Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 17 sl. í stað þess að fækka íbúðunum. Þessi ákvörðun húsnæðismála- stjórnar hefur nú verið staðfest af ríkisstjórninni. Frá þessari vaxtahækkun væri hægt að falla og fara aðrar leiðir. en ég spyr, er það skynsamlegt vegna atvinnustigsins í landinu að fækka félagslegum íbúðum eða er það sanngjarnt gagnvart þeim mikla fjölda láglaunafólks sem bíð- ur eftir félagslegum íbúðum? Ég tel einnig mikilvægt að fram komi að þó nauðsynlegt hefði verið að hækka einnig vexti á leiguíbúð- um sem eru um 6-700 talsins, s.s. Búsetaíbúðum og leiguíbúðum stúdenta, aldraðra og fatlaðra, þá féllst ríkisstjórnin á tillögu mína um að það yrði ekki gert, enda fá leigjendur ekki húsaleigubætur með líkum hætti og eigendur fá vaxtabætur. Hver er greiðslubyrðin? Steingrímur J. spyr í grein sinni hvort íjölskylda með 900 þús. kr. árstekjur sé sanngjarn markhópur. Staðreyndin er sú að fólk með undir 1200 þús. kr. árstekjur fær ekki aukna greiðslubyrði eftir 1. árið þegar tekið er tillit til vaxta- bóta og raunar léttist greiðslubyrð- in hjá fólki með undir 1 milljón í árstekjur um allt að 13 þús. kr. á ári þar sem vaxtagreiðslur verða nú stærri hluti greiðslunnar en áður. Hjá fólki með tekjur á bilinu 12-1800 þús. kr. eykst greiðslu- byrði hins vegar frá 1.200 til 3.500 kr. á mánuði miðað við 6 m.kr. lán að tekju tilliti til vaxtabóta. Höfundur er félagsmálaráðherra. tillit til þeirra spáa sem gerðar eru. Dæmi um grundvallaratriði sem eru þekkt í fiskifræði: Umhverfis- þættir hafa ekki síður áhrif á stærð flestra fiskistofna en veiðar. Aukin afköst við fiskveiðar hafa leitt til ofveiði á mörgum fiskistofnum. Náttúruleg dánartala hjá þeim ald- urshópum þorsks sem við veiðum mest af er þekkt með það mikilli nákvæmni að óvissan í þeirri tölu skiptir afar litlu þegar ákvörðun um heildarafla er tekin. Flestir telja sjálfsagt að taka tillit til útreikninga Hafrannsóknastofn- unar þótt óvissa í þeim sé veruleg og margir fyrirvarar gerðir (þótt Magnús fullyrði reyndar annað). Þótt umhverfisþættir skipti jafnvel meira máli fyrir stofnstærð en veið- ar þá geta veiðarnar skipt sköpum og við getum aðeins haft áhrif á veiðamar. Höfundur er dósent við Háskóla tslands. Itrekuð ábending eftir Þorgeir Þorgeirson Ég sé að gamall vinur minn, Hugsjónarmaðurinn Björn Brynj- ólfur, er að rita um séra Hallgrím og maltið góða í Morgunblaðið þann 11. mars. Allur er málflutn- ingur hans eins og Hugsjónar- manni best sæmir. Eina rangfærslu verð ég þó að leiðrétta: Björn Brynjólfur segir að Þorgeir Þorgeirson hafi fundið sig „knúinn til mótmæla" vegna útúrsnúnings Flosa á heilræðavísu Hallgríms sáluga Péturssonar. Þetta er rangt. Eg hef aldrei mót- mælt þessu né heldur öðru hnoði áhrærandi séra Hallgrím. Lét það meira að segja óátalið þegar hér reis eitt smekklausasta kirkju- skrímsli á jarðríki í nafni þess ágæta klerks. Enda lifír Hallgrím- ur sálugi þetta hvorutveggja af. Á hinn bóginn vildi ég benda þeim sem á annað borð eru að mót- mæla þessu og þvíumlíku á lögin um höfundarétt. Sé þeim í raun alvara með sárindi sín ættu þeir að krefjast lögmætrar refsingar. Og meira en það gætu þeir gert, því líklega má krefjast upptöku á öllum þeim tækjum sem notuð hafa verið til birtingar „ósómans". Þannig gæti ríkið eignast Stöð 2 að loknum málaferlum herra Ólafs Skúlasonar vegna þessa hnoðs með Hallgrím sáluga. Þá fengi Björn Brynjólfur og þeir Hugsjónarmenn svigrúm til að stofna nýja „frjálsa" sjónvarps- stöð þar sem bókmenntasagan yrði kennd í gegnum þjóðlegar auglýsingar frá morgni til kvölds: „Ó, Kók vors lands, ó lands vors Kók; vér lofum þitt blessaða, hressandi nafn!“ eða „Skein yfir landið sól á sumardegi, og SAAB á fömum vegi!“ ellegar þá: „Allt eins og blómstrið eina, ástapungur og kleina." (frá Sveinsbakaríi) Það væri mikið tilhlökkunarefni fyrir Hugsjónarmenn og aðra þjóð- rembinga í auglýsingabransanum. Svo ekki sé nú talað um hagyrð- inga og kvikmydagerðarmenn þessa lands, sem Bjöm Brynjólfur eðlilega ber mjög fyrir brjósti. Ég mundi að sönnu ekki fagna þessu, nema þá í einstökum tilvikum sem vel tækjust, en fráleitt fínna mig „knúinn til andmæla". Þorgeir Þorgeirson „Hins vegar hefi ég bent þessum „þj óðrembuauglýsinga- mönnum“ á það að rétt væri að afnema höf- undaréttarlögin áður en þessi framleiðsla hefst í stórum stíl. Hún brýtur í bága við þau.“ Hins vegar hefi ég bent þessum „þjóðrembuauglýsingamönnum" á það að rétt væri að afnema höf- undaréttarlögin áður en þessi framleiðsla hefst í stórum stíl. Hún brýtur í bága við þau. Þá ábendingu vildi ég mega ít- reka nú. Höfundur er rithöfundur. MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - simi 38640 ERT ÞU STÆRRI EN SIGGISVEINS??? ..ef ekki, þá er Clio nógu stór fyrir þig Sigurður Sveinsson hefur í mörg ár verið ein skærasta handboltastjarna okkar íslendinga. Hann vantaði fólksbíl fyrir sig og fjölskylduna og valdi fimm dyra Renault Clio. "Renault Clio er ótrúlega rúmgóður miðað við stærð. Hann er sparneytinn, kraftmikill og lipur fjölskyldubíll á einstaklega hagstæðu verði" segir Siggi. Verö frá kr. 869. H2P RENAULT RENAULT •fer í kostum Bílaumboðið hf Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633 Söludeildin eropinallavirkadagakl. 08-18 og laugardagakl. 13-17. HEIMSMEISTARI 1992 Helgarfargjöld til Skandinavíu. NORÐURLANDAFARGJÖLD SAS* Keflavík - Kaupmannahöfn 26.940.- Keflavík - Stokkhólmur 30.060,- Keflavík - Osló 26.940.- Keflavík - Gautaborg 26.940.- Keflavík - Kristiansand 26.940.- Keflavík - Malmö 26.940.- Kefiavík - Stavanger 26.940,- Keflavík - Vásterás 30.060,- Keflavík - Bergen 26.940,- Keflavík - Norrköplng 30.060.- Keflavík - Helslnkl 30.680,- Keflavík - Jönköplng 30.060.- Keflavík - Tampere 30.680,- Keflavík - Kalmar 30.060.- Keflavík - Turku 30.680.- Keflavík - Váxjö 30.060.- Keflavík - Vaasa 30.680.- Keflavík - Orebrö 30.060.- *Verö mlöaö vlö allt aö 5 daga hámarksdvöl (4 nætur) aö meötalinni aöfaramótt sunnudags. Enn betrl kjör fyrlr hópa, 15 manns eöa flelrl. Innlendur flugvallarskattur er 1.250 kr. og danskur flugvallarskattur 680 kr. Fjölmargir gistimögulelkar. Verð á glstingu á mann er frá 2.600 kr. nóttin í 2ja manna herbergi. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegl 172 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.