Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Sigríður Hafdís Benediktsdóttir og Berglind Rós Guðmundsdóttir í hlutverkum systr- anna Hekiu og Birtu. Háskóli og hugarfar Himnaríki eða hel- víti á Egilsstöðum eftirSkúla Gautason Rokkóperan EF Leikfélag og Tónlistarklúbbur Menntaskólans á Egilsstöðum Sýnt í Valaskjálf Höfundur: Gunnar Hersveinn Leikstjóri: Margrét Guttorms- dóttir. Sýningar hjá leikfélögum fram- haldsskólanna hafa löngum ein- kennst af djörfung, hug og leik- gleði og er þessi sýning þar engin undantekning enda eru þessi fram- haldsskólaár líklega fijóustu ár mannsævinnar. EF er spunaverk- efni sem heimspekingurinn Gunnar Hersveinn hefur síðan rammað inn og samið texta við. Leikritið ber þesss merki að heimspekingur hefur haldið á penna því hún íjallar á einfaldan hátt um siðfræði; baráttu góðs og ills. Kölski og Lykla-Pétur veðja um sálir tveggja ungra systra og leggja fyrir þær snörur. Ónnur systranna er að upplagi „slæm“ en hin „góð“. Til að persónur á sviði verði trúverðugar verða þær að vera að einhveiju leyti mótsagna- kenndar. Einhver öfl verða að tog- ast á innra með þeim. Að vera mótsagnakenndur er sennilega eitt af því sem aðgreinir manninn frá öðrum dýrum merkurinnar. Mót- sögnina skortir í persónusköpun góðu systurinnar og verður hún því fremur bragðdauf og lítt spenn- andi. Hún er „bara“ góð. Slæma systirin er mun áhugaverðari per- sóna og sömu sögu má segja um Kölska. Lykla-Pétur er kryddaður á sérlega skemmtilegan hátt, hann er síst algóður og beitir ýmsum bellibrögðum í baráttu sinni við myrkrahöfðingann sem ekki myndu flokkast undir guðlegan heilagleik. Fyrir vikið verður hann mjög hressi- leg persóna. Þeir kumpánar Pétur og Kölski sitja allan tímann hvor sínum megin við sviðið og fylgjast með ævintýrum systranna en ekki er ljóst hvort þeir eru á einhvem hátt með puttana í framvindu mála eða hvort þeir eru einungis áhrifa- lausir áhorfendur. Þetta vekur óþarfa spurn. Umgjörð verksins er einföld og framsetning á vangaveltum höf- undar kannski óþarflega bein. Framan af sýningunni finnst áhorf- andanum hálfpartinn að hann sé að horfa á kennsludæmi um sið- fræði. Það hefði verið til bóta að flækja söguþráðinn eilítið meira, gera meiri sögu úr þessum vanga- veltum. Sýningin gengur þó upp ef leik- gleðin fær að njóta sín. Rokkóperan EF stendur tæplega undir nafni sem ópera því sýningin fer mestmegnis fram í töluðu máli og nokkrum lög- um er fléttað inní framvinduna. Formið er hið sama hvort sem um er að ræða rokkóperur eða aðrar: Allur texti er sunginn. Nær væri að kalla þetta rokksöngleik. En lög- in eru haganlega gerð og hljóðfæra- leikarar léku af kostgæfni. Þáttur tónlistarinnar hefði að ósekju mátt vera stærri. Leikendur stóðu sig með prýði og verða ekki tínd til afrek neinna einstakra hér. Svið- setningin var þó oft á tíðum fremur ruglingsleg og hefði undirritaður á tíðum kosið að sjá heldur minna af annars ósköp sætum afturendum leikenda. Vert er að geta hlutar leikmyndargerðarmannsins Atla Heiðars Gunnlaugssonar. Sviðs- myndin sjálf er að vísu ósköp lítið merkileg enda gefur umgjörð verks- ins ekki tilefni til stórra kúnsta án þess að stela athygli frá leiknum sjálfum en leikskrá, plakat og að- koman að sýningarsalnum vekja vonir um að hér sé á ferðinni efni í mikinn og fjölhæfan myndlistar- mann. I heildina er þetta falleg og hressileg sýning og alveg dásam- lega laus við að vera innantóm. Höfundur er leikari. eftir Þorstein Vilhjálmsson Föstudaginn 5. mars birtist hér í blaðinu grein eftir Ömólf Thorlacius skólameistara undir heitinu „Hugarfarsbreyting í Há- skólanum". í greininni er reynt að vekja upp tveggja ára deilu sem spratt á sínum tíma af fyrirhuguð- um breytingum á tilhögun náms og prófa í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að mínu mati hefur þessi deila löngu runnið sitt skeið og viðfang hennar leitað í aðra farvegi eins og verða vill í rás tímans. Stór deila um lítið mál Eitt af því sem einkennir þessa deilu er smæð deiluefnisins miðað við það sem deiluaðilar eru sam- mála um. Þannig segir Ömólfur í grein sinni: „... enda er það að mínu mati fásinna, sem nú viðgengst, að ætla að búa alla þá nemendur undir strangt akademískt nám, sem setjast í bóknámsskóla eins og MH og eiga ótvíræðan rétt til setu þar.“ Um þetta erum við Örnólfur hjartanlega sammála þótt okkur greini á um leiðir frá þessum punkti. Mér sýnist deilan standa um það, hversu skýr boð fram- haldsskólinn eigi að gefa nemend- um sínum, foreldrum þeirra og þeim aðilum sem taka við nemend- um til náms eða starfa að loknum framhaldsskóla. - Þannig tel ég að framhaldsskólinn þurfi að skil- greina sérstakar brautir fyrir bók- legt nám sem miðast ekki fyrst og fremst við undirbúning undir „strangt akademískt nám“. Þetta hefur þegar verið gert að nokkru marki í sumum framhaldsskólum, sbr. t.d. íþrótta- og ferðamála- brautir, en MH virðist ekki vilja fara þessa leið. - Ég tel á hinn bóginn að heiti eins og „eðlisfræði- braut“ eða „náttúrufræðibraut" eigi að halda þeirri merkingu sem þau hafa haft, að þessar brautir miðist við að búa nemendur sem best undir nám í tilteknum deildum og námsbrautum á háskólastigi. Þetta eru nú öll ósköpin sem um er deilt. Þá segir Örnólfur Thorlac- ius svo frá er hann hefur greint frá gangi mála varðandi tillögur MH vorið 1991: „Því miður var ekki hafbsamráð við fulltrúa Háskóla íslands og annarra skóla á háskólastigi frá upphafi. Fulltrúar MH töldu það HUSQMMA slœr ígegn! Hún er komin, nýja saumavélin frá Husqvarna! Sœnsk hönnun - sœnsk gœði nú á kynningarverði. Leitið nánari upplýsinga um nýju Smaragd saumavélina. Verið velkomin. © Husqvarna VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 í verkahring menntamálaráðu- neytis, sem er sameiginlegur yfir- boðari okkar og háskóla.“ Þessu er ég að sjálfsögðu fyllilega sammála, einkum þó fyrri fullyrð- ingunni. En úr því að Hamra- hlíðarmenn viðurkenna þessa galla á málsmeðferð, af hveiju gengur þeim þá svo illa að grafa stríðsöx- ina? Að þessu loknu segir Örnólfur Thorlacius frá nefnd sem mennta- málaráðherra skipaði í kjölfar deil- unnar og skilaði áliti á síðasta ári. Þar segir hann svo frá afstöðu minni: „Fulltrúi Háskóla íslands var sem fyrr þeirrar skoðunar að stúd- entspróf ætti fortakslaust að veita rétt til setu í HÍ. Skilaði hann séráliti í þá veru.“ Það sem skólameistarinn hefur þarna eftir mér er eins öndvert skoðunum mínum og hugsast get- ur, sarnanber það sem áður er sagt. Ég get enga grein gert mér fyrir tilefni þessa misskilnings eða útúrsnúnings. Þegar annálað ljúf- menni og fræðimaður eins og Örn- ólfur Thorlacius setur slíkt á prent tel ég það eitt gleggsta merki þess að þessi deila er svo furðu- lega vaxin að það er ekki einu sinni augljóst að hún eigi neitt erindi við almenning. Inntökuskilyrði löguð að aðstæðum Tilefnið til greinarskrifa Örnólfs er samþykkt um frumvarp til breytinga á lagaákvæðum um inn- töku nemenda í Háskóla íslands. Ráðið leggur til að þau ákvæði sem hér skipta mestu verði sem hér segir: „Almennt skilyrði um undirbún- ing til náms við Háskóla íslands er viðurkennt stúdentspróf frá ís- lenskum eða erlendum skóla ... Háskólaráði er heimilt, að fenginni tillögu hlutaðeigandi deildar eða námsbrautar, að áskilja, að auk hinna almennu skilyrða skv. 1. mgr., skuli nemandi hafa náð til- teknum árangri í einstökum grein- um eða greinaflokkum til stúd- entsprófs. Háskólaráði er heimilt, að fenginni rökstuddri tillögu hlutaðeigandi deildar eða náms- brautar, að takmarka fj'ölda stúd- enta sem verða teknir þar til náms á fyrsta námsári og í framhalds- nám, vegna skorts á aðstöðu til kennslu á hveijum tíma.“ Um þessa tillögu segir Örnólfur Thorlacius: „Ég fæ ekki betur séð en hér sé Háskóli íslands að taka upp stefnu sem fulltrúar skólans töldu menntamálaráðuneytið á að hafna fyrir tæpum tveimur árum ... Hug- myndir okkar um breytt stúdents- próf voru vel grundaðar og ólíkt gæfulegri en sú skyndilega kú- vending sem Háskólaráð hefur beitt sér fyrir.“ Hér er fyrst þess að geta að afskipti Háskólans af stúdents- prófum MH á árinu 1991 voru að sjálfsögðu miðuð við, þágildandi lög en ekki einhvern vonarpening um lög framtíðarinnar. í öðru lagi eru það staðlausir stafir að sam- þykkt Háskólaráðs feli í sér ein- hveija „kúvendingu". Háskólinn hefur um alllanga hríð reynt að leggja gott til málefna framhalds- skólans og leitað allra leiða til að stuðla að betri, jafnari og betur skilgreindum undirbúningi nem- enda sem hefja nám við HÍ. Þá er alls ekki verið að velja eina leið og hafna öðrum eins og Hamra- hlíðarmenn virðast halda, heldur koma íjölmargar leiðir til álita hver með annarri eftir því sem málum vindur fram og fært er á hveijum tíma. Þess vegna er alls engin mótsögn milli þess annars vegar að veita framhaldsskólum aðhald um tilhögun og heiti náms- brauta og prófa, og hins vegar að vinna jafnframt að því að Háskól- inn fái líka heimild til að stýra Þorsteinn Vilhjálmsson „Það er staðföst stefna Háskólans að stuðla að betri og jafnari undir- búningi nemenda, bæði með því að reyna að leggja gott til málefna framhaldsskólans og með því að afla heim- ilda til að stýra inntöku nemenda. I þessu felast hvorki mótsagnir né kúvendingar.“ sjálfur inntöku nemenda að ein- hveiju marki. Hvað vísar fram á veginn? Ég er einn, af þeim sem hef fylgst af áhuga með áfangakerfi Menntaskólans við Hamrahlíð allar götur frá því að það var tekið upp fyrir 20 árum. En allt hefur sinn tíma og það sem þá var róttækt og vísaði fram á veginn gerir það ekki endilega nú. Þetta á við um þann átrúnað sem stýrimenn Hamrahlíðar virðast hafa tekið á það sem þeir kalla „valfrelsi" og mæla með einni prósentu sem á í þeirra huga að vera sú sama og hún var í upphafi fyrir 20 árum, þ.e. 15-20%. En hvaða rök liggja til dæmis til þess að þessi tala eigi að vera hin sama á námsbraut og eðlisfræðibraut eða málabraut sem miðast skv. venju við undirbúning undir hefðbundið háskólanám, og á einhverri annarri braut sem mið- ast e.t.v. öðru fremur við að búa nemendur undir lífið? Ég vildi gjarnan mega vona að Menntaskól- inn við Hamrahlíð verði enn um hríð í fararbroddi íslenskra fram- haldsskóla þó að hann virðist nú helst vilja stunda argaþras við Háskólann um ófijó smáatriði sem fáir skilja. Flestum sem hugsa um skólamál kemur nú saman um að brýnasta mál framhaldsskólastigs- ins sé það að finna leiðir til að efla og endurskipuleggja verk- og starfsmenntun. Þetta er ögrandi verkefni sem margir hafa gert at- lögu að án verulegs árangurs. MIi er að vísu bóknámsskóli skv. hefð en hefur þó t.d. reynslu af sam- vinnu við aðra um tónlistarbraut sem er a.m.k. ekki hefðbundið bók- nám. Óneitanlega væri ánægjulegt að skólinn nýtti þessa reynslu sína ásamt umbótaviljanum til þess að leggja sitt af mörkum til umbóta í verkmenntun, væntanlega í sam- vinnu við aðra aðila eftir því sem til þarf. Með slíku framtaki sem hálf þjóðin bíður eftir væri merki brautryðjendanna aftur hafið á loft eins og verðugt er. Höfundur cr prófcssor, var formaður kennslumáianefndur Háskóla íslands 1985—1992 og fuiltrúi Hnskólans í ncfnd um lokapróf framhaldsskóla scm skilaði áliti á siðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.