Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 30 BANDARISKU FORSETAKOSNINGARNAR Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. AUÐKYFINGURINN sérkennilegl Ross Perot er óneitanlega sá fram- bjóðandinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem vakið hefur einna mesta athygli. Reynist skoðanakannanir réttar mun Perot fá um 15% fylgi á landsvísu og hugmyndir þær sem hann hefur lagt fram um hvernig leysa beri vanda bandarísks efnahagslífs hafa feng- ið umtalsverðan hljómgrunn. Það er þó almennt mat manna hér vestra að Perot eigi enga möguleika á að sigra í forsetakosningunum. Þessu eru fylgismenn hans hins vegar ekki sammála og fullyrti talsmaður kosningaskrifstofu hans hér í Washington í samtali við Morgunblað- ið, að Perot myndi fá um helming greiddra atkvæða. Kosningaskrifstofa Perots er við H-götuna hér í bæ og glaðlegt fólk með skrautlega hatta tekur vegfar- endum fagnandi. í boði eru merki og myndir af frambjóðandanum, ekki gegn greiðslu heldur gegn framlagi í kosningasjóð milljarða- mæringsins. Fyrir eitt barmmerki er ætlast til að viðkomandi gefi fimm dollara í sjóðinn. Erlendir blaðamenn fá sérlega hlýlegar móttökur; þannig var þeim sem þetta ritar gefið barm- merki, nokkrir blýantar og prýðilega litríkur límmiði með nafni mannsins sem telur að unnt sé að reka heims- veldið Bandaríkin með sama hætti og pylsuvagn. „Við tökum ekkert mark á þessum skoðanakönnunum og er ég sann- færð um að við fáum helming at- kvæða í kosningunum," sagði tals- maður kosningaskrifstofunnar, sér- lega geðsleg kona sem kvaðst vera dæmi um þær milljónir manna sem nú hygðust taka þátt í forsetakosn- ingunum hér vestra vegna þess ófremdarástands sem hin ráðandi öfl hefðu kallað yfir bandarískt efna- hagslíf. „Hendur þeirra eru bundnar af þeim ólíku hagsmunhópum sem þeir eru að reyna að höfða til. Sjáðu Bill Clinton, hann lofar öllum öllu fögru og það er algerlega útilokað að hann geti staðið við stóru orðin. Okkar maður hefur ekki gerst sekur um slíkar blekkingar.“ Brosmild, aldurhnigin kona spyr blaðamann er hann gerir sig líklegan til að kveðja hvort hundahald sé enn bannað í Reykjavík en önnur réttir sendisveini Morgunblaðsins miða þar sem er að finna upplýsingar um út- sendingartíma 30 mínútna langra auglýsinga Ross Perots. Sérstöku kjaratilboði á myndbandsspólu með ræðum og auglýsingum frambjóð- ands er hafnað en eitt barmmerki í viðbót bætist í safnið áður en haldið er út í örtröðina á strætum Washing- tonborgar. Reuter. Perot var sigurviss á kosningafundi í Kaliforníu á sunnudag og minnti líkt og Bush forseti hafði gert áður á að stundum hefði kosningapspámönnum brugðist bogalistin. Hér heldur hann á forsíðu dagblaðs þar sem ranglega er sagt að Dewey hafi sigrað Truman í kosningum. Þingmeirihluti Demókrataflokksins tæpast í hættu Um 100 nýir þingmenn kunna að bætast við BANDARISKU FORSETAFRAMBJOÐENDURINIR George Bush, forseti 12. júnf 1924: Fæddur íMilton, Massachusetts. 1942-45: Yngsti flugmaöur sjóhersins (síöari heims- styrjöld. Var á flugmóðurskipi (marg- heiðraöur fyrir framgöngu sfna). Janúar 1945: Kvænist Barabðru Pierce. Þau eiga fimm böm. 1948: BA (hagfræði frá Yale-háskóla. 1953-64: Frammámaöur f olluiðnaöinum. 1966: Kosinn í fulltrúadeildina fyrir Táxas. 1968: Endurkosinn I fuiKrúadeildina. 1971-72: Sendiherra Bandarlkjanna hjá Samoinuöu þjóöunum. 1973- 74: Formaöur Repúblikanafiokksins. 1974- 75: Sendifulltrúi Bandaríkjanna f Klna. 1976-77: Yfirmaöur leyniþjónustunnar, CIA. 1981-8°: Varaforseti Bandaríkjanna. Janúar 1989-: Forseti Bandarlkjanna. Bill Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata 19. ágúst 1946: Fæddur (Hope, Arkansas. 1968-70: Fær Rhodes-styrk til náms viö Oxford- háskóla. Útskrifast frá lagadeild Yale- háskóla. Lýkur við námsgráöu (utanrikis- málum viö Georgestown-háskóla. 1974: Nær ekki kjöri í kosningum til þings. 1974 - 76: Sundar nám viö lagaskólann (Arkansas. 1975: Kvænist Hillary Rodham. Þau eiga eina dóttur. 1976: Kjörinn dómsmálaráöherra I Arkansas. 1979: Kjörinn ríkisstjóri í Arkansas og er yngstur til að gegna sllku embætti. Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunbiaðsins. HORFUR eru á að rúmlega 100 nýir menn taki sæti á Bandaríkja- þingi eftir kosningarnar sem fram fara í dag. Demókrataflokkurinn hefur meirihluta í báðum þingdeildum og má heita nánast útilokað að breyting verði þar á. Þá er þess að vænta að staða kvenna í bandarískum stjórnmálum muni styrkjast nýög eftir þingkosningarn- ar í dag. Demókrataflokkurinn hefur haft meirihluta í fulltrúadeildinni, þar sem 435 þingmenn starfa, allt frá árinu 1954, og er kosið um þá alla nú. Kjörtímabilið er aðeins tvö ár í þessari deild þingsins sem gerir það að verkum að þingmenn eru nánast dæmdir til að stunda stöðuga bar- áttu til að ná endurkjöri. Demókrata- flokkurinn hefur nú 266 menn í full- trúadeildinni, þingmenn Repúbl- ikana eru 166, einn er óháður en tvö þingsæti eru óskipuð. I öldungadeildinni eru menn kjömir til sex ára í senn og er keppt um 34 þingsæti að þessu sinni. Þing- menn Demókrataflokksins eru 57 en repúblikanar eru 43. Alls eru því 100 þingmenn í öldungadeildinni, tveir frá hvetju ríki. Repúblikanar höfðu meirihluta í þessari þingdeild frá 1981 til 1986 í forsetatíð Ron- alds Reagans. Sigri Bill Clinton í forsetakosningunum 1 dag munu demókratar því ráða ríkjum bæði í Hvíta húsinu og á þingi líkt og í forsetatíð Jimmys Carters frá 1977 til 1981. / jjí'" "'uu. Ross Perot, óháður forsetaframbjóðandi 27. júnf 1930: Fæddur f Texarkana, Texas. 1953 Útskrifast frá bandaríska sjóliðsforingja- skólanum. 1953-57 Gegnir herskyldu I sjóhernum. 1956 Kvænist Margot Birmingham. Þau eiga fimm böm. 1957-62 Starfar hjá IBM-fyrirtækinu. 1962 Sofnar Electronic Data System Corporation. 1969 Reynir aö koma matvælum og lyfjum til bandarískra strfösfanga í Norður-Víetnam. 1979 Reynir aö bjarga tveimur starfsmanna slnna frá Iran á dögum byltingarinnar. 1982-86 Stjómarformaður og aðalframkvæmda- stjóri Electronic Data System. 1984 General Motors kaupir Electronic Data System. 1986 Forstjóri Perot- samsteypunnar f Dallas. 1. október 1992 Lýsir formlega yfir forsetaframboði sfnu. REUTER Meirihluti gegn málþófi? Talsmenn repúblikana kveðast telja að flokkurinn eigi möguleika á að bæta við sig allt að 35 sætum í fulltrúadeildinni. Tom Foley, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur sagt að demókratar muni vissulega tapa ein- hverjum sætum en því fari fjarri að þau verði svo mörg. Demókratar vonast á hinn bóginn til þess að bæta við sig sætum í öldungadeild- inni, þótt trúlega verði þau ekki fleiri en tvö eða þtjú. Af þeim 34 þing- mönnum sem nú sækjast eftir endur- kjöri í öldungadeildinni eru 20 demó- kratar en 14 repúblikanar. Vinni demókratar þijú þingsæti geta þeir í krafti 60 gegn 40 þingsæta meiri- hluta komið í veg fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins haldi uppi málþófi. Með því móti geta þeir því knúið fram mun skjótari afgreiðslu þingmála. A meðal þeirra demókrata sem eiga á hættu að missa sæti sín í öldungadeildinni eru geimfarinn og þjóðhetjan John Glenn frá Ohio, Ernest Hollings í Suður-Karólínu og Terry Sanford í Norður-Karólínu sem átt hefur við alvarleg veikindi að stríða. Demókratar gera sér á hinn bóginn vonir um að kjósendur hafni þeim Alfonse D’Amato frá New York, John Seymour í Kaliforn- íu og Robert Kasten í Wisconsin. Þetta ár hefur verið ákaflega erf- itt mörgum þeirra sem sækjast eftir endurkjöri. Hér í Bandaríkjunum er almenna reglan sú að sá sem sækist eftir áframhaldandi umboði kjósenda vinnur nánast alltaf. Hann hefur fjölmennt starfslið sem er á launum hjá alríkisstjórninni og hefur yfir- burðastöðu með tilliti til fjármagns, þeirrar þjónustu sem þingið og flokk- arnir veita og aðgangs að fjölmiðl- um. Hneykslis- og spillingarmál sem upp hafa komið hér vestra og upplýs- ingar um að margir þingmenn hafi gróflega misnotað aðstöðu sína hafa hins vegar komið mörgum í koll. Margir þeirra sem sóttust eftir end- urkjöri voru felldir í forkosningum fyrr í ár, mörgum kjördæmum hefur vetið breytt og pólitísk staða minni- hlutahópa hefur víða styrkst. Nú eru því horfur á að metið frá 1948, er 118 nýir menn tóku sæti í fulltrúa- deild þingsins, verði slegið. Rúmlega 50 konur í fulltrúadeildinni? Fjölmargar konur sem nú eru í framboði eiga möguleika á að ná kjöri en almennt má segja að hlutur kvenna í bandarískum stjórnmálum hafi farið ört vaxandi að undan- förnu. Gera má ráð fyrir að rúmlega 50 konur taki sæti í fulltrúadeildinni eftir kosningarnar í dag en þær eru nú 29. Það sama á hins vegar ekki við um öldungadeildina þar sem að- eins tvær konur eiga þingsæti. Tals- menn hinna ýmsu kvennasamtaka höfðu látið í Ijós vonir um að þetta reyndist „ár konunnar“ í öldunga- deildarkosningunum en nýlegar kannanir gefa til kynna að sú verði ekki raunin. Líklegt þykir að Dianne Feinstein, fyrrum borgarstjóri San Francisco, sem er demókrati, nái kjöri í Kaliforníu en kvenframbjóð- endur í Illionis, Pennsylvania og Washington eiga nú undir högg að sækja eftir að hafa haft frumkvæðið lengi vel, samkvæmt skoðanakönn- unum. I fimm öðrum ríkjum þar sem konur eru í framboði má heita útilok- að að þær nái að leggja karlpening- inn að velli. Stuðningsmenn Ross Perots sann- færðir um að sigurinn sé þeirra „ Skoðanakannanir þvæla - við fáum helming atkvæða“ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.