Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993 B 11 Ævintýri Tinna tóku sifellt á sig nýjar myndir eftir því sem árin liðu og tækninni fleygði fram. Hér eru Tinni, Kolbeinn og hundur- inn Tobbi staddir á tunglinu. Tinni kemur ekki aðeins fram í teiknimyndum heldur einnig í leikn- um kvikmyndum og Kolbeinn kafteinn er þá jafnan ekki langt undan. í DularfuIIu stjörnunni. siglir Tinni ásamt Kolbeini og hópi vís- indamanna norður undir heim- skautsbaug. Á ieiðinni koma þeir við á Akureyri til að taka olíu. Ekki kannast maður þó við Akureyri Hergés; umhverfíð er framandi og hægt að fá sér viskí á kaffihúsi; slíkan munað gátu íslendingar ekki veitt sér á því herrans ári 1941. Dularfulla stjarnan er fyrsta bókin sem kemur út í lit og síðasta bókin þar sem Hergé gerir sig sekan um klaufalega villu; fagmenn bentu á það að skip félaganna hafði varla haldist á floti ímeira en tíu mínútur. Hergé vann heimavinnu sína vel í Leyndardómi Einhyrningsins og Fjársjóði Rögnvalds rauða, þar sem hann teiknar skip frá sautjándu öld. Leyndardómurinn gerist að mestu á tveimur stöðum; í íbúð Kolbeins og á hinu glæsta skipi forföður hans, Einhyrningnum. Kolbeinn nútímans situr með viskí, sautjándu aldar hatt og sverð og segir Tinna frá glímu forföður sins við sjóræningj- ann Rögnvald rauða. Eftir mikla og harða orrustu tekst sjóræningjum að hertaka Einhyrninginn og strá- fella áhöfnina. Forfaðir Kolbeins er sá eini sem kemst af; eftir hetjulega vörn rotast hann þegar skipsvinda fellur á höfuð hans. Rankar við sér bundinn við siglutré. „Hann leið hroðalegar kvalir,“ segir Kolbeinn. „Ég skal trúa því,“ segir Tinni, „eft- ir svona rokna högg.“ „Nei,“ segir Kolbeinn, „hann var að deyja úr þorsta. Aumingja maðurinn, hvílíkar kvalir,“ hálf snöktir afkomandinn og tæmir viskíglasið í einum teyg. í framhaldsbókinni, Fjársjóður Rögnvalds rauða, er ný persóna er kynnt til sögunnar, prófessor Vil- hjálmur vandráður; þriðji meðlimur- inn í Tinna fjölskyldunni. Vandráður var afrakstur ellefu ára leitar Herg- és að utangátta vísindamanni. Leikur verður að list Án vina sinna, Kolbeins, Tobba, Vandráðs og Skaftanna, væru ævin- týri Tinna ekki eins litrík. Hlutverk hans er að leysa ævintýrin, hlutverk hinna að flækja þau og gera bros- leg. Prófessor Vandráður er reyndar aðalorsökin fyrir næstu fimm ævin- týrum; fyrst vegna tilviljunar, síðan vegna vísindastarfa sinna. Vandráð- ur er afar kómískur og það er hættu- lega auðvelt að gera slíkar persónur hlægilegar. En galdurinn bak við töfra Vandráðs er einmitt sá, að Hergé lætur hann aldrei glata sjálfs- virðingunni. Vandráður er alltaf virðulegur, jafnvel þegar hann sýnir listir sínar í Savate á blaðsíðu sjö í Flugrás 714 til Sidney. Hergé byijaði á Sjö kraftmiklum kristalkúlum í desember 1943. Bók- in var, myndrænt séð, sú besta til þessa. Smáatriðin gefa henni dýpt. Áður fyrr voru til dæmis ekki nema tveir eða í mesta lagi þrír iitir inni í húsunum, veggirnir auðir og íbúð- ir tómlegar. í Sjö kraftmiklum eru húsin raunsæ jafnt innan sem utan. Sagan gekk vel þar til kom að blaðs- íðu 49. Þá var Belgía frelsuð undan Þjóðveijum, starfsmenn Le soir reknir og Hergé varpað í fangelsi vegna samstarfs við Þjóðveija. Hon- um var fljótlega sleppt, en fékk hvergi að teikna undir eigin nafni; í tvö ár stóð Tinni með spurningar- merki á spítalagólfinu á blaðsíðu 49 eða þar til Leblanc nokkur hringdi í Hergé og bauðst til þess að hleypa Tinnablaði af stokkunum. En Leblanc var ekki bara ritstjóri og Tinna-aðdáandi, heldur and- spyrnuhetja. Hergé átti að skila tveimur litasíðum af sér á viku. Það var einfaldlega of mikið miðað við þær listrænu kröfur sem Hergé setti sér. En hann þorði ekki annað en að samþykkja og 29. september 1946 hóf Tinnablaðið göngu sína og hetjan komst af sjúkrahúsinu. Samstarf Hergé og Leblanc gekk ekki áfallalaust. Leblanc markaðs- setti Tinnavörur (skyrtur, boli, sáp- ur) og vildi auðvitað að Hergé stæði við sinn hluta samningsins; tvær síður á viku. En það gekk bara ein- faldlega ekki og álagið var of mikið á Hergé. Tvisvar stakk hann ein- faldlega af, hvarf í nokkrar vikur ög lét þá kannski fyrirberast í indí- ánatjaldi í skógum Belgíu. Viðhorf hans gagnvart Tinna var líka breytt; hann teiknaði ekki lengur með ákafa og sköpunargleði æskumannsins. Tinni var bæði kvöð á höfundi sínum og listrænn metnaður hans. Með hæfilegri einföldun má segja að fram að stríði hafi Tinni staðið fyr- ir ævintýradrenginn í Hergé; aldurs- lausa hetjan með skátahugsjónina að leiðarljósi. Eftir stríðið finnur Hergé sig betur og betur í Kol- beini, sem þvælist nauðugur viljugur með hetjunni gegnum ævintýrin; Tinni veður áfram ákafur eins og drengur í ævintýraheimi meðan Hergé vill bara vera heima og slá garðinn sinn. Eiginkona fer með særingarþulur Þegar tunglbækurnar svokölluðu, Eldflaugastöðin og / myrkum Mána- fjöllum, voru langt komnar var þrýst á Hergé að senda Tinna til Mars eða Júpiters. Á síðustu blaðsíðu í myrkum Mánafjöllum svarar Kol- beinn fyrir hönd Hergé: „Eitt hef ég þó lært í ferðinni og það er, að hinn rétti staður mannsins er elsku gamla jörðin!" Hergé virtist næstum njóta að kvelja Kolbein með persónum sem hann þoldi ekki sjálfur. Hin fyrir- ferðarmikla óperusöngkona Vaíla Veinólínó hálfvegis ofsækir kaftein- inn, en Hergé viðurkenndi hálf skömmustulegur að hann þyldi ekki óperur, fannst þær í mesta lagi fyndnar. „Ég get ekki tekið það alvarlega þegar hópur manna með falskt skegg stendur á sviðinu syngjandi í sífellu: „Förum burt, förum burt“ án þess að hreyfa legg né lið.“ í Leynivopninu ryðst hinn óþolandi sölumaður Flosi Fífldal inn á Myllusetur og treður sér þar með inn í tilveru Kolbeins. Hergé hafði sjálfur lent í einskonar Flosa þegar óprúttinn sölumaður leitaði skjóls á heimili hans í óveðri. Skenkti sjálf- um sér í glas, hlammaði sér í besta stólinn, bauð húsbóndanum sæti á eigin heimili og spurði hvort þetta ómerkilega heimili væri tryggt. Átök Hergés við sjálfan sig, sköp- unarverk sitt, höfðu auðvitað áhrif á einkalíf hans. Árið 1928 hafði hann gifst Germaine Kieckens. Tuttugu árum síðar voru komnir brestir í hjónabandið. í örvæntingu sökkti Germaine sér ofan í galdrabækur og fór með særingar- þulur til að halda í eiginmanninn. En jafnvel galdrar gátu ekki bjargað hjónabandinu; ást Hergés til hennar var kulnuð og önnur kona komin í spilið. Harðstjórinn Tinni í byijun sjöunda áratugarins var Hergé ráðlagt af sálfræðingi að setj- ast í helgan stein. Fjárhagslega þurfti Hergé ekki lengur á Tinna að halda og hugleiddi því í alvöru að yfirgefa sköpunarverk sitt. Dútla kannski við myndlist, drekka gott vín, hlusta á jazz og slá garðinn sinn. En hann gat einfaldlega ekki lifað þannig. Tinni hafði verið föru- nautur Hergés í rúm þrjátíu ár og hann gat ekki fórnað honum. Hergé er reyndar ekki sá eini sem hefur misst vald á sköpunarverki sínu og orðið þræll þess; Arthur Conan Do- yle reyndi til dæmis árangurslaust að losna undan Sherlock Holmes. Nauðugur viljugur teiknar Hergé áfram. Tinni í Tíbet kemur út árið 1960 (af mörgum talin persónuleg- asta bók Hergé), Vandræði Vaílu 1963 og Flugrás 714 til Sidney fimm árum síðar, eða 1968. Tinna-aðdá- endur þurftu síðan að bíða í átta ár eftir síðustu bókinni; Tinni og Pikkarónarnir. Það tók Hergé átta ár að full- vinna bókina. Þegar verst lét rissaði hann upp teikningar af Tinna og sjálfum sér þar sem söguhetjan barði skapara sinn áfram með svipu. 111 á svip. í Pikkarónunum birtast allar helstu persónur Hergés. Og prófessor Vandráður finnur upp eins konar töfralyf sem hefur þær afleið- ingar að sá sem tekur það inn getur alls ekki bragðað áfenga drykki. Fyrsta „fórnarlambið" er Kolbeinn kafteinn og meira að segja Tinna er brugðið. þegar Kolbeinn hrækir víninu út úr sér. í lok bókarinnar segist Tinni hlakka til að snúa heim í kyrrðina. Aldrei áður hafði hetjan hugdjarfa sýnt þreytumerki. I Bláa lótusinum, frá 1936, eru Japanir málaðir vondu karlamir á svo afgerandi hátt, að sendiherra þeirra í Belgíu bar fram formleg mótmæli og fór fram á að bókin yrði bönnuð. Eftir það reyndi Hergé að sniðganga stjórnmálin eða fela ádeiluna. Pikkarónarnir er pólitísk- asta bókin eftir stríð, en hér er þó allt merkt kaldhæðninni. Tinni hjálpar Alkasar að komast til valda, en eina breytingin verður sú að hermennirnir skipta um búninga; fátækrahverfin eru þau sömu. Hergé byijar fljótlega á nýrri sögu, en deyr þriðja.mars árið 1983. Eft- ir stóðu skissur af fjörutíu og tveim- ur blaðsíðum með óljósum sögu- þræði. Dvergstirnið Hergé Ungan dreymdi Hergé um frægð og frama í kvikmyndaiðnaðinum. Ekkert varð af því, en margt lærði hann af kvikmyndinni. Bækur eins og Flugrás 714 til Sidney eru svo úthugsaðar og myndrænar í bygg- ingu, að ég á stundum von á að þær breytist í kvikmynd í höndum mín- um. En allar tilraunir til að lífga Tinna við á tjaldinu hafa misheppn- ast. Sjálfur skipti Hergé sér lítið af slíkum tilraunum. Gerði sér eflaust ljóst að það er nær óhugs- andi að gera Tinna að kvikmynda- stjörnu. Ekki frekar en að breyta ævintýrum Indiana Jones í teikni- myndasögur. Reyndar tryggði Stev- en Spielberg sér kvikmyndaréttinn á Tinna fyrir einum tuttugu árum, en féll frá öllum áformum við lát Hergés. Það er löng leið frá Tinna í Sovét- ríkjunum til Tinna og Pikkarón- anna. Fyrstu árin er Tinni eingöngu teiknaður í svarthvítu og lítil áhersla lögð á smáatriðin. Síðar meir lögðu Hergé og aðstoðarmenn hans gífur- lega vinnu í bækurnar. Hver síða var teiknuð út frá tíu til tuttugu mismunandi sjónarhornum og mikil heimildarvinna unnin. Árið 1982 var dvergstirni milli Mars og Júpiters skírt í höfuðið á Hergé. Það segir kannski meira en mörg orð um vin- sældir hans. En í dag eru Tinnabæk- urnar til á meira en 40 tungumálum og hafa selst í rúmlega hundrað milljónum eintaka. 1.500 K R. MANUÐI O G ÞIÐ FAIÐ t'ULuALlU ÐTEPMLA Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigana. Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag. Dæmi 1:6 íbúða stigahús í Flúðaseli. Ðæmi 2: 8 íbúða stigahús í Stóragerði. Staðgreiðsluv. Kr. 26.147,- pr. íbúð. M/afborgunum. Kr. 27.200,-pr. íbúð. 8 mánaðargr. Kr. 3.400,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. Kr. 2.300,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. Kr. 1.500,- pr. íbúð. Staðgreiðsluv. Kr. 22.000,- pr. íbúð. M/afborgunum. Kr. 23.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. Kr. 2.900,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. Kr. 1.900,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. Kr. 1.300,- pr. íbúð. \ Álgengt er að útborgun nemi I /3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgunum á 11 til 18 mánaða greiðslutímabil. Með þeim hætti getur mánaðargreiðsla ferið niður í kr. 1.500,- pr. íbúð. VORTILBOÐ TIL I5.JÚNÍ Á vormánuðum bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús. Við fjarlægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum fljótt og vel. Við lánum stórar teppaprufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. HÝJAR gerðirteppa ítugum lita TEPPAB0ÐIN UMB0ÐSMENN UM LANDALLT ÖLL GÓLFEFNI Á EINUM STAÐ TEPPI • FLÍSAR • PARKET • DÚKAR • M0TTUR • GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.