Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 24
\ g - seet aaaMaaaa .8 huoauutmmn aiQAiaviuoaoM 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Sjúkraliðar héldu aðgerðum sínum áfram í gær Gefumst ekki upp - segir Ragna Ágústsdóttir sjúkraliði MIKILL baráttuhugnr er meðal sjúkraliða í þeim aðgerðum sem þeir standa nú fyrir til að knýja á um samninga. „Við munum ekki gefest upp fyrr en búið er að semja við okkur,“ segir Ragna Ágústsdóttir sjúkraliði er Morgunblaðið ræddi við hana og þær Júlíönnu Þóroddsdóttur og Elínborgu Jónmundsdóttur á skrifstof- um BSRB í gærdag skömmu áður en sjúkraliðar gengu þaðan fylktu liði niður í Ráðhús Reykjavíkur og síðan á þingpalla Alþingis. í ráðhúsinu ávörpuðu sjúkraliðarnir Markús Örn Antonsson borgar- stjóra og Magnús L. Sveinsson forseta borgarstjórnar. Þær stöllur voru sammála um að þær væru búnar að fá nóg af því sem þær sögðu vera „endalaus svik af hálfu ríkisvaldsins" í samn- ingaviðræðunum við þær undan- fama 15 mánuði. „Tekjur okkar eru fyrir neðan allar hellur,“ segir Elínborg og nefnir sem dæmi að hún eigi að baki 20 ára starfsferil sem sjúkraliði, og sémám, og fái Erfiðleikar í heimahjúkrun Eng’in minnihátt- ar þjónusta veitt - segir forsljóri heilsugæslunnar í Reykjavík AÐGERÐIR sjúkraliða hafa skapað erfiðleika í heimahjúkrun hjá heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Að sögn Ingimars Sigurðssonar forsljóra heilsugæslunnar í Reykjavík er öll minniháttar þjónusta ekki veitt svo sem böð, eftirlit og minniháttar Aðeins því bráðnauð- synlegasta er sinnt. „Við rekum þessa starfsemi okkar nú frá degi til dags og höfum kallað út aukafólk,“ segir Ingimar. „Við ráðum við ástandið eins og er en af aðgerðir standa fram að eða yfir næstu helgi lendum við í vandræðum." nú ríflega 60 þúsund krónur í mánaðarkaup. Það sé með naum- indum að henni takist að láta enda ná saman á því kaupi, en hún er einstæð móðir. Aðspurðar um hvernig þær bregðist við fréttum um erfiðleika sjúklinga á spítölum í framhaldi af aðgerðum þeirra segir Júlíanna að vissulega hafi verið erfitt að þurfa að grípa til aðgerða sem bitna jafn harkalega á sjúklingum. Og Ragna bætir við: „Okkur þykir sárt að þurfa að gera þetta vegna sjúklinga okkar en það er búið að nota sjúklingana sem svipu á okk- ur í þessum kjaraviðræðum nú og við áttum ekki annara kosta völ.“ Allar voru þær sammála um að ummæli fjármálaráðherra um að þær yrðu hýrudregnar vegna að- gerða sinna hefðu þjappað þeim saman í baráttunni. „Ætli fjár- málaráðherra hafi hugmynd um hvað kjarabarátta er?“ segir Júl- íanna. Þær Elínborg og Ragna segja að samstaðan í hópnum sé ekki hvað síst jafn góð og raun beri vitni sökum þess að sjúkralið- um hafi stöðugt verið fækkað á spítulum á undanförnum árum og segja má að auk kjarabaráttu sé þessi stétt einnig að beijast fyrir lífí sínu. Morgunblaðið/Kristinn Ragna Ágústsdóttir, Júlíanna Þóroddsdóttir og Elínborg Jón- mundsdóttir sjúkraliðar segja að þær muni ekki gefast upp. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Nærri 300 sjúkraliðar gengu niður Laugaveg í gærdag með kröfu- spjöld. Sjálfboðaliðar bjóða aðstoð en lítið hægt að nýta hana ennþá - segir hjúkrunarforstj óri Borgarspítalans NOKKUÐ hefur verið um að aðstandendur sjúklinga og sjálfboða- liðar hafi boðið spítulum aðstoð sína vegna aðgerða sjúkraliða. Sigríður Snæbjörnsdóttir þjúkrunarforstjóri Borgarspítaians segir að lítið sé hægt að nýta sér starfskrafta þessa fólks nema ef vera skyldi aðstandenda sjúklinga á öldrunar- og langlegudeildum. „Starfsemin hjá okkur hefur gengið betur en við þorðum að vona og segja má að ástandið á spítalnum sé í jafnvægi,“ segir Sigríð- ur. Rakel Valdimarsdóttir hjúkrunarforstjóri Landakots segir að ástandið þar sé í lagi ennþá en haldi aðgerðirnar áfram í dag mun spítalinn hætta að kalla inn sjúklinga. Bergdís Krisljánsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Landspítalanum segir að starfsemin þar hafi gengið ágætlega miðað við aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá Ingimar koma þessar aðgerðir sjúkraliða ekki eins illa við heima- hjúkrun heilsugæslustöðvanna þar sem þar eru fáir sjúkraliðar starf- andi. Á heilsuvemdarstöðinni hins- vegar eru ríflega 14 stöðugildi sem sjúkraliðar manna og nema þau um helming þeirra stöðugilda sem heimahjúkmnin telur. „Það er því ljóst að aðgerðir sjúkraliða hafa í för með sér töluverða röskun fyrir okkur,“ segir Ingimar. ATLANTSFLUG hefur fengið staðfestingu frá þeim erlendu aðilum sem eiga aðra Boeing- Með stol- in skíðin í geymslu SKÍÐUM var stolið frá manni í Bláfjöllum á þriðju- dagskvöld. Hann sá þau hins vegar í bifreið á svæðinu og kallaði á Iögreglu, sem end- urheimti skíðin. Þegar lögreglan spurði öku- mann bifreiðarinnar hverju það sætti, að hann væri með stolin skíði í bifreiðinni svaraði hann því til, að kunningi hans hefði stolið þeim, en hann væri aðeins að geyma þau. Lögreglunni þótti sú skýring ósennileg, þar sem enginn sást kunninginn. Maðurinn var færður á lögreglustöðina og þar voru númerin klippt af bif- reiðinni, enda var hún öll úr lagi gengin. Ingimar segir að hjúkmnar- fræðingar hafi tekið á sig hið aukna álag sem fylgt hefur vinnu- stöðvun sjúkraliða. „Þetta hefur gengið þar sem fólk hefur sýnt þessu ástandi skilning,“ segir Ingi- mar. „Og það er í lagi að bíða með þessa minniháttar þjónustu ein- hveija daga en ekki lengur en fram að helgi. Verði ekki komin lausn í þessari deilu fyrir helgina þurfum við að endurskipuleggja okkar starf á ný.“ vélina sem Atlantsflug hefur haft á Ieigu, að þeir séu tilbúnir að leggja fram 500 þúsund Bandaríkjadali, liðlega 30 miHj- ónir ÍSK, sem hlutafé í félagið. Halldór Sigurðsson sljóraarfor- maður Atlantsflugs segir að í dag verði fullreynt hvort 25-30 innlendir aðilar, sem félagið var í sambandi við sl. sumar vegna fyrirhugaðrar hlutafjáraukn- ingar, séu enn tilbúnir að leggja fram fé, en á sínum tima hefði verið rætt um 25-30 milljónir kr. Halldór sagði að verið væri að skoða markaðsstöðu félagsins og hvort innlendi hluthafahópurinn hefði áhuga á því að koma inn í félagið. Boðað hefur verið til fund- ar með þessum aðilum í dag og sagði Halldór að það réðist af framhaldi þess fundar hvort farið yrði út í almenna hlutafjársöfnun innanlands. Ef áhugi væri ennþá fyrir hendi yrði farið af stað með hlutafjársöfnun á opnum markaði. Leiði þessar forkannanir hins veg- ar í ljós neikvæða niðurstöðu verð- ur fyrirtækinu lokað. „Þótt við teljum okkur vera að fara inn í mjög hagstætt umhverfi fyrir flugrekanda getum við ekki staðfest við neinn í dag að við höfum sömu markaðsstöðu og síðastliðið sumar,“ sagði Halldór. Sigríður Snæbjörnsdóttir segir að spítalanum hafi tekist vel að ráða fram úr þeim vanda sem við er að glíma en þá beri að geta þess sérstaklega að starfsfólk hafí lagt sig sérstaklega vel fram um að láta hlutina ganga upp. „Starf- semin á flestum deildum er í viðun- andi horfí ef frá er talin skurðdeild- in sem rekin hefur verið á hálfum dampi í gær og í dag,“ segir Sigríð- ur. „Bráðaþjónustan hefur gengið Mælistöð til að líta eftir loft- mengun var keypt fyrir þremur árum og tekin í notkun sumarið 1990. Síðan þá hefur verið fylgst með magni lofttegundanna nitur- mónoxíðs, niturdíoxíðs og kol- mónoxíðs auk svifryks. Tæki til að mæla brennisteinsdíoxíð bættist við fyrir rúmu ári, en öll þessi efni nema svifryk myndast í útblæstri bifreiða og eru talin helsta orsök loftmengunar hér. Mælistöðin skrá- ir líka veðurfarsupplýsingar til að vinna úr öðrum gögnum, sem skráð mjög vel miðað við aðstæður og á heildina litið er ekki annað hægt en að vera ánægð með árangur- inn.“ Aðspurð um framboð sjálfboða- liða til starfa segir Sigríður að aðstandendur hafí haft samband og þar að auki hafí tvær manneskj- ur sem ekki eiga ættingja á spítal- anum haft samband og boðið lið- sinni sitt. „Það er mjög ánægjulegt að fólk skuli hugsa svona hlýtt til eru af tölvu allan sólarhringinn. Mælistöðin er til skiptis við Safa- mýri og á ýmsum stöðum öðrum þar sem mengun virðist meiri. Loft í Safamýri er greint þijá mánuði í senn, það hentar vel þar sem stað- urinn er miðsvæðis í borginni og á opnu svæði fjarri staðbundnum uppsprettum mengunarefna. En inn á milli er stöðin færð annað og skilin þar eftir einn mánuð, í Fossvogsdal, að Miklatorgi, Hofs- vallagötu, Kringlunni og Hlemmi. Lítil mengun mældist árið 1991, okkar," segir Sigríður. Rakel Valdimarsdóttir segir að leysist deilan ekki í dag, fímmtu- dag, séu allar líkur á að Landakot þurfí að draga töluvert úr starf- semi sinni og hætta að kalla inn sjúklinga. „Haldi aðgerðir sjúkral- iða áfram lítur ekki vel út með framhaldið og verða hjúkrunar- deildar þá verst settar,“ segir Rak- el. Bergdís Kristjánsdóttir segir að þótt starfsemin hafí gengið ágæt- lega megi nefna að spítalinn hafí hætt innköllunum sjúklinga fyrir utan þá sem eru í forgangsröð og dregið hafí úr starfsemi deilda eins og aðgerðum á skurðstofu. Síðan sé spurning hvemig helgin komi út en þá er Landspítalinn með slysavakt. „Ástandið verður erfítt um helgina ef ekki verður komin lausn í deilunni," segir Bergdís. „En þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur hingað til með mikilli vinnu starfsfólks." best var loftið um sumarið en verst þegar froststillur vom um veturinn og vindur feykti ekki mengun um. Katrín Fjeldsted formaður heil- brigðisnefndar segir ástand hafa reynst svipað í ár. í skýrslu sem Lúðvík E. Gústafsson færði segir að ekki sé þó hægt að fullyrða að loftmengun sé hvergi vandamál í Reykjavík þrátt fyrir þessar fyrstu niðurstöður. Eftir eigi að meta loft- mengun víða í borginni og athuga magn fleiri efna, ósons til dæmis. En mælingarnar bendi til að á sumrin sé andrúmsloft borgarinnar gott ef frá sé talin iðnaðarmengun frá Evrópu ogjarðvegsagnir í mold- roki. Framtíð Atlantsfiugs ræðst í dag Rætt við hugsanlega innlenda hluthafa Lítil loftmengun í Reykjavík ANDRÚMSLOFT í Reykjavík virðist heldur gott, loftmengun hefur ekki reynst mikil þá mánuði sem mælingar hafa staðið. Þetta kem- ur fram í skýrslu heilbrigðiseftirlits yfir mælingaraar sem heil- brigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur staðið að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.