Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 17 Alvarlegar líkainsmeiðíngar færst mikið í vöxt síðustu ár LÍKAMSMEIÐINGAR hér á landi hafa færst verulega í vöxt og af- brotamenn beita sífellt hrottafengnari aðferðum í samskiptum við aðra einstaklinga. Á síðustu þremur árum hafa komið upp þrjú mál sem öll eru tengd fíkniefnum og ofbeldi og lögregla hefur þurft að leggja sjálfa sig og borgarana í hættu með eftirförum. Verður hér gripið niður í þessi mál. Þann 25. apríl 1991 urðu tveir menn bensínafgreiðslumanni á bensínstöð Esso í Stóragerði að bana. Mennirnir, sem höfðu verið í óreglu um langan tíma, gerðu bens- ínafgreiðslumanninum fyrirsát við bensínstöðina, réðust á hann inni í húsinu og veittu honum höfuð- áverka með melspíru sem leiddi til dauða hans. Ódæðismennirnir héldu því fram fyrir rétti að ekki hefði staðið til að beita ofbeldi á staðn- um. Sögðust þeir hafa ætlað að slá bensínafgreiðslumanninn í rot og ræna verðmætum úr ' bensínstöð- inni. Áður en ódæðisverkið var unn- ið neyttu mennirnir adrenalíns, sem þeir höfðu stolið í innbroti í Iðunn- arapótek. Nokkru áður kvaðst ann- ar þeirra hafa sprautað því í æð sér. Hinn kvaðst hafa drukkið um hálfa flösku af áfengi nóttina fyrir morðið. Beittu hnífum gegn lögreglu Um miðjan marsmánuð 1990 yfirheyrði lögreglan í Reykjavík 25 ungmenni á aldrinum 15-20 ára vegna meintrar fíkniefnaneyslu og lítilsháttar dreifíngu á fíkniefnum, aðallega hassi. Aðgerðir lögregl- unnar komu í framhaldi af því að fjórir piltar á átjánda ári, meðal þeirra tvíburabræður, voru hand- teknir í húsi í Breiðholti grunaðir um dreifíngu á hassi. Piltarnir beittu hnífum gegn lögreglumönn- um sem hugðust leita fíkniefna á heimili þeirra. Beita þurfti táragasi til að yfirvinna mótþróa bræðranna. Háskaleg eftirför Aðfaranótt föstudagsins 1. nóv- ember 1985 handtók fíkniefnalög reglan í Reykjavík þijá menn eftir mikinn eltingarleik á Grandagarði. Lögreglan hafði þá fylgst með ferð þeirra um borð í togaranum Karls- efni sem var nýkominn frá Þýska- landi, en um borð náðu þremenning- arnir í rúm 200 grömm af amfeta- míni. Smyglararnir höfðu komið fíkniefninu fyrir um borð á meðan skipið lá i slipp í Þýskalandi, en skipveijar voru ekki viðriðnir málið. Skömmu síðar, eða sunnudaginn 3. nóvember 1985, fann fíkniefna- lögreglan um 300 grömm af amfet- amíni um borð í togaranum Breka í Vestmannaeyjahöfn. Togarinn hafði einnig verið í Þýskalandi og höfðu þremenningarnir komið fíkni- efninu fyrir í skipinu þar, án vitund- ar skipveija. Mennirnir hlutu rúm- lega tveggja ára fangelsisdóma og einn þeirra hlaut þar með sinn 25. refsidóm. Auk þremenninganna voru tveir menn dæmdir í fímm mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í brotunum, en þeir sáu um að út- vega þremenningunum fé til fíkni- efnakaupanna erlendis. Þeir voru því dæmdir fyrir hlutdeild í brotun- um. Skaut mann með kindabyssu Að kvöldi 12. maí sl. skaut byssu- maður tveimur riffílskotum út um glugga á húsi í Drápuhlíð. Eftir tæplega þriggja klukkustunda um- sátur vopnaðra lögreglumanna gafst byssumaðurinn, sem er 21 árs gamall, upp og var handtekinn utan við heimili sitt. Umsátrið hófst eftir að maðurinn hafði skotið 25 ára gamlan mann i andlitið með kindabyssu og síðan brotið rúðu á heimili sínu og skotið út um hana meðan sjúkralið og læknir voru utan við húsið að hlúa að hinum slasaða og flytja hann á sjúkrahús. Sá lá á sjúkrahúsi í nótt, fyrst og fremst til eftirlits að sögn lækna á slysadeild og var ekki talinn í lífs- hættu. Upphaf málsins var það að fjórir eða fímm menn sátu að drykkju á heimili byssumannsins þegar kom til deilna milli húsráðandans og eins gestanna. Gestinum mun hafa verið vísað út en er hann sneri aftur og vildi komast inn greip húsráðandinn til kindabyssu og skaut hinn í and- litið. Skotið kom í kinn mannsins sem hljóp alblóðugur út á götu. Vegfarendur komu honum til að- stoðar. Skömmu síðar kom sjúkra- bíll að en er sjúkraflutningsmenn bjuggu sig undir að hlúa að hinum særðá framan við húsið var brotin rúða í íbúð byssumannsins á 2. hæð þannig að glerbrotum rigndi yfír gangstéttina og síðan var tveimur skotum hleypt af út um gluggann. Eftir alllangt þóf og rofin símtöl lét maðurinn undan fortölum lögregl- unnar og kom út úr húsinu óvopn- aður og með hendur á lofti. í hús- inu og garði þess fannst meðal annars hasspípa og ummerki um eiturlyf og áfengi. Afsagaðar haglabyssur Hér eru aðeins rakin fjögur dæmi um aukið ofbeldi og hörku í málum sem tengjast fíkniefnum. í viðtali við Björn Halldórsson, yfírmann Fíkniefnadeildar lögreglunnar 3. október 1991, sagði hann að dæmi væru um að menn gangi með afsag- aða haglabyssu á sér. Hann sagði að hópur fíkniefnaneytenda stækki stöðugt og neytendurnir verða sí- fellt yngri að árum. í viðtalinu sagði Björn meðal annars: „Ofbeldi meðal fíkniefnaneytenda hefur aukist mikið á undanförnum árum enda hefur hópurinn stækkað. Ástæður ofbeldis eru margvíslegar en aðal- lega tengist ofbeldið því að menn standa ekki við gerða samninga um greiðslu eða dreifíngu efnis. Einnig er algengt að verið sé að hræða menn frá því að kjafta frá eða refsa mönnum fyrir að kjafta frá,“ segir Björn. Árið 1990 komu 418 aðiiar við sögu fíkniefnalögreglunnar. Þar af höfðu 282 komið við sögu áður en 137 komu við sögu fíkniefnadeildar í fyrsta sinn. Langstærsti hópurinn er á aldrinum 18 til 21 árs, en sá hópur var þriðji stærstur árið 1989. Þá var stærsti hópurinn á aldrinum 22 til 25 ára. í samtalinu segir Björn ennfrem- ur: „Yngsti neytandinn sem við höfum haft afskipti af og ég man eftir er 13 ára og síðan er þetta fólk allt upp í sextugt. Það er ljóst að bein tengsl eru milli ýmissa brota sem eru í rannsókn hjá RLR, auðg- unarbrota og líkamsárása til dæm- is, og fólks sem við erum að með- höndla fyrir fíkniefnabrot. Þessi tengsl hafa ekki verið skoðuð en æskilegt væri að gera úttekt á þeim,“ segir Björn. Uppgjör útgerðarfélagsins Árness hf. fyrstu sex mánuði ársins Nokkur hagnaður af útgerð en veru- legt tap á vinnslu TAP útgerðarfélagsins Árness hf. af reglulegri starfsemi á fyrri helmingi þessa árs nam um 42 milljónum króna. Orlítill hagnað- ur var af útgerð félagsins en veru- legt tap á vinnslunni, að því er segir í skýrslu framkvæmda- stjóra. Fyrirtækið tók tii starfa um áramót við samruna Glettings hf. í Þorlákshöfn og Hraðfrysti- húss Stokkseyrar hf. Eftir samr- unann nam velta hins nýja fyrir- tækis frá áramótum til 30. júní um 73% af ársveltu beggja hinna félagana allt síðastliðið ár. Fram- leiðsla í frystihúsinu á Stokkseyri var auk þess í júnílok orðin jafn- mikil og allt árið 1991. Velta fyrirtækisins fyrstu sex mánuði þessa árs nam 787 milljónum króna, og samsvarar því tap af reglu- legum rekstri um 5% af veltu. Að teknu tilliti til óreglulegra tekna og gjalda var tapið hins vegar um þijár milljónir, og munar þar mestu um inneign í Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins. I efnahagsreikningi frá 1. janúar til 30. júní kemur fram að framlegð til afskrifta og vaxta var um 98 milljónir króna, eða um 12% af veltu. Afskriftir voru um 68 milljónir og fjármagnsgjöld um 71 milljón króna. í efnahagsreikningi 30. júní eru heildarskuldir fyrirtækisins sagðar um 1.312 milljónir króna, sem er 48 milljóna króna hækkun frá ármótum. Á móti hafa veltufjármunir hækkað um 165 milljónir. Eigið fé félagsins jókst á sama tíma um 72 milljónir, sem einkum orsakast af aukningu hlutafjár á fyrstu mánuðum ársins, að því er kemur fram í skýrslu fram- kvæmdastjóra. -----♦ ♦ «--- EM í skák Jafntí skák Sigurðar og Reinderman SIGURÐUR Daði Sigfússon gerði jafntefli við Hollendinginn Reind- erman i fjórðu umferð Evrópu- meistaramótsins í skák 20 ára og yngri sem haldið er í Hollandi. Reinderman er annar stigahæsti maður mótsins, en Sigurður hafði svart i skák þeirra. Sigurður er nú í 8.-14. sæti með 2Vi vinning. Reinderman er þekktur fyrir hvassan sóknarstíl, en í skák hans við Sigurð brá svo við að hann tefldi fremur bitlaust afbrigði af skoska leiknum, og endaði skákin með jafn- tefli í 42 leikjum. Reinderman virtist fremur óánægður með málalok, því hann neitaði að taka í höndina á Sigurði að skák þeirra lokinni. Lánskjaravisitala milli mánaða nánast óbreytt Lánskjaravísitala sem gildir fyrir september er nánast óbreytt frá ágústmánuði. Vísitalan 3.235 gildir í september en það jafngildir 0,03% hækkun frá fyrra mánuði eða 0,4% verðbólgu á heilu ári. Byggingarvísitalan er óbreytt frá hærri en í fyrra mánuði og er 130,2 fyrra mánuði, 188,8 stig. Síðustu 12 stig. Samsvarandi launavísitala sem mánuði hefur vísitalan hækkað um gildir við útreikning fasteignaveð- 1,3%. Launavísitala í ágúst miðað lána er 2.848 stig. við meðallaun um miðjan júlí er 0,1% viðbótarofslóttur sem slær í gegn! 14 KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD2.HÆÐ A1IKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.