Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 25 ' Útgefandi Frarhkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Stefnumótun í norrænu samstarfi Norðurlandaráð átti fjörutíu ára afmæii á þessu ári. Formlegt samstarf þjóðþinganna innan þess, og ríkisstjómanna, er að ýmsu leyti í uppnámi vegna samruna ríkja í Evrópubandalaginu, stofnunar Evrópsks efnahagssvæðis og póli- tískrar þróunar í álfunni yfírleitt. Danir hafa verið aðilar að EB frá 1972 og Svíar og Finnar hafa sótt um aðild og hugsanlega munu Norðmenn gera það einnig í næstu framtíð. Augljóst er því, að þunginn í stjórnmálum Norðurlanda mun í vaxandi mæli beinast að þátttöku í samrunaþróuninni í Evrópu. Samstarf norrænu þjóðþing- anna, ríkisstjórna og hvers kyns stofnana hefur skilað ótrúlega miklum árangri, en þar að auki á sér stað víðtæk samvinna og sam- starf félaga, fyrirtækja og einstakl- inga án afskipta stjómvalda. Starf Norðurlandaráðs og pólitískt sam- starf Norðurlanda hefur þótt til fyrirmyndar meðal annarra þjóða og ekki hefur það dregið úr, að það fer fram án þess að löndin fórni nokkru af sjálfsákvörðunarrétti sínum.. Þróunin í Evrópu mun óhjá- kvæmiiega hafa áhrif á norræna samvinnu og hafa margir af því áhyggjur. Breið samstaða er þó um það meðal norrænna stjómmála- manna, að mikiivægt sé að varð- veita þann mikla árangur, sem náðst hefur, og tryggja samstöðu Norðurlandaþjóða í Evrópusam- starfínu og alþjóðamálum yfírleitt. Enda er náið samstarf norrænna bræðraþjóða eðlilegt vegna sameig- inlegs menningararfs, líkra lífsvið- horfa, velferðar og þjóðskipulags. Forsætisráðherrar landanna skipuðu sérstaka nefnd til að gera tillögur um skipulag norræns sam- starfs í framtíðinni og_ hefur hún skilað tillögum sínum. A fundi for- sætisráðherranna á Borgundar- hólmi 17. ágúst sl. var ákveðið að fara að tillögum nefndarinnar í megindráttum. Hún var undir for- sæti Finnans Jaakko Iloniemi. Full- trúi Davíðs Oddssonar í nefndinni var Matthías A. Mathiesen. Tillög- ur nefndarinnar og ákvörðun for- sætisráðherranna verður til um- fjöllunar á aukaþingi Norðurlanda- ráðs í Arósum í nóvember og í kjöl- farið munu ríkisstjórnirnar leggja til breytingar á Helsinki-sáttmálan- um, sem er lagalegur rammi nor- ræns samstarfs. Forsætisráðherrarnir leggja áherzlu á að hleypa nýju lífí í póli- tískt samstarf Norðurlanda og þungamiðjan í þeirri áætlun er þessi: * Forsætisráðherrarnir munu framvegis hafa með höndum póli- tíska stefnumörkun á sviði norræns samstarfs innan og utan Norður- landa. Æðstu embættismenn fá það verkefni að annast daglega samhæfingu þess og starfsemi skrifstofu norrænu ráðherranefnd- annnar. * Formennska í ráðherranefndum, embættismannanefndum og á fundum á vegum ríkisstjórnanna skiptist með reglulegum hætti milli landanna. * Náið samráð verður milli land- anna um mál á dagskrá innan EES, EB og öðrum svæðabundnum samtökum. * Samstarf ríkisstjóma Norður- landa mun ná til utanríkis- og ör- yggismála og það samstarf mótað. * Rík áherzla verður lögð á sam- starf við Norðurlandaráð, m.a. með víðtækri upplýsingagjöf um Evr- ópusamstarfíð og önnur utanríkis- mál. * Hrint verður í framkvæmd að- gerðum til að stórefla menningar- samstarfíð, m.a. með stofnun nýs, öflugs menningarsjóðs. * Þróað verður enn frekar sam- starf á sviði umhverfisverndar, þjóðfélagsmála, orkumála og upp- byggingar samgöngu- og þjónustu- kerfis Norðurlanda. * Stuðlað verður að enn frekari samskiptum félagasamtaka og ein- staklinga á Norðurlöndum, sem verið hefur einn heizti kjarni í nor- rænu samstarfi. * Starfsemi skrifstofa, stofnana, nefnda og ráða á vettvangi form- legs samstarfs verður sniðið að þörfum landanna hveiju sinni. Þessi stefnumótun sýnir, að rík- isstjórnir Norðurlanda ætla að hleypa nýju lífi í norrænt samstarf og samhæfa það þróuninni í Evr- ópu. Sérstök áherzla verður lögð á að varðveita sérkenni og menningu Norðurlandaþjóðanna. Reiknað er með því að nýi menningarsjóðurinn muni nema milljarði danskra króna innan fárra ára. Ýmsar breytingar verða gerðar á núverandi fyrir- komulagi, m.a. verða skrifstofur Norðurlandaráðs og Norrænu ráð- herranefndarinnar færðar á einn stað, stofnunum, nefndum og verk- efnum fækkað eða lögð niður. Til- gangurinn er að auka skilvirkni norræns samstarfs, draga úr skrif- ræði og kostnaði, svo það þjóni nýjum markmiðum. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, hefur lýst ánægju sinni með það, að hlutur íslendinga í norrænu samstarfí minnki ekki og að ríkis- stjórnirnar ætii ekki að draga úr vægi þess á kostnað Evrópusam- starfsins. Norrænt samstarf hefur ætíð byggst á fijálsu samstarfí ein- staklinga, félaga og fyrirtækja og síðustu fjörutíu árin á formlegu samstarfí þjóðþinganna innan Norðurlandaráðs. Það er mikilvægt að varðveita þennan grunn áfram. Þótt framkvæmdavaldið, ríkis- stjómirnar, muni nú bersýnilega taka frumkvæði í opinbera sam- starfínu skiptir miklu, að ekki verði dregið úr áhrifum þingkjörinna fulltrúa landanna í Norðurlanda- ráði til að hafa áhrif á þróun nor- ræns samstarfs. * Islandsflug í sjúkraflugi á Grænlandi FLUGVÉL Islandsflugs, sem er i leigu iijá grænlensku heimastjórn- inni, var fengin i sjúkraflug á Grænlandi með stúlku sem skotin var í bakið í gær. Stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Vélin átti að lenda í Kulusuk kl. 12 en hún kom frá Constable Point á austurströnd Grænlands. Skömmu fyrir lendingu fékk íslandsflug upp- hringingu frá Græniandsflugi sem spurðist fyrir um leigu á vélinni. Ung stúlka hefði verið skotin í bakið í Kulusuk. íslandsflug tók að sér flugið og flutti stúlkuna á sjúkrahús í Núuk. Síðan sneri vélin aftur til Kulusuk með heimastjómarmennina. Álagning virðisaukaskatts á íslandi og í nokkrum löndum Evrópu íci Dan- Nor- Sví- „ , . Hol- Frakk- Bret- IÖLANU mörk egur þjóð Be'9'a land land land áýska- land Tillaga EB* Almennt skattahlutfall, % H 24,5 25 20 25 19 18,5 18,6 17,5 14 15 Lægra þrep, % L (14) - - 18 1,6,17 6 2,5 - 5,7,11 5 Skattskyldusvið: Matvæli L/H H H L L L L L L L Vinna iðnaðarm. v. íbúðarhúsnæði E H H H L H H H H H Húshitun U H H H H H H L H L Afnotagjöld útvarps og sjónvarps U H H H . . . L Bækur u H U H L L L L L L Tímarit u U/H U U/H U L L L L L Dagblöð u U U U U L L L L L Leikhús, tónleikar, listsýningar u U/H U U/H L H L/H H L L Fólksflutningar u U U L L L L L/H L L Hótelgisting u H U L L L L/H H H L Happadrætti u U U U U Tryggingaiðgjöld u U U U U U U U U U Fjármálaþjónusta u U U U U U ! U U U U U = Undanþegið virðisaukaskatti E = Endurgneiðslur á virðisaukaskatti • Tillaga EB um lágmaikshlutfölt Heimild: Fjármálaraöuneytið Dagblöð undanþegin virðisaukaskatti á öllum Norðurlöndunum Almennt færri undanþágur í Evrópuríkjum en á Islandí FÆRRI undanþágur frá virðisaukaskatti eru í gildi í öðrum Evrópu- löndum en á Islandi, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hjá fjármálaráðuneytinu og víðar. Almennt eru happdrætti, tryggingaiðgjöld og fjármálaþjónusta undanþegin virðisaukaskatti. Einnig eru víða í gildi tvö eða fleiri skattþrep, þar sem til dæmis matvæli bera lægri virðisaukaskatt en aðrar vörur. Einstaka vara og þjónusta, sem nú er rætt um að beri 14% virðisaukaskatt á Islandi, nýtur þó skattfrelsis í sumum löndum, einkum á hinum Norðurlöndunum. A þetta sérstaklega við um áskrift dagblaða og tímarita, bækur og menningarstarfsemi. í stjórnarliðinu eru nú ræddar hugmyndir um að lækka almennt hlutfall virðisaukaskatts úr 24,5% í 22% en fækka undanþágum frá skattinum á móti og leggja 14% skatt á ýmsa þjónustu og vörur, sem hingað til hafa verið skattfijálsar. Allmargar undanþágur eru frá virð- isaukaskatti og samkvæmt lauslegu mati fjármálaráðuneytisins er skattstofn þeirrar vöru og þjónustu, sem undanþegin er skattinum, um 16 milljarðar króna, eða um það bil tíundi hluti heildarskattstofns virðisaukaskatts samkvæmt núgild- andi lögum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er rætt um að fella nið- ur undanþágur fyrir fólksflutninga, hótelgistingu, íslenzkar bækur, dagblöð og tímarit, húshitun, af- notagjald útvarps og sjónvarps og suma menningar- og íþróttastarf- semi, þar á meðal laxveiðileyfi. A þessa liði á að leggja 14% skatt. Nú þegar er í gildi 14% virðisauka- skattur á nýmjólk, kindakjöti og nokkrum öðrum innlendum land- búnaðarafurðum. Samkvæmt þeim hugmyndum, sem ræddar eru í stjórnarflokkunum verða banka- þjónusta, tryggingar og happdrætti áfram undanþegin virðisaukaskatti. Miðað við núverandi kerfi er virð- isaukaskattur hár á íslandi og er éinungis hærri (25%) í Danmörku og Svíþjóð af þeim löndum, sem Morgunblaðið aflaði upplýsinga um. Almennt 22% skatthlutfall yrði áfram í hærri kantinum. Tvö skatt- þrep eða fleiri eru í gildi í öllum Vestur-Evrópulöndum nema Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. í öllum löndunum, sem saman- burðurinn nær til, bera matvæli lægri virðisaukaskatt en aðrar vör- ur, sé lægra skattþrep fyrir hendi. Er þá um að ræða ailar matvörur, Hugmyndum um breytingar á virðisaukaskattkerfinu mótmælt Virðisaukaskatturinn ylli innanlandsfiugi stórskaða - segir í tilkyimingu Flugleiða, ís- landsflugs og Flugfélags Norðurlands FLUGLEIÐIR, Flugfélag Norðurlands og íslandsflug hafa sent frá sér sameiginleg mótmæli vegna hugmynda stjórnvalda um að leggja 14% virðisaukaskatt á innanlandsflug. Sljórn Félags íslenskra ferða- skrifstofa hefur einnig sent frá sér mótmælatilkynningu við áformum um virðisaukaskatt á ferðaþjónustu og þá hefur stjórn Sambands íslenskra hitaveitna samþykkt mótmæli við hugmyndum um álagn- ingu virðisaukaskatts á upphitun húsa. I gær barst mikill ,fjöldi mótmælaskeyta á faxtækjum Alþingis frá íþróttafélögum á Norður- landi og Vesturlandi sem voru stíluð á einstaka þingmenn. Auk þess barst fjöldi símskeyta til þingsins, þar sem mótmælt var áformum um álagningu virðisaukaskatts á íþróttahreyfinguna, samkvæmt upp- lýsingum sem fengust á skrifstofu Alþingis. í fréttatilkynningu frá flugfélög- unum þremur segir m.a. að þau muni strax eftir helgi leita eftir fundi með ráðherrum fjármála og samgöngumála til að kynna þeim málefni innanlandsflugsins og hver áhrif þau telja að álagning virðis- aukaskatts myndi hafa á rekstur félaganna og þá þjónustu sem þau inna af hendi. Bent er á að á síðasta ári hafi orðið um 200 milljón kr. halli af rekstri innanlandsflugs á íslandi og félögin þijú hafí öll tapað af innan- landsflugrekstri sínum. „Vegna þeirrar efnahagskreppu sem hér ríkir telja fyrirtæki í innanlandsflugi að mjög erfitt verði að velta 14%- virðisaukaskatti út í verðlagið án þess að verulegur fjöldi farþega tapist. Aætlað hefur verið að virðis- aukaskattur geti þýtt um 10% kostnaðarauka fyrir greinina og allt að tvöföldunar á tapi. Það er því augljóst að skattlagning af þessu tagi myndi leiða til stórfelldrar upp- stokkunar á innanlandsflugi og draga þyrfti úr þjónustu,“ segir í frétt frá Flugleiðum, Flugfélagi Nojðurlands og íslandsflugi. í ályktun Félags íslenskra ferða- skrifstofa segir m.a. að ferðaþjón- usta á íslandi sé skattlögð umfram aðrar gjaldeyrisskapandi atvinnu- greinar. Áætlaður innskattur í hót- elgistingu og innanlandsflugi sé um það bil 2,5% og miðað við 14% virð- isaukaskatt séu það 11,5% sem verði að setja út í verðlagið þar sem rekstrarafkoma undanfarinna ára gefi síður en svo tilefni til að ætla að fyrirtækin geti tekið slíka skerð- ingu á sig. Einnig er því haldið fram að áhrif slíkra hækkana á komu erlendra ferðamanna verði geig- vænleg. Stjórn Sambands íslenskra hita- veitna segir að landsmenn greiði um 4,3 milljarða króna á ári fyrir upphitun með heitu vatni og við 14% álagningu virðisaukaskatts muni sá reikningur aukast um 600 milljónir króna. Verði hann að meðaltali um 8 þús. kr. á hvert heimili á hitaveitu- svæði en þar sem húshitunarkostn- aður sé mismunandi eftir búsetu- svæðum muni reikningurinn hjá sumum fjölskyldum hækka um 15 þús. kr. á ári. Auk þess segir í álykt- un stjórnarinnar að virðisaukaskatt- ur á heita vatnið feli í sér aukna skattheimtu á sveitarfélögin upp á 60-90 millj. kr. á ári þar sem þau kaupi 10-15% af hitaorku hita- veitna. en ekki valdar vörutegundir eins og hér á landi. Húshitun ber alls staðar fullan virðisaukaskatt nema hvað sala raforku til íbúðarhúsa í Norður-Noregi er undanþegin skatti. Greiddur er skattur af af- notagjöldum útvarps og sjónvarps víðast hvar. Bækur eru undanþegnar virðis- aukaskatti í Noregi og eru í lægra skattþrepi víða annars staðar. Tímarit, ýmist öll eða rit, sem upp- fylla ákveðin skilyrði um efni og dreifingarmáta, eru undanþegin skattinum á Norðurlöndunum og í Belgíu. Dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti á öllum Norður- löndunum og í Belgíu en í sumum þessara landa, til dæmis Svíþjóð, hefur verið lagt til að undanþága þeirra verði felld niður. í þeim lönd- um þar sem blöð og tímarit eru ekki undanþegin skatti eru þau yfír- leitt í lægra skattþrepi. Skattlagning menningarstarf- semi og íþrótta er með mjög mis- munandi hætti í öðrum Evrópulönd- um. Sums staðar eru ýmsir þættir skattlagðir en aðrir ekki, sums stað- ar er almenn undanþága og sums staðar innheimtur fullur skattur, annars staðar er lægra skatthlut- fall. Engin almenn regla er í gildi livað þessa málaflokka varðar. Fleiri undanþágur eru í gildi á Norð- urlöndunum en annars staðar. Svokallaðar ferðamannagreinar, fólksflutningar og hótelgisting, bera víða lægri virðisaukaskatt en aðrar greinar. í Svíþjóð var skattur í þessum atvinnugreinum lækkaður úr 25% í 18% um síðustu áramót. Fólksflutningar eru undanþegnir skatti í Danmörku og Noregi og hótelgisting í Noregi. Langholtssöfnuður 40 ára Mikilvægi að mynda varan- leg tengsl við sóknarbömin - segir sr. Flóki Kristinsson LANGHOLTSSÖFNUÐUR er um þessar mundir 40 ára og 8 ár eru liðin frá vígslu Langholtskirkju. Afmælisins verður minnst á morgun, sunnudag, með skrúðgöngu um hverfið og guðsþjón- ustu. Að sögn sr. Flóka Kristinssonar er stefna skfnaðarins í ár að tengjast skólum og uppeldisstofnunum enn betur en verið hefur. Sr. Flóki tók við starfi prests Langholtssafnaðar í júní í fyrra. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að fýrstu samkomur safnað- arins hefðu verið haldnar í tjaldi sem sett var upp á Holtinu og að einnig hafi verið reynt að halda samkomur í kjallara Langholts- skóla en aðbúnaður þar hefði ekki verið góður. Síðar var notast við hermannabragga, Hálogaland, sem einnig var notaður undir íþróttaiðkanir. Flóki sagði Lang- holtssöfnuð fyrsta söfnuðinn í Reykjavík sem byggt hafi safnað- arheimili og að messur hefðu verið haldnar þar allt til fyrir átta árum að kirkjan var byggð. Flóki sagði safnaðarstarfið hafa breyst á þessum 40 árum. Hann sagði að nú væru fáir tilbúnir að vinna sjálfboðavinnu. Fólk gæQ^sér einnig lítinn tíma til að þiggja það sem í boði væri. Hann taldi lausn- ina á þessu vera að ráða starfsfólk með sérþekkingu og menntun og myndi það um leið gera kirkjuna faglegri í vinnubrögðum. Langholtssöfnuður hefur ráðið til sín kennara og er það fyrsti söfnuðurinn í landinu sem gerir slíkt, að því er best er vitað. Flóki sagði tilganginn með ráðningu kennara vera þann að sjá um fræðslustarfsemi í skólum. Hann sagði stefnu safnaðarins í ár vera að tengjast skólum og uppeldis- stofnunum í hverfínu enn betur en verið hefði. Flóki sagði að guðs- þjónustur í ár yrðu sniðnar fyrir yngra fólkið og stefnt væri að því að foreldrar gætu komið með börn- in eftir messu þar sem fram færi fræðsla og að henni lokinni snædd- ur hádegisverður. Flóki sagði að margir þættir væru í safnaðarstarfínu. Nefndi hann tónlistarskóla fýrir börn og unglinga og væru um 40 börn skráð í hann. Einnig er starfrækt þjónustudeild fyrir eldra fólkið sem m.a. sér um að aka því til og frá guðsþjónustu og tómstundastarfi í safnaðarheimilinu. Að lokum minntist Flóki á Kór Langholtskirkju. Hann sagði að ekki hefði þurft að auglýsa eftir söngröddum í hann undanfarin ár heldur frekar að vísa fólki frá. Hann sagði kórinn flytja tvö stór- verk á hveiju ári fyrir utan að honum væri skipt niður í fimm flokka sem hver um sig sæi um að syngja við guðsþjónustur á sunnudögum. Flóki sagði kórinn vera að undirbúa styrktartónleika vegna kaupa á orgeli í kirkjuna og sagði söfnunina vera fímm ára verkefni safnaðarins. Aðspurður um kirkjusókn sagði Flóki hana vera ágæta miðað við aðrar sóknir í Reykjavík. Hann sagði það mikilvægt að mynda varanleg tengsl við sóknarbörnin m.a. í gegnum fræðslu. Hann sagð- ist m.a. hafa opnað Langholts- kirkju á virkum dögum þar sem fólki gæfíst kostur á kaffisopa og Langholtskirkja Morgunblaðið/Þorkell Sr. Flóki Kristinsson, prestur í Langholtskirkju. spjalli og hefði þetta gefist vel. Sigríður Jóhannesdóttir, sem sér um þjónustu við aldraða fyrir Langholtskirkju, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðaláherslan væri lögð á samverustundirnar sem haldnar væru einu sinni í viku. Helgistundir eru þungamiðjan í starfínu. Þjónusta við aldraða í Lang- holtskirkju var hafin fyrir 10 árum og hefur Sigríður starfað við hana frá byijun. Hún sagði þetta starf hafa í upphafi byggst á sjálfboða- vinnu en í dag væri hún í hálfu starfi á launum frá söfnuðinum. Sigríður sagði það ekki skipta máli hvað margir sæktu samveru- stundirnar heldur væri aðaláhersl- an lögð á gæði og bætti því við að elsti þátttakandinn væri orðinn 97 ára. Afmælisins verður minnst á morgun. Farið verður í skrúðgöngu um hverfið, lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10.30 og taka skátar og fleiri aðilar þátt í henni auk sóknarbarna. Trompetleikarar blása og sagði Flóki það vera m.a. til þess að vekja athygli fólks á því að kirkjan kallaði. Að skrúð- göngu lokinni verður haldin guðs- þjónusta og síðan er sóknarbörnum boðið í léttan hádegisverð. Mikil sala á kjúklingum á höfuðborgarsvæðinu Neytendur hamstra en taldar duga fram yfir MJÖG mikil sala hefur verið und- anfarna daga á kjúklingum á höf- uðborgarsvæðinu. Töluvert er um að fólk hamstri. Talið er að flest- ar verslanir verði uppiskroppa með kjúklingakjöt nú um helgina. Haft var samband við kjötdeildina í Miklagarði og kom fram í samtali við Freyju Theódórsdóttur starfs- mann að hún teldi að kjúklingabirgð- ir myndu ekki duga yfir helgina. Hún sagði að Mikligarður hefði feng- ið aukasendingu af kjúklingakjöti en allt væri að klárast og að starfsmenn hefðu ekki undan að vigta þá. Hún sagði að mikið hefði verið um að fólk hamstraði kjúklinga og væri að kaupa allt að 6-7 stykki í einu. í Fjarðarkaupi voru allir kjúkling- ar búnir seinnipart föstudags og Svíar hrósa íslensku óperunni UPPSETNING íslensku óperunnar á Óþelló fékk góða dóma er hún var sýnd í Gautaborg í Svíþjóð í síðustu viku. „Stór ópera frá hinu litla Islandi“ og „Dramatísk ópera í háum gæðaflokki" voru meðal þeirra umsagna sem sænskir gagnrýnendur gáfu uppsetningunni. Gagnrýnandi Dagens Nyheter fjallar í byrjun greinar sinnar sér- staklega um fámennið á íslandi og af hversu fijóum jarðvegi starf ís- lensku óperunnar sé sprottið. „Þrátt fyrir að Óþelló sé í raun einu núm- eri of stór sýning fyrir Islensku óper- una, var uppsetningin mjög góð,“ segir gagnrýnandinn. Nefnir hann sérstaklega frammistöðu Garðárs Cortes, Olafar Kolbrúnar Harðar- dóttur og Keiths Reed, sem hann segir túlka sérlega vel sálarástand persónanna. í Göteborgsposten er uppsetning- in sögð sigur söngsins yfir hinu leik- ræna. Segist gagnrýnandinn sjaldan hafa séð sýningu þar sem eins mik- ill munur hafí verið á verstu og bestu hliðum uppsetningarinnar. Að mati gagnrýnandans er söngurinn aðall sýningarinnar. Segir hann Garðar Cortes þegar hafa sýnt það að hann sé stórtenór á alþjóðamælikvarða. Og þrátt fyrir að Keith Reed hafi stundum átt í vandræðum með að túlka illmennsku Jagós, sé rödd hann frábærlega lýrísk. Þá hrósar hann sérstaklega Elsu Waage, Tómasi Tómassyni og Þorgeiri Andréssyni. Gagnrýnandinn telur uppsetning- unni það helst til vansa hversu hef- bundin hún sé. Gagnýnandi Arbetet hrósar Garð- ari Cortes sérstaklega. Segir hann að þrátt fyrir að íslendingar séu að missa hinn frábæra listamann, Garð- ar Cortes, til Svía, sé fjöldi góðra söngvara við íslensku óperuna. Og um sýninguna í heild segir hann: „Annars lagið rnátti sjá smáhnökra á sýningunni en þeir náðu ekki að draga úr heildaráhrifum þess að horfa á dramatíska óperu af mjög háum gæðaflokki." sagði Guðjón Sveinsson, verslunar- stjóri, söluna hafa verið tífalda miðað við það venjulega. Hann sagðist hafa fengið birgðir af kjúklingum um morguninn en allt hefði klárast á augabragði. Guðjón sagðist vera mjög ánægður með viðbrögð neyt- enda. Ólafur Guðjónsson hjá fuglabúinu Móum sagðist ekki muna eftir ann- arri eins sölu á kjúklingum. Hann sagði söluna hafa verið áberandi mikla bæði á fimmtudag og í gær og taldi engan vafa leika á því að mikið væri hamstrað. Hann sagði að þær verslanir sem ættu í viðskipt- um við Móa væru meira og minna uppiskroppa með kjúklinga þó að afgreiðsla til þeirra væri mjög mikil. Guðjón Bjarnason, sölustjóri hjá alifuglasláturhúsinu ísfugli, sagðist ekki geta annað öllum þeim pöntun- um sem bærust því fyrirtækið væri nánast orðið kjötlaust. Hann sagðist hafa rætt við einn kaupmann á höf- uðborgarsvæðinu og að hans sögn væri þessi útsala á kjúklingum ekki lík neinu sem áður þekktist, svo mikil .sé salan. Guðjón sagði þessa verðlækkun frábrugðna öðrum að því leyti að kaupmenn væru ekki að selja birgðir sem þeir hefðu getað keypt ódýrt heldur væru þeir að selja kjöt sem framleiðendur hefðu selt verslunum á réttu verði. Því taldi birgðir helgina hann að verðlækkunin myndi ekki standa nema fram yfir helgina. í samtali við Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Hagkaups kom fram að sala á kjúklingum væri meiri nú en áður en ekki væri hægt að segja að fólk væri að hamstra. Hann sagði að kjúklingabirgðir myndu endast í Hagkaup fram yfír helgi. V erkalýðsfélag A-Húnavatnssýslu Samið við sam- vimnifélögin Verkalýðsfélag Austur-Húna- vatnssýslu samdi við samvinnufé- lögin á fimmtudag og frestaði boð- uðu verkfalli á mánudag, að sögn Valdimars Guðmannssonar for- manns félagsins. Enn er þó ósamið við Vinnuveitendasamband íslands. Aðspurður sagði Valdimar að verið væri að semja við VSÍ og hann tryði ekki öðru en samningar tækjust fyrir mánudag. Hann sagði að samið hefði verið um miðlunartillögu sáttasemjara frá því í vor og 5000 kr. eingreiðslu 1. maí eða, í sumum tilvikum, hærri desemberuppbót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.