Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNI KSI Allir hungraðir í að sigra - segir SævarJónsson, fyrirliði Vals ÚRSLIT tíorgarhlaupið Hlaupið fór fram í umsjón fijálsíþrótta- deildar ÍR og Frfsports 25. júlí. Helstu úr- slit voru sem hér segir: Meyjar 16 ára og yngri (5 km): Gigja H. Ámadóttir 26:31 Inga M. Brynjarsdóttir 26:51 Guðrún Dóra Bjamadóttir 27:57 Konur 17 ára og eldri (5 km): Fríða Rún Þórðardóttir 18:38 Hulda Björg Pálsdóttir 19:23 Margrét Brynjólfsdóttir 19:50 Jónína Olesen 20:29 NicoleLades 26:12 Sveinar 16 ára og yngri (5 km): Gauti Jóhannesson 18:38 KristjánHaukurFlosason 18:39 JónSteinsson 19:12 BjömJónsson 19:40 Haraldur Ólafsson 20:25 Morgunblaðið/KGA Fyrlrllðarnlr. Bjami Jónsson fyrirliði KA til vinstri og Sævar Jónsson fyrirliði Vals með bikarinn. Stöndum jafnfætis Valsmönnum í byijun - segir Bjami Jónsson fyrirliði KA-manna sem eru í íyrsta sinn í úrslitum „ÞAÐ Ifta eflaust flestir á okkur sem litla liðið í þessum leik. En við erum búnir að vinna jafn marga bikarleiki og Valsmenn þetta árið og stöndum því jafn- fætis í byrjun leiks," sagði Bjarni Jónsson fyrirliði KA um úrsiita- leikinn í Mjólkurbikarkeppninni á sunnudag. KA-mönnum hefur ekki gengið sem skyldi í íslandsmótinu þetta sumarið. En gott gengi í Mjólk- urbikarkeppninni hefur eflaust bætt það upp. Bjami Jónsson tók undir það og sagði sigrana í bikarnum hafa haft jákvæð áhrif á móralinn í liðinu. Aðspurður um andstæðingana sagði Bjami að það væri aðallega komið undir þeim sjálfum hvemig þeim gengi. Þeim hafí ekki gengið vel í leiknum á móti Val á Hlíðarenda fyrr í sumar, en allt gæti gerst. í bikarnum hefðu þeir lagt að velli ólík- ustu, og jafnframt þijú af sterkustu fímm liðunum á landinu, og því gæti allt gerst. Bjarni sagði að stemmningin á Akureyri væri mjög góð og jákvæð. „Ef við hefðum ekki komist svona langt í bikamum hefðum við fengið að heyra það - og fáum það reyndar út af stöðunni í deildinni," sagði Bjami. KA-menn eiga frí í dag en fara á stutta æfmgu á morgun, snæða síðan hádegisverð saman áður haldið verð- ur suður á bóginn; til Þingvalla, en gist verður á Hótel Valhöll nóttina fyrir leikinn. ÚRSLITALEIKUR KA ogVals í Mjólkurbikarkeppni KSÍ verður á Laugardalsvelli á sunnudag og hefst klukkan 15. Bikarúr- slitaleikurinn er jafnan hápunkt- ur íþróttalífs í landinu enda að miklu að keppa. „Þetta eru 90 mínútur og þær skipta öllu máli,“ sagði Sævar Jónsson, fyr- irliði Vals, við Morgunblaðið. „Allir eru hungraðir í að sigra og víst er að við leggjum allt í sölurnar." Þegar tekið er mið af stöðu lið- anna í deildinni hljóta Vals- menn að teljast sigurstranglegri, en á það ber að líta að í bikar er um einstakan leik að ræða og því ræður dagsformið oftar en ekki úrslitum. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með það að vera taldir sigurstrang- legri, en erum jarðbundnir, því allt getur gerst í bikarleik," sagði Sæv- ar. „KA hefur sigrað þijú af efstu liðum 1. deildar á leiðinni í úrslitin, sem sýnir að KA er sterkt 1. deiidar félag, sem ber að taka alvarlega. Leikir vinnast ekki á pappímum, heldur verður hugarfarið að vera rétt inni á vellinum og við verðum að vera tilbúnir að taka á öllu, sem við eigum, til að ná settu marki.“ Valsmenn eru sem stendur í fjórða sæti í deildinni og sagði Sævar að stefnan væri að sigra tvöfalt meðan sá möguleiki væri fyrir hendi. „Við erum ekki úr leik í deildinni og beij- umst á báðum vígstöðvum til þraut- ar. Fyrir tveimur ámm varð spennu- fall hjá okkur eftir sigur í bikamum, en við emm reynslunni ríkari. Nú leggjum við allt kapp á bikarúrslita- leikinn og ekkert nema sigur kemur til greina.“ Forsala aðgöngumiða hafin Forsala aðgöngumiða er hafin á bikarúrslitaleikinn og hægt er að nálgast miða á karlaleikinn í Valsheimilinu og í Kringlunni í Reykjavík, og í KA-heimilinu á Akureyri. Miðasala á Laugardals- velli opnar klukkan 11 á sunnudaginn. Verð í stúku er 1100 kr. og stæði 700 kr., en 300 kr. kostar fyrir böm í stæði. Á kvennaleikinn kostar 500 krónur, en ókeypis er fyrir böm tólf ára og yngri. IMúverandi íslands- og bikarmeistarar leika til úrslita Karlar 17 ára og eldri (5 km): ■ Kristján Skúli Ásgeirsson 17:57 Ólafur Gunnarsson 18:36 Alfreð Harðarson 18:41 Jóhannes Guðjónsson 18:53 Jón Jóhannesson 20:12 Konur 39 ára og yngri (10 km): Martha Emstdóttir 35:38 GerðurRúnGuðlaugsdóttir 46:30 IngibjörgEggertsdóttir 47:07 Þóra Gunnarsdóttir 49:45 Þórhildur Oddsdóttir 50:05 Konur 40 ára og eldri (10 km): Bryndís Magnúsdóttir 51:25 Helga Bjömsdóttir 51:31 Alda Sigurðardóttir 54:15 Svanfríður S. Óskarsdóttir 55:42 Birna G. Bjömsdóttir 55:42 Karlar 39 ára og yngri (10 km): EymundurKjeld 34:00 Jóhann Ingibergsson 34:08 Ragnar Guðmundsson 34:27 JóaStefánsson 34:27 Sigmar Helgi Gunnarsson 34:28 Karlar 40 ára og eldri (10 km): Kári Egill Kaaber 39:25 Guðjón Guðmundsson 39:25 Öm Sævar Ingibergsson 40:43 Hannes Jóhannsson 41:02 Flosi A.H. Kristjánsson 43:53 Ellen Betrix-golfmótið Kvennamót haidið í Garðabænum Með/án forgjafar: Helga Gunnarsdóttir, GK..........70/93 Auður Gujónsdóttir, GK...........71/96 Guðbjörg Sigurðardóttir, GK......74/93 Halldóra Gylfadóttlr úr ÍA. BREIÐABLIK og ÍA leika á morgun til úrslita í bikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum, og hefst leikurinn klukkan 15. Leikurinn verða eflaust jafn og spennandienda eigast þarna við núverandi bikarmeistarar og íslandsmeistarar. Skagastúlkur em núverandi bik- armeistarar en þær hafa alls leikið átta sinnum til úrslita. Þetta er sjötti úrslitaleikur þeirra í röð, en þær hafa einungis tvisvar náð að hampa titlinum. íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fjórum sinnum leikið til úrslita, síð- ast árið 1986, en þrisvar hefur iiðið náð að sigra í úrslitaleik bikarkeppn- innar. Leikið er um stóran og glæsilegan bikar sem gefínn var af Reykjavíkur- borg, og keppt var í fyrsta skipti um hann á síðasta ári. Hvort lið hefur leikið þrjá leiki á leið sinni í úrslitaleikinn. Breiðablik lék í fyrstu umferð við lið KA frá Akureyri og var leikið fyrir norðan. Blikastúlkur unnu 6:0 og í annari umferð unnu þær einnig með sex marka mun því þær lögðu KS á Siglufirði, 7:1. í undanúrslitum léku þær við KR vestur í bæ og eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þá hafði Blik- aliðið betur. Skagastúlkur byijuðu geysivel i fyrsta leik í bikarnum. Þær fóru til Sandgerðis og unnu lið Reynis 14:0. í annari umferð mættu þær Haukum í Hafnarfirði og unnu 8:0 og í undan- úrslitum léku stúlkumar af Skagan- um við Störnuna úr Garðabæ og að þessu sinni á Akranesi. Heimamenn sigruðu 3:0 og því hafa þær ekki enn fengið mark á sig, en gert 25 mörk í þremur bikarleikjum! Mjólkurbikarkeppni KSi Úrslitaleikur Valur - KA sunnudag kl. 15.00. Starfandi dómarar og aðrir með aðgangskort fó afhenta boðsmiða ó Laugardalsvelli fró kl. 1 1.00 á leikdag. KSÍ Ásta B. Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki er tilbúin að mæta Skagastúlkum á Laugardalsvelli. Hér sést hún í landsleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.