Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Fyrirtæki Sameinaða auglýsinga- stofan gjaldþrota Tap kröfuhafa 25-26 millj. kr. SAMEINAÐA auglýsingastofan var úrskurðuð gjaldþrota um síðst- liðna helgi að beiðni eigenda sinna og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er líklegt að kröfuhafar tapi 25-26 milljónum króna. Kröfu- hafar eru aðallega fjölmiðlar, bæði ljósvakamiðlarnir og dagblöðin. Skarphéðinn Þórisson hrl. hefur verið skipaður bústjóri þrotabúsins. Rekstur Sameinuðu auglýsinga- stofunnar var mjög erfiður á síð- asta ári og þá minnkuðu viðskiptin um 38%. Sökum þessa var fækkað starfsfólki og reynt að hagræða í rekstri. Voru þannig aðeins sex starfsmenn á stofunni er hún varð gjaldþrota en þegar flest var fyrir tveimur árum unnu þar 14-16 manns. Eftir áramótin gerðist það síðan að ijórir af stærstu viðskiptavinum stofunnar duttu úr viðskiptum við hana. Stofan gat ekki útvegað sér aðra í staðinn og því var óskað eft- ir gjaldþrotaskiptum. Af þessum fjórum viðskiptavinum hættu tveir rekstri, einn ákvað að verja auglýs- ingafé sínu í ár til þess að lækka vöruverð og einn hætti að skipta við stofuna. Verslun * Uttektgerð á dagvöru verslun á Austfjörðum VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að láta gera úttekt á dag- vöruverslun á austurlandi sem yrði hliðstæð þeirri úttekt sem gerð var á verslun á Vestfjörðum árið 1991. Markmiðið er að fá glögga mynd af stöðu og þróunar dagvöruverslunar á austurlandi. Jafnframt áformar ráðuneytið að efna til funda með fulltrúum ráðandi aðila í smásöluverslun með dagvörur til að kanna viðhorf þeirra varðandi dagvöruverslunina bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni á næstu árum. Þetta kom fram í ávarpi Jóns Sigurðssonar, viðskipta- ráðherra, á aðalfundi Kaupmannasamtakanna í síðustu viku. „Með þessu vill ráðuneytið reyna að komast til botns í því hvort hægt sé með hæfilegum opinberum að- gerðum að hafa áhrif á þróun versl- unarinnar sem samrýmist stefnunni um auðveldan aðgang sem allra flestra að dagvöruverslun,“ sagði viðskiptaráðherra í ræðu sinni. Viðskiptaráðuneytið lét gera út- tekt á dagvöruverslun á Vestflörðum árið 1991 í kjölfar tillagna nefndar sem skipuð var í byijun árs 1989 til að gera athugun á afkomu verslunar- fyrirtækja í strjálbýli. Allar dagvöru- verslanir á Vestfjörðum voru skoðað- ar, rætt við eigendur þeirra og sveit- arstjómarmenn. „Það er skemmst frá því að segja að þessi könnun stað- festi í öllum meginatriðum niðurstöð- ur nefndarinnar sem fór fram á að athugunin yrði gerð og leiddi í ljós að dagvöruverslunin var rekin með nokkrum halla. Ekki virtist unnt að reka slíkar verslanir yfirleitt án halla á minnstu stöðunum. Það var bent á ýmislegt sem mætti færa til betri vegar í rekstri þessara verslana á fámennum stöðum og það er sjálf- sagt í því sambandi að skoða ráðgjöf og annan stuðning af opinberri hálfu. Það er líka mikilvægast í þessu máli að fleiri aðilar í hveiju byggðarlagi að verslunareigendumir einir eða stjómendur verslunarfyrirtækja komi að þessu máli.“ Jón sagði að sveitarstjórnir yrðu að marka sína stefnu varðandi dag- vöruverslun í byggðarlögunum og kalla í því sambandi til alla þá aðila sem em tengdir því máli. „Eg held þama þurfi sérstaklega að athuga þjónustukjama þar sem fleiri fyrir- tæki nýta saman aðstöðu og rekstur sé sem oftast í samræmi við mark- aða þjónustustefnu. Mér finnst vel koma til greina að sveitarfélögin eða aðrir aðilar fjármagni eða reki slíka kjama og leigi síðan rekstaraðilunum aðstöðuna.“ Veitingarekstur Morgunblaðið/Kristinn VEITINGASTAÐUR — Gísli Gíslason, lögfræðingur hef- ur selt veitingastaðinn Pisa í Austurstræti. Eigenda- skiptiá Pisa VEITIN G AST AÐURINN Pisa í Austurstræti hefur skipt um eigendur. Hlutafé- lagið Sýr hf. í eigu Þórarins Ragnarssonar og Gunnars Hjaltalíns hefur keypt stað- inn af Gísla Gíslasyni lög- fræðingi. Gísli keypti veitingastaðinn Pisa, sem áður var Sælkerinn, í febrúar 1991. Hann keypti líka skemmtistaðinn Berlín í Austur- stræti og stofnaði hlutafélagið Róm hf. sem sá um að leigja rekstur þessara tveggja fyrir- tækja út. Síðastliðið haust keypti síðan Sigurður Ólason Berlín. „Rekstur Pisa hefur verið í leigu frá því að ég keypti stað- inn. Söluandvirðið verður notað til að greiða upp skuldir og það er vonandi að Róm þurfi ekki að fara í gjaldþrot,“ sagði Gísli í samtalið við Morgunblaðið. Fyrirtækl Tekjur Endurvinnslunnar hf. minnka vegna aukinna skila HAGNAÐUR Endurvinnslunnar hf. á sl. ári nam alls um 7,3 milljón- um. Þetta er nokkuð lakari afkoma en árið áður sem rekja til auk- inna skila á umbúðum en að sama skapi hefur seldum umbúðum fækkað. Þannig fækkaði umbúðum um 3,9% á sl. ári eða úr 65,2 milljónum eininga í 62,6 miRjónir. Á sama tíma jukust skil um 2,8% eða úr 47,9 miHjónum í 49,5 milljónir eininga þannig að tekjur fyrir- tækisins drógust saman um 17 milljónir króna. Á síðasta ári skiluðu sér til End- urvinnslunnar um 79% af selduín umbúðum með skilagjaldi og hækk- að skilaprósentan um 4 prósentustig frá árinu áður. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Endurvinnslunn- ar, sagðist í samtali við Morgunblað- ið telja að meiri skil til fyrirtækisins mætti rekja til samdráttar í þjóðfé- laginu og sívaxanda áhuga meðal almennings á umhverfismálum. Reikna mætti með að í framtíðinni myndu um eða yfír -80% af gos- drykkjaumbúðum skila sér. Sú breyting varð á sl. ári að notkun á plastflöskum jókst enda hefur verðsamkeppnin á gos- drykkjamarkaðnum að miklu leyti snúist um slíkar umbúðir. Dósa- notkun minnkaði hins vegar. Endurvinnslan seldi í fyrra ál- og plastskrap fyrir um 35 milljónir króna eða sem nemur um 25% af tekjum. Tekið var á móti 2.200 tonnum af glerflöskum en þær voru muldar niður og efnið notað sem fyllingarefni í Gufunesi. Endurvinnslan hefur verið að færa út kvíarnar á þessu ári. Þann- ig keypti fyrirtækið Saga plast fyrr á árinu sem annast m.a. endur- vinnslu á fiskkössum og gos- drykkjakössum. Einnig var keyptur 6% hlutur í Úrvinnslunni hf. á Akur- eyri sem framleiðir kubba í vöru- bretti úr afgangsplasti og pappír. Stærstu hluthafar fyrirtækisins eru Á.T.V.R. með 20% hlut, Kaup- mannasamtök íslands með 20%, hlut og ríkissjóður með 17,83% en alls eru hluthafar 14 talsins. Á aðal- fundi nýverið voru kjömir í stjóm fyrirtækisins þeir Eíríkur Hannes- son, Höskuldur Jónsson, Júlíus Jónsson, Einar Guðmundsson og Þórður H. Ólafsson. Hlutabréf Gengi Islandsbanka lækkar enn SÍÐASTLIÐINN mánudag seld- ust hlutabréf í íslandsbanka fyr- ir 162 þúsund á genginu 0,90. Það er lækkun á gengi um 0,08 frá síðustu viðskiptum með bréf í bankanum sem áttu sér stað í síðastliðinni viku. Þetta lága gengi hefur haft þau áhrif að Landsvísitalan var 91,42 sl. þriðjudag en hún hefur aldrei verið lægri. Söluaðili íslandsbankabréfanna var Verðbréfamarkaður íslands- banka en Landsbréf keyptu bréfín fyrir hönd viðskiptavinar. Á Verð- bréfaþingi eru nú sölutilboð með bréf í íslandsbanka á genginu 0,96. Hugbúnaðarfyrirtæki áfram vinsæl Gengi hlutabréfa í íslandsbanka frá 29. febrúar 0,85 29/2 feb. apríl maí m Aðalfundur íslandsbaka var haldinn 29. mars, þar sem ákveðið var að greiða hluthöfum 2,5% arð. Vikuna 5-ll.maí voru skráð við- skipti á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum fyrir lið- lega 6 milljónir króna. Líkt og í vikunni þar áður voru hugbúnað- arfyrirtæki vinsæl en alls seldust bréf í Softis fyrir 708 þúsund á genginu 30 en að undanförnu hafa verið skráð á Verðbréfaþing sölu- tilboð á genginu 27. í Tölvusam- skiptum seldust bréf fyrir tæplega 2,4 milljónir á genginu 7-7,40. Auk þessara þriggja seldust í vikunni bréf í 4 öðrum hlutafélög- um. í Flugleiðum seldust bréf fyr- ir liðlega 2 milljónir á genginu 1,08-1,11, í Eimskip seldust bréf fyrir 327 þúsund á 3,66, í Olís seldust bréf fyrir 412 þúsund á genginu 1,80 og í Útgerðarfélagi Akureyringa seldust hlutabréf fyr- ir 83 þúsund á genginu 3,20. Fyrirtæki Tap Kaupfélags Rangæinga 18 miiij. TAP Kaupfélags Rangæinga á sl. ári nam alls tæplega 18 milljón- um króna samanborið við um 200 þúsund króna hagnað árið áður. Innan kaupfélagsins er nú unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum til að bæta afkomuna. Á aðalfundi félagsins nýverið var samþykkt að fela stjórn að undirbúa stofnun B-deildar stofnsjóðs fyrir næsta aðalfund. í frétt frá kaupfélaginu kemur fram að reksturinn á sl. ári var með hefðbundnum hætti. Velta án virðisaukaskatts nam alls um 606 milljónum og hafði dregist saman um 8% á milli ára. Nokkur aukning var i sölu á matvöru en samdráttur í sölu fjárfestingarvara til bænda og í þjónustuiðnaði. Helstu fjárfest- ingar voru strikamerkjakerfi fyrir Aðalbúð á Hvolsvelli og stillitölva á Bflaverkstæðið á Rauðalæk. Eigið fé félagsins var í árslok 77,7 milljónir eða 21,3% af heildar- eignum. Á árinu störfuðu að með- altali 70 manns hjá félaginu og námu heildarlaunagreiðslur 98 milljónum. Úr stjórn áttu að ganga Sigurð- ur Jónsson í Kastalabrekku og Bjarni Jónsson á Selalæk. Sigurður sem verið hefur stjórnarformaður undanfarin ár baðst undan endur- kjöri og var Jónas Jónsson í Kálf- holti kjörinn í hans stað en Bjarni Jónsson var endurkjörinn. Auk Jónasar og Bjarna voru kjörin i stjórnina Kristinn Jónsson, Sáms- stöðum, Agnes Antonsdóttir, Hólmahjáleigu, Guðni Jóhannsson, Hvolsvelli, Karl Siguijónsson, Efstu-Grund og Elínborg Sváfnis- dóttir, Hjallanesi. í varastjórn voru kjörnir Guðjón Þórarinsson, Hvols- velli, Páil Sigutjónsson, Galtalæk og Kristján Mikkelsson, Stóru- Mörk. Kaupfélagsstjóri er Ágúst Ingi Ólafsson. Félagsmenn í árslok voru 990 í 11 deildum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.