Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 28
lvÍÖkGUíÖLAÐÍÐ: FIMMTUDAGUr' 'Ítt. APRÍL 1093 Hundrað aðilar sameinast um ferðahátíð í Perlunni MIKIÐ verður um dýrðir í Perlunni næstu fjóra daga, en þar verður haldin allsheijar fjölskylduhátíð og kynntir ýmsir þeir ferða- og útivistarmöguleikar sem almenningi standa til boða innanlands. Hátt í 40 básum hefur verið komið fyrir á jarðhæð Perlunnar og hafa um 100 þjónustuaðilar vítt og breitt um landið sameinast um að gera veg og vanda hátíðar- innar sem mestan. „Ferðamöguleikamir hér innan- lands eru óteljandi og í raun er orðin mjög mikil vakning meðal íslendinga gagnvart ferðalögum og útivist um eigið land. Aftur á móti höfum við orðið varir við það að margir þeirra, sem þátt taka í þessari kynningu nú, em í fyrsta skipti að kynna eitthvað fyrir ís- lendingum. Þeir hafa með öðmm orðum einblínt á erlenda markaði. Með því að miðla upplýsingum til íslendinga sjálfra, erum við sann- færðir um að hægt er að bæta bæði aftan og framan við háanna- tímabilið. Okkur datt því í hug að fá sem flesta aðila til að taka hönd- um saman um að kynna íslending- um þá möguleika, sem í boði era hér heima. Jafnframt vonumst við til að kynningin takist það vel að þessi viðburður geti endurtekið sig árlega á hveiju vori,“ segja þeir 'Stefán Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Perlunnar, og Stefán Magn- ússon, markaðsráðgjafi sýningar- innar. Að sögn þeirra félaga hefur samvinna aðila í ferðamannaiðn- aðinum aukist til muna og hafa verið búnar til ýmsar pakkaferðir sem gestir Perlunnar geta kynnt sér á sýningunni. Fyrir tilstilli samvinnunnar, t.d. hótela og ann- arra aðila, sem ýmist bjóða upp á jeppa,- hesta,- vélsleða, veiði- eða jöklaferðir, fær viðskiptavinurinn í raun hagstæðara verð með því að kaupa pakkaferð en annars. Fyrir utan aðila, sem vinna beint að ferðaþjónustu, var ólík- legustu fyrirtækjum boðin þátt- taka í kynningunni, eins og Land- mælingar íslands, sem verða með sérstakt tilboðsverð á landshluta- kortum, Hitaveita Reykjavíkur, sem kynna mun útivistarsvæði Öskjuhlíðarinnar, og Vegagerð ríkisins, sem verður með sérprent- aðar upplýsingar um þjóðvega- kerfi landsins svo eitthvað sé nefnt. Félagar í Landsbjörgu verða heiðursgestir sýningarinnar, en þeir verða með fyrirlestur og fræðslu undir yfirskriftinni „Kanntu að klæða þig“. Auk þess kenna þeir blástursaðferðina, fyrstu hjálp og kenna mönnum að umgangast hálendið. íshestar munu bjóða börnum á hestbak fyrir utan Perluna. Hagkaup kynnir hvernig best er að ferðast á íjallahjólum. Ferðafélag íslands stendur fyrir tveimur gönguferð- um, í kvöld og annað kvöld. I kvöld verður farið kl. 20.00 með rútum frá Perlunni og keyrt sem leið ligg- ur að Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Þaðan verður gengið um Hljóm- skálagarðinn, um hluta af svæðinu í kringum Norræna húsið og síðan upp í Öskjuhlíð. Hin gönguferðin verður farin frá Perlunni annað kvöld kl. 20.00, en þá er meining- in að kynna útivistarsvæðið í Öskjuhlíð og Fossvoginn. Farar- stjórar verða með í för. Fjöldi ferðavinninga era í boði í getraunum, sem verða í gangi alla dagana, auk þess sem vandað SLYS A BORNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SKÚUM VÖRN í SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda nám- skeiði um algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á við slysum og hvemig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík dagana 28. og 29. april n.k. kl. 20 - 23. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-626722 fyrir kl. 12 þriðjudaginn 27. aprfl. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauöarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91 - 626722 hefur verið til vinninga í ratleik, sem fram fer í Öskjuhlíðinni á laugardaginn kl. 15.00. Þess má einnig geta að fjöldi tilboða verða í boði, bæði á vöra og þjónustu. Sýningarsvæðið verður opnað klukkan 14.00 í dag, sumardaginn fyrsta, og verður opið til klukkan 20.00 í kvöld. Á morgun, föstu- dag, verður opið frá kl. 17.00- 22.00, álaugardagkl. 14.00-20.00 og á sunnudag kl. 14.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Þorkell Aðstandendur Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar og Stefán Magnússon, markaðsráðgjafi sýningarinnar en þeir hafa borið hitann og þungann af undirbúningnum. Sumardagurinn fyrsti skóg- ræktardagur fjórða sinni Á ÞESSU vori hefst fjórða ár gróðursetningar Land- græðsluskóga á vegum Skóg- ræktarfélags íslands, Skóg- ræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarráðu- neytisins, en verkefnið hófst árið 1990 í tilefni 60 ára afmæl- is Skógræktarfélags íslands. Sumardagurinn fýrsti hefur und- anfarin ár verið valinn „skógræktar- dagur“og tækifærið notað til að vekja athygli á þeim verkefnum, sem tengjast Landgræðsluskógum. Síðustu þrjú ár hafa verið gróður- settar um það bil 3,5 millj. plantna í 80 afgirt, valin svæði víðs vegar um land á vegum Landgræðslu- skóga. í ár er gert ráð fyrir að gróð- ursettar verði 1,2 millj. plantna í sjálfboðaliðastarfí á vegum verkefn- isins og vonast er til að þátttaka verði jafn góð og fyrri ár. Á fulltrúafundi skógræktarfélag- anna í mars sl. kom fram eindreginn vilji félaganna til að halda verkefninu áfram af sama krafti og verið hefur, og vonast menn til að landsmenn allir, sem til þess hafa bolmagn, styðji og styrki þetta sjálfboðaliða- starf í orði og á borði. Árangur gróðursetningarstarfsins hefur verið framar öllum vonum þessi síðustu ár. Mörg svæði Landgræðslu- skóga, sem tekin hafa verið til gróð- ursetnigar eru erfíð til ræktunar, jarðvegur rýr og gróður í tötrum. Af þeim sökum hefur sérstök áhersla verið lögð á vönduð vinnubrögð og jafnframt verið valdar harðgerðar nægjusamar tijátegundir. íslenska birkið er uppistaðan í gróðursetningunni, en þolsvið þess er mjög mikið og því má planta næstum hvar sem er innan girðing- ar, að frátöldum vindasömum stöðum við sjávarsíðuna. Þar hefur hins veg- ar verið plantað harðgerðum víðiteg- undum og elri, en reynslan hefur sýnt að það vex prýðilega við erfið- ustu skilyrði. Það er von framkvæmdanefndar Landgræðsluskóga að þátttaka í þessu þjóðþrifastarfí megi eflast á komandi áram. Markmiðið er að um aldamót hafí verið gróðursettar á vegum þessa verkefnis 20 millj. plantna í 10 þúsund ha lands. (Fréttatílkynning) Ráðstefna um landnýt- ingu og almannarétt RÁÐSTEFNA um landnýtingu og almannarétt undir yfirskrift- inni „Hver á? - Hver má?“, verður haldin á Hótel Loftleiðum, laugardaginn 24. apríl næstkomandi. Eiður Guðnason umhverfísráð- herra, mun setja ráðstefnuna. Henni ér skipt í fjóra flokka. í flokknum „Þróun laga og viðhorf til almanna- réttar", er m.a. fjallað um veiðirétt og náttúruvemd og viðhorf til nýt- ingar vemdarsvæða. I flokknum „Almannaréttur - ný viðhorf", eru umfjöllunarefnin m.a. útivistarauð- lindir og sauðbeit, hagræn rök nýt- ingarréttar og Evrópusameining. í flokknum „Kröfur til landnota - árekstrar", er fjallað um umferðar- rétt almennings, ferðaþjónustu og landnot, stangveiðar á löndum utan lögbýla og skotveiði utan eignar- landa, búsetu- og búháttabreytingar. í flokknum „Hvað er til ráða?“ er Qallað um skipulag landa utan lög- býla - sameignarland og Lagabreyt- ingar - úrskurð deilna. Að loknum framsöguerindum fara fram umræður. Landvernd, Skot- veiðifélag íslands, Landssamband stangveiðifélaga, Ferðafélag íslands og Stéttarsamband bænda standa að ráðstefnunni og er hún öllum opin. íslandsmótið í vaxtarrækt fer fram á föstudagskvöld „Dreymir fljúgandi súkkulaðisnúða“ „SÍÐUSTU dagamir fyrir mótið er átakamiklir, ég horfi löng- unaraugum á hverskyns mat og dreymir stundum fljúgandi súkkulaðisnúða, en við verðum að neita okkur um ýmsa hluti rétt á meðan undibúningi stendur,“ sagði Kjartan Guðbrands- son, skipuleggjandi og keppandi í íslandsmótinu í vaxtar- rækt, sem fer fram á Hótel Islandi á föstudagskvöld. Tuttugu keppendur eru skráðir í mótið sem skipulagt er af Félagi vaxtarræktarmanna og tímaritinu 3T. „Keppendum úr hópi yngri vaxt- alla leið inn í vaxtarræktarformið, hafa góðar og spengilegar línur," sagði Kjartan. Lyfjapróf á mótinu arræktarmanna hefur Qölgað og karlaflokkurinn er sterkur. Það verða keppendur frá Vestmannaeyj- um, ísafírði, Reykjavík og Ak- ureyri. Akureyringarnir hafa marga góða keppendur og koma vel undir- búnir til keppni að venju. Við erum að fara nær almennri heilsurækt í öllu varðandi mótshaldið og á næsta ári verðum við með flokk kvenna sem eru í góðu formi, ganga ekki „Mótið verður lyfjaprófað af við- urkenndum aðilum og forkeppni er um miðjan dag, en úrslitakeppnin hefst kl. 21 um kvöldið. Keppendur hafa lagt hart að sér síðustu vikum- ar. Ef menn eru rétt undirbúnir, þá eru þeir komnir í rétt form, aðal- málið er að hafa sem minnst vökva- magn undir húðinni, þannig að vöð- vamir dragi til sín allt vatn og skurður vöðvanna sjáist vel. Ég tel að það verði hörð keppni í bæði unglinga og karlaflokkunum. Ég hef sjálfur æft af kappi, en síð- ustu vikuna hef ég verið að drekka 10-15 lítra af vatni, til að plata skrokkinn aðeins eftir ákveðinni matar- og drykkjarformúlu. Þetta er atriði sem þarf að vera hárrétt síðustu dagana, annars er allt fyrir bí. Mótið verður spennandi og við verðum með sýningaratriði frá heimsmeistaramótinu í þolfími og fyrstu súmóglímuna hérlendis. Vöð- vamir fá því að njóta sín þetta kvöld, sem er góð byrjun á sumr- inu,“ sagði Kjartan. tyjiplomat fistölvan frá more fyrir hvern sem er, hvar sem er, hvenær sem er BOÐEIND TRAUST LAUSN TRYGG FRAMTÍÐ AUSTURSTRÖND 12 • SÍMI: 612061 • FAX: 612081
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.