Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 5 Fær barnið þitt ekki tækifæri til að njóta sín í skólanum? Rannsóknir sýna að börn sem fá staðgóðan morgunverð ná betri árangri í námi. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var á skólabörnum leiða í ljós að vinnuhraði barn- anna sem hófu daginn með hollum morgun- verði var tæplega 10% meiri, þau sýndu 40% betri árangur í samlagningu, 50% betri árangur í margföldun og 15% betri árangur í rökhugsun. ímyndunarafl þessa hóps var mun auðugra, þau reyndust hugmyndaríkari, frjórri, úthaldsbetri og höfðu mun meiri einbeitingarhæfileika en börnin sem fengu kjarnlítinn morgunverð. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt mikilvægi þess að börn fái staðgóðan morgunverð ög hollt nesti með sér í skólann - einkum þegar haft er í huga að þau verja allt að fjórðungi sólarhringsins í skólanum! Rannsóknina gerði Dr. David P. Wyon, atferlisfræð- ingur, að tilhlutan sænska mjólkuriðnaðarins. Kemur þar skýrt fram hve námsgeta barnanna er nátengd undirstöðumáltíð dagsins. Stillt var upp tveimur samanburðarhópum þar sem börnin í hópunum i’engu ýmist kjarnlítinn morgunverð sem samanstóð t.d. af tei og ristuðu brauði með marmelaði, eða hollan og uppbyggjandi morgun- verð, s.s. mjólk eða mjólk- urmat, korn, ávaxtasafa og brauð með hollu áleggi. Staðgóður morgunverður er forsenda þess að blóð- sykurinn haldist í jafnvægi. Hér má sjá hvernig góður og slæmur morgunverður hefur áhrif á líðan barn- anna með tilliti til blóðsykurs. Blóðsykurmagn A Blóðsykurmagn A Tími Timi Ófullnœgjandi morgunverður veldur því að blóðsykurmagn- ið eyksl snögglega en snar- minnkar að skammri stundu liðinni og kemsl langt niður fyrir það sem eðlilegt getur talist. Staðgóður morgunverður leiðir til þess að blóðsykur- inn nœr fljátlega eðlilegum styrk og helst i jafnvœgi í mun lengri tíma. Foreldrar geta haft mikil áhrif á líðan barna sinna í leik og starfl með því að sjá þeim fyrir staðgóðum morgunverði. Skólanestið er ekki síður mikilvægt forðabúr dagsins. Leggja ætti áherslu á hollan mat og ósæta drykki sem veganesti barnanna út í líflð. Skólamjólkin er til í handhægum um- búðum sem barnið getur gripið til hvenær sem er. Mjólkin er ein kalk- ríkasta fæða sem við neytum að jafnaði, hún er auk þess auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum, zinki, magníum og kalíum og gefur einnig A-vítamín o.ff. efni sem eru líkamanum nauðsynleg. MJOLKURDAGSNEFND VIS / QISOH V1|AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.