Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 Alþjóðlega skeiðmeistaramótið í Weiden Islendingar í miklum skeið- Sigruðu í 5 greinum Íslendingarnir röðuðu sér í þrjú efstu sætin í gæðingakeppninni. Reynir og Höttur lengst til hægri í fyrsta sæti. Þá Sigurbjöm og Skorri, Trausti Þór og sigurvegarinn Höskuldur á Lúkasi, Trausti á Emi, Angantýr á Steingerði og Snorri Dal á Áli. liam - Hestar Valdimar Kristinsson íslendingar réðu lögum og lofum í flestum keppnisgreinum á al- þjóðlega skeiðmeistaramótinu sem haldið var í bænum Weiden i Þýskalandi sunnanverðu fyrir skömmu. Sigur í 5 af 8 greinum og verðlaunasæti i öllum grein- um er árangur sem er mjög góð- ur og sýnir að íslendingar standa fremstir í skeiðgreinunum í dag. Það voru tuttugu íslendingar sem voru skráðir til leiks á mótinu og virðist áhugi hérlendis fyrir því stöðugt vera að aukast. Átta af þessum tuttugu eru búsettir í Þýskalandi en hinir komu allir að heiman eða eru tímbundið í vinnu ytra. Angantýr Þórðarson sigraði í 150 metra skeiðinu á Steingerði frá Skollagróf, Trausti Þór sigraði gæð- ingaskeiðið á Emi frá Akureyri, Reynir Aðalsteins sigraði í gæð- ingakeppninni á Hetti, Höskuldur bróðir hans vann 150 metra skeið- meistarakeppnina og Jón Stein- bjömsson varð stigahæstur kepp- enda í samanlögðu. Keppnin var eitilhörð og allt lagt í sölumar fyrir sigur. Á stundum bar keppnisgleðin skynsemina ofur- liði og of mikið var lagt á suma hestana. Mótið stóð yfír í þrjá daga og sumir hestanna á fullu í öllum greinum og enduðu svo í skeið- meistarakeppninni þar sem famir vom íjórir sprettir og mátti sjá á sumum hestanna að langt var á þrek þeirra gengið fyrir skeiðmeist- arakeppnina. Skeiðmeistarakeppn- in er mjög spennandi bæði fyrir áhorfendur sem keppendur en segja má að mesti glansinn fari ef þegar verið er að þvæla útjöskuðum hest- um í þessa erfíðu grein. Vantar greinilega einhvern öryggisventil á þetta mót þannig að tryggt verði að ekki sé verið að ofgera hestum. Hestakostur mótsins var all góður og undirstrikar það ásamt snjallri reiðmennsku flestra keppenda að skeiðíþróttin er enn í mikilli upp- sveiflu. Við vitum að við höfum urmul góðra skeiðreiðarmanna hér á íslandi en það er greinilegt að þeim fjölgar einnig stöðugt á meg- inlandinu. Búa margir erlendu keppendanna yfír mikilli tækni og notfæra sér það óspart í sýningun- um með ýmiskonar látbragði sem losar oft um alvarleikann sem ríkir í spennandi keppni. Gamli refurinn Reynir Aðal- steinsson sýndi það og sannaði á mótinu að hann á mikið eftir. Keppnisgleðina á hann næga og sigraði eins og áður sagði gæðinga- keppnina af nokkru öryggi og hárs- breidd frá sigri í skeiðmeistara- keppninni. Virðist sem Reynir magnist oft upp í keppni erlendis og nái árangri sem enginn hafi sér- staklega búist við fyrirfram. Er þetta til að mynda annað árið í röð sem hann sigrar í gæðingakeppni skeiðmeistaramótsins. Aðrir íslend- ingar sem ekki hefur verið getið hér stóðu sig með miklum ágætum. Ungur knapi, Snorri Dal, varð til að mynda annar í 150 metra skeið- inu á Áli frá Hellu og tryggði sér þar með rétt til þátttöku í skeið- meistarakeppninnni. Birgir Gunn- arsson sem býr ytra varð annar í töltinu og Rúna Einarsdóttir Zings- heim þriðja. Nokkra athygli vakti mótsstaður- inn sem var æfingasvæði þýska hersins og þar af leiðandi eingöngu notað fyrir þetta eina mót. Enginn hringvöllur var til staðar og brautin vegspotti sem keppt var á rétt dugði fyrir 250 metrana. Tölt og gæð- ingakeppnin fór þannig fram að keppendur riðu fram og til baka eins og hefur reyndar tíðkast á þessum mótum með gæðingakeppn- ina. Það vaknar óneitanlega upp spuming hversvegna mót í þessari stærðar- og gæðagráðu er haldið á svona bráðabirgðastað þegar til eru margir mjög góðir mótsstaðir í Þýskalandi. Það getur verið réttlæt- anlegt að halda mót við ófullnægj- andi aðstæður ef verið er að byggja upp eitthvert framtíðarsvæði en annars ekki. Segja má að aðstaðan á mótsstað hafí sett mótsbraginn nokkuð niður þótt ekki sé með því gefíð í skyn að þetta hafí verið lé- legt mót. Framkvæmdin gekk vel fyrir sig og mátti sjá þess ýmis merki að vel hafí verið að undirbún- ingi staðið, hestamir góðir og knap- ar lítt síðri í heildina séð. Nokkur fjöldi íslendinga sótti mótið heim og virðist alltaf talsverður áhugi fyrir móti þessu hjá landanum. At- hugandi væri fyrir Þjóðveija að leggja meira í kynningu á mótinu hérlendis en með því móti mætti ætla að enn fleiri íslendingar leggðu leið sína á það. Jafnhliða því þyrfti að að tryggja að mótið sé haldið við bestu hugsanlegar aðstæður. Óhætt er að hrósa mótshöldumm fyrir skráningu hrossanna en þar var í ríkari mæli getið um fæðingar- stað hrossanna en tíðkast hefur á mótum erlendis og minna um vit- leysur í nöfnum og bæjarnöfnum. Urslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur 1. Höttur/Reynir Aðal- Fyrrum Evrópumeistari í fimm- gangi Peter Schröder sigraði skeiðmeistarakeppnina á hryss- unni Ástu eftir harða keppni við Reyni Aðalsteinsson. Trausti Þór sem sigraði í gæðingaskeiði af- henti honum þennan eftirsótta bikar. steinsson, íslandi, 8,62. 2. Skorri frá Efri-Brú/Sigurbjöm Bárðarson, íslandi, 8,55. 3. Lautartungu/Uli Reber, Þýskalandi, 8,46. 6.-7. Létt- ir/Johann G. Johannesson, íslandi, 8,42. 6.-7. Fjalar frá Fossvöllum, Hinrik Bragason, ísjandi, 8,42. 8. Kolskeggur frá Ásmundarstöð- um/Þórður Jónsson, íslandi, 8,39. 9. Brandur frá Runnum/Benedikt Þorbjömsson, íslandi, 8,35. 10. Feykir/Rúna Einarsdóttir Zings- heim, íslandi, 8,32. Tölt 1:1 1. Jo- hannes Hoyos, Austurríki, á Þorra frá Meðalfelli, 8,59. 2. Rúna Einars- dóttir Zingsheim, íslandi, 8,54. 3. Birgir Gunnarsson, íslandi, á Eik frá Hoftúnum, 8,45. 4. Martin Hell- er, Sviss, á Svipi frá Hvalsá, 8,44. 5. Piet Hoyos, Austurríki, á Vaski frá Birgissu, 8,42. 6. Sigurbjöm Bárðarson, Islandi, á Fjalari frá Fossvöllum, 8,39. 7. Karly Zings- heim, Þýskalandi, á Fylki frá Roder- ath, 8,31. 8. Hans Pfaffen, Sviss, /íiíl ^ ~ - - 4» Mrööur •-HJ . jpta* f a ttt nt^iYtttt 7l- J. •' muiuuu v lii kaMB&g=J 1 ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Allra heil- agra messa. Látinna minnst. Ein- söngur Anna Sigríður Helgadóttir. Fiðluleikur Laufey Sigurðardóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Minn- ing látinna. Dómkórinn syngur. Ein- söngur Ingólfur Helgason. Organleik- ari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Barnastarf í safnað- arheimilinu á sama tíma. Kirkjubíllinn fer um Vesturbæinn. Messa kl. 17.00 á tónlistardögum Dómkirkjunnar. Flutt verður nýtt tónverk eftir Hróðm- ar Inga Sigurbjörnsson. Dómkórinn syngur. Einsöngvari Ingólfur Helga- son. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- * Guðspjall dagsins: (Matt. 5). Josús predikar um sælu. Allra heilagra messa usta kl. 10.00. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Vngri börnin niðri og eldri börnin uppi. Mikill söngur, fræðsla og leikræn tjáning. Messa kl. 14. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Allra heilagra messa. Fræðslusamvera kl. 10. Gunnar J. Gunnarsson. Trúarbrögð mannkyns. Fjölskyldumessa kl. 11.00. Altarisgaga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Barnastarf á sama tíma. Kl. 17. Minningar- og þakkarguðs- þjónusta. Minnst látinna. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prest- ur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Tónlistarflutningur á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur. Málmblásarak- vintett leikur með fullskipuðum kór Langholtskirkju. Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Allra heilagra messa. Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Organisti Ronald Turner. Drengjakór Laugar- neskirkju syngur. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Þórarins Björnsson- ar. Drengjakór Laugarneskirkju syng- ur frá kl. 10.45. Heitt á könnunni eftir messu. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN, Rvík: Laugardag: Flautudeildin í safnaðarheimilinu kl. 14 og starf eldri barnanna kl. 15. Sunnudag: Kl. 11 barnaguðsþjón- usta, kl. 14 guðsþjónusta, ræðumað- ur: Ólafur Sverrisson frá Gídeon- félaginu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Hákon Leifs- son. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Allra heilagra messa. Guðsþjónusta kl. 11. Barna- kór Árbæjarkirkju syngur við guðs- þjónustuna. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Sunnudagaskóli Árbæj- arsafnaðar kl. 11 í Ártúnsskóla, Se- lásskóla og safnaðarheimili Árbæjar- kirkju. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Organisti Daníel Jónasson. Kaffisala kirkjukórsins að messu lok- inni. Kl. 20.30 samkoma á vegum „Ungs fólks með hlutverk". Sr. Gísli Jónasson. Ræðumaður Friðrik Schram. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Sigfús- ar og Guðrúnar. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSPREST AKALL: Bamaguðsþjónusta kl. 11 í Félags- miðstöðinni Fjörgyn. Guðfræðinem- arnir Elínborg og Guðmunda að- stoða. Allra heilagra messa. Guðs- þjónusta kl. 14. Predikun: sr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur. Ein- leikur á þverflautu: Guðlaug Ásgeirs- dóttir. Einsöngur: Þóra Einarsdóttir. Organisti Sigurþjörg Helgadóttir. Kaffisala til ágóða fyrir Líknarsjóð Grafarvogssóknar eftir guðsþjón- ustuna. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL:Messusalur Hjallasóknar Digranesskóla. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Foreldrar eru hvattir til þátttöku í guðsþjónustunni með börnum sínum. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum sunnu- dag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Organisti Stefán R. Gíslason. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og foreldra þeirra. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum í Borgum að lokinni guðsþjónustu. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Seljakirkju syngur í guðsþjónustunni. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. ValgeirÁstr- áðsson pródikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi eftir guðs- þjónustuna. Frímerkjasýning á veg- um Frímerkjaklúbbs kirkjunnar opin í safnaðarsal. Sóknarprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Ingunn Guðmunds- dóttir. Kaffi eftir messu. Þorsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugar- daga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK: Almenn samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58 kl. 20.30. Dóra Guðrún Guð- mundsdóttir hefur upphafsorð og ræðumaður verður Hildur Sigurðard- ótctir. Bænastund kl. 19.45. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardaga messa kl. 14. Fimmtudaga messa kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfia: Brauðsprottning kl. 11. Ræðumaður: Haraldur Guöjónsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaöur: Svanur Magnússon. Barnagæsla. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunar- samkoma kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 14. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Fé- lagar frá Gídeon taka þátt í samkom- unni. Geir Jón Þórisson syngur og prédikar. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. Ræðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.