Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 Minning: Eiríkur Hauk- ur Stefánsson Fæddur 24. ágúst 1933 Dáinn 17. júlí 1992 Er söfnumst við að kveðja þig hér í hinsta sinn, á horfna tímann lítum við til baka. Þ6 gröfin okkur skilji nú góði vinur minn, þú gleymist ei, en minningamar vaka. (Úr fórum Stefáns Vagnssonar frá Hjaltastöðum) Svo orti faðir okkar, Stefán Vagnsson um fallinn félaga og vin. Þessar ljóðlínur hverfa ekki úr huga mér, er komið er að svo ótímabærri og óvæntri kveðjustund okkar Hauks bróður míns. Minningamar vaka. Svo sannarlega hrannast upp í huga minn ótal minningar. Ljúfar æskuminningar, skemmtilegar og gáskafullar stundir unglingsáranna, vinátta og tryggð sem þróaðist með' okkur eftir því sem árin liðu. Og aldrei brást. Við vorum fimm systkinin. Þtjú þau elstu farin að heiman. Við tvö þau yngstu eftir í kotinu. Fjögur ár skildu okkur að, Haukur hafði vinninginn. Ekki var auður í búi foreldra okkar, en gleði og ham- ingja réði þar ríkjum. Þar var gott að alast upp. Ég dáðist að Hauki og hafði margar ástæður til að vera stolt af honum. Sem ungur drengur smíðaði hann skip og flugvélar sem voru það fallegasta sem ég hafði séð. Og teikningamar hans eru ógleymanlegar. Það minnti á helgi- athöfn þegar skúffan með teikni- blokkinni var opnuð og ég fékk að sjá þessi meistaraverk. Svo hög var höndin hans. En þessu var hann ekki að halda á lofti, helst mátti ekki á það minnast. Slík var hóg- værðin. Bréfin sem hann skrifaði mér, árið sem hann var í Kanada, þá lið- lega tvítugur vom ævintýri líkust. Frábærar lýsingar á ótrúlegum at- burðum og öllu því stórkostlega sem fyrir augu bar. Þar komu frásagn- arhæfíleikar hans vel í ljós. Og hans fallega rithönd rýrði ekki gildi þeirra. Bréfin vom marglesin og gott að fá af honum fréttirnar. En best af öllu var þegar hann kom aftur heim. Hann var hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. Þá var ekki hávaðan- um fyrir að fara. Þá réðu ríkjum hnyttin tilsvör og frábært skopskyn. Tryggðin var hans aðalsmerki. Aldr- ei leið sú vika að ekki kæmi Haukur í morgunkaffi til mín. Engan vissan dag, bara þegar tími var til. En oftar en ekki fann ég fyrir komu hans áður, var jafnvel búin að hella uppá könnuna þegar hann birtist. Alltaf þekkti ég hvemig hann opn- aði útihurðina, tafði augnablik í for- stofunni, bankaði tvö til þrjú högg á millihurðina. Ég þurfti ekki að fara til dyra, hann var kominn og notaleg stund í vændum. Og um margt var spjallað. Bókmennta- smekkur hans var frábær. Hann hafði gaman af góðum kvikmynd- um, helst breskum. Flugið heillaði hann ungan og oft bar það á góma. Ferðalög vom rædd, bæði þau sem vom að baki og oft vom gerðar áætlanir um ný. Og á létta strengi var slegið og horft á spaugilegar hliðar daglegs lífs. Þetta vom mér ómetanlegar stundir, og ég held að hann hafi notið þeirra líka. En nú verða þær ekki fleiri. Mikið mun ég sakna þeirra og sakna hans, þessa trausta og tiygga bróður og vinar. Ég held nú samt að ég eigi eftir að finna þessa tilfinningu að hann sé að koma í morgunkaffið. Þá helli ég upp á könnuna, sest í sætið mitt og gef mig minningunum á vald. Og þær vaka. Hrafnhildur Stefánsdóttir. í dag verður gerð útför móður- bróður míns og vinar, Hauks Stef- ánssonar frá Sauðakróki. Við ótíma- bært fráfall hans sækja fast á ljúfar minningar um góðan frænda og vin. Veit ég, að þær munu fylgja mér ófölskvaðar til leiðarloka. Eiríkur Haukur Stefánsson var fæddur á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 24. ágúst 1933. Var hann því tæp- lega 59 ára, er hann andaðist. For- eldrar hans voru hjónin Helga Jóns- dóttir og Stefán Vagnsson, sem þar bjuggu þá. Síðar, meðan Haukur var þó enn á barnsaldri, fluttist fjöl- skyldan til Sauðárkróks, þar sem heimili foreldra hans stóð síðan meðan bæði lifðu. Enn um sinn dvaldi þó Haukur allmörg sumur á gömlum slóðum í Blönduhlíðinni, hjá góðu fólki á næsta bæ, Hjaltastaða- koti (nafni þess bæjar var síðar breytt í Grænumýri). Batt hann tryggð við Blönduhlíðina enda stóðu ættir hans þar traustum fótum. í föðurætt var Haukur m.a. af Djúpa- dalsætt, svonefndri, sem á sér alda- langa sögu í Skagafirði (kennd við bæinn Djúpadal í Blönduhlíð), en afi hans og amma í móðurætt bjuggu á Flugumýri í Blönduhlíð. Að lokinni þeirri skólagöngu, er þá bauðst á Sauðárkróki, lá leið Hauks um sinn á vit ævintýra í fjar- Iægu landi. Til Kanada hélt hann ásamt æskuvini sínum, Kára Jóns- syni frá Sauðárkróki, snemma á sjötta áratugnum. Dvaldi hann þar, aðallega í Winnipeg, í hálft annað ár við ýmis störf, en Kári hélt heim á leið nokkru fyrr. í hópi Vestur- íslendinga á þeim slóðum átti Hauk- ur margt skyldmenna, sem reyndust þeim félögum vel og greiddu götu þeirra. Er ekki að efa, að utanförin varð þessum ungu Skagfírðingum mikil og góð þroskaraun, en á þess- um tímum voru ferðir íslendinga til Kanada næsta fátíðar. Áður en ferð- in væri hafin urðu þeir félagar m.a. að afla sér fullkomins innflytjenda- leyfis frá kanadískum stjórnvöldum — sem ekki mun hafa verið einfalt mál. í Winnipeg hóf Haukur m.a. undirbúning að flugnámi, sem hugur hans stóð mjög til, en eftir að í ljós kom að hann hafði sjónskekkju brugðust vonir hans um atvinnuflug- mannsnám og starfsferil á því sviði. Veit ég með vissu, að það urðu hon- um sár vonbrigði, en áhugi hans á flugi og flugmálum dofnaði þó ekki og entist honum, margefldur, allt til dánardags. Enn eru mér í minni fallegu kortin og myndirnar, sem hann sendi mér, barnungum frænda sínum, frá þessu stóra og framandi landi. Löngu síðar átti hann eftir að vitja Kanada á ný, og þá í fylgd konu sinnar. Góð tengsl hafði hann, fyrr og síðar, við ýmsa Vestur- íslendinga, einkum frændfólk sitt. Á banabeði ræddi hann m.a. við mig um Kanada og hvatti mig mjög til að fara þangað hið fyrsta og kynn- ast „æskuslóðum" sínum þar. Heimkominn frá Kanada var Haukur í fyrstu leitandi um heppi- lega starfsbraut, en margt gat vissu- lega komið til greina í því efni enda hæfileikar nógir og fjölþættir. Atvik réðust þó svo, að um langskólanám varð ekki að ræða. Veit ég, að þess iðraðist hann stundum síðar, þótt eigi verði annað sagt en að hann hafi í störfum sínum um ævina feng- ið sæmilegt viðnám hæfni sinnar og starfsorku. Má segja, að tilviljun hafi ráðið því, að hann hóf nám í húsamálaraiðn í Reykjavík og lauk hann því námi með góðum vitnis- burði. Á Sauðárkróki hafði hann síð- an ærinn starfa sem málarameistari um langt árabil og gat sér gott orð fyrir dugnað og smekkvísi á því sviði. Átti hann þá lengst af samstarf við Jónas Þór Pálsson. Fyrr á árum vann ég eitt sumar við málningar- störf með þeim félögum, undir stjórn Hauks, og fékk þá eftirminnilega tilsögn í réttum vinnubrögðum. Á ég góðar minningar frá þéssu sumri. Árið 1963 gekk Haukur að eiga Minnie Leósdóttur hjúkrunarkonu frá Siglufirði, og stóð heimili þeirra æ síðan á Sauðárkróki. Reistu þau sér brátt myndarlegt hús að Víði- grund 13. Má fullyrða, að heimili þeirra hjóna hafi borið af mörgum öðrum fyrir snyrtimennsku, enda húsráðendur nákvæmir um alla hí- býlaprýði og daglega háttu, en hitt var þó meira um vert, sem mætti gestum þeirra: Hlýtt viðmót og rausnarskapur, sem seint gleymist. Þeim hjónum varð eigi barna auð- ið og atvik höguðu því svo, að börn Minniar, er hún átti fyrir hjónaband þeirra Hauks, Sæunn Óladóttir og Leó Ólason, ólust ekki upp hjá þeim. Til þeirra bar þó Haukur hlýjan hug. Var hann alla tíð mjög barngóð- ur, svo sem frændsystkini hans mörg mega best þekkja — og þá ekki hvað síst sá, er þetta ritar. Við Haukur áttum sameiginlegt æsku- heimili á Sauðárkróki. Var hann eigi nema rétt kominn á unglingsár, þeg- ar ég man fyrst eftir mér. Þar eð aldursmunur okkar var ekki nema ellefu ár kom hann þá — og reyndar æ síðan — fram við mig sem væri ég yngri bróðir hans, sem margt WtJKOAUGL YSINGAR Lokað! Við höfum lokað næstu viku vegna sumarleyfa. Opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst. ÍIÉ| S.ÁRMANN MAGNÚSSON Skútuvogi 12j - Sími 687070 Tónlistarkennarar Athugið að atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga fer fram vikuna 23.-29. júlí. Kjörgögn hafa verið send til félagsmanna. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Kennara- sambands Islands, Grettisgötu 89. Takið afstöðu. Stjórn Félags tónlistarkennara. Keflavíkursöfnuður! Auka aðalsafnaðarfundur Auka aðalsafnaðarfundur í Keflavíkursókn verð- ur haldinn miðvikudaginn 29. júlí nk. í safnaðar- heimilinu Kirkjulundi og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrsla fráfarandi sóknarnefndar. 2. Reikningar lagðir fram. 3. Kosning sóknarnefndar og varamanna. 4. Kosning safnaðarfulltrúa og varamanns hans. 5. Önnur mál. Bragi Friðriksson, prófastur Kjaiarnessprófastsdæmis. FLUGVI RKJ AFÉLAG ÍSLANDS Borgartúni 22, sími 626110, 105 Reykjavík Almennur félagsfundur F.V.F.Í. verður haldinn í Borgartúni 22 fimmtudaginn 30. júlí klukkan 16.00. 1. Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjara samning. 2. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Styttri ferðir um helgina Sunnudagur 26. júlí Raðgangan um Hvatfjörð 8. ferð. A. Fjallahringurinn: Kl. 10.30 Hvalfell - Glymur. Gengið út Botnsdal á fellið (848 m.y.s) B. Á lægri slóðum: Kl. 13.00 Brynjudalur - Botnsdalur. Skemmtileg ganga um gamla þjóðleið yfir Hrísháls. Athugið breytingu á ferð nr. 2 frá þvf sem stendur í prentaðri áætl- un. Verð 1.100,- kr. frftt f. börn m. fullorðnum. Verið með f síð- ari hluta raðgöngunnar. Tilvalið að byrja. Spurning ferðaget- raunar: Hvert er næstdýpsta stöðuvatn landsins? Sunnudagsferð í Þórsmörk kl. 08. Verð 2.500 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Brottför í allar ferðir frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin (stansað við Mörkina 6). Kvöldferð f Strompahella mið- vikudagskvöldið 29. júf. Ferðafélag (slands. Þingvellir um helgina: Söguferðir um þinghelgi (á ensku, þýsku og ísiensku). Gönguferð í Skógarkot og Hrauntún. Náttúruskoðunar- og leikjadagskrár fyrir börn. Upplýsingar í þjónustumiöstöð. Guðsþjónusta fellur niður vegna Skálholtshátíðar. Þjóðgarðsvörður. UTIVIST Hallvoigarstig l • simi 614330 Dagsferð sunnud. 26. júlí Kl. 10.30 Fjallganga nr. 9: Hengill. Gengið upp Sleggju- beinsskarð og eftir vesturbrún Innstadals og þaðan á Skeggja hæstu brún fjallsins 803 m. y.s. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Verð 1.000/900.- Ath.: Áður augl. ferð sunnud. 26. júlí kl. 10.30 Nesjar - Skinn- húfuhöfði fellur niður. Sjáumst í Útivistarferð. Hvítasunnukirkjan Ffiadelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Landsmót hvítasunnumanna hefst fimmtudaginn 30. júlí í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíö. Samkomur í vikunni og um næstu helgi í Ffladelfíu falla niður. Sjáumst öll í Kirkjulækjarkoti. Fella- og Hólakirkja Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur: Sóra Guðmundur Karl Ágústsson. Ritningarlestur ann- ast Guðlaugur Heiðar Jakobsson og Ragnhildur Hjaltadóttir. Org- anisti: Marteinn H. Friðriksson. Allir hjartanlega velkomnir. Heitt á könnunni. Prestarnir. ;; VEGURINN jy Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 21.00 fyrir ungt fólk á öllum aldri. Mikill söngur, gleði og prédikun orðsins. Allir velkomnir. „Öll veröldin fagni fyrir Drottnil ... komið fyrir auglit hans meö fagnaðarsöng!" Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudag kl. 16: Útisamkoma á Lækjartorgi. Kl. 20: Fagnaðarsamkoma fyrir kapteinana Elbjörgu og Thor Narve Kvist, nýja flokksforingja í Reykjavík. Major Daníel Ósk- arsson stjórnar. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.