Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 33
1 I I I I i I í í 1 í í MÖRGUNBLAÐÍÐ minniMq&M StNNÚÖAGUR 9. ÁGÚST 1992 «MT?; "33 Kveðja: Páll Líndal Fæddur 9. desember 1924 Dáinn 25. júlí 1992 Fátt hefur komið mér meira á óvart en að heyra dánarfregn Páls Líndals. Fáum hef ég kynnst meira lifandi, ef svo má að orði komast. Lífsgleðin beinlínis geislaði af hon- um. En hvernig urðu kynni okkar Páls, mætti spyrja. Haustið 1988 efndi Ríkisútvarpið til spuminga- keppni um sögu lands og borgar, þ.e. íslands og Reykjavíkur. Páll var valinn til að semja spumingar, sem síðan skyldi leggja fyrir þá er keppa mundu. Páll var mjög vel heima í allri sögu, ekki síst sögu Reykjavíkur. Frá hans hendi komu út viðamikil verk um sögu höfuð- borgarinnar. Munu þau um langa framtíð bera vitni frábærri fræði- mennsku og alúð þessa sonar Reykjavíkur, en það var Páll svo sannarlega. Ég hef ekki rekist á handhægara uppsláttarrit um höf- juðborgina en rit Páls sem ber heit- ið „Reykjavík - sögustaður við Sund“, og er í þremur bindum frá hans hendi. Er með ólíkindum, hversu mikinn fróðleik Páll hefur dregið þar saman. Og auðvitað hef- ur hann unnið þetta verk að miklu leyti í tómstundum, maður jafnan önnum kafínn við embættisstörf. En vitanlega hefur þessi iðja veitt höfundinum ótaldar ánægjustundir. En víkjum aftur að spurninga- keppni Ríkisútvarpsins á haustmán- uðum 1988. Spurningar Páls bar Helga Thorberg upp. Síðan dæmdi hann. Alls kom ég fram í átta þátt- um hjá þeim Helgu og Páli, og laut að lokum í lægra 'naldi fyrir Hall- dóri frá Kirkjubóli. Eitt sinn hafði Páll sjálfur tekið þátt í spuminga- keppni í útvarpinu, mig minnir hjá Jónasi Jónssyni, og orðið sigursæll, að vonum. Hlaut einu sinni 17 stig af 20 mögulegum, sem er mjög gott. Pál var mjög þægilegur og skemmtilegur í þessum þáttum, sem ég tók þátt í. Auðfundið var, að þar fór maður sem hafði söguna á valdi sínu og naut hennar fram í fíngurgóma. Páll Líndal var lög- fræðingur að menntun og hlaut æðstu stig þar, en sú er trú mín að sagnaritun hans muni varðveita nafn hans lengst. AnnaK. O.Jóns- dóttir - Minning Fædd 30. október 1902 Dáin 2. ágúst 1992 Mánudaginn 10. ágúst fer fram frá Norðfjarðarkirkju útför Önnu Katrínar Olafíu Jónsdóttur er lést þann 2. ágúst síðastliðinn tæplega níræð að aldri. Anna Katrín eins og hún venju- lega var nefnd fæddist að Fjarðar- koti í Mjóafírði 30. október 1902. Hún var elst þriggja dætra hjón- anna Jóns Ólafssonar og Þorgerðar Einarsdóttur er bjuggu að Fjarðar- koti í Mjóafírði. Þeir Jón, faðir Önnu Katrínar og Sveinn, alþingis- maður í Firði, vom bræður og frændgarðurinn stór hér um slóðir. Anna Katrín ólst upp þar í Mjóa- fírði með foreldrum sínum og systr- um. Þegar hún stóð á tvítugu giftist hún Hermanni Viktori Jónssyni, 1. mái 1923, og hófu þau búskap í Mjóafírði og bjuggu þar í tíu ár. Þeim varð tveggja dætra auðið: Guðrún Þorgerður, f. 4. ágúst 1925, bjó seinast í Kalifomíu í Bandaríkj- unum og Iést þar í janúar 1990 sonur hennar er William Engeler; Signður Anna, f. 23. desember 1931, en hún lést 5. september 1937. Þau Anna Katrín og Hermann flutt- ust frá Mjóafírði til Hafnar í Horna- firði 1933 í þeirri von að þar væri afkoma betri en verið hafði um skeið í Mjóafírði. En dvölin við Hornafjörð varð skemmri en til stóð því að Hermann drukknaði við ósinn þar árið 1934. Við þær þungbæm aðstæður fluttist Anna Katrín aftur heim í Mjóafjörð með dætur sínar ungar til föður og systur sinnar, Sesselju, sem enn bjó í foreldrahús- um. Eins og fyrr var getið varð Anna Katrín síðan fyrir þeirri sám sorg að missa yngri dótturina að- eins 5 ára gamla árið 1937. Anna Katrín bjó síðan í Mjóafírði til árs- ins 1945 er hún fluttist ásamt syst- ur sinni Sesselju hingað til Norð- fjarðar, en þær bmgðu búi er faðir þeirra lést. Hér hófu þær báðar störf við Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar og unnu þar um árabil. Anna Katrín giftist öðru sinni - Sveini Magnússyni, 6. september 1958, er þá var ekkjumaður og bjuggu þau saman í tæp þijátíu ár en Sveinn lést 17. júlí 1987 Anna Katrín var komin um sjö- tugt er ég kynntist henni. Hún var um margt óvenjusterkur persónu- Ieiki. Harðdugleg að hveiju sem hún gekk, sjálfstæð í skoðunum en umfram allt trygglynd svo að af bar. Þegar ég hugleiði hin skörpu skil í ævi hennar — andstreymi fyrri hlutans og öryggi seinni hlutans — finnst mér ég skilja margt betur í fari hennar og lífí. Anna Katrín gat verið örgeðja en jafnan manna fyrst að fyrirgefa. Hún var vel greind Í lok þátttöku minnar í spum- ingaþáttunum hjá Páli og Helgu gat ég ei á mér setið að varpa fram eftirfarandi stöku, sem ort var í upptökuherbergi í Ríkisútvarpinu, og beint til þeirra beggja: Fróðleiksmiðlun, framsögn snjöll, fegurð, tign í máli. Þess vegna mun þjóðin öll þakka Helgu og Páli. Auðunn Bragi Sveinsson. og næm fyrir sögu og gildi augna- bliksins, hafði til að mynda mikla unun af ljósmyndun. Én ég ætla þó að það sem við samferðafólk Ónnu Katrínar munum minnast lengst í fari hennar hafí verið hinn einstaki áhugi hennar á blómum og raunar allri ræktun. í því efni naut hún sín best — þar lagði hún sig alla fram enda árangurinn eftir því. Þessi fáu minningarorð eru rituð í þakklætisskyni fyrir þá tryggð og vinsemd sem Anna Katrín sýndi mér og minu heimili frá fyrstu kynnum okkar. Blessuð sé minning hennar. Megi hún hvíla í Guðs friði. Guðríður Guðbjartsdóttir Neskaupstað. Kveðja frá Félagi íslenskra rithöfunda Páll Líndal tók fyrir mörgum árum við embætti varaformanns í Félagi íslenskra rithöfunda og var á síðasta aðalfundi einróma kjörinn til þess að gegna þeim starfa enn um sinn. Hann var önnum kafínn maður, en þegar mest á reið gaf hann okkur af dýrmætum tíma sín- um, liðsinnti okkur í erfíðu mála- stappi og kom í höfn málum sem annars hefðu að litlu orðið. Það var ekki aðeins gagnlegt fyrir okkur að njóta ráða Páls, held- ur fylgdi því jafnan dálítið sérstök skemmtun, því hann var sagnamað- ur góður, gæddur fágaðri gaman- semi og velvilja, hafði kynnst af eigin raun margbreytileik hins mannlega lífs og kunni þá list að stýra málum þannig að til friðar og velfamaðar horfði. Páll var fræðimaður og rithöf- undur góður. Honum fór þó eins og mörgum, sem greindir eru og fjölhæfir, að á hann hlóðust verk- efni úr öllum áttum, og því varð minna úr ritstörfum hans en ella hefði orðið. En ritverk þau er hann samdi og ritstýrði um höfuðborg okkar munu halda nafni hans lengi á lofti. Félag íslenskra rithöfunda þakk- ar Páli holl ráð og góða samfylgd og vottar ástvinum hans samúð á raunastundu. Baldur Hermannsson, formaður FÍR. Styrkveiling ír Minningarsjóði Helgu JónsðóttHi og Siguiliða Kiistjássmr Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjung- ar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og hjartaaðgerða, augnlækninga og öldrunar- sjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda og frekari upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknarfrestur er til 14. október nk. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931,121 Reykjavík, merktar: „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánsson- ar“. Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í nóvember. I FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! UTSALAN í FULLUM GANGI Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI 21212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.