Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 16
16, Abf b1 WWTúmGM:í^TOfc-iaæ Framkvæmdafjármögri- un og verklegar fram- kvæmdir á Islandi eftir Þórð Þórðarson Inngangnr < Undanfarin misseri hefur átt sér stað nokkur umræða á íslandi um nýjar leiðir til fjármögnunar fram- kvæmda og erlent áhættufé. Ein er sú leið íjármögnunar, sem ekki hefur verið farin hér, og minnst hefur verið á í umræðunni, en það er fyrirbæri er kalla mætti fram- kvæmdafjármögnun (project fin- ance). í þessu greinarkorni mun ég reyna að gera grein fyrir eðli fram- kvæmdafjármögnunar og ennfrem- ur í hvaða tilvikum hún gæti nýst íslendingum. Hvað er framkvæmdafjármögnun? Réttast er að byija á því að geta þess hveijir eru aðilar fram- kvæmdaflármögnunar. Aðilar að fjármögnuninni eru í höfuðatriðum þrír, þ.e. lánardrottnar, lántakandi og síðan aðstandendur lántakans. Iðulega eru lánardrottnar fleiri en einn. Þá er um að ræða svokall- aða fjölbankalánasamninga (syndi- cated loan agreements). Lánar- drottnar velja oft þann kostinn að standa margir að fjármögnuninni í því skyni að minnka þá fjárhagslegu áhættu sem fylgir slíkum lánum. Lántakandinn er oftast einn lög- aðili, venjulega vegna þess að að- standendur viðkomandi verkefnis hafa stofnað um það sérstakt félag. Aðstandendumir eru þeir aðilar er standa að viðkomandi verkefni og verða eigendur þess þegar upp er staðið. Þeir eru aðilar að fjár- mögnuninni sem slíkri þó að þeir séu ekki lántakendur, vegna sér- stakra ábyrgða er þeir gangast í fyrir félagið. Til grundvallar fjármögnuninni liggur upplýsingarit (Information Memorandum) sem útbúið er af aðstandendunum og geymir upplýs- ingar um það verkefni sem fjár- magna skal. Á grundvelli þessa rits taka lánardrottnamir ákvörðun um hvort lána skuli til verkefnisins. Helsta einkenni framkvæmda- fjármögnunar, sem skilur hana frá öðmm fjármögnunarleiðum, er skipanin á endurgreiðslu lánsins, en hún er bundin við arðsemi þess verkefnis sem fjármagnað er. Það þýðir að lánardrottnamir geta ekki gengið að aðstandendum viðkom- andi framkvæmdar til fullnustu á greiðslum, ef arðurinn af fram- kvæmdinni dugar ekki fyrir afborg- unum af láninu. Vegna þessa verð- ur framkvæmdafjármögnun ein- ungis beitt þar sem lánardrottnarn- ir sjálfir telja framkvæmdina arð- bæra, t.d. við byggingu iðnaðar- vera, orkuvera og samgöngumann- virkja. Réttarstaða lánardrottna Venjan er sú, svo sem áður sagði, að aðstandendur framkvæmdarinn- ar stofni sérstakt félag um fram- kvæmdina, sem oftast er skráð í því landi þar sem framkvæmdin er fyrirhuguð. Það er félagið sem er lántakandinn en ekki aðstandendur þess. Þeir gangast ekki í ábyrgðir fyrir láninu, heldur eiga þeir ein- ungis hlutabréf í félaginu og eru ábyrgir fyrir skuldbindingum þess sem slíkir. Þar sem sérstakt félag er stofnað um framkvæmdina, hafa lánar- drottnar yfir takmörkuðum úrræð- um að ráða til að tryggja hagsmuni sína telji þeir það á annað borð vera nauðsynlegt. Algengast er að lánardrottnamir taki veð í fasteignum félagsins, hlutabréfum aðstandendanna í fé- laginu, vörubirgðum félagsins eða í söluhagnaði þess. Þau veðréttindi er hér um ræðir kunna að vera verðlítil eða verðlaus er til á að taka, því er það að að- standendur félagsins leggja fram ákveðnar tryggingar til handa lán- ardrottnunum. Síðar mun verða vik- ið að þeim tryggingum er hér um ræðir, en til skýringar þess er þeg- ar hefur verið sagt vil ég taka dæmi um hvemig framkvæmdafjár- mögnun getur verið upp byggð. Lánardrottnamir lána beint til þess félags er stendur að fram- kvæmdinni á grundvelli samnings. í staðinn gefa aðstandendur félags- ins lánardrottnunum tryggingar. Það getur faiist í því að aðstandend- umir ábyrgist að viðkomandi fram- kvæmd verði lokið þannig að hún geti skilað arði. Einnig er til í dæm- inu að samhliða séu gerðir kaup- samningar og/eða fjármögnunar- samningar. Þessi hugtök verða skýrð nánar hér síðar. Samningar er liggja til grundvallar framkvæmdafjármögnun Framkvæmdafjármögnun er flókið fyrirbrigði lagalega og einnig hafa hér áhrif náin tengsl við verk- ið sem verið er að fjármagna. Það yrði futl langt mál að fara að gera grein fyrir öllum þeim samningum er liggja til gmndvallar framkvæmdafjármögnun og því mun ég einblína á þá samninga sem snúa sérstaklega að fjármögnuninni sem slíkri. Fyrst er rétt að geta þess að ekki er algilt að aðilar máls byggi réttarsamband sitt á umræddum samningum. Fer það eftir eðli verksins hveiju sinni. Hins vegar er lánasamningur alltaf fyrir hendi. Oftast fara lánardrottnar fram á verkábyrgð. Er þá átt við að að- standendur verksins sem vinna á, hvort heldur sem það er að byggja verksmiðju eða grafa göng, ábyrgj- ast að verkinu verði lokið. Hvað teljast verklok er síðan skilgreining- aratriði hveiju sinni. Samhliða slíkri ábyrgð fara lánardrottnamir að jafnaði fram á að lánsfjárhæðin verði endurgreidd ef verkinu er ekki lokið. I verkábyrgðinni felst venjulega: i) að aðstandendur ábyrgjast að verkinu verði lokið innan ákveðins tíma, ii) að aðstandendur útvegi viðbót- arfjármagn sé þess þörf, iii) að aðstandendur sjái til þess að eigið fé félagsins sá ákveðið hlut- fall af heildarlánsupphæðinni, iv) að aðstandendur ábyrgist ákveðna rekstrarafkomu. Þegar skilyrðum verkábyrgðar- innar hefur verið fullnægt, fellur hún niður. Þá tekur oftlega við annars konar réttarsamband grundvallað á kaupsamningi milli þriðja aðila eða aðstandenda fram- kvæmdarinnar og félagsins. Þeir kaupa framleiðslu eða þjónustu fé- lagsins fyrir ákveðið lágmarksverð, skv. bindandi langtímasamningi. Séu aðstandendurnir ekki kaupend- ur skv. samningnum þá leggja þeir fram tryggingar fyrir því að þriðji aðili standi við samninginn. Félagið framselur síðan réttindi sín skv. kaupsamningnum og tryggingunni til lánardrottnanna, svo endur- greiðsla lánsins sé tryggð. Á stundum velja aðilar máls aðr- ar útfærslur við fjármögnun en hér hafa verið nefndar. Eru þá gerðir svokallaðir framtíðar kaupsamn- ingar (Forward purchase agree- ments). Samkvæmt þeim skuld- binda lánardrottnarnir sig til þess að kaupa framleiðslu eða þjónustu félagsins fyrirfram. Kaupverðið er lánið, en endurgreiðslan felst í af- hendingu vörunnar eða þjónustunn- ar síðar meir. Það er síðan Iánar- drottnanna að selja vöruna eða þjónustuna, en það gera þeir venju- lega á grundvelli bindandi kaup- samnings við þriðja aðila. Hér að framan hef ég nokkuð einblínt á þá samninga er lánar- drottnar nota til þess að tryggja stöðu sína gegnvart aðstandendum ef illa fer. Rétt er að benda á að á þessu sviði ríkir algert samninga- Þórður Þórðarson „Undanfarin misseri hefur átt sér stað nokk- * ur umræða á Islandi um nýjar leiðir til fjár- mögnunar fram- kvæmda og erlent áhættufé. Ein er sú leið fjármögnunar, sem ekki hefur verið farin hér, og minnst hefur verið á í umræðunni, en það er fyrirbæri er kalla mætti fram- kvæmdafjármögnun. “ frelsi og nýta menn sér það svigrúm óspart. Þannig kann það að vera að aðilar máls semji svo um sín á milli að fjárhagslega áhættan skuli nær algerlega liggja hjá lánar- drottnum. í þeim tilvikum Lemur ekki til jiess að ofangreindir samn- inganseu gerðir. Kostir framkvæmdafjármögriunar Framkvæmdafjármögnun geng- ur út á það að flytja áhættuna á skakkaföllum frá aðstandendum framkvæmdarinnar til lánar- drottna. Áhætta aðstandendanna takmarkast í flestum tilfellum við verkábyrgðina og lánin eru tryggð með veðrétti í eignum er reynast oft verðlitlar ef illa fer. Hér er því um raunverulega áhættufjármögn- un að ræða. Undanfarna áratugi hafa erlend- ar skuldir íslendinga stóraukist. Hafa menn bent á að erlendar skuldir séu orðnar það miklar að hættumörkum hafi verið náð. Ég tel að vandamál okkar felist ekki í því hversu miklar erlendar skuldir okkar séu, heldur hinu hvemig við höfum ráðstafað fjármununum. Sé litið á málið hlutlægt þá er ekkert sem hindrar að lán séu tekin á er- lendum mörkuðum og í raun má segja að aðgangur að erlendur lánsfé sé í raun forsenda fyrir aukn- um hagvexti í þjóðfélaginu og auk- inni hagsæld. Þetta er sagt með þeim fyrirvara, að lánunum sé ráð- stafað með skynsamlegum hætti og til arðvænlegra framkvæmda. Spurhingin er hvemig verður það best tryggt? Almennt séð þá er ekkert sem mælir gegn því að lán séu tekin þrátt fyrir ríkjandi ástand, ef tryggt er að andvirði þeirra renni til arð- vænlegra framkvæmda. Það hefur hins vegar alltof oft viljað brenna við að lagt sé út í framkvæmdir sem fyrirfram var útséð um að stæðust ekki arðsemiskröfur. í þeim tilvik- um hafa arðsemissjónarmið og hagsmunir heildarinnar lotið í lægra haldi fyrir sérhagsmunum tiltölu- lega smárra þrýstihópa. Nú eru teikn á lofti er benda til þess að það sé að eiga sér stað hugarfarsbreyting í íslenskum stjórnmálum að því er þetta varðar. Telja verður þó að við munum enn um sinn þurfa að líða fyrir hin eldri viðhorf, allavega á meðan við búum við óbreytta stjómskipan. Meðan svo er þá verðum við að láta okkur nægja að taka smá skref í einu í átt til betri skipanar mála. Ætla má að með því að nota framkvæmdafjármögnun þar sem hún á við, þá sé stigið slíkt skref. Verkefnin sem eru fjármögnuð á þennan hátt þarfnast betri undir- búnings en ella og síður er rasað um ráð fram. Er það því ljóst að þegar notuð er framkvæmdafjár- mögnun þá aukast líkumar fyrir því að gjaldeyri okkar sé eytt með skynsamlegum hætti og fjárfesting- ar skili okkur arði í framtíðinni. Hvernig getum við nýtt okkur framkvæmdafjármögnun? Framkvæmdafjármögnun getur nýst bæði opinbemm aðilum og einkaaðilum. Telja verður að rétt sé að hvetja til þess að menn not- færi sér þessa fjármögnunarleið þar sem hún er á annað borð fær, því hún stuðlar í eðli sinu að skynsam- legum fjárfestingum og takmarkar jafnframt áhættu aðstandenda fjár- festingar. Þegar ég hóf skrif þessarar greinar hafði ég einkum tvö verk- efni í huga er mikið hafa verið í deiglunni undanfarið. Eiga þau það sammerkt að geta talist arðvænleg- ar framkvæmdir. Er ég hér að vísa til fyrirhugaðrar jarðgangagerðar undir Hvalgörð og tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Hafa menn hugsað sér að fjármagna gerð mannvirkjanna með vegatollum, sértækum skatti er einungis þeir greiði er nota umrædd mannvirki og hafa mestan hag af tilvist þeirra. Hér myndi sú fjármögnunarleið sem um ræðir vera einkar hentug. Niðurlag í þessari grein hef ég stiklað á stóru. Er það von mín að menn séu nokkru nær um merkingu hugtaks- ins framkvæmdafjármögnunar eftir lestur greinarinnar og séu sammála mér í þvi að hér sé um góða vibót við fjármögnunarflóru okkar ís- lendinga að ræða. Höfundur er lögfræðingur að mennt með meistarapróf í skjalfestingu alþjóðlegra fjármálagerninga, en erstarfandi framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands. Átt þú erindi í Junior Chamber? eftir Þorstein V. Sigurðsson Junior Chamber er alþjóða- hreyfing ungs fólks á aldrinum 18 til 40 ára. Þessi félagsskapur hefur starfað hér á íslandi í rúm 30 ár og skipta þeir þúsundum sem hafa farið í gegnum þann félags- málaskóla og fengið þá þjálfun sem boðið er upp á. En hvað er það sem þessi félags- skapur býður félögum sínum? Það sem hreyfíngin hefur verið þekkt- ust fyrir úti í þjóðfélaginu er m.a. þjálfun í ræðumennsku. Þegar fé- lagar ganga til liðs við hreyfíng- una hafa þeir í fæstum tilfellum einhveija hugmynd um hvemig eigi að halda ræðu, hvemig best sé að ná tökum á áhorfendum, hvernig haga eigi sér í ræðustól og hvernig byggja eigi upp skemmtilega, innihaldsríka og áheyrilega ræðu. Hafa ber í huga að enginn er fæddur ræðumaður og höfum við allflest hæfileikann til að verða góðir ræðumenn. Þetta er einungis spuming um þjálfun. Junior Chamber hreyfingin býð- ur einnig upp á þjálfun í að skipu- leggja og halda hvers kyns fundi og þjálfa um leið félaga sína í Þorsteinn V. Sigurðsson fundarstjórn. Alls konar námskeið er boðið upp á ogþjálfast þátttak- „Alls konar námskeið er boðið upp á og þjálf- ast þátttakendur bæði í mannlegum samskipt- um, ræðumennsku og skipulagðri stjórnun sem þeir geta notað sér í hag annars staðar, svo sem í vinnunni og einkalífinu.“ endur bæði í mannlegum sam- skiptum, ræðumennsku og skipu- lagðri stjórnun sem þeir geta not- að sér í hag annars staðar, svo sem í vinnunni og einkalífínu. Sá andi sem félagar í Junior Chamber starfa eftir er að ákveða verkefni, skilgreina það, setja markmið og vinna síðan skipulega að settu marki. Þetta geta verið hin ýmsu verkefni hvort sem er úti í byggðarlaginu eða innan fé- lagsins. Með þessu móti leggjum við áherslu á að Iæra og vinna á skipulagðan hátt. Áð framansögðu má vera ljóst að Junior Chamber veitir einstak- lingnum tækifæri til að nýta sér kunnáttu þá sem hann hefur öðl- ast á námskeiðum því að hann fær tækifæri til að halda ræður á al- mennum fundum, stýra fundum, starfa í nefndum og í því að skipu- leggja skemmtanir og aðra mann- fagnaði. Stjóm Junior Chamber Reykja- vík hefur nú ákveðið að íjölga í félaginu og erum við að leita að einstaklingum með metnað og vilja til að þjálfa og bæta sjálfa sig ásamt því að taka þátt í stór- skemmtilegum félagsskap. Höfundur cr stjórnarformaður Junior Chamber, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.