Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 MENNING/LISTIR Músabörn úr Hálsaskógi Leiklist Kvöldsýning á Dýrunum í Hálsaskógi á fimmtudaginn Á fimmtudaginn verður efnt til kvöldsýningar á barnaleikritinu vinsséla, Dýrunum í Hálsaskógi, eftir Thorbjörn Egner sem verið hefur á fjölum Þjóðleikhússins í allan vetur við miklar vinsældir. Dýrin í Hálsaskógi eiga það sam- merkt með öðrum verkum Egners að um leið og þau eru hrífandi og falleg hafa þau að bera boðskap sem höfðar jafnt til barna og full- orðinna og fellur aldrei úr gildi. Dýrin í Hálsaskógi eru því svo sannarlega fyrir börn á öllum aldri. Sigurður Siguijónsson leikur Mikka ref og Órn Árnason leikur Lilla klifurmús, en í öðrum helstu hlutverkum eru: Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Marteinn skógarmús), Herdís Þorvaldsdóttir (amma skógarmús), Erlingur Gíslason (bangsapabbi), Guðrún Þ. Steph- ensen (bangsamamma), Flosi Ólafsson (Hérastubbur bakari) og Hjálmar Hjálmarsson (bakara- sveinninn). Tuttugu og fimm leik- arar taka þátt í sýningunni, bæði börn og fullorðnir. Hulda Valtýs- dóttir þýddi leiktextann en Krist- ján frá Djúpalæk þýddi söngvana. Sigrún Valbergsdóttir er leikstjóri, Messíana Tómasdóttir gerir leik- mynd og búninga, Sylvia von Ko- spoth semur dansa og sviðshreyf- ingar og lýsingu annast Ásmundur Karlsson. Jóhann G. Jóhannsson er hljómsveitarstjóri. Ljóðlist Útgáfukvöld verður haldið á Sólon íslandus á fimmtudagskvöld vegna útkomu ljóðabókarinnar „Tímaspor". Kvöldið er samansett af ljóðlist og tónlist og hefst dag- skráin klukkan 21. Atriði kvölds- ins verða: Tónlist: Bubbi, Jón Skuggi, Hörður Bragason, Stein- grímur E. Guðmundsson, Ný Dönsk, Djass kvartett Kristjönu Stefánsdóttur. Ljóðlist: Védís Leifsdóttir, El- ísabet Þorgeirsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Didda. Leikarar: Rúnar Guðbrandsson, Vilborg Halldórsdóttir. Aðgangur er ókeypis en „Tíma- spor“ sem gefin er út til styrktar Jákvæða hópnum verður til sölu á staðnum. Vesturberg - raðhús Glæsilegt endaraðhús 144 fm ásamt 32 fm upphituðum bílskúr. 4 svefnherb., gestasnyrting, baðherb., þvotta- hús og búr innaf eldhúsi, borðstofa og setustofa. Gott geymslurými. Arinn. Verð 13,5 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, . ..r V1ÐAR FRIÐRIKSSON, Jlli LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASÍMI 27072. 29077 1)4 4 C A *)4 07A LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I Ivvakl0/U KRISTIMNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Nýkomnar á söluskrá meðal annarra eigna: f Björt og hlýleg við Tómasarhaga Mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 3. hæð/þakhæð. Sólsvalir. Mikið útsýni. Háaloft - viðarklætt fylgir. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Sérhæð - tvíbýli - bflskúr Nýendurbyggð neðri hæð, 4ra herb. á vinsælum stað á Nesinu. Sér- inng. Góður bilskúr, upphitaður. Skipti æskileg á stærri íb. miðsv. í borginni eða nágr. Má þarfn. endurbóta. Skammt frá Menntaskólanum við Sund Steinhús, ein hæð, 165 fm, vel byggt og vel með farið. 5 svefnherb. Bílskúr fylgir. Glæsileg lóð. Skipti æskileg á minni eign. Einbýlishús á útsýnisstað Ný endurbyggt og stækkað steinhús við Háabarð i Hafnarfirði, ein hæð 130 fm, bílskúr 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Lokuð gata. Hreint íbúðar- hverfi. Eignaskipti möguleg. Nýtt og vandað Stein- og stálgrindarhús. Grunnfl. 300 fm við Kaplahraun, Hafnar- firði. Vegghæð 7 m. Glæsilegt ris, 145 fm ib./skrifstofa. Húsið má stækka. Möguieiki á margskonar nýtingu. Eignaskipti koma til greina. Skammt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Glæsileg endurbyggð sérhæð með góðum bílskúr. 3 svefnh. og bað í svefnálmu. Forstofuherb. með sér snyrtingu. Stórt geymslu- og föndur- herb. í kj. Góður bílskúr. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Með útsýni - og góðum bflskúr Nýleg og góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Lyngmóa í Garðabæ. 3 svefnh. Frágengin lóð. Tilboð óskast.____________ • • • Húseign með tveimur íbúðum óskast í borginni. Fjársterkir kaupendur á skrá. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 + Gréta Mjöll Bjarnadóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti getur nú að líta grafík- verk ungrar listakonu, sem hér er að halda sína fyrstu einkasýningu. Gréta Mjöll Bjarnadóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1980-87, fyrst í kennara- deild og síðan í grafíkdeild. Síðan hefur hún starfað að listinni og átt verk á nokkkrum samsýningum, síðast á M-hátíð á Suðurlandi 1991. Öll grafíkverkin á sýningunni eru unnin með koparætingu, sem er gamalgróin aðferð á þessu sviði og um leið afar vandmeðfarin; allir hnökrar myndverksins koma fram, og það er erfitt að Ieiðrétta eða bæta fyrir mistök í vinnslunni. Þetta gerir verk af þessu tagi afar áhuga- verð, og af sýningunni að dæma hefur Gréta Mjöll náð þokkalegum tökum á tækninni, og kemst vel frá öllum verklegum þáttum sýningar- innar. í sýningarskrá segir listakonan að myndefni sýningarinnar séu „hugleiðingar um náttúru, eðli og tilgang". Svo almenn lýsing segir áhorfandanum næsta lítið. Hins vegar er í sýningarskrá einnig að finna nokkrar ljóðlínur, sem lúta að leit mannsins og könnun hans á alheiminum. í þær iínur sækir Gréta Mjöll flesta titla verka sinna; þau vísa til einstakra tákna með heitum eins og „Stundum er ég . ..“ eða „Ég er (íjall meðal fjalla, dropi meðal dropa, sól meðal sóla)“. Þær táknmyndir sem birtast í verkunum eru flestar kunnuglegar; krossar, lyklar, bijóst, kirkjur, blóm, bókstafir, þríhyrningar o.fl. Þetta eru því tilvísanir í þær hug- leiðingar, sem listakonan nefnir að hafi vakið fyrir henni. Myndmálið er þannig einfalt og hnitmiðað, og handbragðið nýtur sín vel fyrir bragðið. Svartar línur ráða teikningunni að mestu, og gylltir fletirnir (t.d. í „Ég er fjall meðal íjalla 1“ (nr. 8) gefa myndunum virðulegan svip, og vísa til sögu koparætingarinnar; rauðir blettir verða síðan til að skerpa athyglina á stöku stað, og gefa nokkrum verkum, m.a. „Og hið gullna“ (nr. 18) tækifæri til að skera sig frá heildinni. Myndverkin eru sett upp á Iát- lausan hátt, en rammarnir eru sér- staklega vel gerðir og falla vel að myndunum; stærstu verkin, nr. 6 og 17, eru sett í eins konar tvískipt- ar sýningartöskur, sem hægt er að loka og bera með sér að sýningu lokinni. Slíkur umbúnaður hefur að vísu sést áður (t.d. í hinu fræga „Handhæga setti“ Magnúsar Tóm- assonar), en hentar vel hér og setur svip á sýninguna. Sýningin á grafíkverkum eftir Grétu Mjöll í Galleríi Sævars Karls stendur til miðvikudagsins 12. maí. Elín Magnúsdóttir I Gallerí einn einn við Skóla- vörðustíg stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum og teikningum Elínar Magnúsdóttur myndlistar- konu. Hún hefur verið framtakssöm síðustu misseri, en á síðasta vori sýndi hún verk sín á göngum menntamálaráðuneytisins, og í nóv- ember hélt hún sýningu hjá Sævari Karli í Bankastræti. Elín héfur valið sér myndefni á glaðlegri sviðum mannlífsins, þ.e. á vettvangi lífsgleði, skemmtana, tónlistar og erótíkur. Sýninguna í nóvember nefndi hún „Rómantík og erótískir straumar milli okkar mannanna“, en að þessu sinni er þemað tónlist, þannig að segja má að hér haldi hún áfram þar sem frá var horfið. í sýningarskrá rekur hún nokkuð af ferli sínum, og segir m.a. „Augu mín beindust æ meir að mannfólk- inu og öllu sem það tók sér fyrir hendur. T.d. var gleðikonan mér mjög hugleikið yrkisefni og þeir sem á einhvern hátt stóðu uppur fyrir sérvisku og spjátrungshátt. En þegar fram liðu stundir hafa húmor og draumsýn orðið æ meira ríkjandi." Viðfangsefni verkanna á sýning- unni hér endurspegla þessi áhuga- svið listakonunnar. Hér getur að líta alls fjörutíu myndverk í nokkrj um flokkum, flest lítil, unnin með vatnslitum og teikningu. Mörg verkanna tengja saman heima tón- listarinnar og hins ljúfa lífs, ög sterkust er þessi tenging í nokkrum verkum, sem eru unnin á nótna- blöð, t.d. „Bíttu mig“ (nr. 4); ákveð- inn kímni felst í þeim nótum, sem liggja á bak við („Islands Hrafnistu- menn“). Flest verkin tengja saman eina persónu og hljóðfæri í lausbeisluð- um og fjörugum stíl, sem um margt minnir á heim kabarettsýninga. I smáum myndum eins og „Tvímenn- um taumlaust" (nr. 37) er samspil persóna og hljóðfæris oft afar náið, Nýjar bækur Um sannleiksgildi Islendingasagna Frá sjónarhóli kjötiðnaðarmannsins ÞJÓFUR á nóttu hefur gefið út nýja bók um sannleiksgildi íslendingasagna frá sjónarhóli kjötiðnaðarmanns eftir Snorra F. Hilmarsson. í frétt frá útgefanda segir: Ekki þurfa menn að vera vel að sér um bókmenntafræðilegar þrætur und- anfarinna ára til að njóta þessarar nýju bókar. Hún kemur að málinu úr nokkuð annarri átt, er í senn hávísindaleg sem og alþýðleg, prýdd fjölda skýringamynda. Höf- undur veltir upp spurningum varð- andi ýmis atriði íslendingasagna er margir telja hrein ólíkindi, eink- um mannvígalýsingar. Bókin er 42 bls. gefin út í 110 eintökum og fæst hjá höfundi. Snorri F. Hilmarsson. Hóldu tónleika í Stykkishólmi Stykkishólmi. GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Peter Máté píanóleik- ari komu fyrir skömmu til Stykk- ishólms til hljómleikahalds. Við þessa tónleika var notaður vandaður og fullkominn flygill sem kominn er í Stykkishólmskirkju og gefur mikla möguleika á tónleika- haldi enda hljómburður í kirkjunni góður að mati þeirra sem vit hafa á. Á efnisskránni var sónata í G- dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Beet- hoven, sónata fyrir fiðlu og píanó í g-moli eftir Giuseppe Tartini, verk eftir Tsjajkovskíj o.fl. Þá voru einn- ig leikin íslensk lög. í heimsókn sinni til Stykkishólms heimsóttu Guðný og Peter Tón- listarskólann til að kynna fyrir nemendum hin margbreytilegu skilyrði fíðlunnar sem hljóðfæris. Daði Þór Einarsson tók á móti þess- um góðu gestum og kvað það bæði gaman og gagnlegt að fá slíka heimsókn enda leggur Tónlistar- skólinn mikið upp úr kennslu á fiðlu. - Árni. Morgunblaðið/Árni Helgason GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleikari sýnir nemendum Tónlistar- skólans hin ýmsu tilbrigði fiðlunnar. í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.