Morgunblaðið - 09.08.1992, Page 24

Morgunblaðið - 09.08.1992, Page 24
BALTASAR KORMÁKUR LEIKUR MYND- LISTARNEMANN LASSI í VEGGFÓÐRI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 .■tí:,:;: \ t u u~ i-,ri.-■-.•„i■■ : r■> ni í'.TU.:!:, i%í iij „Ég fór allt í einu að hugleiða hversu hræðilegt það er að vera döbbaður af öðrum leikara — í þeim löndum sem slíkt er gert hlýtur til- finningin að vera keimlík því að það sé skipt um haus á þér. Eins og ef þú værir ekki nægilega fríður fyrir Þýskalandsmarkað eða franska áhorfendur, og þá væri hausinn á Bobby í Dallas klipptur inn í staðinn fyrir þinn eiginn.“ Sveppi telur sig hafa fundið besta ofskypjunarsveppasvæði á land- inu; það er á túninu fyrir framan Höfða. eftir Sindra Freysson BALTASAR Kormákur leikur eitt aðalhlutverkið í Veggfóðri, og er þetta fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann tekur þátt í, en áður hefur hann leikið í sjónvarpi og verið önnum kafinn í Þjóðleikhúsinu allt frá því að hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands fyrir tveimur árum, auk þess sem hann hefur starfað með svokölluðum fijálsum leikhópum. Lass (Baltasar Kormákur) og Sveppi (Steinn Ármann Magnússon) takast á um hylli og hold saklausrar sveitastúlku; Sólar (Ingibjargar Stefánsdóttur) sem er komin í borgarsollinn til að læra að syngja. altasar átti að vera farinn til Þing- valla um sama- leyti og viðtalið hófst eftir nokkra töf. Af þeim sök- um virtist enginn hægðarleikur að draga upp samfellda mynd af því sem okkur fór á milli, því mestan- part viðtalsins var hann á þönum til að svara símtölum eða hringja til að róa ferðafélagana. Afgreiðslu- stúlkumar á Mokka hljóta að hafa þakkað máttarvöldunum þegar við- talinu lauk skyndilega vegna fyrr- nefnds tímaskorts, þvi þær máttu hafa sig allar við að bera skilaboð og ábendingar um símtöl á milli, auk anna við að barmfylla bolla af kaffi og kakói. Ekki minnkaði sú stað- reynd óðagotið að hann var á leið af landi brott næsta dag. Sem betur fer reyndust aðstæður spjallsins sundurlausari en lokaniðurstaðan, annars væru þessar línur rofnar með óreglulegu millibili af eyðum og spumingamerkjum sem tákna myndu hlaup og óvæntar þagnir sem myndast þegar viðmælandi hverfur snögglega af sjónarsviðinu. En lof sé samtengingar- mætti orðsins ... - „Drykkfelldur en rómantískur myndlistarnemi" sem kveðst hættur að mála þegar hann heldur að ást hans sé glötuð og ristir sundur verk sín ... Hvernig er það fyrir leikara að nálgast „týpu“ sem er tæplega nýlunda í heimsbókmenntum og reyna að bijóta viðjar hennar af sér? „Þegar ég sá handritið hugleiddi ég þetta töluvert mikið, en yfirborð persónunnar er aðeins ein hlið henn- ar, síðan er að skyggnast undir hana og búa til aðrar forsendur. Lass er samt ekki klisja í íslenskum kvik- myndum, og þó að hann eigi sér kannski samsvörun annars staðar, verður að horfa fram hjá því og hugsa hann sem manneskju en ekki klisju. Það má raunar horfa á allt fólk sem staðlaðar „týpur“, mig, þig og manninn við hliðina, en þrátt fyrir einhverja framhlið er veruleik- inn annar. Það sem styrkir Lass er að texti hahs er ágætlega skrifaður, þannig sá ég að t.d. senumar þegar hann fer með þvottinn til mömmu sinnar og seinna þegar hann finnur hana í blóði sínu drógu fram þver- sagnir í persónunni, og þversagnirn- ar gera okkur að manneskjum. Ef fólk er rammað inn er lokað á allt of margt. Þannig barst í tal á meðan tökum stóð, í sambandi við at- riði sem er frem- ur ofbeldisfullt, að „svona gerir Lass ekki, hann er ekki sú týpa“. Þetta er regin- misskilningur, því þó ofbeldið gangi kannski út í öfgar í þessu tiltekna atriði er kjami málsins sá að persónan er óútreikn- anleg og lumar á fleiru en augað greinir í upphafi. Það er líka mjög hættulegt í leik að afmarka persónu- sköpun við ákveðnar forsendur og eyðileggja þannig möguleika henn- ar, í stað þess að nálgast hana með því hugarfari að hún eigi að vera í senn aðlaðandi og í stöðugri mótun. Vinnuferlið getur að vísu verið ólíkt í hvert skipti, þannig æfðum við aðeins í viku áður en tökur hófust, og ég veit ekki á hvaða hátt það gerðist, en manngerðin spratt ómeð- vitað fram. Hún skapaðist og tók á sig mynd þennan mánuð sem tökur fóru fram. í kvikmynd getur leikari ekki gefið sér tíma til að þróast með hlutverkinu, öfugt við vinnuna í leik- húsi, því atriðin eru tekin sitt á hvað og stundum langt á milli. Maður getur ekki ákveðið neitt þó að hand- ritið sé til hliðsjónar, því klippingin getur breytt öllu samhengi; atriði flytjast fram fyrir önnur o.s.frv. Þetta held ég að skýri líka oft á tíðum af hveiju jafnvel magískir leikarar hafi brugðist í kvikmyndum, því sena sem viðkomandi hefur byggt upp með hugsun, tilfinningu og svipbrigðum er klippt þannig að vantar framan á hana eða aftan á þegar hún er loks sýnd. Á sviði ertu með í breytingun- um en í kvikmyndum þarftu að ríg- halda í eðlisávísun og tilfinningu fyr- ir aðstæðum og vona að það skili sér í samfelldum sprengikrafti út í gegn. Á stóru leiksviði þarftu að finna túlk- un sem fer milli- veginn á milli áhorfenda í fremstu sætaröð og áhorfenda í öft- ustu röð, í kvik- mynd þarftu að leika minna og minna. En þetta ólíka ferli skýrir t.d. af hverju sumir leikarar festast í ákveðnum hlutverk- um í bíómyndum, því þú þarft að stilla öllum svipbrigðum og látbragði í hóf, og getur ekki farið langt frá sjálfum þér fyrir framan tökuvélina — þó það hafi verið gert og mjög glæsilega. Þannig er líka hægt að greina vinnuferlið í leikhúsi betur en í kvik- mynd, en nálgunin er sú sama eða að minnsta kosti afskaplega svipuð. Galdurinn felst í því hvemig þú send- ir hlutinn frá þér. Einhver leikstjóri sagði þó: „Það skiptir engu hvemig eða hvað þú gerir, vertu bara að hugsa eitthvað, hvað sem það er.“ Ég veit ekki hvort ég geti tekið heils- hugar undir þessa aðferð, en á þó eftir að sjá kvikmyndina og athuga hvort leikstíllinn sem ég beitti þar gangi upp. Myndin kom raunar á mjög góðum tíma fyrir mig, þrátt fyrir miklar annir veturinn á undan, en ég get ekki byijað að vinna úr því sem ég lærði þarna fyrr en ég sé lokaárangur. Það er raunar vanda- málið við kvikmyndaleik á íslandi, að þú hefur ekki úr nægilega mörgum tækifærum að’moða vegna þess hve fáar myndir em gerðar. Vinnan verð- ur því ekki nægilega samfelld til þess að þú getir lært af mistökunum og séð hvenær þú ert sannur og hve- nær þú ert það ekki.“ Vald leikarans yfir hlutverkinu „Eftir hveija töku sem stendur er komin lokaniðurstaða og þá lýkur jafnframt valdi leikarans yfír hlut- verki sínu í það skiptið. Margir kvik- myndagerðarmenn em svo upptekn- ir af tæknilegum þáttum eins og ljósi og hljóði að þeir gleyma þætti leikar- ans. Hérlendis vantar kvikmynda- leikstjóra sem hugsa fyrst og fremst um leikarann, en þeir koma von- andi. Vissulega em litlir peningar í gangi í íslenskri kvikmyndagerð en einmitt þess vegna þyrftu kvik- myndagerðar- menn að ýta frá sér þeim tilhneig- ingum að láta pen- ingana í ytri, tæknileg atriði, einbeita sér frem- ur að handriti, leikstjóm og leikn- um, og láta draumaverksmiðj- ur um risavaxnar sviðsmyndir, svið- setningu timabila og innantómar brellur. Áhorfendur erlendis vita að ísland er örsmátt eyríki, og þeir fyr- irgefa því tæknilega vankanta og ákveðinn skort, en slæmur leikur og hugmyndasnautt handrit eyðileggja kvikmynd frá gmnni, og það er ekki hægt að fyrirgefa. Ein besta kvik-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.