Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 51
seei HaaMaaaa .s HuoAauTMMia aiaAjawuonoM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Mistilteinn og mótstöðuafl Frá Geir Viðari Viihjálmssyni: Norræn goðafræði segir frá því að Loki fékk hinum blinda Ás Heði ör úr mistilteini til þess að skjóta að Baldri. Mistilteinn var samkvæmt arfsögninni eina lífveran sem ekki hafði svarið Baldri eið að griðum. Þessari sígrænu sníkjuplöntu fylgja enn í dag sérstakar siðvenjur, einkum á svæðum engilsaxneskrar menningar. Hún er þar liður í jóla- haldi og skreytingum og er líklegast hið upprunalega jólatré, því Fom- keltar höfðu á henni mikla helgi við nýárshátíðir. Þegar viss afstaða var á tungli, var sendur út leiðangur til leitar mistilteins, sem var síðan skor- inn með viðhöfn. Með greinar hans fóru menn síðan um byggðina og tilkynntu komu nýs árs. Helgi mistilteinsins geymdist í kristnum helgisögnum einnig á þann hátt, að úr viði hans var kross Krists sagður gerður. Var hann því stund- um áður fyrr kallaður jurt krossins, Lignum Crusis, en hið latneska heiti er Viscum album, dregið af seigfljót- andi safa beijanna. Aðal notagildi mistilteins í eldri jurtalækningahefð er gegn krampa og niðurfallssýki (epilepsí), í minna mæli við hartabilun og háum blóð- þrýstingi. Safí beijanna var sums staðar hjájp í viðlögum á sár og skrámur. Á 20. öldinni kom svo til sögunnar Rudolph Steiner, höfundur Anthroposófíunnar, sem 1920 setti fram kenningu um gildi mistilteins gegn krabbameini. Það leiddi svo til framleiðslu anthrosófísks sérlyfs og árangur af notkun þess leiddi til ýmissa rannsókna. í ferskum safa jurtarinnar fannst meðal margra áhugaverðra virkefna prótínsameind sem hamdi vöxt æxlafruma í tilrau- naglasi, en hún var of óstöðug og of stór til þess að geta haft slík áhrif inni í líkamanum. Lektín ML-I örvar hvít blóðkorn Nýlega bárust svo fréttir af rann- sóknum við Max-Planck-rannsókna- stofnunina í tilraunalæknisfræði í Göttingen (DAAD-letter, Bonn, des. 1991), sem skýra virkni mistilteins gegn afbrigðilegum frumum. Dr. H.J. Gabius og samstarfsfólk hans uppgötvuðu í safa úr mistilteini mjög virkt prótín af flokki lektína, ML-I. Það er byggt þannig, að það binst sérstaklega vel við sykursam- eindir í prótínum á yfirborði tveggja gerða af hvítu blóðkomunum. Við þetta hefja frumurnar sínar vama- raðgerðir eins og um sýkingu væri að ræða. Virknin í vamarkerfinu eykst almennt, en þar sem ekki er um neina sýkingu að ræða getur hún beinst að hinum afbrigðilegu æxla- frumum. Þetta minnir á að til örvunar vam- arstarfsemi líkamans hafa náttúru- lækningar beitt margháttuðum ráð- um. Endurbólusetningar með berkla- bóluefni, ofnæmisvakar, háskammta vítamín, snefilefni, seyði jurta og úr vamarlíffærúm dýra, hóstarkirtli og eitlum em meðal þess sem sagt er að gagni. í þessu dæmi mistilteinsins lofuðu dýratilraunir góðu, og rannsóknir með gjöf ML-I lektíns, samfara geislameðferð eða æxlalyfjum hjá bijóstkrabbasjúklingum, sýndu greinileg merki um eflingu varnar- starfseminnar. Því eru yfírgripsmeiri rannsóknir á sjúklingahópum fyrir- hugaðar. Svo sem verið hefur með margar fomar heilsujurtir, hefur tek- ist að finna hér líffræðiskýringu og einangra sérstakt, virkt innihalds- efni. Lektínefni eru algeng í jurtum. Efalaust á eftir að finna mörg fleiri gagnleg efni á meðal þeirra, en þau eru lika mjög algengir 'ofnæmisvald- ar. Ýmis afbrigði fæðuóþóls má því, ef að líkum lætur, rekja til lektina í matjurtum. GEIR VIÐAR VILHJÁLMSSON, MA, Bergstaðastræti llb, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Egill skipað- ur saksóknari ÞAU mistök urðu, þar sem komma féll niður í frétt í blaðinu í gær, að Egill Stephensen sak- sóknari var sagður hafa verið skipaður fulltrúi við embættið. Rétt er fréttin svohljóðandi: „Forseti íslands hefur hinn 24. nóv- ember 1992, samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra, skipað Egil Stephensen, fulltrúa, saksóknara við embætti ríkissaksóknara frá 1. desember 1992 að telja.“ Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. 1994 í grein eftir Sigrúnu Davíðsdótt- ur í Morgunblaðinu á laugardag var vitnað í Sigurbjörgu Gísladóttur og sagt að ósóneyðandi efnið halon hafi verið bannað frá árinu 1992. Þar var um misritun að ræða. Efn- ið hefur verið bannað frá árinu 1994. Er beðist velvirðingar á þessu. Lokað um nætur í frétt í Morgunblaðinu um leið- beiningarstöð heimilanna slæddist meinleg villa inn í fyrirsögn. Þar stóð að leiðbeiningarstöðin væri opin allan sólarhringinn, en auðvit- að er þetta rangt eða eins og starfs- konur leiðbeingarstöðvarinnar segja: „Nóttina eigum við sjálfar." Foreldrar! Geymið öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til. 51 Bilamarkdðurinn, Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kópavogi, sími 671800 OPIÐ SUMNUD. KL. 14 - 18. Volvo F613 13 tonna '78 diesel, ný innfluttur, 37m3 kassi, vörulyfta að aftan o.fl. Gangverk og útlit gott. Tilvalinn til hesta- og heyflutninga. V. 1100 þús. Skipti möguleg. Haustbeit Sunnudaginn 6. desember veróur rekió saman í haustbeitarlöndum okkar. Flutningabílar verða sem hér segir: í Arnarholti milli kl. 10 og 12. í Saltvík milli kl. 1 2 og 13. I Geldinganesi milli kl. 1 3 og 15. Sinni smölun verður sunnudaginn 20. desember og verður nónar auglýst síðar. Hestamannafélagió Fákur. r Gubmundur Andrésson Gullsmíbaverslun, Laugavegi 50 20% afinælisafsláttur af öllum vörum næstu 3 daga, fimmtudag, föstudag, laugardag. HVERS VEGNA AUGLÝSA AÐRIR ALDREIVERÐIÐ ADYNUM ? 100 % aukning á dýnusölu Húsgagnahallar- innar hefur kallað á viðbrögð keppinauta -en þeir eiga fá svör því við höfum góðar dýnur, íslenskar, evrópskar og amerískar á verði sem enginn keppir við. Við bjóðum þér úrvalsdýnur með 15 ára ábyrgð á flestum gerðum og afgreiðslu strax og lægsta verðið og skiptirétt fyrir þig þar til þú hefur fundið dýnu sem þú ert ánægð(ur) með. Rétt dýna heldur Röng dýna spennir hryggnum beinum. hrygginn. Við erum fagfólk í dýnumálum. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.