okkur er ljúft að minnast hennar eins og hún var á okkar síðasta fundi, glöð og bjartsýn með hlýja brosið í aug- unum. Við sendum Óla, Þóru, Bryndísi og Jakobi, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Það verður dauflegra okkar á meðal næst þegar við komum sam- an, en minningin um hana Möggu verður ávallt ein af perlunum í minningasjóði okkar. Síðasta kveðjan til Möggu bekkj- arsystur verður vísan, sem við skrif- uðum svo glaðar í minningabæk- urnar okkar vorið 1963. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Bekkjarsystur 4-Z. Okkur langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast henn- ar Möggu, okkar góðu skólasystur og vinkonu. Hún sýndi það hvemig hægt er með dugnaði og jákvæðni að berjast við mikinn sjúkdóm uns yfir lykur. Það var alltaf svo stutt í brosið hennar, og við héldum að hún ætti meiri tíma eftir. En við eigum svo góðar minningar og sér- staklega frá síðasta saumaklúbbn- um heima hjá henni núna í vor. Elsku Óli, Þóra Dóra, Bryndís og Jakob. Við biðjum góðan guð að varðveita ykkur í ykkar miklu sorg og hjálpa ykkur að ylja ykkur við allar minningarnar. Ég krýp og faðma fótskör þína frelsari minn, á bænastund. Ég legg sem bamið bresti mína, bróðir í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleiksöldum. (Guðmundur Geirdal.) Reykjaskóla—klúbburinn. Þorvarður Árnason fæddist að Hánefsstöðum í Seyðisfírði 17. nóv- ember 1920 og ólst þar upp og á Háeyri við Seyðisfjörð. Hann and- aðist þann 1. júlí eftir fremur skamma en erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Foreldrar Þor- varðar voru þau Ámi Vilhjálmsson, útvegsbóndi frá Hánefsstöðum og Guðrún Þorvarðardóttir frá Kefla- vík en eftirlifandi systkini hans eru þau Margrét, Tómas og Vilhjálmur. Kona Þorvarðar er Gyða Karls- dóttir, skólastjóra Finnbogasonar á Seyðisfírði og lifír hún mann sinn. Böm þeirra hjóna em: Guðrún, Helga, Margrét, Vilhelmína Þóra og Þorvarður Karl. í bemsku sinni og æsku stundaði Þorvarður ýmis störf í föðurgarði. Hann sótti Alþýðuskólann að Eið- um, sat Samvinnuskólann (1941-43) og stundaði framhalds- nám í Svíþjóð 1945-46. Framan af starfsævinni starfaði Þorvarður á vegum samvinnuhreyfingarinnar en hóf rekstur eigin fýrirtækja árið 1954. Á áram áður tók Þorvarður þátt í ýmsum félagsmálastörfum, m.a. var hann um 14 ára skeið í stjóm ÍSÍ. Margar ljúfar minningar sækja á hugann við fráfall frænda míns og vinar Þorvarðar Ámasonar. Todda eins og mér var tamast að kalla hann. Leiðir okkar lágu mismikið saman allar götur frá því að við vorum drengir á Seyðisfírði, en for- eldrar mínir fluttust suður á undan honum. Aftur áttum við samleið, þegar við fórum í sömu flugvélinni í ág- úst 1945 til náms í Svíþjóð. Alltaf var gott að vera með frænda mín- um, enda buggjum við fyrst í stað saman í Stokkhólmi. Við þær að- stæður kynntist ég Todda_ sem full- orðnum manni mjög vel. Áhugamál hans voru á þessum árum marg- breytileg eins og raunar ævinlega síðan, félagsmál, íþróttir og listir, einkum tónlist. Mér er hrifning hans minnisstæð þegar við fóram saman á tónleika eða óperusýningar í Stokkhólmi. Áhugi Todda á öllu fögra í listum og menningu entist honum alla ævi og eftir að hann var orðinn þjáður af veikindum sín- um hitti ég hann fyrir fáeinum vik- um á óperusýningu í Borgarleikhús- inu fullan af aðdáun og fögnuði yfir því fagra, sem þar fór fram. En þótt áhugamálin væra á mörg- um sviðum missti hann aldrei sjón- ar af fjölskyldu sinni og frændaliði. Hann var með afbrigðum góður faðir, eiginmaður og fjölskyldufað- ir. Gyða, bömin og barnabömin áttu hug hans og hjarta. Það sýndi hann í verki alla tíð. Þegar ég var nýkomin hingað til lands eftir nokkra útivist við störf í Danmörku kom frændi minn eitt sinn að máli við mig og bauð mér, sem ekkert kunni til laxveiða, að gerast félagi í hópi bræðra sinna og nokkurra vina um veiðiréttindi í Kjarrá í Borgarfirði. Þetta var áður en bílvegir vora lagðir um þessi veiðisvæði. Samband veiðimanns við náttúra landsins var þá allt annað en síðar varð, þegar bílar tóku við af hest- um. Aldrei gleymi ég því þegar Toddi var að koma mér af stað í laxveiðinni. Allt sem hann kunni um veiðarfæri, veiðistaði og veiðiað- ferðir vildi hann kenna mér. Hann ljómaði af gleði þegar ég fékk fýrsta laxinn. Mér fannst þá og finnst enn að hann hafí haft miklu meira gam- an af því að ég fengi lax en hann sjálfur. Það er ævinlega þungbært að sjá á bak góðum vini og frænda, en auðvitað er söknuðurinn sárastur hjá Gyðu, börnum þeirra hjóna og öðram afkomendum. Minningin um góðan dreng lifír þó með öllum þeim sem honum kynntust í raun og vera. Fjölskylda mín sendir Gyðu og allri fjölskyldu þeirra Þorvarðar innileg- ustu samúðarkveðjur á skilnaðar- stundu. Guð blessi fjölskyldu hans alla. Birgir Þórhallsson. Ég var svo lánsamur ungur að leiðir okkar Þorvarðar lágu saman, er hann giftist Gyðu systur minni, en ég var tíður gestur, nánast heimagangur, á heimili þeirra fram eftir áram. Margar af bestu minn- ingum mínum era tengdar Þor- varði, Gyðu og bömunum á svo margan hátt í leik og starfi. Engum manni hef ég kynnst jafn næmum fyrir umhverfí sínu og áhugasömum um hvað þar var að gerast og hafði verið gert. Mér veit- ist erfítt að greina eitthvert sér- stakt áhugamál Þorvarðar, því að það sem vakti áhuga hans eða hann var að fást við á hveijum tíma tók hug hans allan, hvort það voru íþróttir, byggingarlist ítölsku meist- aranna, laxveiði eða eitthvað ann- að, sem vakti áhuga hans, þá var ekki nóg að vita hér um bil, heldur safnað fróðleik og lesið allt tiltækt um efnið. Var hann því hafsjór af fróðleik um hin óskyldustu efni og alltaf fús til að fræða þá sem áhuga höfðu. Þorvarður var alæta á listir fornar og nýjar, en af hinum göf- ugu listum held ég þó, að tónlist gömlu meistaranna hafi staðið hon- um næst hjarta. Nú er Þorvarður genginn, svo óvænt, með svo stuttum fyrirvara, en við verðum að sætta okkur við, að „eitt sinn skal hver deyja“. Styrkur Gyðu, barnanna og systk- ina hans hlýtur að vera minningin um ástríkan eiginmann, föður, afa og bróður. Við hin höfum misst góðan félaga, en umfram allt góðan og traustan vin. Við munum sakna hans, en minningin mun lifa. Kalli. Það er býsna undarleg tilfinning, þegar manni berst dánarfregn ofan af Islandi til útlanda. Þá maður býr erlendis, er sjaldnast gert ráð fyrir því að stopulir endurfundir við vini og vandamenn á íslandi kunni að vera hinir síðustu í lifanda lífi. Mér þykir því dauflegt, að forlögin skuli ekki hafa ætlað mér fleiri fundi við Þorvarð Ámason, tengdaföður minn, sem lézt 1. júlí. Það tekur víst enginn fram fyrir hendumar á alvaldinu. Ég á fjölmargar góðar minningar um Þorvarð. Ég kynntist honum fyrir einum sautján árum, en um það leyti stofnaði ég heimili með Helgu, dóttur hans. Við Helga höf- um síðan lengst af búið fjarri föður- húsum, fyrst við Breiðafjörð og síð- ar í Kalifomíu. Það hefur því þurft að leggja land undir fót til að rækta fjölskylduböndin. Þorvarður var ólatur við ferðalögin og heimsótti okkur oftar en nokkur annar. Hann lagði það líka í vana sinn að hringja í okkur nokkram sinnum í hverri viku. Símtölin vora stutt; stundum gafst honum ekki tími til að segja annað en helztu fyrirsagnir, kannski eilítið um veðrið, og örlitlar skammir um sjálfstæðismenn, enda tengdasonurinn óforbetranlegur. Hvað var sagt var samt ekki aðal- atriði. Það skipti hann fyrst og fremst máli að heyra í okkur hljóð- ið og fullvissa sig um, hvort okkar lífshlaup hefði sinn vanagang. Hon- um var óvenjulega annt um sitt lið. Það var svartan og blautan vetr- ardag, að ég, nýliðinn í fjölskyld- unni, hafði upp á Þorvarði og bað hann að koma með mér í Gamla Bíó. Verið var að endursýna mynd um ævi Carasos. Ég ólst upp við dýrkun á miklum óperusöngvuram og Þorvarður tamdi sér að meta óperasöng á námsáram sínum í Stokkhólmi og við mjólkurísgerð á Ítalíu. Bíómyndina höfðum við séð margoft, enda yrkisefnið báðum að skapi. En það kom mér þægilega á óvart, að Þorvarður var einn þeirra, sem fá kökk í hálsinn og komast við, þegar vel er sungið. Hann var semsé með hjartað á réttum stað. Þorvarður heimsótti mig í hinzta sinn skömmu fyrir síðustu jól. Þá var úr honum mesti krafturinn og við urðum að á oftar en áður á ferðum okkar um sanda og strendur og borgir Suður-Kaliforníu. Samt var hann ekki í rónni nema menn tækju sér eitthvað fyrir hendur á hveijum degi til að víkka sjóndeild- arhringinn og seðja forvitnina um hið ókunna, um siði og menningu. Þá var hann í essinu sínu, dáðist að sköpunarverkum guðs og manna og þeirri orku, sem sú blanda leys- ir úr læðingi. Heldur vora það snubbóttar rök- ræðumar, sem maður átti við sjálf- an sig, þegar ljóst varð hvert stefndi í veikindum Þorvarðar. Sjálfsagt talaði maður ekki sízt til sjálfs sín, þegar leitað var huggunarorða til handa óhörðnuðum sonum og dótt- ur: Þetta er lífsins gangur og mest um vert, að gleðjast yfir því að hafa fengið að eiga og þekkja svona góðan afa. Það er tómlegt til þess að vita, að heimsóknimar verða ekki fleiri. Ég sakna símtalanna góðu og þess, að nú hef ég engan almennilegan framsóknarmann til að skamma. Og ég mun minnast hans í hvert sinn, þá ég heyri vel sungið í ópera. Enginn má sköpum renna, en Þorvarðar Ámasonar er saknað af djúpum trega. Megi hann hvfla í friði. Magnús Þrándur Þórðarson. 0.'<~ (W^. f! LÍSAl 3g t L hs Ifh f tf— Stórhöfða 17, við GuUinbrú, sími 67 48 44 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóra blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.