Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 EFNI Attum okkur betur á andstæðingnum - segir framkvæmdastjóri Miklagárðs „Fyrir okkur er þetta alls ekki neikvætt," segir Björn Ingimarsson um kaup Hagkaups á Bónus. Björn álítur að þessi kaup gefi skýr- ari mynd af stöðu samkeppnisaðila á markaðinum þar sem nú væru samkeppnisaðilar Miklagarðs ekki tveir heldur einn. „Mér sýnist fljótt á litið að eig- endur Hagkaups séu að taka sömu stefnu í smásöluverslun og við höfum gert undanfarið, með þessu þrískipta fyrirkomulagi, og velja það að styrkja Bónus,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að lítið væri annars um þetta að segja á þessu stigi þar sem sáralítið hefði verið gefið upp nema að Hagkaup hefði keypt sig inn í Bónus en ekki hefði verið gefið upp á hvaða verðlagi það hefði verið. „Það er nokkuð ljóst að þama heftir orðið blokkarmyndun og það er ágætt að hún komi upp á yfír- borðið," sagði Bjöm. Hann sagði jafnframt að Mikligarður væri nú í samkeppni við einn aðila en ekki tvo þar sem hann efaðist um að það yrði raunveruleg samkeppni á milli Hagkaups og Bónus. Þarna væri hafíð samstarf og það kæmi ekki til með að leiða til samkeppni. Bjöm sagði að þetta myndi engu breyta um nýtt hlutafé Mikla- Jóhannes Jónsson í Bónus: Hægtað ná auk- inni hag- kvæmni EFTIR að gengið hafði verið frá sölu á helmingshlut í verslunum Bónus til Hagkaups á föstudag sendi Jóhannes Jónsson í Bónus frá sér svohljóðandi fréttatilkynn- ingu: „Bónus hefur fengið eigendur Hagkaups til samstarfs við sig. Stofnað verður nýtt félag með jafnri eignaraðild beggja aðila, sem annast mun rekstur Bónusverslananna und- ir minni stjóm og sonar míns Jóns Ásgeirs. Engin breyting verður á rekstri verslananna en markmiðið með samstarfínu er að ná fram stór- aukinni hagkvæmni á sem flestum sviðum rekstrarins. Með þessum hætti styrkir Bónus enn frekar stöðu sína á matvörumarkaðnum og trygg- ir lágt vöruverð til frambúðar. Þetta samstarf er tekið upp til að tryggja stöðugleika á íslenska mark- aðnum með því að halda vöruverði niðri með stærri og hagkvæmari innkaupum en áður hafa verið mögu- leg. Ljóst er að með tilkomu Evr- ópska efnahagssvæðisins munu opn- ast möguleikar erlendra aðila til að stunda verslun á íslandi umfram það sem verið hefur og þegar hefur orð- ið vart við áhuga þeirra. Nauðsynlegt er að bregðast við þessari þróun í tíma til að tiyggja að íslensk matvöruverslun komist ekki f hendur erlendra stórfyrir- tækja. Það tel ég best gert með því að íslensk verslun sé svo sterk og geti boðið neytendum svo gott verð að útlendingar geti ekki gert betur og hafí því ekki áhuga á að seilast til áhrifa hér. Samstarf þetta tekur líka til 10-11 búðanna sem Bónus hefur veríð aðili að. Það er trú mín að þetta samstarf verði heimilunum til hagsbóta. Ég hef alltaf barist fyrir lágu vöruverði og ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem ég ber gagnvart íslensk- um heimilum. Þau mega ekki verða dýrari í rekstri en heimili í nágranna- löndunum." garðs. „Mér fmnst þetta styrkur fyrir okkur þar sem ég túlka þetta svo að farið hafí verið að bresta í stoðum hjá hinum,“ sagði Bjöm. Hann sagði að annars væri erfítt að tala um þessa hluti þar sem bækur þessara fyrirtækja væru ekki opnar þannig að ákveðin hula væri alltaf yfir þeirra tölum. „Fyr- ir okkur er þetta alls ekki nei- kvætt,“ sagði Bjöm. „Ég sé þetta sem mjög jákvæðan hlut af því að við áttum okkur betur á andstæð- ingnum," sagði Björn að lokum. Morgunblaðið/KGA Samningur í höfn Gunnar Svavarsson (t.v.) tekur í hönd Gúnters Wolters, stjómarfor- manns eignarhaldsfélags RFFR, eftir að samningur um kaup á flot- vörpum frá Hampiðjunni var undirritaður. Til hægri stendur Jónas Ingi Ketilsson, framkvæmdastjóri Ráðs hf. Niðurstaða um eignaraðild íslendinga í RFFR eftir 1-2 mánuði Hampiðjan selur RFFR flotvörpur FORRÁÐAMENN Rostocker Fischfang Rederei (RFFR) í Þýzkalandi undirrituðu á föstudag samning við Hampiðjuna hf. um kaup á flot- vörpum fyrir togara sína. Giinter Wolter, stjórnarformaður eignar- haldsfélags RFFR, segist vona að samningurinn sé upphaf að meiri kaupum fyrirtækisins á þjónustu og búnaði frá íslandi. Undanfarna daga hefur einnig verið rætt áfram um hugsanlega eignaraðild íslend- inga í fyrirtækinu, sem er næststærsta útgerðarfélag Þýzkalands. Forráðamenn RFFR, sem verið hafa hér á landi undanfama daga, hafa meðal annars skoðað íslenzk fyrirtæki. Gunter Wolter sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu verið mjög hrifnir af öllu, sem þeir hefðu séð. „Tæknistigið í ís- lenzkum sjávarútvegi er mjög hátt. Ég tel að iðnaðurinn hér hafí alla möguleika á að hasla sér völl á al- þjóðlegum vettvangi og selja til dæmis veiðarfæri og búnað fyrir fískiðjuver," sagði Wolter. „Hvað okkur varðar, höfum við verið ein- angraðir í mörg ár í fyrrum Austur- Þýzkalandi. Nú höfum við tækifæri til að fara til annarra landa og læra a,í öðrum þjóðum, skoða hvað aðrir eru að gera.“ Wolter var spurður hvort hann íslenskur hundur í forystu íslenski hundurinn hefur fylgt húsbændum sínum í gegnum súrt og sætt í aldanna rás. Fyrir nokkrum áratugum var hann orðinn nærri aldauða en nú em til hérlendis í kringum 150 hreinræktaðir íslenskir hundar að sögn Guðrúnar R. Guðjohnsen formanns Hunda- ræktarfélags íslands. Tiltölulega fáir þeirra em í eigu bænda, en þessi skokkar kotroskinn á undan sunnlenska bóndanum sem er að flytja heyfenginn heim í hlöðu. Guðrún segir að hún hafí orðið vör við auk- inn áhuga bænda á því að eignast íslenskan hund og æ fleiri í þeirra hópi geri sér grein fyrir því hvílíkir kostagripir slíkir hundar séu. væri bjartsýnn á að samningar tækj- ust um eignaraðild íslenzkra fyrir- tækja í RFFR. „Ég er alltaf bjart- sýnn, en það er erfitt að svara þess- ari spumingu,“ sagði hann. „Við þurfum meiri tíma, og með tímanum fæst gott svar.“ Jónas Ingi Ketils- son, framkvæmdastjóri Ráðs hf., sem haft hefur milligöngu um sam- skipti RFFR og íslenzkra fyrirtækja, sagði í samtali við blaðið að umræð- ur um hugsanleg kaup á meirihluta í fyrirtækinu myndu halda áfram í einn til tvo mánuði, áður en niður- staðan yrði ljós. Jónas Ingi sagði að á fundunum undanfarið hefði verið lögð mest áherzla á að koma á við- skiptatengslum milli RFFR og ís- lands og að gera ísland að framtíðar- þjónustumiðstöð fyrirtækisins, en togarar þess eru oft að veiðum á Grænlandsmiðum og suður á Reykjaneshrygg. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Hampiðjunnar, sagði að samningurinn við RFFR væri útvíkkun á samstarfl Hampiðjunnar við fyrirtækið. RFFR hefði fengið troll á kaupleigu til reynslu á einum togara sínum, en nú væri um kaup á meiri búnaði að ræða. Gunnar sagði íslendinga geta lært margt af Þjóðveijum, sem sæki meira á fjar- læg mið en íslendingar. „Okkar flskistofnar eru á miðunum í kring- um landið, sem kannski hefur hindr- að að við víkkuðum sjóndeildarhring- inn,“ sagði Gunnar. „Nú eru augu íslendinga að opnast fyrir því að það er hægt að veiða físk, selja tækni- búnað og þekkingu og fjárfesta á fjarlægum slóðum. Við höfum á margan hátt verið einangraðir og það hefur ekki sízt átt við um sjávar- útveginn." ♦ ♦ ♦ Keyrt á hest við Akureyri FÓLKSBÍLL ók á hest rétt norð- an við Akureyri aðfaranótt laug- ardags. Engin slys urðu á mönn- um en aflífa þurfti hestinn eftir áreksturinn. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Akureyri að keyrt hefði verið á hest um eitt-leytið um nóttina. Billinn stórskemmdist við áreksturinn en farþegar sluppu ómeiddir. Aflífa varð hestinn eftir Dýrir, fáir, fiskar smá- ir ►íslenskar laxveiðiár standa höll- um fæti í harðnandi samkeppni við gjöfulli og ódýrari ár í Kanada og Rússlandi./ 10 Hef haft gaman af öilu ►Rætt við Steindór Steindórsson frá Hlöðum sem verður níræður á miðvikudag./14 Fiskurinn er gull ► íslendingar þurfa að sjá út fyrir 200 mflurnar, segir Sigurður Þor- steinsson skipstjóri, nýkominn úr leiðangri 40 togara til Okhotska- hafs við Síberíu./16 Vorið ’92 í Prag ►Það hafa orðið miklar breytingar í höfuðborg Tékkóslóvakíu á skömmum tíma. Tékkar sjálfir eru nú nánast útlægir í miðborginni./ Lass ►Rætt við Baltasar Kormák, einn af aðalleikurum í nýrri íslenskri kvikmynd, Veggfóður./24 B AVINNA/RAÐOG SMÁAUGLÝSINQAR FASTEMSNIR Gullbjörninn á islandi ►Það var ekki laust við að nokk- urrar spennu gætti meðal ljós- myndara og blaðamanns Morgun- blaðsins á leið þeirra í Norðurá í Borgarfírði fyrir skömmu enda voru þeir á leið til fundar við kylf- ing aldarinnar, hinn viðkunnan- legaJack Nicklaus. Ifyrir milli- göngu vinar hér á landi hafði golf- meistarinn samþykkt að veita Morgunblaðinu viðtal í hálfa klukkustund, en á þvi teygðist... /1 og 6-7 Hnappdæla ►Sagt frá nýrri víkingamynd sem áhugafólk hefur gert./2 Skagafjörður tók þau í fóstur ►Allan Morthens og Þóra Björk Jónsdóttir sótt heim./8 Hátíðleikinn er dauður ►Gunnlaugur Helgason og Jón Axel Ólafsson eru í sviðsljósinu að þessu sinni, en þeir sjá um þáttinn Tveir með öllu, sem mun vera eitt vins'ælasta útvarpsefni á Islandi í sumar./12 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►Enginn skyldi vanmeta hefndir forsmáðrar ástkonu. Rithöfundur- inn og kvennaflagarinn frægi, Gustav Esmann, fékk að kenna á því./14 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir llc Leiðari 20 Myndasögur 16c Helgispjall 20 Bríds 16c Reykjavíkurbréf 20 Stjömuspá 16c Minningar 30 Skák 16c Fólk í fréttum 34 Bíó/dans 17c C‘ 1 A. c- 1 36 Bréf tíl blaðsins 20c Gárur 39 Velvakandi 20c Mannlífsstr. 4c Samsafnið 22c Dægurtónlist lOc INNLENDAR FRÉTTIR: 2—6—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.