Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 11 Gréta Mjöll Bjarnadóttir Elín Magnúsdóttir og kettir fylgjast gjarna með. í nokkrum stærstu myndunum er hljóðfærið sett með silkiþrykki á pappírinn, og síðan er verkið byggt upp í kringum það, hvort sem um er að ræða belgvíðan bassa eða stílfagran saxófón. Það er oft mikil munúð fólgin í framsetningu Elínar á þessu myndefni, þannig að tónlist- in og ástarleikurinn rennur saman í eitt; titlar verkanna fylgja slíku oft og tíðum eftir með ákveðinni tvíræðni, t.d. „Stjömuljós í myrkri" (nr. 20). Listakonan starfaði um árabil með götuleikhúsi, og hefur í list- námi sínu fengist nokkuð við leik- búningagerð og sviðsetningu. Ef til vill má sjá merki þessa í uppbygg- ingu verkanna, þar sem gott jafn- vægi er á milli persóna og hljóð- færa, jafnvel ákveðin spenna árekstrar og átaka, sem minna á leikhúsið; það er heldur aldrei langt á milli tónlistarflutnings og leik- sviðsins, og í því samhengi verða þessi myndverk ef til vill ríkulegri en ella. Hér er á ferðinni ljúf myndlist, sem flestir ættu að geta haft ánægju af. Gulur pappír og gylltir rammar einkenna góða uppsetn- ingu sýningarinnar, þannig að mild- ur svipur fæst á heildina. Helsta hættan er að munúðin og lystisemd- ir lífsins verði klisjukenndar og nái yfirhöndinni á kostnað vandaðrar myndbyggingar og vinnubragða, en listakonan hefur forðast þær freist- ingar og náð að skapa hér ferska heildarmynd, sem er í anda þeirra viðfangsefna, sem hún er að fást við. Sýningu Elínar Magnúsdóttur í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg lýkur fimmtudaginn 6. maí. SKALDATAL OG SKÁLDATAL Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Fyrir síðustu jól kom út ritið Skáldatal, íslenskir barna- og ungl- ingabókahöfundar, sem nær til þeirra íslensku barnabókahöfunda sem skrifað hafa tvær bækur eða fleiri fyrir börn og unglinga. Var til þess vandað eins og kostur var, skráðar barnabækur þeirra og umsagnir um verk þeirra. Auk þess voru upplýs- ingar um lífshlaup þeirra og starfs- feril og birtar af þeim myndir. Þá hafði ekki komið út heimildarit um íslensk skáld og rithöfunda frá því Menningarsjóður gaf út íslenskt skáldatal í tveim bindum árið 1973- 1976. Var því orðið tímabært að bæta þar úr. Varla var Skáldatalið komið á markað þegar Námsgagnastofnun gaf út bók með sama nafni. Er síðar- nefnda Skáldatalið talið fylgirit með þeim ljóðabókum sem notaðar eru í grunnskólum, þ.e. Ljóðsprotum, Ljóðsporum og Ljóðspeglum. í ritrnu eru æviágrip og stuttar ritaskrár þeirra ljóðskálda sem eiga verk í þessum Ijóðasöfnum, venjulega að- eins getið um ljóðabækur og stundum barnabækur. Höfundur er Sigurborg Hilmarsdóttir og ber formáli sem undirritaður er af höfundi dagsetn- inguna 15. júlí 1991. Því er þetta hér gert að umtals- efni að bókaútgáfa á vegum hins opinbera er hér í beinni samkeppni við almennan markað. Markaðsað- staða þessara tveggja rita er mjög ólík. Önnur bókin er gefin út af for- lagi í einkaeign sem þarf að standa sjálft undir öllum sínum kostnaði og markaðssetningu, en hin bókin gefin út af ríkisstofnun sem hefur einka- rétt á að gefa út kennsluefni fyrir grunnskólastigið. Það er einnig svo að skólar landsins mega aðeins kaupa bækur frá Námsgagnastofnun út á kennslubókakvóta sinn. Þeir mega því kaupa annað skáldatalið en ekki hitt út á þennan kvóta. Þetta framtak Námsgagnastofn- unar vekur einnig upp þá spumingu hvers vegna ekki er leitað til hins almenna markaðar með rit sem þetta. Tæplega verður það skilgreint sem brýnasta kennslubókin í þeim kennslubókavandræðum sem virðist hrjá gmnnskóla landsins. Bókaútgefendur hér á landi eru metnaðarfullur og beijast hetjulega fyrir því að halda íslenskri bókaút- gáfu gangandi og það em þeir sem sjá um að íslenskir höfundar nái til fjöldans og almenningur hafi lestrar- efni á sínu móðurmáli. íslenskir útgef- endur hafa sýnt ótrúlega mikla hag- sýni og útsjónarsemi við útgáfu í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á innlendum markaði. Kennslubóka- markaðurinn er hins vegar stór og þar gæti komið nokkur lyftistöng fyr- ir íslenskan bókamarkað en á meðan þessi einokun gildir geta menn ekki sótt þangað. Vandvirkni er aðals- merki í íslenskri bókaframleiðslu, tæknin er ein sú besta sem völ er á og íslenskir höfundar em nógir til að spreyta sig á nýjum verkefnum. Sam- keppni á þessu sviði gæti sannarlega örvað marga til dáða og komið fram með nýjar hugmyndir. Því er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki fari að verða tímabært að skólayfirvöld landsins bjóði út þær kennslubækur sem þeir vilja láta semja og láta forlögin keppa um að koma með bestu tillögurnar. Besta handritið yrði þá framleitt og selt til skólanna fyrir þann kvóta sem þeim er úthlutað. Fleiri handrit gætu komið til álita og fjölbreytnin aukist ef þessari ríkiseinokun yrði aflétt. Úrval kennslubóka yrði meiri og aukning yrði á fræði- og kennslubók- um fyrir íslensk börn. íslenskir kgnn- arar kynnu jafnvel að hafa valkosti um það kennsluefni sem þeir nota. Það skyldi þeó ekki vera að niður- staðan yrði svipuð og hjá Vegagerð- inni að tilboðin yrðu undir kostnaðar- áætiun, fleiri verkefni mætti vinna fyrir sama fjármagn og allir gætu glaðst yfir bættum árangri og betri nýtingu opinberra fjármuna! Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika annað kvöld Síðustu tónleikar í rauðri áskriftaröð FIMMTUDAGINN 6. maí kl. 20.00 verða sjöttu og síðustu tónleikarí rauðri áskriftaröð Sinfóníuhljómsveitar Islands á þessu starfsári. Á þessum tónleikum teflir hljómsveitin fram tveim ungum listamönnum sem hafa slegið í gegn á síðustu árum, að því er fram kemur í frétt frá hljómsveitinni. Hljómsveitarstjórinn Pavo Járvi kemur frá Eistlandi, er fæddur í Tallin 1962. Hann er sonur hins þekkta hljómsveitarstjóra Neemi Járvi og er greinilegt að þar hefur eplið ekki fallið langt frá eikinni. Pavo stundaði fyrst nám í heima- landi sínu en eftir að hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Banda- ríkjanna árið 1980 sótti hann nám í Julliard-tónlistaskólann og síðar í Curtis-tónlistarháskólann þar sem hann var samnemandi Sigrún- ar Eðvaldsdóttur. Árið 1989 stofn- aði hann tónlistarhópinn Lyra Borealls í Toronto en aðalmarkmið þess hóps er að flytja samtímatónl- ist frá Eistlandi. Pavo Járvi hefur stjórnað fjölda hljómsveita í Evr- ópu og Bandaríkjunum við góðan orðstír og nú hefur hann verið ráðinn listrænn stjórnandi við sin- fóníuhljómsveitina í Malmö og á næsta ári mun hann einnig taka við stöðu listræns stjórnanda við óperuna í Osló. í fremstu röð Píanóleikarinn Leif Ove Ands- nes er fæddur í Karmoy í Noregi 1970. Hann er tónleikagestum væntanlega ekki ókunnur þar sem hann hefur tvisvar áður haldið tónleiká á íslandi. Það má segja að frægðarferill hans hafi byijað eftir að hann hlaut 1. verðlaun í keppni ungra norrænna einleikara sem haldin var hér á landi í októ- ber 1988. Síðan hefur sigurbrautin verið bein og breið og er hann þegar kominn í röð fremstu píanó- leikara heims. Hefur honum jafn- vel verið líkt við Walter Geseking og Wilhelm Kempf. Upphaflega átti Leif Ove að leika píanókonsert nr. 3 eftir Rac- hmaninoff. Þar sem sá konsert krefst mikillar líkamlegrar áreynslu og Leif Ove hefur undan- farið mátt stríða við eymsl í hand- legg treysti hann sér ekki til að leika þann konsert. í staðinn varð fyrir valinu píanókonsert eftir Gri- eg sem er mjög við hæfi þar sem í ár eru hundrað og fimmtíu ár frá fæðingu Grieg. Auk píanókon- sertsins verða á efnisskrá tónleik- anna Jónsmessuvaka eftir Jugo Alfvén, en það verk mun fara á næstu geislaplötu SÍ, og 5. sinfón- ía Tsjajkofskíjs. Pavo Jarvi, hljómsveitarstjóri Leif Ove, píanóleikari Nýsköpun er nauðsyn Fundur á Selfossi Ræðumenn verða Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og fulltrúar frá Iðnlánasjóði, Iðntæknistofnun og Iðnþróunarsjóði. Fundurinn er öllum opinn en höfðar einkum til þeirra sem láta sig varða atvinnumál. Fjallað verður um aðgerðir og verkefni til að styðja við frumkvæði í nýsköpun. Fundartími: Fundarstjóri: Staður: 6. maí 1993 kL 20.00 Þorsteinn S. Ásmundsson Hótel Selfoss IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR (J) IÐNLÁNASJÓÐUR lóntæknistof nun 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.