Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 77T Finnur Stephen- sen - Minning Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morpi við mætumst öll á nýju götuhomi. (Tómas Guðmundsson.) Það syrti að á einum fegnrsta degi sem komið hafði á þessum vetri þegar hringt var í okkur og tilkynnt að Finnur Stephensen hefði látist þá fyrr um daginn. Þetta var 23. mars sl. Banameinið var krabbamein. Okkur fannst það snöggt, því að um tíma virtist góð batavon. En þá kom höggið. Maður verður svo lítill og máttvana á svona stundu. Okkar kynni hófust 1974 og vor- um við þess aðnjótandj að eiga hann og Mundu að vinum í um 20 ár. Finnur var vel greindur og því sérlega gott að leita til hans og það að hafa haft hann innan handar í sambandi við fjármál fyrirtækis okkar hefur verið okkur ómetan- legt. Með Finni er genginn mikill og ljúfur góður drengur sem verður sárt saknað. Við eigum margar hugljúfar minningar tengdar þeim hjónum og teljum Finn hafa verið mikinn gæfumann í sínu einkalífi. Megi Guð veita Mundu og börnum styrk í sorg þeira. r Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Munda, Eiki, Borghildur og Gyða. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elísa og Jóhann. Kveðja frá Selfossi í dag verður gerð útför Finns Stephensen skrifstofustjóra frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Finnur fæddist í Reykjavík 2. apríl 1930 og var því tæplega 63 ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Stephensen, forstjóri vátryggingafé- lagsins Trolle og Rothe, og Gyða Finnsdóttir Stephensen. Þau Eiríkur og Gyða bjuggu alla sína búskapar- tíð í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur böm og var Finnur þeirra elstur, næstelst er Áslaug, sem gift var Jóni Haraldssyni tannlækni og arki- tekt, sem lést árið 1989. Þá var Ólaf- ur bamalæknir, sem lést sviplega árið 1980. Hann var kvæntur Theó- dóm Sigurðardóttur sálfræðingi. Yngst þeirra systkina er Steinunn Ragnheiður, ljósmóðir og meina- tæknir. Þær systumar Aslaug og Steinunn starfa við rannsóknir hjá Krabbameinsfélagi íslands. Finnur kvæntist Guðmundu Sig- ríði Guðmundsdóttur frá Ísafírði 26. t Dóttir mín, ANNE-MERETE GUNNARSDÓTTIR CLAUSEN, lést f Kaupmannahöfn 23. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnar Már Pétursson. t Móðir okkar og tengdamóðir, BJARNEY HELGADÓTTIR, Múla, '• Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju iaugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Börn og tengdabörn hinnar látnu. Frænka okkar, + INGA FINNBOGASON, Kaupmannahöfn, áður Hátúni 4, Reykjavfk, lést 10. mars sl. Útförin hefur farið fram. Ásdís, Edith og Þóra Gísladætur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, SVANDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Yrsufelli 13, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þann 28. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. apríl kl. 13.30. Jóhannes R. Jensson, Hulda Jensdóttir, Helena Jensdóttir, Kristján A. Kristjánsson, Kristján A. Kristjánsson, og barnabörn. Eria B. Einarsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Árni Ingvarsson, Hulda Jónsdóttir, Sólborg M. Kristjánsdóttir febrúar 1955. Foreldrar hennar vom Guðmundur Benediktssan, skipstjóri á ísafirði, og Borghildur Magnús- dóttir, veitingakona. Finnur og Guð- munda eignuðust þijú börn. Elstur er Eiríkur, skrifstofumaður, fæddur 28. maí 1955. Næst í röðinni er Borghildur, bókasafnsfræðingur á Landsbókasafni. Hún er fædd 4. júní 1963. Yngst þeirra systkina er Gyða, fiðluleikari, fædd 5. janúar 1969. Hún er við framhaldsnám í fiðluleik í Rotterdam í Hollandi. Finnur lauk prófí frá Verslunar- skóla íslands vorið 1949 og réðst þá strax til starfa hjá Samábyrgð Is- lands á fískiskipum og hjá því fyrir- tæki starfaði hann allt til dauða- dags, fyrst sem bókari, síðan sem aðalbókari og frá árinu 1962 var hann skrifstofustjóri. Að Finni stóðu sterkir stofnar. í föðurætt var hann kominn af hinni þekktu ætt Stefán- unga, hann var sjöundi ættliður í beinan karllegg út af Ólafí Stepháns- syni stiftamtmanni og þar með fimmti frá Magnúsi Stephensen kon- ferensráði háyfírdómara við Lands- yfírréttinn. Eiríkur faðir Finns var sonur sr. Ólafs Stephensen og Stein- unnar Eiríksdóttur Stephensen frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Gyða, móðir Finns, var dóttir Finns Thord- arson frá Skálmamesmúla í Gufu- dalssveit. Hann var kaupmaður, bak- ari og sænskur konsúll á ísafírði. Móðir Gyðu var Steinunn Guðmunds- dóttir frá Gemlufelli í Dýrafírði, og rak matsölu á ísafírði. Finnur var aðeins fjögurra ára er ég sá hann fyrst. Foreldrar mínir fluttust árið 1934 frá Reyðarfirði til Selfoss. Við komum að austan með strandferðaskipinu Súðinni frá Reyð- arfírði til Reykjavíkur og þar dvöld- umst við í nokkra daga áður en hald- ið var austur yfír Hellisheiði. Við bjuggum hjá frændfólki í Reykjavík. Foreldrar mínir ásamt yngsta bróður mínum hjá Stephan Stephensen móð- urmóður mínum á Bjarkargötu 4 en við eldri bræðumir voram vistaðir á Grandarstíg 19 hjá föðursystur móð- ur minnar, þeim Stephensen-systram Elínu og Mörtu. Þangað kom Eiríkur móðurbróðir minn með Finn son sinn til að heilsa upp á þessa frændur sína sem hann hafði aldrei áður séð, og þama voru okkar fyrstu fundir. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Arið eftir kom Finnur austur að Sel- fossi, sem sumarstrákur, og var það árlega í mörg næstu ár. Faðir minn var héraðsdýralæknir í mjög stóra héraði, eða öllu Suðurlandi. Hann þurfti að ferðast mjög mikið í emb- ættiserindum bæði ríðandi og á bílum því hann varð að fara einu sinni á ári í það minnsta á hvem bæ sem seldi mjólk til eftirlits. í mörg sumur var Finnur ferðafélagi hans og þeir urðu mjög góðir vinir sem entist meðan báðir lifðu. Löngu seinna en þetta gerðist stofnuðum við frændur og vinir ferðafélag sem við skírðum Áfanga og var tilgangurinn að skoða saman landið okkar í áföngum. Við ferðuð- umst saman á hverju sumri eina eða fleiri ferðir. Farið var nær eingöngu um óbyggðir og var oftast verið þrjá daga og jafnvel í viku. Fyrsta ferðin var farin sumarið 1956 og í rúm 30 ár ferðuðumst við félagamir saman, en þegar okkur fannst vera farið að þrengja að okkur í óbyggðum hætt- um við. Síðasta ferðin var farin 1987. Við félagamir voram 16 að tölu, átta áttu heima vestan Hellisheiðar og átta austan. Þetta var glaðvær hópur, sem naut þess að ferðast sam- an og njóta fegurðar landsins okkar. Fimm félaganna hafa lagt í lengra ferðalag yfir móðuna miklu, sem skilur að líf og dauða, og síðastur þeirra er Finnur frændi minn. Að leiðarlokum kveðjum við frændfólkið á Selfossi Finn Steph- ensen og við sendum Guðmundu, Eiríki, Borghildi og Gyðu innilegar samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Páll Jónsson. Hann Ninni frændi var góður frændi. Hann var höfðingi heim að sækja og góður gestur, hress og skemmtilegur. Ninni tók ástfóstri við son minn, Harald Ara. Milli þeirra var fallegt samband. Það var afasamband. Ninni kom ætíð færandi hendi. Hann gaf Haraldi m.a. lítinn, bláan stól, sem heitir nú Ninnastóll. Har- aldur Ari fór í heimsókn til Ninna og bað um kók. Hann fékk kók. Þá sagði Haraldur: Skál. Ég segi: Skál fyrir Ninna. Hann var góður maður með stórt hjarta. Þegar Haraldi Ara var sagt að Ninni væri dáinn sagði hann við mig nokkram dögum síðar upp úr eins manns hljóði: Ninni hjá Guði. Bætti reyndar við: Haraldur Ari hjá Guði. En hvað vitum við um hvað böm sjá og skynja. Ef til vill var Ninni bara kominn til að kveðja litla vin sinn. Ég óska Ninna frænda mínum + Eiginmaður minn, KARL ÓSKAR FRÍMANNSSON, Reynimel 48, Reykjavík, lést þriðjudaginn 30. mars. Kristfn H. Jónsdóttir. Bróðir okkar og mágur, GESTUR EINARSSON Ijósmyndari, Austurbrún 4, Reykjavik, er lést 15. þ.m., verður jarðsunginn fré Selfosskirkju föstudaginn 2. apríl kl. 15.00. Ágústa Einarsdóttir, Guðjón Styrkársson, Páll Einarsson. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, SELMA DÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR, formaður Fóstrufélags íslands, Raufarseli 5, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Rannsóknasjóð leikskóla, sem Fóstrufélag íslands hefur stofnað í minningu hennar. Guðjón Ágústsson, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Hrefna Ýr Guðjónsdóttir. góðrar ferðar inn í hinar grænu lend- ur og konu hans og börnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveð- ur. Stefán Jónsson. I dag verður til moldar borinn Finnur Stephensen, skrifstofustjóri Samábyrgðar íslands á fískiskipum, en hann lést þann 23. mars 1993. Fyrir ungan mann, sem kemur nýr að verki, er fátt mikilvægara en kynni af mönnum sem taka honum sem jafningja og era reiðubúnir að leggja honum lið með þekkingu sinni og reynslu. Þannig maður var Finnur Stephensen, skrifstofustjóri Sam- ábyrgðar íslands á fískiskipum. Kynni okkar hófust fyrir um átta áram, þegar ég tók sæti í stjórn Samábyrgðar Islands. Á sinn lát- lausa og vingjarnlega hátt var hann tilbúinn að liðsinna og veita ráðlegg- ingar um þau málefni Samábyrgðar- innar, sem þörfnuðust úrlausnar hveiju sinni. Með okkur tókst frá upphafi mjög gott samstarf, sem reyndist ómetanlegt veganesti og hér er þakkað fyrir heilshugar núna þeg- ar leiðir skiljast. Hógværð, prúðmannleg framkoma og gott skopskyn var einkennandi í fari Finns. Ég minnist með ánægju þeirra stunda, sem við höfum átt saman á undanförnum áram í starfí. Finnur átti auðvelt með að sjá skemmtilegar hliðar á dægurmálum. Oft gafst tækifæri til þess að slá á léttari strengi með glaðværð og létt- um hlátri, sem gerðu verkefni og áhyggjur líðandi stundar auðleystari. Eftir að Finnur lauk námi við Verslunarskóla íslands vann hann allan sinn starfsaldur hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum eða í 44 ár. Á honum hvíldi mikil ábyrgð og flest málefni félagsins komu inn á hans borð, eins og oft viil verða í minni fyrirtækjum. Hann naut alla tíð trausts stjómar, samstarfsmanna og þeirra útgerðarmanna, sem átt hafa viðskipti við Samábyrgðina. Starf tryggingamannsins er vandasamt og byggir fyrst og fremst á trausti og trúverðugleika. Mannkostir Finns hafa á löngum starfsferli skapað Samábyrgðinni nauðsynlega tiltrú viðskiptamanna, sem hverju fyrir- tæki er nauðsynleg í starfsemi sinni. Nú þegar Finnur Stephensen hefur kvatt þennan heim langt um aldur fram, eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm, er mér efst í huga þakk- læti fyrir ánægjuleg kynni og sam- starf þau ár, sem leiðir okkar lágu saman. Guðmundu, eiginkonu hans, og bömum þeirra hjóna, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall eiginmanns og föður. Sveinn Hjörtur Hjartarson. Munið minningarsjóð Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, sími 91-687333 Erfidrykkjur (ilæsileg kaiíi- hlaðborð fíillegir salir og mjiig góð þjémistíL Úpplýsingðr ísíma22322 FLUGLEIÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.