Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 13 Gangandi fólk með hvítan staf og farþegar strætisvagna eftir Arnþór Helgason Á þessu votviðrasama og kalda sumri sem líður senn í aldanna skaut hef ég stundum notað tækifærið og gengið á milli þeirra tveggja staða sem mér er ætlað að stunda vinnu á, Blindrabókasafns íslands í Hamrahlíð 17 og Hátúns 10 þar sem eru skrifstofur Öryrkjabandalags íslands. Er einkum hægt að velja tvær leiðir á vegferð þessari, að halda norður Stakkahlíð, beygja vestur Barmahlíð og þaðan norður Lönguhlíð yfir Miklubraut, Háteigs- veg og eftir Nóatúni að Laugavegi, sveigja austur á bóginn og fara yfir hann á gönguljósum skammt frá sjónvarpinu. Hin leiðin liggur norður Stakka- hlíð yfir Miklubraut og áfram eftir Stakkahlíðinni upp á Háteigsveg, vestur hann að Nóatúni og þaðan eins og lýst var hér að framan. Ég vel oftast seinni leiðina. Umferð bif- reiða er þar minni og mengun því af skornari skammti en við Löngu- hlíðina. Nú er það svo að stafkörlum eins og mér miðar seint áfram með hvít- an staf í hendi. Stundum hefur mér að vísu dottið í hug að hafa hann gylltan til þess að líkjast jólasveinin- um í vísunni sem Friðrik Bjarnason samdi lagið góða við og leikið var fyrir Steingrím Hermannsson í heið- ursskyni austur í Kína. En Hvíti staf- urinn er nú einu sinni viðurkennt einkennistákn blindra og gyllti staf- urinn jólasveinanna sem sumir hafa fundið margt líkt með stjórnmála- mönnum vorum. Það tekur mig rúm- an hálftíma að paufast þessa leið milli vinnustaðanna en vafalaust yrði ég fljótari í ferðum þyrfti ég ekki að gæta mín og vera í mjög spenntri stöðu til þess að vera viðbú- inn að mæta hindrunum af ýmsu tagi sem fyrirfinnast á gangstéttum. Gangstéttirnar eru grafnar sundur þegar vorar, en skurðirnir eru sem betur fer varðir svo að sjaldan falla menn ofan í þá. Þó er aðalástæðan fyrir því að ekki hljótast meiðsl af sú, að þeir sem stika áfram og beita fyrir sig hvíta stafnum fara sér hægt og geta því fremur stöðvað sig ef hætta er framundan. Þá er það plagsiður margra Reyk- víkinga að koma bifreiðum sínum svo kyrfilega fyrir á gangstéttum að eigi verður komist fram hjá þeim nema með því að fikra sig út á ak- brautina í þann darraðardans sem þar er. Bifreiðastjórar sem koma aðvífandi eru oftast tillitssamir þeg- ar slíkt ber að höndum. En þessir hvítu stafir sem lenda undir stuður- um kyrrstæðra bifreiða á gangstétt- um þola það illa og eyðileggjast. Þannig lendum vér stafkarlar í hin- um mestu vandræðum þegar vér höldum göngunni áfram með keng- bogið prik sem lætur illa að stjórn. Þriðjudaginn 7. júlí var veður gott í Reykjavík og ég ákvað að ganga úr Hamrahlíðinni yfir í Há- tún. Á leiðinni sótti fortíðin á mig. Ég rifjaði upp með sjálfum mér að þetta væri ekki fyrsta rigningarsum- arið sem ég upplifði. Árið 1962 gat rignt heil ósköp þótt góðviðri kæmi á milli. Þá var vélskipið Skaftfelling- ur að hefja sitt síðasta siglingatíma- bil, síldin veiddist við Norðurland og strætisvagnasamgöngur í Reykjavík voru betri en nú og farþegar fleiri. Ástandið virtist mér því harla gott að öðru leyti en því að nú fúnar Skafti gamli uppi í slipp í Vest- mannaeyjum og strætisvagnakerfið er nær óhæft til nokkurs hlutar, enda hafa forráðamenn SVR engan skilning á því hvað almenningssam- göngur eru og ferðast vafalítið aldr- ei með vögnunum. Á leið minni urðu fyrir mér nokkr- ar bifreiðar sem ég sneiddi hjá á gangstéttum borgarinnar. Þó varð eitt sinn árekstur og varð mér þá hið sama fyrir og Kjartani Ólafssyni er hann brá deigu sverði sínu við fót sér til þess að rétta það. Ég átti einnig nokkur samskipti við vinnu- tæki múrara skammt frá Háteigs- kirkju sem stóð þar á miðri.gang- stétt. Segir ekki frekar af ferð minni þar til ég kem upp í Öryrkjabanda- lag, en þá var prik mitt ónýtt og verður væntanlega fleygt þegar tími gefst til. Ég fagnaði því að hafa nýlega fengið nýtt prik hjá Sjónstöð íslands og átti því varaprik, en sjón- stöðin er nú lokuð vegna sumarleyfa og því fátt um bjargir. Fijálsir vegfarendur Fyrir nokkrum árum stofnuðu nokkrir einstaklingar samtökin Fijálsa vegfarendur sem gáfu út límmiða til þess að líma á bifreiðar sem hafði verið lagt upp á gangstétt- ir. Bitnaði herferð þessi einkum á Reykvíkingum en hefði mátt fara víðar því á Seltjarnarnesi og í Kópa- vogi er þessi siður tíðkaður og Akur- eyringar eru einna verstir. Lögregl- an var ekki ánægð með framtak þetta og kvartaði við mig, en ég hafði verið kjörinn talsmaður sam- takanna. Ég bar því við að eigi væri hægt að stöðva herferð þessa því búið væri að dreifa rúmlega 10.000 límmiðum og ég vissi eigi hveijir hefðu tekið við þeim. Reiði þeirra bílstjóra sem urðu fyrir því að valda gangandi vegfarendum óþægindum og fá límmiða á fram- rúðuna í staðinn var mikil og urðum vér talsmenn samtakanna fýrir nokkrum óþægindum. Eftir gönguferðina þriðjudaginn 7. júlí hugsaði ég að nú væri tími kominn til róttækra aðgerða. Sakn- aði ég nú þess að vera formaður fjölmennra heildarsamtaka og verða að sitja á strák mínum. Ég ímynd- aði mér hvað gerast myndi ef ég Arnþór Helgason „Maðurinn, Arnþór Helgason, formaður Oryrkjabandalags Is- lands, bar því við að hann hefði orðið fyrir hnjaski af völdum bif- reiða sem lagt hefði verið á gangstéttum.“ tæki mig til, gengi með klaufhamar og skeytti skapi mínu á þeim bifreið- um sem á vegi mínum yrðu um gang- stéttir. Eftirfarandi frétt gæti þá birst í útvarpinu: Lögreglan handtók óðan niann í Reykjavík í dag, er hann gekk ber- serksgang og eyðilagði fólksbifreið- ar sem á vegi hans urðu. Maðurinn, Arnþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalags íslands, bar því við að hann hefði orðið fyrir hnjaski af völdum bifreiða sem lagt hefði verið á gangstéttum. Talið er að Arnþór hafl valdið tjóni sem skiptir hundruð- um þúsunda. Hann hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald og verður gert að sæta geðrannsókn. Vafalaust yrði samúð bifreiðaeig- enda með þessum bijálaða manni lítil. Svo illa gæti að vísu farið að nafns míns yrði ekki getið í fréttinni heldur sagt að blindur maður hefði verið handtekinn eða staðinn að verki og þá myndi reiði bifreiðaeig- enda snúast gegn hópi blindra Is- lendinga. En hvort er nú meiri geð- veila fólgin í því að missa stjóm á skapi sínu og vinna á bifreiðum sem valda hættu eða koma þessum bif- reiðum þannig fýrir að þær valdi bæði meiðslum og skaða? Árið 1979 skrifaði ég lofgrein um íslendinga og samskipti mín við fólk á förnum vegi. Sú lofgrein stendur enn fyrir sínu því að enga þjóð kann ég betur við en hina íslensku. Þó eru þar á meðal óræstiskvistir sem spilla hag samborgara sinna með skeytingarleysi sínu. Borgaryfirvöld ýta undir þessa óræstishegðun með því að gera samgöngukerfi borgar- innar þannig úr garði að það nýtist sárafáum og illa þeim er kjósa að nýta það. íslendingar spýja nú álíka miklum gróðurhúsaáhrifaefnum út í andrúmsloftið og aðrar þjóðir. Það sem veldur minni mengun hér á landi er fámennið og dreifbýli, en þar sem mikil umferð er á litlu svæði og þéttbýlt eins og í Reykjavík er illt að anda að sér andrúmsloftinu. Þegar vér sjáum fram á minnk- andi þjóðarframleiðslu um tíma er lag að reyna að hagræða í þjóðarbú- skapnum. Ein hagræðingin gæti fólgist í að endurskoða samgöngu- kerfi Reykjavíkurborgar og sveitar- félaga í nágrenni hennar þannig að bæjarhverfi tengdust betur með tíð- um ferðum. Með tíð og tíma færi þannig að borgaryfírvöld högnuðust á slíkri aðgerð því viðhald gatna minnkaði og andrúmsloftið batnaði. Það þýðir lítt að velta fyrir sér nýjum samgöngutækjum ‘ ef leiðakerfi strætisvagnanna verður ekki endur- skoðað og ferðum fjölgað. Höfundur er formaður Öryrkjabandlags íslands JAZZ? Árið 1933 fæddist blökkustúlka í Norður-Karólínufylki í Bandarikjun- um. Hún var skirð Eunice Waymon. Hún lagði stund á píanóleik, þótti mjög efnileg, sótti um styrk til framhaldsnáms við Curts Instit- ute í Fíladelfíu, en var hafnað vegna litarháttarins. Það o.fl. gerði þessa ungu stúlku að þeirri Ninu Simone sem svo margir dá í dag. Það er kaldhæðnislegt en sennilega stöndum við aðdáendurnir í þakkarskuld við þetta hróplega ranglæti. eftir Kristin Helgason Hvar værum við stödd, sauðsvart- ur almúginn, ef við nytum ekki hand- leiðslu sérfróðra manna þar sem þekking okkar þrýtur? Vísast færi margur maðurinn að reyna að draga eigin ályktanir án þess náttúrlega að hafa til þess vit eða getu. Þann veginn var nærri komið fyrir mér um daginn. Ég var í hópi þeirra tæpu þúsund áheyrenda sem að kvöldi 4. júní fylltu Háskólabíó til að hlýða á Ninu Simone og tríó henn- ar; Leopoldo Flemming, sem af hár- fínu næmi skreytti músíkina klingj- andi slagverki auk þess að klappa þar til gerðum trommum af list- fengi; AI Shackman, afbragðs gítar- hljómborðs- og víbrafónleikara sem frúin titlaði eitthvað í áttina að tón- stjóra sínum og síðast en ekki síst trommuleikaranum Paul Robinson sem ég sannfærðist um að væri besti trommuleikari í heimi (og þó víðar væri leitað). Hann fékk þessa skinnstrengdu hólka og pjáturdiskana til að flytja áheyrendum allan tilfinningaskal- ann, frá blíðasta hvísli upp í reiðiösk- ur, allt eftir efninu, auk taktfestunn- ar að sjálfsögðu (sem svo margir kollegar hans virðast telja það eina sem þeim beri að standa áheyrendum skil á auk ómælds hávaða). Tilþrif hans í „Three penny opera“ gleym- ast mér seint. Állur þótti mér flutn- ingur og samleikur hópsins með slík- um snilldarbrag að þar yrði vart bætt um betur, og konsertinn í heild einhver sá besti sem ég hef notið. Þijá galla get ég þó tíundað. I. Ég saknaði frekari einleiks frúarinnar á hljóðfærið því þó það sé fjarri mér að vanþakka hinn ágæta söng Sim- one er það þó fyrst og fremst henn- ar óvenju fágaði píanóleikur (stíil) sem heillað hefur mig áratugum saman. II. Stýrimaður hávaða keyrði tónlistina nokkrum sinnum út yfir bjögunarmörkin (en e.t.v. verður ekki hjá slíku komist á fremstu bekkjun- um séu engar ráðstafanir gerðar til jöfnunar hljómflutnings um salinn). Þessi ungi maður með derhúfuna við mögnunarstjómborðið var þó hógvær miðað við marga sína líka sem bein- línis tryllast á takkaborðinu og virð- ast helst stefna að því með gífur- legri hávaðamengun að flæma áheyr- endur út sem fyrst. Þriðji gallinn skrifast ekki á reikning frúarinnar heldur var hann klisjukenndur og fremur ófrumlegur jazz Reykjavíkur- kvartettsins í byijun tónleikanna. Ekki svo að skilja að þarna væru ekki hinir ágætustu spilarar heldur vantaði mig þessa fágun og neistann (sem vonlaust er að lýsa með-orðum) sem skilur á milli snilldarinnar og meðalmennskunnar. Best féll mér framlag bassaleikarans, þá sjaldan heyrðist til hans fyrir trommuleikar- anum, dugnaðarpilti, sem meðhöndl- aði trommusettið eins og þar færi svarinn flandmaður í fleiri ættliði og hann ætti þessa einu kvöldstund til að jafna um hann. En vonandi nær þessi ungi maður að halda kraftinum en hemja hvatvísina með tímanum. Svona hefðu skoðanir mínar orðið til frambúðar ef Guðjón nokkur Guð- mundsson hjá Mogganum hefði ekki komið vitinu fyrir mig daginn eftir. Umfjöllun hans var stutt og afdrátt- arlaus. Mér hafði einfaldlega skjátl- ast hrapallega, að vísu ekki einsöml- um, því eins og Guðjón segir „hlaut hún (Simone) fádæma góðar viðtökur áheyrenda“. í gagnrýni á lagaval segir hann: „rétt eins og á sviðinu væri risastór glymskratti með alls konar tónlist en ekki skapandi lista- maðud'. Þetta hefði ég ekki uppgötv- „Hvar værum við stödd, fáfróður almúgi, ef við hefðum ekki sérfræð- inga til að leiða okkur á hálum vegum visk- unnar?“ að af sjálfsdáðum, en nú sé ég auðvit- að að það útilokar að um skapandi listamann sé að ræða ef borið er niður í meira en einum stíl. „Ekki örlaði á einleiksköflunum, hvorki hjá Simone sem einnig lék á píanó, né hjá undirleikurum hennar" ... Þama brást mér aftur bogalistin. Ég hafði í einfeldni minni verið hæstánægður með þá einleikskafla sem ég heyrði (m.a. langt forspil A1 Shackman á víbrafón í einu verkinu) og hvergi saknað hefðbundins kvótakerfis klisjujazzins. Síðar segir: „Raunar varþað ákaf- lega villandi af hálfu Listahátíðar- nefndar að láta sem um djasstónleika væri að ræða — ekki veit pistlahöf- undur hvað þetta var“. Að vísu stendur í kynningarriti Listahátíðar: „og eins og gerist með framúrskarandi listamenn er erfitt að flokka hana undir ákveðna stefnu, ákveðinn stíl. Hún leikur jazz, blús, þjóðlagatónlist, soul, gospel, sveita- og trúarsöngva" og......tekur þá tón- list sem höfðar til hennar, gerir úr henni sína eigin tónlist og gæðir hana sínum eigin persónulega stíl“. Nina Simone, sem á rúmlega 40 ára tónlistarferil (jazz m.m.) að baki, og bróðurpartinn með meiri og minni heimsfrægð, sagði auk heldur frétta- manni sjónvarps að hún myndi flytja sitt lítið af hveiju á tónleikunum. Það er því vel mögulegt að suma konsertgesti hafi grunað hvað í vændum var, en engu að síður hlýtur það að hafa verið óviðurkvæmilegt af Listahátíðamefnd að villa um fyr- ir mér og plata mig á tónleika Ninu Simone undir yflrskini jazzins fyrst Guðjón segir það. Ég hélt líka að ástæðan fyrir því að ég fór ekki að hlusta á Jon Hendricks væri að ég hef aldrei hrifíst neitt sérstaklega af honum, en þökk sé Guðjóni að mér er nú ljóst að það stafar af því að hann var auglýstur undir Rúrek en ekki Listahátíð. Ekki jók það held- ur sjálfsálitið að sjá svart á hvítu um djasskvartett Reykjavíkur að „þar var tónlistarlegur metnaður í fyrirrúmi“ og „frábær flutningur góðrar djasssveitar“ þótt mér þætti vissulega ánægjulegt að takmörkuð hrifning mín yfir þeim skyldi vera misskilningur. Einnig segir Guðjón: „Það var lýsandi dæmi um ríkj- andi smekkleysi á þessum tónleikum að áheyrendur stóðu upp í lok tón- leikanna og hylltu þessa söngkonu í þeim tilgangi að fá hana til að syngja dægurklisjuna My Baby...“ Og ég sem hélt að ég hefði, í hrifn- ingu, verið að klappa fyrir óviðjafn- anlegum flutningi þessarar tæplegu sextugu svörtu konu og tríósins sem með henni spilaði, auðvitað í voninni um að fá meira að heyra. Ég vissi hreinlega ekki að ég hefði verið að klappa upp dægurklisjuna „My baby just cares for me“ en hafði heldur ekkert út á það að setja (hefði kosið ýmislegt annað frekar, en frúnni láð- ist að leita ráða hjá mér). Ég segi enn og aftur, hvar væmm við stödd, fáfróður almúgi, ef við hefðum ekki sérfræðinga til að leiða okkur á hálum vegum viskunnar? Guðjón á miklar þakkir skilið fyrir að leiðrétta kompás smekkvísinnar hjá konsertgestum Háskólabíós þetta júníkvöld. 1 Höfundur er kortagerðarmaður og ómcnntaður tónlistarunnandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.