Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 40
£L LETTOL Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVÁQoALMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SlMl 691100, SlMBRÉF :F 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 21. AGUST 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Skýrslur um prófanir á sjóhæfni Heriólfs Draga þarf úr hámarkshraða sé ölduhæð yfir 2 m I SKÝRSLU um niðurstöður tankprófana sem gerðar voru á sjóhæfni Vestmannaeyjafeijunnar Heijólfs áður en ráðist var í smíði skipsins segir að þegar ölduhæð nái tveimur metrum verði að draga úr hraða skipsins niður fyrir uppgefinn 17 mílna hámarksganghraða. Ólafur J. Briem skipaverkfræðingur, einn hönnuða skipsins, segir eðlilegt og óhjákvæmilegt að draga úr ganghraða skips þegar ölduhæð eykst á svipaðan hátt og ökumenn haga ökuhraða bíls i samræmi við ástand vegar. Því hærri og krappari sem öldur verði því meira þurfi að draga úr hraða. Aðspurður sagði Ólafur að hér við Iand væri sjaldnast fylgni milli ölduhæðar og vindhraða vegna stöðugra breytinga á veðurhæð og vindstefnu en jafnan væri miðað við tveggja metra ölduhæð í fjór- um vindstigum og fjögurra metra ölduhæð í um sjö vindstigum. - Ólafur segir einnig að ákvarðanir sem teknar höfðu verið áður en haf- ist var handa við hönnun skipsins um að það ætti að vera 70 metra langt og mætti ekki rista dýpra en fjóra metra, hafi takmarkað mögu- leika hönnuða til að leita lausna við hönnunina. Óhjákvæmilegt sé að skip sem ristir aðeins fjóra metra reisi stefni úr sjó í sex metra öldu- hæð eða meira þegar siglt er á móti vindi. Unnið er að mælingum á hegðan ^ikipsins í framhaldi af orðum Jóns Eyjólfssonar skipstjóra Herjólfs um að sjóhæfni skipsins sé áfátt og að það beiji ölduna, í því skyni að kanna hvort samræmi sé á milli hegðunar skipsins og niðurstaðna þeirra tank- mælinga sem gerðar voru snemma á síðasta ári og lagðar til grundvall- dr við smíði skipsins og hönnun. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa hönnuðir skipsins með- al annars sent skeyti út í skipið með beiðni um að sigiingum þéss milli lands og Eyja verði hagað með ákveðnum hætti. Aðspurður um það sagði Ólafur Briem það segja sig Atvinnuleysis- tryggingasjóð- urstefniríþrot I ATHUGUN sem Rikisendurskoð- un hefur gert á Atvinnuleys- istryggingasjóði kemur fram að sjóðurinn stefnir í gjaldþrot að öllu óbreyttu árið 1994. Sjóðinn vantar um 500 milljónir króna til að geta staðið við skuldbind- ingar sínar í ár og á næsta ári er áætlað að um milljarð króna vanti til að sjóðurinn geti staðið við skuld- bindingar sínar. Halli hefur verið á rekstri sjóðsins frá 1989 og frá árinu 1987 hafa eignir hans, að fasteign ' úfidanskilinni, rýmað um 23%. Sjá nánar á miðopnu sjálft að þegar fram komi fullyrðing- ar skipstjórnarmanns um að sjó- hæfni skips sé áfátt þá reyni menn að afla upplýsinga um hvers eðlis málið sé og við hvaða aðstæður þannig að þeir geti áttað sig á þeim vanda sem við sé að giíma. Einn lið- ur í því að kanna málið sé að breyta um stefnu miðað við stefnu sjávar til að sjá hvernig skipið bregðist við og bera upplýsingar um það síðan saman við forskrift um hvers hefði mátt vænta. Ólafur sagði aðspurður að skip- stjórnarmenn yrðu væntanlega beðnir að kanna hvernig skipið hagi sér við siglingar nær ströndu og einnig utar í því skyni að kanna hvort rétt kunni að vera, líkt og gert var við eldri Heijólf, að þreifa sig áfram með nokkrar breytilegar siglingarleiðir eftir vindátt og veðri. Lundapysjurnar geta verið erfiðar Morgunblaðið/Sigurgeir V estman naeyj u ni. Lundapysjutíminn stendur nú sem hæst og fara Eyjakrakkar í hópum um bæinn á kvöldin til að bjarga pysjunum sem fljúga úr björgunum á ljósin í bænum. Síðan er haldið niður í fjöru er nýr dagur rennur og þar er pysjunum sleppt. Þótt krakkarnir séu í björgunarstörfum þá skynja pysjurnar ekki góðmennsku þeirra og reyna að veija sig af bestu getu þegar haldið er á þeim og bíta og klóra ef færi gefst. Það er ekki alltaf sem lítil hjörtu þola slíka framkomu pysjanna og þrátt fyrir góðan hug brestur kjarkinn stundum þegar á reynir. Þannig fór fyrir henni Elísu litlu Guðjónsdóttur sem var ásamt fleiri krökkum að sleppa pysjum suður í Klauf í vikunni. Pysjan náði að losa um sig í höndum hennar og fór að bíta og klóra. Þá fór gamanið að kárna hjá Elísu og þrátt fyrir hughreystandi orð og góð ráð Maríu stóru systur, dugði það skammt, enda kjarkurinn brostinn að sinni hjá þeirri stuttu. Grímur Utanríkisráðherra um kröfur um stj ómarskrárbr eytingu vegna EES-samnings Fremur byggðar á póli- tísku mati en lögfræðilegu UTANRÍKISRÁÐHERRA, Jón Baldvin Hannibalsson, segir að kröfur um stjórnarskrárbreytingar vegna samningsins um evrópskt efna- hagssvæði, EES, byggi fremur á pólitísku mati heldur en lögfræði- legu. Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni. Utanríkisráðherra mælti í gær fyrirfrumvarpi til laga um evrópska efnahagssvæðið, EES. Ráðherra sagði m.a. að tvíhliða samningar við Evrópubandalagið, EB, myndu alls ekki hafa skilað íslendingum viðlíka árangri og ávinningi eins og samningurinn um EES gerði. Samningurinn væri sögulegt tæki- færi og það væri fullreynt að betra væri ekki í boði. Hefðu samnings- viðræðurnar frestast um eitt eða Gjaldþrot 57% færri en í fyrra KVEÐNIR voru upp 168 gjaldþrotaúrskurðir á fyrstu sex mánuð- um þessa árs, en þeir voru 387 á sama tíma I fyrra. Þá bárust borgarfógetaembættinu í Reykjavík, sem annaðist gjaldþrotamál til 1. júlí, alls 498 gjaldþrotabeiðnir á fyrstu sex mánuðum árs- ins, en sambærileg tala fyrir 1991 er 876. Fækkun úrskurða er því um 57%, og beiðna um 43%. Af gjaldþrotaúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp á þessu ári stafa 84 af gjaldþrotabeiðnum frá fyrra ári, en 297 úrskurða ársins 1991 eru frá árinu á undan. Samkvæmt upplýsingum frá er talið að innheimtuaðilar hafi Gretu Baldursdóttur hjá sýslu- mánnsembættinu í Reykjavík er líklegt að breyttar reglur um gjaldþrotabeiðnir valdi þama miklu, þar sem meiri kostnaður fylgi beiðnunum en áður, og því horfið frá því að nota beiðnimar sem innheimtuaðgerð í jafnríkum mæli og verið hefur. Samkvæmt nýju reglunum sem tóku gildi á seinni hluta síðasta árs hækkar tryggingagjald sem leggja þarf fram eftir að gjaldþrotabeiðni hefur verið gerð í 150 þösund krónur, en það var áður milli tíu og tuttugu þúsund. Þá vom um áramótin lögð kostnaðargjöld, svo sem dómsmálagjöld, á gjaldþrota- beiðnir. Gréta sagði að einnig væri hugsanlegt að einhveijir hafi kos- ið að fresta gjaldþrotabeiðnum fram yfír 1. júlí og fá þannig beiðnir sínar meðhöndlaðar sam- kvæmt nýrri skipan eftir gildis- töku laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds. tvö ár væri ekki víst að hægt hefði verið að leiða þær til lykta. Utanríkisráðherra gagnrýndi mjög úrtölur sem heyrst hefðu víðs- vegar í þjóðfélaginu, t.d. varðandi röskun á vinnumarkaði vegna inn- flutnings útlendinga. Danmörk hefði bæði verið aðili að sameigin- legum vinnumarkaði Evrópubanda- lagsins og einnig sameiginlegum vinnumarkaði Norðurlanda, samt væru erlendir ríkisborgarar frá EB- og EFTA-löndum innan við eitt prósent af íbúafjölda landsins. Mik- ið af þeim ugg eða kvíða sem lands- menn virtust bera í bijósti gagn- vart EES væri grundvallaður á fá- fræði. Þrátt fyrir mikið átak til að kynna EES-samninginn bentu skoðanakannanir til þess að fæstir landsmenn teldu sig hafa nægiiega þekkingu á honum. Það væri miður því flestir sem kynntu sér hann væru honum hlynntir. Utanríkisráðherra vísaði því _ á bug að breyta yrði stjórnarskrá ís- lands til þess að Alþingi gæti sam- þykkt samninginn. Menn og flokkar hefðu fullan rétt til að krefjast stjómlagabreytinga en það álit byggði frekar á pólitísku mati held- ur en lögfræðilegum forsendum. Stjómskipuleg hlið EES-málsins verður rædd í næstu viku. Forsætis- nefnd hefur orðið við beiðni frá forystumönnum stjórnarandstöð- unnar um að samhliða staðfesting- arfmmvarpinu um EES verði rætt fmmvarp sem þeir hyggjast leggja fram um breytingar á stjómskipun- arlögum. Sjá einnig á þingsíðu, bls. 24. Land undir stúpu vígt í Kópavogi TÍBETSKUR ábóti leggur í dag blessun sína yfir Hádeg- ishóla í Kópavogi þar sem er fyrirhugað að reisa stúpu eins og þær eru gerðar þjá Búdda- trúarmönnum í Austurlöndum fjær. Stúpur eru fyrst og fremst eins konar leiðarljós Búddatrú- arfólks á þroskaveginum. Fyr- irhugað er að stúpan verði fjög- urra metra há og grunnflöturinn 4x4 m þar sem hún er breiðust. Sjá bls. 1, B-blað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.