Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 21 Kvótakerfi og fiskifræði eftír Pétur Bjarnason Það var afar dapurlegt að lesa greinar Magnúsar Jónssonar veð- urfræðings í Morgunblaðinu um fiskveiðistjórnun. Greinarnar sam- einuðu allt sem helst hefur ein- kennt umræðuna um málið, svæsna árás á fiskifræði og vinnubrögð fískifræðinga, harða rakalitla gagnrýni á núverandi kvótakerfi og engar raunhæfar ábendingar hvað ætti að koma í stað þess. Þótt mér sé ekki málið nema að hluta skylt þá get ég ekki látið hjá líða að tjá mig aðeins um það af þessu tilefni. Kvótakerfið og önnur kerfi Ég hygg að nú orðið séu það ekki nema hörðustu „kverúlantar" sem halda því fram að ekki þurfi að takmarka sókn í fiskistofna hér við land. Óháð því af hvaða völdum fiskistofnar hafa beðið afhroð þá eru menn sammála um að það þurfi að takmarka sókn. Það þarf að skammta aðganginn að fiskimiðun- um og það í sjálfu sér er mjög veigamikil breyting frá því sem áður var. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að þeir sem áttu sín helstu manndómsár á tímum þegar fískgengd við ísland var „óendan- lega mikil“ eigi erfitt með að kyngja þeirri staðreynd. En þeir og hinir yngri einnig þurfa engu að síður að átta sig á að nú og framvegis þarf að skammta að- ganginn að veiðunum. Og þegar þarf að skammta þá koma margar aðferðir til greina. íslendingar hafa reynt nokkrar þeirra. Allar hafa þær galla en einnig kosti. En að fenginni reynslu af ýmsum aðferð- um hefur aflamarkskerfið verið valið og þróunin í öðrum löndum virðist einnig benda til að þar kom- ist menn smám saman að sömu niðurstöðu. Þegar kvótakerfíð er gagnrýnt þarf að bera saman kosti þess og galla við þá valkosti sem fyrir hendi eru. Við slíkan samanburð kemur það einfaldlega í ljós að aflamarks- kerfi fullnægir betur þeim mark- miðum sem við setjum fiskveiði- stjórnuninni en önnur kerfi. Fyrir því liggur reynsla og fyrir því hafa verið færð gild rök. Andstæðingar aflamarkskerfís benda út og suður á hin og þessi dæmi um hve illa það er að fara með einstaka staði eða aðila. Magnús notar undirfyrir- sögnina: „Grundvöllur atvinnuleys- is og byggðaröskun.“ En vantar ekki eitthvað inn í þessa mynd? Heldur Magjiús að stórskertir fisk- stofnar við ísland hafi aðeins áhrif á byggð og atvinnu af því við not- um aflamarkskerfi til þess að tak- marka sókn? Heldur Magnús að sá afli sem hægt er að skaðlausu að taka úr fiskistofnum við landið skapi meiri vinnu eða komi betur við búsetu ef við búum við aðra fískveiðistjórnun? Sér Magnús yfir höfuð ekki að það eru minnkandi fiskstofnar sem skapa mest af þeim vanda sem við búum við en ekki hvemig aðgangurinn að veiðum er skammtaður? Óður til fáfræðinnar Jafnframt því að horfa fram hjá þessari staðreynd hefur Magnús tekið undir háværan óð til fáfræð- innar. Fiskifræðin er fánýt og fiski- fræðingar fúskarar, sem gefa sig út fyrir að vita meira en þeir gera. í seinni grein sinni ber Magnús saman fiskifræði og veðurfræði og ályktar að fyrst veðurfræðingar séu sammála um að þyngdarlögmálið virki — að steinar sem hent er upp í loft falli til jarðar aftur — þá séu veðurfræðingar betur sammála um grundvallaratriði en fiskifræðingar og því betur hæfir til að spá fram í tímann. Nú er ég ekki menntaður fiskifræðingur en fiskifræði var þó umtalsverður hluti af mínu námi. Og ég þori að fullyrða að á Haf- rannsóknastofnun vinna þeir sem best þekkja bæði til möguieika og takmarkana fiskifræðinnar til að segja til um hve mikið sé ráðlegt að veiða úr fiskstofnum hér við land. Og þvert á það sem Magnús tiltekur í seinni grein sinni þá held ég að flestir glöggir fiskimenn séu Hafrannsóknastofnun í meginatrið- um sammála. Full þörf hógværðar Það hefur vakið furðu mína hve stórt Magnús hefur stundum tekið up í sig í gagnrýni á fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar þrátt fyrir að hann segi í seinni grein sinni: „Þekking mín [er] lítil á þessu sviði „Aflamarkskerfi full- nægir betur þeim markmiðum sem við seljum fiskveiðistjórn- uninni en önnur kerfi.“ náttúrufræðanna." Mér er vel kunnugt um að spár veðurfræðinga hafa ekki alltaf gengið eftir, en ég man ekki til þess að nokkur fiski- fræðingur eða annar fræðim'aður hafi af þeim sökum gefið út van- hæfnisdóm um veðurfræðinga eða veðurfræði á sama hátt og Magnús virðist gera varðandi fiskisfræðina. Ég myndi ráðleggja Magnúsi að hugleiða hvort ekki sé rétt að tala af meiri hógværð um þau svið nátt- úrufræða þar sem þekking hans er lítil (a.m.k. að eigin áliti). Jafn- framt því held ég að Magnús ætti að skoða hvort honum við enn nán- ari umhugsun takist ekki að sjá eitthvað jákvætt við núverandi fisk- veiðistefnu, sérstaklega í ljósi þeirra valkosta sem fyrir hendi eru. Ef honum tekst það er hann orðinn sammála flestum þeim sem við þessa grein starfa. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Pétur Bjarnason ■»W# ÓSKA^LÍFEYRIR að þínu vali! jfiIFÐU LIFINU fl ALLT LÍFII); Leggbu grunn ab litríku ævikvöldi! Hefurðu leitt hugann að lífeyrisréttindum þínum á efri árum? Hjá mörgum stefnir í mikla tekjulækkun á þeim árum sem svigrúmið getur verið hvað mest til að njóta lífsins! Sameinaða líftryggingarfélagið hf. býður nýjan valkost í lífeyrismálum; Óskalífeyri. Óskalífeyrir er sveigjanleg trygging sem býður upp á séreignar- og sameignar- fyrirkomulag lífeyris ásamt nauðsynlegum persónutryggingum. Mikilvægt er að fara snemma að huga að þessum málum og leggja þannig grunn að litríkum dögum eftir að starfsævi lýkur. Hugleiddu eftirfarandi spurningar varðandi lífeyrissparnað þinn: Viltu tryggja þér örugga afkomu til æviloka, safna í eigin sjóð eða sameina kosti séreignar- og sameignarlífeyris? Þarftu hærri lífeyrisgreiðslur í ákveðinn tíma, hluta sjóðsins eða hann allan út- borgaðan í einu lagi t.d. vegna ferðalaga eða annarra spennandi viðfangsefna? Hefur þú áhrif á lífeyrisréttindi þín eða ákveða aðrir hvernig fjárhagur þinn verður á efri árum? Hvenær viltu hefja töku á lífeyri þínum, um sextugt eða sföar? Viltu tryggja þig gegn áföllum á sparnaðartímanum t.d. með afkomu- eða líftryggingu? ÓSKALÍFEYRIR - NÝJUNG í LÍFEYRISMÁLUM! Þú færö nánari upplýsingar hjá tryggingarrábgjöfum Sameinaba líftryggingarfélagsins hf. Hafbu samband! Sameinaba líftryggingarfélagib hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 91- 692500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamibstöbvarinnar hf. £4jLÍF V~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.