Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 25 Stefnir í nýtt borg- arastríð í Angóla Luanda. Reuter. FIMMTÁN manns féllu í gær í árásum liðsmanna Unita-hreyfingar- innar í Angóla, meðal annars á.eitt úthverfi höfuðborgarinnar, Lu- anda, og á lögreglustöð í Huambo, næststærstu borginni. Þá reyndu þeir einnig að sögn Angólastjórnar að ná á sitt vald flugvellinum í Luanda. Ottast flestir, að stríðið sé að brjótast aftur út í landinu. Reuter Pik Botha á blaðamannafundi ásamt Lopo de Mascimento, sendi- manni angólsku stjórnarinnar. Lamont boðar þensluað- gerðir NORMAN Lamont, fjármála- ráðherra Bretlands, sagði í gær að breska stjómin myndi nú leggja höfuðáherslu á að auka hagvöxtinn og ráðast í vega- og járnbrautafram- kvæmdir í því skyni að skapa ný atvinnutækifæri. Hann gaf ennfremur til kynna að vænta mætti frekari vaxtalækkana. Hagfræðingar sögðu þó að ráðherrann hefði ekki enn sannfært þá um að stjórnin hefði mótað trúverðuga efna- hagsstefnu og myndi ekki missa tökin á verðbólgunni. SÞ ráða íraka til Sómalíu BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilnefndi í gær íraskan stjórnarerindreka, Is- mat Kittani, sem sérlegan sendimann samtakanna í Só- malíu. Hann tekur við af Als- írbúanum Mohamed Sahnoun, sem sagði af sér eftir að Bout- ros-Ghali hafði gagnrýnt um- mæli hans um að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki brugðist nógu skjótt við hungursneyð- inni í Sómalíu. Danir banna genapróf MEIRIHLUTI er á danska þinginu fyrir frumvarpi til laga um bann við erfðafræði- legum rannsóknum á atvinnu- umsækjendum. Verði frum- varpið að lögum geta trygg- ingafélög ekki heldur gert slíkar rannsóknir á fólki sem óskar eftir líftryggingum. Blöskrar sjón- varpsofbeldið PAUL Keating, forsætisráð- herra Ástralíu, gagnrýndi í gær sjónvarpsstöðvar fyrir að sýna of mikið af ofbeldi og sakaði þær um að senda þau skilaboð til barna og unglinga að ekkert væri eðlilegra en að leysa deilumálin með ofbeldi. Ráðherrann sagði þetta eftir að rúmlega fertugur Ástrali hafði myrt sex manns vegna fjölskyldudeilu. Karl og Díana til S-Kóreu KARL Bretaprins og Díana prinsessa fara í opinbera heimsókn til Suður-Kóreu í næstu viku og er þetta fyrsta utanlandsferð þeirra saman eftir mikið fjaðrafok í fjölmiðl- um vegna sögusagna um erf- iðleika í hjónabandi þeirra. Heimsóknin stendur í fjóra daga og er búist við að fjöl- miðlar fylgist gaumgæfilega með hverri hreyfingu þeirra í von um að finna einhver merki um ást eða ástleysi. Flugslys í Rússlandi FLUTNINGAVÉL hrapaði í austurhluta Rússlands í gær- morgun með þeim afleiðingum að 14 manns hið minnsta biðu bana. Flugvélin var af gerð- inni An-8 og hrapaði skömmu fyrir lendingu á Chita-flug- velli, austur af Bajkal-vatni. Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, neitaði í gær blaða- fréttum um, að suður-afrískur hefði ráðist inn í Angóla til að neyða Jose Eduardo dos Santos, forseta Angóla, til að deila völdum með Jonas Sawimbi, leiðtoga Unita, en hann heldur því fram, að brögð hafi verið í tafli í þingkosningunum fyrir skömmu. Þá tapaði Unita fyr- ir stjómarflokknum, MPLA. Angólska ríkisfréttastofan Angop sagði, að um 40 Unita-menn hefðu reynt að ná -flugvellinum og urðu tvær erlendar flugvélar fyrir nokkrum skemmdum þegar stjórn- arherinn hrakti þá burt. Af þeim 15 mönnum, sem féllu í gær, voru fjórir portúgalskir en Portúgalir eru enn margir í landinu. Að sögn út- varpsins í Luanda hafa hermenn Unita lagt undir sig marga bæi í landinu að undanförnu og virðist flest benda til, að borgarastyrjöldin í Angóla, sem stóð í 12 ár, sé að taka sig upp aftur. ■NfeVLORER Bíll sem þú verður að sjá um helgina Nú er ný sending af þessum ameríska lúxusjeppa komin til landsins. Explorer er glæsilegur og vandaður jeppi sem hefur fengið frábærar viðtökur hjá íslenskum bílaáhugamönnum frá því hann kom á íslenskan markað fyrir tveimur árum. Ford Explorer er gífurlega kraftmikill jeppi með öfluga V6 4,0L EFI vél og 160 hestöfl. Samt er hann ótrúlega eyðslugrannur. Ford Explorer hefur gjörsigrað aðra jeppa í öryggisprófunum. Hann er með styrktarbita í öllum hurðum, sem veitir bílstjóra og farþegum hámarksöryggi, og nú hefur enn einum öryggisþættinum verið bætt í sem er ABS hemlakerfi á öllum hjólum. Komdu á sýninguna á nýjum Ford Explorer í Giobus. Sýningin er opin á laugardag frá kl. 13-17 og sunnudag frá kl. 13-17. Petta er bíll sem þú verður að sjá. Globus býður viðskiptavinum sínum Motorola farsima á mjög hagstæðu verði. MOTOROLA Hefur þú ekiö Ford.....nýlega? FORD ECONOLINE Sýnum einnig glæsilega Ford Econoline sendibíla og Club Wagon. Globusp -heimur gœða Lágmúla 5, sfml 91- 68 15 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.