Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 „ Ziltu ai 'eg hleypt kettinum út?“ TM Reg. U.S. Pat Off.—all righta raserved Auðvitað vill hún það. Þetta er hennar hugmynd ... HOGNI HREKKVISI / ‘úwk? / „ SNOTOR V/kSN— LJÓ7VR. K/Z/HCKlf" SMtargiiitMtafrUk BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Tilheyra islam Eftirfarandi bréf barst Morg- unblaðinu frá ónafngreindum aðilum í Tyrklandi en undir- skriftin er Allir múslimir. Bréf- ið endurspeglar sjálfsagt við- horf sumra Tyrlqa til forræðis- máls Sophiu Hansen, sem ekki hafa kynnt sér staðreyndir málsins: Ayseul og Vesile eru dætur Halim Al, af því leiðir að þessar saklausu stúlkur tilheyra islam, tilheyra Tyrklandi. Það er óþarfi að vera að setja neitt á svið. Móð- ir þessara stúlkna valdi sér Halim A1 fyrir eiginmann - heiðarlegan mann, útlending, duglegan mann, Tyrkja. Móðir telpnanna hefur sýnt eigið ístöðuleysi með því að bijóta upp fjölskylduböndin og hverfa frá islamskri trú sem hún hafði tekið. Hvað hefur gerst með- al fjölmiðlafólks á íslandi? Er ver- ið að reyna að búa til ímyndaðan óvin, koma á kynþáttahatri eins og Hitler gerði? Eru íslendingar hræddir við útlendinga eða önnur menningarsamfélög? Hvers vegna? Hefur ykkur ekki verið sagt að Ferðatívolíið: Frá Erlu Björgvinsdóttur: Vegna neikvæðra blaðaskrifa um ferðatívolíð sem var hér á dög- unum viljum við vekja athygli á þeirri frábæru gestrisni sem okkur var sýnd, þegar okkur bar þar að garði. í síðustu viku ákváðum við á tveimur deildum af Kópavogs- hæli að skreppa í bæinn og skoða tívolíið í leiðinni. Þegar inn var komið hittum við framkvæmda- stjórann, H. Taylor, og bauð hann okkur að koma aftur, ásamt öllum öðrum sem á Kópavogshæli búa, utan venjulegs opnunartíma og ókeypis. Þá væri líka hægt að mannfjöldi þyrfti að vera meiri á íslandi, að rými sé fyrir miklu fleiri íbúa í landinu? Halim A1 jók íbúa- flölda á íslandi, hið mannlega afl sem er sterkasta afl hvers lands. Já, hann varð þjóðinni til gagns sem duglegur maður og vel heppn- aður fjármálamaður. Hann hefði getað eignast fleiri börn - heiðar- legt, duglegt og vel heppnað fólk laust við sálræn og líkamleg vandamál sem eru svo algeng á Vesturlöndum. En vanþroskuð, ofsafengin og kynþáttafordóma- full frænka telpnanna varð til þess með hjálp ýmissa annarra að ís- land fór á mis við þessi gæði. Veit þetta fólk ekki að friðartíma- bil nálgast nú á jörðu; án kommún- isma, heimsvaldastefnu bolsévíka, Darwinskenningar og guðleysis. Veit það ekki að margir Evrópubú- ar,'Ámeríkumenn, Asíu- og Afr- íkubúar; þar á meðal andlegir leið- togar, prestar, stjórnmálamenn, söngvarar, rithöfundar og lista- menn, hafa tekið upp islamska trú og lifnaðarhætti, sem er í sam- ræmi við nútíma vísindi. Hvorki Tyrkland né islam eru óvinir ykkar hafa leiktækin hæggengari og taka vel á móti okkur. Við komum því aftur viku síðar og voru mót- tökurnar svo sannarlega góðar. 011 leiktækin voru gangsett og notuðum við þau að vild. Þegar allir voru búnir að skemmta sér var boðið upp á breskan ávaxta- safa og svo voru allir leystir út með tuskudýrum. Þannig að allir fóru ánægðir heim eftir vel heppn- aða ferð. F. h. starfsmanna og heimilis- manna á Kópavogshæli, deild 1 ERLA BJÖRGVINSDÓTTIR Keilufelli 6 né heimsins. Og það er gott að láta sér skiljast að við lifum ekki lengur á tímum nýlenduvelda, eng- inn getur skipað Tyrkjum fyrir verkum og enginn getur stolið Ayseul og Vesile. Tyrkneska þjóðin mótmælir harðlega við íslenska fjölmiðla sem hafa „bölvað eins og hundar“. Þið hafið ekki rétt til að bölva öðrum. Við héldum að ísland væri lýðræð- isríki og þar ríkti virðing fyrir mannréttindum, fjölskyldubönd- um og friður með ólíkum menning- arhópum. En ísland er ekki slíkt land og íslendingar fylgja frænk- unni að málum og fáum ofsa- fengnum mönnum sem eru upp- fullir af kynþáttafordómum. Ef til vill munið þið vitkast í framtíðinni eftir að hafa orðið fyr- ir biturri reynslu sem leiðir af efn- ishyggju, guðleysi, kynþáttafor- dómum, lauslæti, eyðni, áfengis- sýki, eiturlyfjum, slitnum íjöl- skylduböndum o.fl. Þá mun ykkur skiljast að islam er bjargvættur- inn. Og þá munið þið skilja að Ayseul og Vesile verða að tileinka sér hina hreinu islömsku trú og lifnaðarhætti. Vitið þið að islam viðurkennir meyfæðingu Jesú, kraftavek sem Guð lét verða, og meydóm Maríu og hinn stórkostlega persónuleika hennar? Islam viðurkennir alla spámennina, því Kóraninn lýsir því yfir að allir spámennimir séu múslimir og er Jesús meðtalinn. Islam boðar múslimum að viður- kenna og elska alla spámennina og þar með Jesúm og Móses. Vilji einhver það ekki, maður eða kona, er sá ekki múslimur og mun lenda í eilífu helvíti. En islam hafnar þrenningarkenningunni (um þijá guði eða persónuleika í svokölluð- um einum guði). Guðspjöllin eru fölsuð. Nútíma guðfræðingar kristinna manna og gyðinga viður- kenna að til hafi verið mörg ólík guðspjöll rituð af óþekktum mönn- um og ekki séu til nein upphafleg handrit um gyðingdóm eða kristin- dóm. Góðar móttökur Víkveiji skrifar Veruleg umskipti hafa orðið á stuttum tíma í mörgum grón- um hverfum borgarinnar. Þar sem varla sást barn fyrir nokkrum árum fylla nú barnahópar gangstéttir og græna bletti. En skipulag umferðar hefur ekki alltaf tekið tillit til þessarar þróun- ar. Sem dæmi má nefna Egilsgöt- una en á síðustu tveimur árum hef- ur börnum fjölgað verulega í göt- unni. Við hana standa Domus Medica og Heilsuverndarstöðin, leigubíla- og sendibílastæði og af þeim sökum er þar talsverð umferð. En til viðbótar hefur umferðarþung- inn um götuna nú verið aukinn með því að banna nýlega vinstri beygju yfir á Snorrabraut af Eiríksgötu. Afleiðingin er sú, að öll umferð úr Þingholtunum sem ætlar norður Snorrabraut, kemur niður Egilsgöt- una. Á svipuðum tíma var hámarks- hraði umferðar um götuna lækkað- ur í 30 km sem ætti að draga úr slysahættu. En bílstjórar annað hvort hunsa, eða taka ekki eftir þessum takmörkunum og afleiðing- in er þung, tiltölulega hröð umferð um götu þar sem talsverður fjöldi barna er jafnan að leik á gangstétt- um. Þessi umferð léttist að vísu venjulega þegar vinnudegi lýkur en undanfarin kvöld hafa stórir vöru- bílar með stór moldarhlöss farið reglulega niður götuna, yfiríeitt á töluverðri ferð, vegna framkvæmda við Austurbæjarskólann, íbúum götunnar til lítillar ánægju. xxx Víkveiji hitti mann að máli ný- lega sem hafði sagt upp áskriftinni að Stöð 2 yfir hásumar- ið í sparnaðarskyni. Hann sagðist vera mikið útivið og sjónvarpsgláp því í lágmarki. Maðurinn hafði því aðeins aðgang að Ríkissjónvarpinu, sem er skylduáskrift fyrir alla sem eiga sjónvarpstæki, eins og kunn- ugt er. Maðurinn var mest hissa á því hve léleg dagskrá RÚV væri. Hann sagði að það væri hending ef boðið væri þar upp á áhugaverða þætti. Hann sagðist frekar hafa sagt upp áskriftinni að RÚV ef hann hefði haft um það val. Víkveiji tekur heils hugar undir þetta. Dagskrá RÚV hefur verið óvenju slöpp í sumar. Það getur ekki gengið mik- ið lengur að skylda fólk til þess að borga fyrir sjónvarpsefni sem það vill ekki sjá. xxx Vonir um að sumarið yrði jafn gott og í fyrra hafa brugðist, enn sem komið er að minnsta kosti. Þó hefur sólin látið sjá sig nokkrum sinnum sunnanlands síðustu daga og þá reyna allir að gemýta sólar- geislana. Víkveiji hefur tekið eftir því að veitingahús í höfuðborginni hafa sett borð út á gangstétt þegar viðrar til, eins og alsiða er erlendis, þar sem fólk getur setið og notið veitinga og góða veðursins. Þetta setur óneitanlega skemmtilegan svip á borgarlífið og eykur ánægju bæði veitingahúsagesta og vegfar- enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.