Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 49 FULLKOMNARI MERKIVÉL fyrir fyrirtæki, skrifstofur og heimiii Prentar allt að 5 línur, 10 leturgerðir, 6 staerðir og strikamerki. Prentar lárétt, lóðrétt og spegilprentun. Prentar Þ og Ð Betra letur, betri borðar CONfeB NÝBÝLAVEGI 28,200 KÓPAVOGUR SÍMI: 44443 & 44666, FAX: 44102 Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörur á kynningarverði. VERSLUNIN ÞOKKI Glaesibæ, sími 677594 Um hús fram- tíðarinnar Frá Hafsteini Ólafssyni: Á UNDANFÖRNUM árum hefur verið fengist við breytingar á upp- byggingu húsa beinlínis með það í huga hvort hægt sé að ná fram verulegri verðlækkun á byggingar- kostnaði stórra og smárra húsa. Til þess hefur verið beitt nýrri tækni í húsagerð og fram kemur umtalsverður árangur. Það er því ljóst hvað það þýðir að koma fram með slíkar lausnir nú á tímum mitt í atvinnleysi nú- tímans, sem mun vaxa með hvetju árinu sem líður. í raun eru horfnir möguleikarnir á að finna vinnu í staðinn fyrir þá vinnu, sem tapast hefur. Þetta sýnist staðreynd og hér koma hlutir málinu til stuðn- ings. Við höfum enn ekki áttað okkur á þeim breytingum, sem skollið hafa yfir hinn vestræna heim hin síðari ár eða þau áhrif, sem mun leiða okkur fyrir rest. Breytingarn- ar eru svo miklar að við verðum að beygja okkur fyrir þeim fyrr eða síðar. Náttúran er alltaf söm við sig og það er tæknin, sem stjórnar þessu öllu saman. Það er tæknin, sem stjórnar því að við getum sent mannlaust skip heimshorna á milli. Tæknin hefur gert landbúnaðinum kleift að fram- leiða svo mikið að bitist er um markaðinn. Sjávarútvegurinn er líka kominn inn á slíkar brautir. Þar mun ekki fást meiri vinna þrátt fyrir að mikið sé reynt. Og nú eru byggingar að komast í sama farið. Það er óhjákvæmilegt. Við breyt- ingu nefndrar tækni mun ekki þurfa -að nota slíka vinnu eins og við þekkjum til að eignast þak yfir höfuðið í framtíðinni. Efnin eru önnur, sem notUð eru til bygging- ar. Steinsteypa er ekki notuð nema að litlu leyti og timbur mun ekki verða notað lengur, m.a. fyrir það hvað timbur er þýðingarmikill hlut- ur í lífi á jörðini. Húsin verða umhverfisvæn bæði í framleiðslu og notkun. Ástæðan liggur í því hvað við höldum fast um hinar gömlu bygg- ingaraðferðir, en auðvitað af skilj- anlegum ástæðum. Okkur er ríkt í huga ástandið í byggingamálum og sem skapar kvíða fyrir framtíð- inni. Því er haldið fram að óþarfi sé að kvíða fyrir framtíðinni. Það gerir málið erfiðara en efni standa til. Það er því nauðsynlegt að skýra frá málinu nánar en það verður ekki gert hér og nú. En eitt er ljóst. Við verðum að fara að hugsa öðru vísi en hingað til. Okkur er nærri lífsspursmál að taka þátt í upp- byggingu heimsins, sem nú er að verða brýn. Málið er komið til að vera. Það hlýtur því að verða okkar hlutverk að koma upp verksmiðjum til að framleiða hús. eða húshluta úr íslenskum efnum í íslenskum efnum í stórum stíl. Ef við gerum það ekki hlýtur hrein vá að verða fyrir dyrum hjá okkur í náinni framtíð. Við erum ekki fieiri en svo að hægt sé að líkja því við eitt hverfi í stórborg erlendis. Atvinnu- leysið á að vera sem óþekktur hlut- ur. HAFSTEINN ÓLAFSSON, Pósthólf 94, Kópavogi. VELVAKANDI / / ÞRÍHJÓL ÞRÍHJÓL er í óskilum í leik- skólanum Grandaborg. Hjólið er merkt „Þórólfur Jarl, Boaða- granda 5“. Upplýsingar í síma 621855. BARNA- BÍLSÆTI FJÓLUBLÁTT barnabílsæti með bleikri sessu varð eftir fyrir utan Bergþórugötu 25 sl. miðvikudag og er þess sárt saknað. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 628504. BRÚÐU- VIÐGERÐIR KONA hafði samband og spurðist fyrir um hvort einhver tæki að sér brúðuviðgerðir. Pennavinir Sextán ára austurrísk stúlka sem leikur á gítar, hefur áhuga á tónlist og bréfaskriftum: Marion Bauer, Goldsterngasse 18, 1140 Vienna, Austria. Frá Tékkneska lýðveldinu skruif- ar 27 ára tæknifræðingur með margvísleg áhugamál: Radim Otipka, k. Svetle 5, 746 01 Opava, Czech Republic. Fjórtán ára Ghanapiltur með áhuga á tónlist og borðtennis: Frank William Tawiah, P.O. Box 212, Elmina, Ghana. Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum og tónlist: Reiko Ohminato, 13-6 Jingamine Kamo-shi, Niigata-ken, 959-13 Japan. Bandarískur karlmaður sem get- ur ekki um aldur né áhugamál vill skrifast á við 18-29 ára stúlkur: WiIIiam Piper, P.O. Box 3361, Los Angeles, California 90078, U.S.A. Royal - fjölbreyttur skyndibúðingur Fimm bragðtegundir: Súkkulaði, jarðarberja, karamellu, vanillu og sítrónu. LEIÐRÉTTING Trúbadorinn rangfeðraður Haraldúr Reynisson, trúbador, sem fenginn var til Svíþjóðar að leika fyrir stuðningsmenn íslenska handknattleikslandsliðsins, var sagður Einarsson í sunnudagsblað- inu. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Vinningstölur laugardaginn (sSCb) 13. mars 1993 16)®iAF ^Í2S)Í32) ^3) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 5.774.837 4. 4af5^s r 1 599.567 3. 4af5 126 8.208 ■ 4. 3af 5 4.836 499 ' Heildarvinningsupphæö þessaviku: 9.821.776 kr. upplýsingarsImsvari91 -681511 lukkulína991002 fimmtudaginn 18. mars kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Wojciech Michniewski Einleikari: Wendy Warner EFNISSKRÁ: Josef Hoydn: Sinfónía nr. 49 Witold Lutoslavskíi: Sellókonsert^ Johannes Brahms: Sinfónía nr. 3 Miðasala fer fram alla virka daga ó skrifstofu hljómsveitarinnar I Háskólabíói og við innganginn við upphaf tónleika SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSI Háskólabíól við Hagatorg. Sími 622255. Greiðslukf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.