Morgunblaðið - 13.05.1993, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.1993, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF F’IMMTUDagur 13. maí 1993 B3 Electrolux^N. CONSTRUCTOR HI170 hillukerfi Hugbúnaður Tölvusamskipti hf. eru nú komin á kortið Rætt við framkvæmdastjórana Ásgrím Skarphéðinsson og Frosta Sigurjónsson en fyrirtækið er nú að hefja sókn á nýjum mörkuðum Hillurekkar úr stóli sem settir eru saman ó öruggan og einfaldan hátt. Við þá má bæta endalaust m.a. með ýmsum aukahlutum, s.s. skúff- um, boxum o.fl. Henta vel til geymslu á alls konar smávöru. fTTTTl Fataskápar Hetugir og litríkir fataskápar fyrir skóla, vinnustaði, sundlaugar o.fl. Fjórir eða fimm saman, með eðo án setbekks. Einfaldir í uppsetningu. Dýpt: 840 mm. Hæð: 2235 mm. Breidd: 300 eða 400 mm. LUI83 bietlarekkar Kerfi fyrir geymslu á vörum ó brett- um (pallettum). Sett saman úr sam- tengdum rekkum. Lagerinn nýtist betur, t.d. lofthæðin. Auðvelt að breyta og auka við eftir þörfum. Færanleg herbergi. Stök herbergi sem auðvelt er að flytja að vild (með gaffallyftara). Má stafla svo fvær hæðir myndist. Fást i fjórum litum og tveimur stærðum. Breidd: 3650 mm og 2750 mm. Hæð: 2660 mm. Inaust Borgartúni 26 Sími: (91) 622262 Mynds.: (91) 622203 Þú svalar lestrarþörf dagsins ' §ír)um Moggans! GENGI hlutabréfa í Tölvusam- skiptum hf. hefur stigið jafnt og þétt undanfarna mánuði, ekki síst eftir að fréttir bárust af samstarfi fyrirtækisins við stórfyrirtækið Microsoft. Tölvusamskipti héldu aðalfund sinn síðastliðinn föstudag þar sem 12 milljóna króna tap fyr- irtækisins var kynnt jafnframt því sem farið var yfir rekstar- áætlanir næstu missera. Búist er við að reksturinn verði í járnum á þessu ári og það sem af er árinu hafa söluáætlanir staðist. Jafnframt er gert ráð fyrir að fyrirtækið verði rekið með hagnaði árið 1994 þar sem þróunarkostnaður hefur farið lækkandi jafnhliða því sem vaxandi markaðsstarf er að fara að skila auknum tekjum. Rekstur Tölvusamskipta byggist að öllu leyti á þróun, framleiðslu og markaðsetningu á Skjáfaxi, en með Skjáfaxi er hægt að senda fax beint frá tölvu yfir í aðra tölvu eða þá í faxtæki hjá móttakenda, án þess að skjalið sé prentað út hjá sendanda. Nýjasta útfærslan af Skjáfaxi Tölvu- samskipta er hugbúnaðurinn Object- Fax sem er öflugri og einfaldari í notkun en fyrri útgáfur. Object-Fax var fyrst sett á markað í októbermán- uði á sl. ári og hefur það nú þegar hlotið góðar viðtökur, að sögn for- svarsmanna Tölvusamskipa, þeirra Ásgríms Skarphéðinssonar, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs, og Frosta Siguijónssonar, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs. Þeir segja jafnframt að með því að nota skjáfaxið felist m.a. mikill vinnusparnaður, aukin gæði og einn- ig sé hægt að miðla upplýsingum mun hraðar með þessu móti. Nefndu þeir sem dæmi að fjárfesting Marels hf. í Object-Fax borgaði sig upp á þremur mánuðum vegna tímasparn- aðar. Skjáfax frá Tölvusamskiptum er nú er í notkun hjá um 150 alþjóð- legum viðskiptavinum fyrirtækisins. Úr þróunarvinnu í markaðsstarf Forsvarsmenn fyrirtækisins segja það nokkuð algengt að hátæknifyrir- tæki þurfi að þróa afurð sína, jafn- vel í nokkur ár, áður en hægt er að fara út á heimsmarkaðinn. Sú hefur verið reyndin hjá Tölvusamskiptum en frá stofnun fyrirtækisins árið 1987 hefur það breyst úr hreinu þró- unarfyrirtæki yfir í það að sinna þróun jafnhliða markaðsstörfum. Rekstrarafkoma síðastliðinna miss- era markast af þessari staðreynd og enn eru gjöldin hærri en tekjurnar. Um þessar mundir ertalið að hlutföll- in séu að snúast við og að á síðari hluta þessa árs eigi fyrirtækið að sýna hagnað. Á móti háum þróunarkostnaði hugbúnaðarfyrirtækja segja þeir Ás- grímur og Frosti að komi möguleiki á mikilli framlegð. Þeir nefna að efn- ið í hvem hugbúnaðarpakka kosti um 1.000 krónur en hann sé seldur á bilinu 60.000 til 200.000 krónur. Tilbúnir á Bandaríkjamarkað Vegna smæðar fyrirtækisins töldu forsvarsmenn Tölvusamskipta skyn- samlegast að leggja í fyrstu megin- áherslu á heimamarkaðinn. Því var lögð vinna í að markaðssetja skjáfax- ið á Norðurlöndum og forsvarsmenn fyrirtækisins segja það nú nokkuð vel þekkt í Skandinavíu. Jafnhliða þessu hafa nýir markað- ir verið kannaðir að undanfömu og þar má nefna Hong Kong, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Singapúr og Malasíu. „Nú teljum við hins vegar að í sumar séum við tilbúnir í þá hörðu samkeppni sem ríkir á Bandaríkja- markaði. Á miðju þessu ári er áform- að að stofna söluskrifstofu í New York sem verður að öllu leyti í okkar eigu. Við emm þó enn meðvitaðir um smæð okkar og ætlum í fyrstu að einbeita okkur að New York borg og svæðinu þar í kring.“ Grýtt leið Forsvarsmenn Tölvusamskipta segja mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem náðst hafi. „Það hefur tekið okkur marga mánuði að verða sýnilegir á þessum alþjóðlega mark- aði en nú emm við komnir á kortið.“ Þeir segja leiðina hafa verið grýtta en smám saman hafi hin mikla vinna farið að skila sér. „Fyrsta viðurkenn- ingin sem við fengum í víðlesnu tölvublaði vom mjög jákvæðir dómar sem birtust um okkur í PC-User í desember 1992.“ Frosti segir að síð- an hafi verið stigið skref fyrir skref og ýmsir mikilvægir aðilar hafi valið þeirra fyrirtæki til samstarfs, nú síð- ast Microsoft. Veðjuðu á Windows Aðspurðir um tildrögin að sam- starfi við Microsoft sögðu þeir að Tölvusamskipti hefðu verið eitt af fyrstu fyrirtækjunum í heiminum til að hanna faxbúnað fyrir Windows- umhverfí. „Af og til höfum við sent okkar forritara á þróunamámskeið í Windows og þannig höfum við náð sterkum persónulegum tengslum við forritara Microsoft. Með því að fylgj- ast vel með þeirra þróun getum við á skömmum tíma tileinkað okkur þeirra nýjustu tækni hveiju sinni. Það leiddi síðan til þess að Microsoft bað okkur að þróa Skjáfaxið okkar samhliða nýrri tækni hjá þeim sem nefnist OLE. Vegna þessa samstarfs notar Microsoft nú okkar Skjáfax til að sýna hvernig þeirra nýjasti hug- Fjárfestingar Eru Tölvusamskipti góður kostur? Agnar Jón Ágústsson, deildar- sljóri Fjárfestingarfélaginu Skandia: „Hlutabréf í Tölvusamskiptum er tiltölulega nýr valkostur á ís- lenskum hluta: bréfamarkaði. í júlí á síðasta ári var gengi hluta- bréfanna 2,5 en er nú 7,50 miðað við síðustu við- skipti á Opna til- boðsmarka- ðnum. Forritið hefur verið markaðssett á Norðurlöndum og Bretlandi með ágætum árangri en nú er ætlunin að markaðssetja forritið í Bandaríkjunum og ákveðið hefur verið að opna skrif- stofu í New York. Tölvusamskipti hafa selt forritið þekktum fyrir- tækjum eins og Pepsi, Shell, Reut- ers og City Bank svo einhver séu nefnd. Það sýnir kannski að hér sé á ferðinni athyglisverð vara. Hlutabréf í Tölvusamskiptum er valkostur sem gefur íjárfestum tækifæri á að taka mikla áhættu í hlutabréfaviðskiptum hérlendis. Þeir sem eru reiðubúnir að taka áhættuna með sparifé sitt gætu hagnast mikið ef vel tekst til en óvíst er á þessari stundu hvernig tekst að selja forritið í Bandaríkj- unum. Sú hætta er fyrir hendi að stærri og sterkari hugbúnaðarfyr- irtæki erlendis hefji framleiðslu á svipuðu forriti sem takmarkað gæti sölumöguleika TÖlvusam- skipta og þar með haft áhrif á verðið hérlendis.“ Davíð Björnsson, forstöðumað- ur fyrirtækjasviðs Landsbréfa: „Tölvusamskipti ’ hafa þróað forritið Skjáfax og hafið sölu þess hérlendis og er- lendis. Félagið hefur lagt mikla vinnu og fé í markaðssetn- ingu forritsins og orðið nokkuð ágengt í kynn- ingu forritsins gagnvart erlend- um hugbúnað- arfyrirtækjum. Mikill kynn- ingarkostnaður skýrir að mestu 12 millj. kr. tap fyrirtækisins á síðasta ári. Hlutabréf í fyrirtæk- inu hafa verið að seljast á genginu 4-7,50 á undanförnum mánuðum. Það þýðir að markaðsverð alls hlutafjárins er á bilinu 94-176 millj. kr. Þegar haft er í huga að eignir fyrirtækisins námu 9 millj. kr. um síðastliðin áramót sést að ofangreint gengi byggir einungis á væntingum um framtíðarhagn- að fyrirtæksins í kjölfar aukinnar sölu. Gangi þær væntingar eftir geta hluthafar væntanlega hagn- ast verulega en hlutabréfin geta að sama skapi lækkað mjög í verði ef vonir um aukna sölu bregðast. Niðurstaða mín er því sú að þetta sé áhættusöm fjárfesting, sem hentar einungis áhættusæknum fjárfestum, sem veiji til hennar litlum hluta af ráðstöfunarfé sínu.“ Svanbjörn Thoroddsen for- stöðumaður hjá VÍB: „Hlutabréf í Tölvusamskiptum hafa hækkað verulega í verði að undanförnu. Viðskipti síðustu daga hafa verið á gengi 7,0-7,50, sem þýðir að markaðsverð fyrir- tækisins er 210-225 m.kr. Til að réttlæta þetta gengi þarf fyrir- tækið að skila a.m.k. 20-30 m.kr. hagnaði eftir skatta. Fyrirtækið vinnur nú að sölu Skjáfax forrits- ins bæði hér innanlands og á al- þjóðlegum mark- aði, þar sem það hefur fengið góðar viðtökur. Enn ríkir þó óvissa um það hversu sterkri markaðsstöðu fyrirtækið nær. Ennfremur er al- þjóðleg mark- aðssetning afar kostnaðarsöm og það hlýtur að taka nokkur miss- eri áður en sá árangur næst að salan skili hagnaði. Því er ólíklegt að fyrirtækið skili verulegum hagnaði fyrr en á árinu 1994 eða 1995. Ef góð markaðshlutdeild næst má hinsvegar reikna með góðri afkomu þegar fram í sækir vegna mikillar framlegðar af sölu hugbúnaðar sem búið er að þróa. Þetta fer saman við þá áhættu sem felst í fjárfestingu í hlutabréf- um hugbúnaðarfyrirtækja. Um getur verið að ræða spennandi kost en áhættusaman. Þess vegna er ráðlegt að segja aðeins lítinn hluta sinna fjárfestinga í hluta- bréf slíkra fyrirtækja.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.